Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › 42“ IROC
This topic contains 41 replies, has 1 voice, and was last updated by Hafsteinn Þór Hafsteinsson 18 years ago.
-
CreatorTopic
-
02.12.2006 at 13:05 #199081
Hvað segja menn um 42×14-15 irok hafa menn verið keyra á svona dekkjum og hvernig hafaþau verið að koma út og hvernig eru þau á felgum þarf maður bedlock fyrir þau.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
05.12.2006 at 13:16 #570030
Radial dekkin eru kanski 14.5" en bias eru 15.5" þ.e belgmeiri radial er hinsvegar með aðeins breiðari bana þannig að það er ekkert að því að prufa þau á 16" breiðum felgum. Ég reikna fastlega með að menn hafi verið að spá í Bias dekkin þar sem þau eru 42" (41.5") Radial er hinsvegar 41"…
Bias dekkin eru ekki alveg kringlótt í það minnsta ekki mín, smá hopp…
05.12.2006 at 13:21 #570032PS.
Svo þarftu 16" felgur fyrir radial en notar 15" fyrir Bias þ.e hæð á felgu.
05.12.2006 at 13:41 #570034"heldur 3.0l Patrol sem sumardekk sem eru samt keyrð í snjó og ís mest allt sumarið"
Þá held ég að Bias henti betur með úrhleipingar í huga, Bias er talsvert míkra dekk þar sem það er 6 strigalaga en Radial er 8 strigalaga og já þetta ætti að virka eitthvað undir patta gæti verið svolítið stíft fyrstu 10-20þ km en kemur svo eflaust til.
05.12.2006 at 14:25 #570036Já það er mjög mikill munur á mýkt á bias og radial dekkjunum.. Ég á notaðan gang af bias 39,5 irok sem ég ætla að skera og setja undir.. en mýktin er mun meiri heldur en á sambærilegu radial dekki. Tala nú ekki um þyngd, nýtt 39,5 radial dekkið vigtar 42 kg.. þessi slitnu sem ég er með.. reyndar slitin.. vigta 27 kg… þannig að ný væru væntanlega um 30 til 32 kg.
Ég væri til í að sjá eh pattann eða svipaðan bíl á svona dekkjum.. þ.e.a.s. bias 42" á 15" felgum.
Þau eru helst til stór fyrir litla wranglerinn minn og það væri frekar kjánalegt að vera alltaf einn þar sem enginn gæti fylgt mannikv Gunnar
05.12.2006 at 17:32 #570038Ég er einnig mikið að pæla í 41" radial undir F150 sem vegur 2,5t tómur.
Þar sem ég er háður 17" felgum að lágmarki, þá datt mér í hug að þau myndu skila svipuðu, jafnvel meiru en 38" á 15" felgum.
Myndu þau ekki henta vel undir svona þungan bíl??
05.12.2006 at 17:42 #570040Nei Bragi það held ég ekki. þú verður eiginlega að byrja á að koma þér á 15" felgur og svo á 42" Bias þá held ég að sé smá möguleiki að þú kæmist eitthvað áfram. 17" og 41 radial er dauðadæmt við hliðina á t.d mödder og Irok 42 Bias á 15" felgum.
05.12.2006 at 18:25 #570042Sælir..
Já það er einn galli við að vera í 17" felgunum því að Ply rating.. eða strigafjöldinn fer úr 6 í 8 strigalög í dekkjunum sem gerir þau stífari en dekk fyrir 15" felgur. Þetta á við um Radial Irok 41" dekkin. Hliðin á dekkjunum borið saman við 38" á 15" felgum ætti að vera svipað löng þannig að dekkin ættu nú að leggjast ágætlega. Það sem er hættulegt er eins og áður sagði að þessi auka 2 strigalög geri dekkið of stíft fyrir snjóakstur og of mikil hitamyndun myndist við að keyra á litlu psi.
Ég myndi frekar mæla með 42" irok Bias dekkinu, þ.e.a.s. ekki radial á 17" felgunum ef þú ætlar að halda í þá felgustærð. Auðvitað væri best að minnka í 15".
En 42" bias dekkin á 17" felgum eru með 6 strigalög líkt og irok radial fyrir 15" felgur. Þau dekk ættu að virka betur þar sem þau eru mun mýkri. Ég staðfesti þetta þó ekki. Ég óska hér með eftir athugasemdum við þessi skrif mín.
kv
Gunnar
05.12.2006 at 19:22 #570044Já var einmitt að tala um bias okkur leist ekki á að fara í radial dekkin þar sem maður þarf 16"felgu og held reyndar að mað 16" breyð felga væri alveg passleg en mun sennilega nota 14" þar sem maður á svoleiðis en mér finnst það nú samt eiginlega of mjótt fyrir 38"
05.12.2006 at 19:23 #570046Hérna eru allar upplýsingar um þessi dekk
[url=http://www.intercotire.com/site25.php:18syeqlh]Interco Irok dekk[/url:18syeqlh]
Kveðja
Birgir
05.12.2006 at 19:48 #570048En er hitamyndunin það mikil í 8 stigalaga á móti 6 ?
Bíllinn hjá mér er hátt í 3t lestaður, þannig að mér finnst ekki veita af þessum styrk. Annað, sem ég tel einnig koma á móti er það að bíllinn er það langur (144" wb) að þyngdardreifingin er mun meiri en á jap. jeppunum, og hestarnir mun fleiri, þar af leiðandi tel ég mig ekki þurfa að hleypa eins mikið úr og ég hefði líka talið að frost og snjór í þungu færi væri nóg til að kæla dekkin.
Ég er núna á 315/70R17 (34,5") BFG sem er 8 stigalaga og ég fór upp á Langjökul um daginn (sem og áður) með Litludeildinni og var ekkert að fara mikið minna en 38" bílarnir. Það sem háir mér aðallega er veghæðin, en ég virðist komast langt á lengdinni og hestunum (heilt stóð sko
05.12.2006 at 20:44 #570050Heyrðu mig Bragi. Hvað kippti ég eiginlega oft í þig í þessari nýliðaferð Litlunefndarinnar um helgina þarsíðustu? Ég var allavega hættur að telja haha.
Kv. Haffi.
05.12.2006 at 21:06 #570052Bragi! þetta er ekki svona einfalt, sláðu bara á til mín og ég skal fara yfir þetta með þér í smáatriðum.
461 4075Benni
05.12.2006 at 21:07 #570054Það voru góðir og þarfir drættir, engin fjallaferð er án þeirra 😉
05.12.2006 at 21:10 #570056Benni greinilega í stuði! Þetta gæti orðið sniðugt. Benni, ég klikkaði á að mynda hana Snæfríði um helgina, nú eru aðgerðir bara byrjaðar og stefnir allt í óefni 😉
Kv
Tryggvi Bíllausi
05.12.2006 at 21:43 #570058Bragi ég held að 41" dekkið sé betra fyrir þig þú þarft ekkii að breyta bremsum það er breiðara og það sem við höfum prófað þá bælist það betur..
kv Ási
05.12.2006 at 21:54 #570060Sá misskilningur er í gangi að D sé burðarmeiri dekk en C og að þau séu þess vegna stífari og þykkari. Það er als ekki víst að svo sé. Load range er fundið með því að fulllesta dekkið og láta það rúlla í prufubekk á þeim hámarkshraða sem það á að þola. Það er ekki endileg þykkasta og stífasta dekkið sem þolir þetta best enda er það svo að D dekk eru stundum þynnri en C þó svo að það sé ekki regla.Ef hliðarnar eru gerðar þykkari þá eykst varmamynduninn og dekkið lækkar bara í burðargetu sem þýðir aftur að hækka verður loftþrístinginn sem þýðir aftur annað strigalag og og þá hitnar það meira og þá þarf að hækka þrístinginn meira og bæta þá enn einu strigalagi við og að lokum erum við kominn með vörubíladekk af gömlu gerðinni sem þurfa 140 psi og hitna samt bera litið og hafa enga aksturseiginleika. Leiðin sem farinn er til að auka burðinn í dekki er venjulega sú að hafa hliðarnar þynnri (styttra á milli strigalaganna) og efnið í þeim sterkara.Þannig minkar varmaálagið á dekkið og hægt er að lesta það meira miðað við sama loftþrísting. þetta kostar nákvæmari mót og betri efni en er mun gáfulegri leið en að bæta bara við efnið í dekkið. Load range D þíðir þess vegna eiginlega bara að dekkið hitni minna og ef það er upp gefið fyrir sama loftþrísting og C dekk er það enfaldlega miklu betra dekk.
guðmundur
05.12.2006 at 23:44 #570062Á vefsíðum dekkjafremleiðenda má stundum finna upplýsingar um dekk. Þar sem ég hef skoðað, þá fylgjast "load range" og þrýstingur við mesta burð, að. Mesti þrýstingur með loadrange B er 20-25 psi, C: 30-35 psi, D: 50 og E 65 psi. Stundum er líka talað um ígildi striga laga, þannig að loadrange C samsvari 6 strigalaga bias dekki, D 8 strigalaga o.s.frv. Þau dekk sem gefið hafa besta raun í snjóakstri, eru flest gefin upp fyrir loadrange C, og mesta burð við 30-35 psi þrýsting. Það er lika áhugavert að skoða hlutfallið milli burðargetu og loftþrysings, þetta samsvarar stærð snertiflatar dekksins við jörðu, Því stærri sem þessi flötur er, þvi meira flot getur dekkið gefið.
-Einar
06.12.2006 at 12:55 #570064Bias ! hér er nýtt hugtak sem ég hef ekki séð áður en þarf ekki endilega að vera nýtt. Getur einhver útskýrt fyrir mig og kannski fleirum munin á Bias vs. Radial og Diagonal ??
kv. vals.
Es. ég lifi undir þeim formerkjum að sá sem spyr er vitlaus í nokkrar mínútur en hinn er alltaf vitlaus (óupplýstur)
06.12.2006 at 13:10 #570066[url=http://en.wikipedia.org/wiki/Radial_tire:2fp2s2rp]Hér er besta úskýring[/url:2fp2s2rp] sem ég hef séð. Ég hef heyrt þetta fyrirbæri kallað skábandadekk á íslensku. Ég held að bias og diagonal eigi við sama fyrirbærið.
Dekk sem kallas [url=http://www.mickeythompsontires.com/truck.php?item=BajaBelted:2fp2s2rp]bias belted[/url:2fp2s2rp] blanda líklega eiginleikum radial og hefðbundinna bias dekkja, því það eru auka styrking í bananum úr trefjagleri, í stað stáls sem notað er í venjulegum radíal dekkjum.-Einar
04.01.2007 at 21:27 #570068ROK-08 – 39.5×13.50R16.5LT – 10 – 21/32 – 11.0 – 39.5
13.75 – 16.5×9.75 – 65 Max load : 4080I-810 – 39.5×13.50-16.5LT – 8 – 21/32 – 11.6 – 39.5 – 15.0
16.5×9.75 – 45 max load: 3640Er að spá í Irok 39.5 Greinilega til 2 gerðir fyrir 16.5" felgu.
nú fer Kafbáturinn minn áræðanlega stundum í mörg mörg kg fullhlaðinn með
300 lítra af olíu og 8 manns til að moka og ýta. 😉
Eru bæði dekkin í boði eða bara annað ?Það sem ég er líka að spá er. Max load á Irok…
& á maður frekar að fá sér
Irok 39,5 eða bara gömlu góðu 38" GH eða Mudder.
og annað er Irok í lagi á 16,5" felgum ?
Mér hefur nú heyrst á flestum að það muni aðeins um
hæðina frá 38" og í 39,5"
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.