Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › 400 vél??????
This topic contains 18 replies, has 1 voice, and was last updated by Arnór Magnússon 18 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
14.08.2006 at 16:01 #198365
Hvernig eru þessar vélar að reynast????
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
14.08.2006 at 16:15 #557770
Hvernig 400 mótor ertu að tala um
14.08.2006 at 20:11 #557772Er að spá í bronco sem er með 400 mótor, og vilti forvitnast um hvernig þeir eru að reynast. Er þetta Piontiac eða Chrysler? eða hvað?
14.08.2006 at 21:05 #557774Það eru til 400 cu ins vélar frá bæði
Ford og G M. Útskírðu betur hvað þú átt við.
14.08.2006 at 21:11 #557776Er að velta fyrir mér hvernig eiðsla og kraftur í þessum vélum er. Bíllin sem ég er að spá í er beinskiptur á 44tommu. Hvernig ætli það muni ganga?????
14.08.2006 at 21:24 #55777844tomma og 400cid? Tja, ég hugsa að hann eyði miklu ef hann er vel stilltur, en svakalega miklu ef hann er ekki vel stilltur. En svona að öllu gamni slepptu, þá fer svona bíll trúlega aldrei niðurfyrir 25L/100km, nema þá í lausagangi niður brekku.
-haffi
ps. 400cid getur verið strókaður 351 ford. Minnir að bílabúð benna hafi gert það við 198x stóra bronco sem þeir tóku í gegn og settu á 44tommu, blásanseraður. Það var mjög huggulegur bíll.
14.08.2006 at 22:30 #557780Ef þetta er Ford 400 þá þekki ég ágætlega til þeirra. Ég var með svona vél talsvert tjúnnaða og fór með hana í hestaflamælingu þar sem hún skilaði 370 truntum til hjóla (sú vél er reyndar til sölu). Hún notar talsvert af eldsneyti enda er ekki ókeypis að búa til fullt af hrossum. Þetta er sama blokk og 351M nema það er annar sveifarás/stangir/stimplar í 400 vélinni. 400 Ford vélin er mjög slaglöng, 4 tommur, sem er náttúrulega lykillinn að aflframleiðslunni. Á réttum hlutföllum, klaufadekkjum (44" Fun Country) og með beinskiptingu þá þarf þetta ekki að eyða svo rosalega miklu, bara gaman…
–
Bjarni G.
14.08.2006 at 22:47 #557782Já, þetta getur orðið nokkuð skemtilegt verkefni….
Gaman að sjá hvernig þetta kemur út….
16.08.2006 at 09:56 #557784Er það plast Broncoinn?
Hjölli.
16.08.2006 at 12:35 #557786Nei hann er 44 breyttur 74módel hvítur með Ford merki á hliðinni lengdur og svoleiðis…..
16.08.2006 at 12:54 #557788þessi bíll er smíðaður á húsavík en flutti síðan í búðardal þar sem hann bjó lengi og er því fyrrverandi dalamaður eins og þú.
vélin í þessu tæki er strókuð 351 með tölvukubbum og einhverju fíneríi frá ameríku.
þegar félagi minn átti þennan bíl var hann að svínvirka og var eiðslan svona um og í kringum 20 til 25 á hundraði. enda þurfti þessi bíll aldrei að vera á inngjöf torkið svo gífulegt að hann vann á við nokkurhundruð hesta á lágum snúning. aflið var líka þannig að allt brotnaði sem brotnað gat ef óvarlega var stigið á inngjöfina, meðal annars braut hann pinnjón útúr drifhúsi við að fara yfir þröskuldinn á bílskúrnum heima hjá sér.
ég var samferða þessum bíl í nokkrar jeppaferðir ásamt hjotta sem þá var á súkku og öðrum félaga mínum sem var á ferrosu og var broncoinn að eiða svipuðu bensíni í ferðum og þeir.
en síðan hefur margt vatnið farið sinn farveg til sjávar og held ég að búið sé að taka flest allt útúr þessum bíl sem hægt er að taka útúr honum. þannig að hugsaðu þig vel um áður en þú fjárfestir.
kveðja siggias74 E1841
16.08.2006 at 13:29 #557790nú veit ég ekki hvort ég má uppljóstra heimilishögum og erjum annara hér á opinberum vettvangi, en punkturinn er að hann braut alvarlega við það eitt að snögggefa honum inn við ekki meiri fyrirstöðu en smáþröskuld á bílskúr.
16.08.2006 at 19:43 #557792[url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/?file=oldsite/3010/19619:hscj97pm]Ertu að tala um þennan bíl?[/url:hscj97pm] Hann stóð lengi fyrir aftan Bílanaust í Borgartúninu og var þá töluvert farinn að láta á sjá af ryði.
400M er ekkert mjög hress orginal, eitthvað í kringum 160 hrossin en eins og Ýktur segir þá er það slaglengdin sem gerir hana merkilega. 4" á móti 3,75" í 460 big block.
kv.
17.08.2006 at 11:06 #557794Þetta er bíllinn. Geri mér alveg grein fyrir að svona bíll þarf smá klapp og vinnu til að komast í fyrra horf. Ef maður væri ekki að nenna þvi væri ég ekki að standa í þvi. En vona að hann komi til að standa sig……
17.08.2006 at 12:42 #557796það var ekki þannig meint að ekki væri hægt að gera hann upp. þannig er bara með þennan bíl að vélin í honum er (var) alveg rosalega góð, gangviss og eiðslugrönn miðað við hverju hún skilaði. bíllinn sjálfur er bara ekkert í samræmi við vélina. undir honum eru td. 9" ford gerð fljótandi, að aftan og dana 44 að framan, þetta er drifbúnadur sem er orginal í 140 hestafla bíl. félagi minn veigraði sér ekki við að versla krómstálsöxla í bílinn eftir að hann var búinn að brjóta nokkur sett. ég veit að eitthvað af þessum öxlum eru búnir að brotna eftir að hann seldi bílinn en ég veit ekki hvort var sett svona fínerí í staðinn eða bara orginal.
en í bílnum eru bremsudiskar hringinn, tvöfaldar bremsudælur og einhver tvöföld túrbó höfuðdæla, ef ekki er búið að breita því síðan félagi minn átti bílinn.
ég veit að gírkassin brotnaði eitthvað eftir að félagi minn seldi, en mig minnir að í honum sé bedford vörubílakassi.
en gangi þér vel að gera upp ef þú verslar þennan trukk.
17.08.2006 at 13:07 #557798Engin spurning, skella sér á og gera upp. Þessir bílar, óbreyttir, breyttir sem gríðarbreyttir eru stór og skemmtilegur kafli í íslenskri jeppamenningu. Látum ekki þessa bíla, Lapplander, Landrover, Willys, Rússann og hvað þeir heita allir hverfa, það er nauðsynlegt að halda þessum bílum í horfinu, sem og því hvernig þeim var breytt.
Lifandi saga.
Hjölli.
18.08.2006 at 21:37 #557800Er að fara skoða bílinn betur og prufa hann á sunnudag.
þá kemur þetta í ljós.
21.08.2006 at 16:35 #557802Jamms ég og félagi minn létum vaða á bílinn og er hann í okkar eigu núna. Verður boddy tekið og lagað og bíllinn settur í gott stand…..
21.08.2006 at 17:23 #557804Sælir
Til hamingju með nýja bílinn!
Svona eiga jeppar að vera.
Kveðja
Arnór
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.