Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › 42″ Iroc Dekk
This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Gunnar Ingi Arnarson 18 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
11.12.2006 at 19:30 #199140
Segiði mér nú strákar mínir, hvernig eru þessi dekk og hvernig er að hleipa úr . Hvernig eru þau miðað við 44″
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
11.12.2006 at 19:34 #570946
hér er annar þráður sem að var uppi ekki fyrir löngu um þessi dekk.
[url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=bilarogbreytingar/8606:1d4sn0x0][b:1d4sn0x0]linkur[/b:1d4sn0x0][/url:1d4sn0x0]
11.12.2006 at 20:01 #570948[url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=bilarogbreytingar/8606:183ip5bn]hérna[/url:183ip5bn] þar sem menn fóru út um allt og drifu helling.
11.12.2006 at 20:05 #570950þetta er alveg rétt hjá mér 😉 búinn að laga linkinn þótt að tryggvi sé með hann
11.12.2006 at 20:06 #570952Oh jæja 😉 ég hef greinilega verið aðeins of snöggur á mér bara…
11.12.2006 at 20:46 #570954Sælir..
Já eins og ég sagði á hinum þræðinum… eru þetta örugglega mjög góð jeppadekk. Það eina sem þarf að gera er að Láta valsa felgurnar hjá G.J. Járnsmíði og málið er dautt. Þú munt aldrei affelga né spóla á felgunum ef það er gert… nema með þeim mun meiri látum kannski.
Vonandi fáum við að sjá meira um þessi dekk undir jeppum í framtíðinni….. En ég fór á gvs áðan og sá hvergi hvað þau eru að kosta hjá þeim.. hvorki 41" radial né 42" bias… Eru þeir ekki annars að selja þau..
kv
Gunnar
11.12.2006 at 21:00 #570956ég var hjá þeim í dag og 42" er að kosta rétt tæpar 49.000,- kr. Mér líst bara þræl vel á þessi dekk, sérstaklega munstrið. með að valsa felgurnar, eru þessi dekk þá lausari á felgunni en önnur dekk?
12.12.2006 at 07:29 #570958Það hefur verið með Allan Irokinn sem komið hefur að þau hafa ekki hentað vel til úrhleypinga því að þau mælast rétt yfir 15".. fleiri dekk hafa þó verið að glíma við þetta vandamál líka… nýju dick cepek 38 og 44…
En þetta vandamál er auðleyst… og nauðsynlegt að gera … en það er að láta valsa felgurnar og þá færðu hærri kant og felgurnar valsast út í rétta stærð sem dekkið er.
[img:169at7ws]http://www.mmedia.is/gjjarn/images/vals102.jpg[/img:169at7ws]
Þú sérð muninn á hægri og vinstri kant… hægri mun hærri og valsaðar að auki.
Þetta færðu gert hjá Guðmundi… í G.J. Járnsmíði http://www.gjjarn.com ef þú ferð í "ýmislegt" á síðunni þar.. þá sérðu hvernig hann valsar felgurnar og hvaða kosti það hefur. Síminn er 564 2195.
Faðir minn ekur um á 39.5 Irok og lét valsa felgurnar hjá Guðmundi og það hefur aldrei verið vandamál með úrhleypingu og aldrei affelgast .. búinn að vera á þeim í 2 ár núna .. og helling af fjallatíma.Kv
Gunnar Ingi
12.12.2006 at 16:57 #570960Þessi völsun er náttúrlega bara tær snilllllld !
12.12.2006 at 23:10 #570962þegar felgur eru valsaðar þá skemmist væntalega lakkið á þeim eða hvað og hvað kostar þetta.
kv Ási
13.12.2006 at 12:22 #570964Ég fletti þessu upp í smáauglýsingunum hér. En jú lakkið brotnar upp þar sem þær eru valsaðar en lítið mál að redda því miðað við vesenið við að gera þetta ekki.
"Fáðu þér alvöru valsað kanta á felgurnar. Það leysir öll affelgunarvandamál. Felgur með felgulás að utanverðu geta affelgast að innanverðu nema að kanturinn sé sæmilegur að innan. Allar stálfelgur og valsaðar álfelgur(ekki steyptar) er hægt að laga í valsinum okkar. Verðið er 19.800 4 felgur öðru megin (fjórir kantar) eða 27.400 fjórar felgur beggja megin. (8 kantar) með vsk
GJ járnsmíði
sími 5642195"
kv
Gunnar Ingi
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
