Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › 41″ Irock Radial
This topic contains 17 replies, has 1 voice, and was last updated by Þór Ægisson 16 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
11.01.2007 at 09:00 #199341
Sælir félagar
Er einhver að notast við svona hjólbarða
Irock 41″ á 16″ felgum.
Hvernig eru þau að reynast á fjöllum.
(ef einhver á svona slitin dekk og þarf að losna við þau fyrir lítið veit ég um áhugasaman aðila)
kv
Gunnar -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
11.01.2007 at 15:49 #574954
Enginn að nota þessi dekk. ?
kv
Gunnar
11.01.2007 at 19:03 #574956Er búinn að keira á svona dekkjum í kringum 12000 km og er mjög sáttur við þau í keirslu. vel hringlaga og rásföst óþarvlega þykkar hliðar við úrhleipingu þar að fylgjast vel með hitamindun.Flot í snjó ágætt og góð veghæð á úrhleiptu. en ekkert er gallalaust, slitna mjög hratt eru að verða hálfslitin eftir heildarkeirslu uppá 12 -14 þ km.og eru leiðinlega hávær undir bílnum ekkert betri enn mödder hvað hljóð varðar.
11.01.2007 at 21:10 #574958Þetta er frekar skrýtið með slitin á dekkjunum.
Faðir minn ekur um á Grand Cherokee 39.5" og er búinn að keyra á þeim núna sirka 25- 30 þús og það eru búinir sirka 4 mm af þeim.
Þau eru reyndar mikið skorin, en ég bjóst nú alltaf við að það myndi stytta aðeins líftíman á þeim.Þú getur mýkt dekkin þín töluvert með því að skera í hliðina á dekkjunum þínum og síðan aðeins í kubban.. Það hjálpi Grandinum mikið í drifgetu.
Sjá mynd
[img:gj9x7c3l]http://www.mmedia.is/gjjarn/sjeppar/dekkgr/dekkimages/39,5Irok20.jpg[/img:gj9x7c3l]
þetta er nauðsynlegt til að þessi dekk virki almennilega í snjó. Eftir þessa breytingu hitna þau mun minna og drífa mun betur.
Sérstaklega þá skaltu skera í hliðarkubbana og í stóru kubbana, það hjálpar dekkinu mikið með hitamyndun.
kv Gunnar
11.01.2007 at 21:24 #574960Hvernig ætli þau gangi undir 38" breyttan Patrol með hliðsjón af hlutföllum og upphækkun. Ætli menn sleppi við að þurfa að lyfta honum ? Eða skipta um hlutföll ?
11.01.2007 at 22:14 #574962Var með 39,5 irok undir 38 tommu patrol og þurfti að klippa meira úr samt var ég á 12 tommu felgum þessi dekk standa mjög vel mál.var með 5´13 hlutföll og fann mikinn mun frá 38 tommu þarft næstum því 44 tommu breitingu fyrir 41 irok munar ekki nema 2til3 sm á hæð.
11.01.2007 at 22:50 #574964Hvað með IROK bias 14/42-15LT. Sex strigalög. Varla getur verið verra að keyra á þeim en 44tommu DC?
-haffi
12.01.2007 at 10:23 #574966Sælir,
Aksturseiginleikarnir á Irok hafa bara verið lofaðir hér á þessari síðu þó sérstaklega radial en einnig diagonal.Meira að segja tala stóru strákarnir á 49" dekkjunum að þau séu betri en t.d. 46" MT dekkin.
Ég er núna á 39.5" diagonal Irok og þau eru fín í akstri, smávægilegt hopp á 20 til 40 en hverfur þegar hraðar er komið.
kv
Gunnar
12.01.2007 at 10:30 #574968Ég vona að ég sé ekki að skemma þráðin þótt ég spyrji aðeins út í þennan dekkjaskurð.
.
Myndi svona skurður mýkja Radial Mudder?
.
Framkvæmir maður svona skurð sjálfur eða er einhver sem tekur svona að sér?
.
Kv.
Óskar Andri
12.01.2007 at 10:48 #574970Já þessi skurður er gerður til að mýkja dekkið, sem eykur drifgetuna í snjó.
Þessi skurður er einungis hægt að gera með skurðarvél. Svona skurðarvél kostar 43 þús held ég og fæst hjá Ísdekk (bílanaust húsinu uppi)
En annars eiga öll dekkjaverkstæði svona skurðarvélar og gera þetta fyrir einhvern pening.
Skurður á mudder dekkjum
[img:2g21tanf]http://www.mmedia.is/gjjarn/sjeppar/dekkgr/dekkimages/38Mudder20.jpg[/img:2g21tanf]Fengin frá
http://www.mmedia.is/gjjarn/sjepparkv
Gunnar
12.01.2007 at 12:30 #574972sæl
Ég á 39.5 tommu dekk á felgum lítið notuð
ef þú hefur áhuga hringdu í mig í síma 8942094
á mánudags eftirmiðdag.
Kv.
Jon Hl
18.03.2008 at 01:04 #574974sælir er ekki komin meiri reynsla á 41"IROK dekkin núna er á lc 80 og 39,5 á 14"breiðum felgum og langar að stækka við mig er 41" Irok svarið og þá 16"breiðar felgur
kv Heiðar U-119
18.03.2008 at 08:33 #574976Sæll Heiðar.
Við erum búnir að vera með svona dekk undir Patrol hjá Björgunarsveitinni Dagrenningu á Hvolsvelli í 2 ár.
Það verður að segjast að ég bjóst við meiru af þessum dekkjum, við vorum með þau á 15" felgum í fyrra en líkaði það ekki þar sem þau eru há og mjó og eru ill viðráðanleg í hliðarhalla, í vetur settum við þau á 16" felgur og eru þau heldur skárri.
Flotið virðist ekki vera neitt meira en í 38" AT eða Mudder en hæðin hjálpar þeim klárlega í sumum færum, sérstaklega krapanum.
Gripið er frábært og gott er að keyra á þeim en þó talsvert þungt að snúa þeim.
Sem sagt:
kostir: frábært grip, gott að keyra á þeim, hæð.
gallar: mjó miðað við hæð, þungt að snúa þeim, litlir belgir=ekki nóg flot, þarf að passa vel að þau hitni ekki.Væri gaman að prófa 44" Fun Country með þessu munstri.
Kv. Smári.
22.03.2008 at 22:08 #574978Ég þakka fyrir mig, er nú farinn að hallast að 44" DC reyndar sá ég 45" dekk í 4 Wheeler um daginn er búið að kaupa svoleiðis á klakanum og jafnvel þá kannski reyna þau í snjó líka
en það er komin reynsla á 44" DC þannig að þau fara mjög líkleg undir og 16" breiðar felgur og jafnvel utan á liggjandi úrhleypi búnaðurgóðar stundir Heiðar U-119
23.03.2008 at 01:19 #574980farðu frekar í 18" breiðar felgur en 16" það er mun betra undir Lc 80 ef þú ert að spá í að henda þessu undir hann?
23.03.2008 at 19:02 #574982Eftir reynslu af akstri á ýmsum gerða dekkja myndi ég setja 44" DC dekkin aftast á listann, þau hafa að mínu mati ekkert sem mælir með þeim nema mikið flot.
.
Kostur: mikið flot
gallar: mikið rásandi á vegi eftir örfáa þúsund kílómetra í akstri, afar lélegt grip, fara illa með hjólabúnað bílsins vegna mikils titrings.
.
Fljóta vel, en er óþolandi að mínu mati hversu illa getur t.d. gengið að bakka upp úr festum á þeim í t.d. blautu færi meðan að dekk með gripi eiga í litlum erfiðleikum með það sama.
.
Hef prófað ýmislegt og dríf bara ágætlega, en mun ekki fá mér aftur þessi dekk undir Patrol. Ef þessi nýju 44" radíal dekk verða ekki komin næsta haust (sem GVS er búin að vera að þykjast vera með á leiðinni í rúmt ár að mér skilst), þá mun ég fá mér 41" radíal. Hef séð þau í aksjón við ýmsar mismunandi aðstæður og heilt yfir finnst mér þau ekki koma mikið ver út en 44" DC. Bara mismunandi eftir færinu, en eru margfalt skemmtilegri keyrsludekk.
23.03.2008 at 23:50 #574984Ég hef verið að fylgjast með umræðu um Irokinn og bíða eftir lofræðunum sem mér sýnist einhvern veginn ætla að láta á sér standa, það hefur farið meira fyrir karpi um gölluð dekk, eða dekk sem þola illa úrhleypingu. Mér finnst það sem ég hef heyrt og séð um þessi dekk ekki nógu jákvætt til að skipta út 44" DC dekkjunum sem eru svosem ekki gallalaus heldur. Nú er BFGoodrich kominn bæði með 40" og 42" radial á markað svo það er aðeins að aukast úrvalið af stórum radial dekkjum. Mud-TerrainT T/A KM2 42×14.50R20/C 125Q er hátt og mjótt, nokkurn veginn sama stærð og 41" Irokinn, en því miður aðeins fáanlegt fyrir 20" felgur, en 40×14.50R17/C er eins og sést fyrir 17" felgur. Þessi dekk [img]http://C:Documents%20and%20SettingsÞórMy%20DocumentsMy%20Picturesmud-terrain-t-a-km2.jpg[/img] eru með "load range C" og ættu því að bælast auðveldar en 41" Irokinn. BFGoodrich dekkin hafa reynst mjög vel hér og verður spennandi að sjá hvernig þessi nýju dekk munu koma út. Vita menn hvort það séu einhverjir farnir að nota þau hér? Set slóðina hér: http://www.bfgoodrichtires.com/specs/mu … /3930.html
Kv. Þór
[img]http://C:Documents%20and%20SettingsÞórMy%20DocumentsMy%20Picturesmud-terrain-t-a-km2.jpg[/img]
24.03.2008 at 00:03 #574986Ég sem hélt ég væri tölvunörd, svo klikka ég á að setja inn mynd með textanum, jæja, þið sjáið slóðina á BFGoodrich þarna. [img:2rdup6o4]http://www.offroaders.com/tech/AT-MT-Tires/images/bfg-mud-terrain-ta-km2-sec.jpg[/img:2rdup6o4]
Mátti til með að prófa þetta aftur.Kv
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.