Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › 4 llít Ford V-6
This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Grimur Jónsson 16 years ago.
-
CreatorTopic
-
25.03.2009 at 22:34 #204108
Sælir félagar er einhver hér sem veit hvort hægt sé að fá millihedd og blöndung á V-6 4 lítra fordvélina í staðinn fyrir innspýtinguna og passar hún í bíl sem er með 2,8 lít v-6 ford bronco 85 beinskiptan kveðja trölli_1
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
25.03.2009 at 23:21 #644476
hún á að passa beit í en er ekki viss með milliheddið ætti að passa af gamla mótornum
26.03.2009 at 13:23 #644478Takk fyrir svarið Dagbjartur. En er einhver klár googlari hér sem gæti fundið hvort hægt sé að fá millihedd og blöndung á 4 lít Ford V-6 þetta er vél sem á að fara í Suzuki Fox 85. í honum er núna 2,8 V-6 ford með blöndung og fullt af gangtruflunum blöndungurinn líklega ónýtur þeta er vél úr litla Bronco kveðja trölli_1
26.03.2009 at 19:00 #644480sæll Guðni..er verið að fikta í þeim gráa? þessi á millihedd og fleira sniðugt í 4.0 ford http://www.moranav6racing.com kv Einar
26.03.2009 at 20:12 #644482Það er lítil tölva í 2,8 Fordinum Sem stjórnar Blöndungnum enn hann gengur án hennar … hefur henni ekki verið sleft eða hún eiðilagst ?
Heimskuleg spurning enn samt. 😉
baráttukveðja þórir.
26.03.2009 at 23:16 #644484takk drengir fyrir svörin er mikið búinn að velta fyrir mér hvort hægt sé að gera þetta svona það mundi auðvelda vélarskiptin verulega væri líka gott að vita meira um þessa tölvu í 2,8 blöndungsvélinni þessi vél er nú í Foxinum og ég hef hvergi séð eitthvað sem gæti verið tölva við þá vél kveðja trölli_1
27.03.2009 at 00:14 #644486Held að hún sé útí hliðinni við fæturnar á farþeganum í Bronko 2 smá kassi.
Kveðja þórir
27.03.2009 at 09:29 #644488Sæll Guðni
Eftir smá leit á netinu er ljóst að ekki virðist vera mikið úrval af blöndungs milliheddum fyrir þessar vélar. Fann þó þessa síðu [url=http://www.moranav6racing.com/category.html?CategoryID=32:yapciov2][b:yapciov2]síðu[/b:yapciov2][/url:yapciov2] þar sem mér sýnist að menn séu að smíða þetta sjálfir. Allt í lagi að skoða þetta. Fyrir svona miðri síðu er mynd af þessu dóti og eins og ég sagði er þetta örugglega smíðað upp úr öðru milliheddi. Þú færir nú örugglega létt með að smíða þetta sjálfurKv BIO [img:yapciov2]http://www.moranav6racing.com/img/Products/pictures/view%20of%204L%20man%20on%20engine.jpg[/img:yapciov2]
27.03.2009 at 14:58 #644490Jú var búinn að sjá þetta virðist vera plata sem sett er ofan á orginal milliheddið. Veit einhver um 4 lít vél má vera án gírkassa þarf þó kúplinguna ætla að gera eitthvað gott við þá gömlu. Það er alveg ótrúlega erfitt á fá eitthvað um 4lítra vélina td. Um rafkerfið og hvernig best er að færa yfir lúmið og allt sem henni fylgir svo hún gangi í öðrum bílum.
27.03.2009 at 19:06 #644492Skoðaðu
http://www.therangerstation.com
þar eru upplýsingar í "tech library" um hvernig á að býtta vélum vinstri/hægri, ýmislegt líka um rafkerfi vélanna.
27.03.2009 at 20:41 #644494…getur verið að skortur á upplýsingum um ford-ígræðslur hafi eitthvað með almennt takmarkaðan áhuga á slíkum æfingum…????
Frekar ýti ég TOYOTUNNI en að aka um á ford…
27.03.2009 at 21:58 #644496Hvað græju ertu nú að smíð? þarftu ekki að fara koma með myndir af þessu?
Kv:stefán
27.03.2009 at 22:55 #644498Sæll Grímur ég er líklega að eignast gamlan Suzuki Fox 85 sem ég hef átt áður hann lendir alltaf hjá mér aftur greyið. Hann er með toy hásingar og raflása og milligír þannig að það má nota hann í góðu veðri. GAllinn við hann er vélinn sem er 2,8 v-6 hef líka verið með 2,9 v-6 þessar vélar eru of litlar fyrir 44" sem hann verður á kveðja trölli sjá mynd í albúmi undir ofur Fox
27.03.2009 at 23:30 #644500Gaman að heyra að þú ert að eignast þennan grip aftur
Ég hef verið að kynna mér 3.0 lítra V6 toy vélina aðeins betur (á eina slíka og hef góða reynslu af henni). Almennt talað fremur illa um hana, talin eyðslufrek og máttlaus, en það er alls ekki algilt ef vel er vandað til. Varðandi tjúnningar á henni, þá má sennilega fara upp í ca 300 folöld án þess að original kjallarinn fari að feila. Magnað finnst mer fyrir svona rellu, enda er hún fremur léttbyggð. Varðandi heddpakkningar, þá var það galli sem kom til vegna asbest-banns í USA þegar þessi vél var í burðarliðnum. Í dag fást heddpakningar á þessa vél sem gera hana jafn áreiðanlega og aðrar. Cross-over pústgreinin er hins vegar algert viðrini, flækjur eru sennilega algert möst með henni, eða þá allavega að taka cross-over rörið burt og setja Y undir bíl einhvers staðar, jafnvel þótt megnið af greinunum sé enn á sama stað.
Langaði bara að skjóta þessu að…það er líka alveg hellingur af þessum vélum út um allt þannig að það ætti ekki að vera vandkvæðum bundið að finna sæmilegt eintak til að sprella með….kveðja úr Vogunum
Grímsi
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.