Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › 4-link vs Rangerover/bronco stífur
This topic contains 17 replies, has 1 voice, and was last updated by Karl Hermann Karlsson 17 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
23.09.2007 at 00:48 #200838
Kvöldið.
Mundi einhver vilja vera svo vænn um að fræða mig um kosti 4-link umfram gömlu rangerover og bronco stífa „ef“ einhverjir eru ?Nú fer að styttast í breytingar á fjöðrun hjá mér og RangeRover er að sjálfsögðu mikið einfaldari smíði en 4-link. En spurning hvort að 4-linkið sé samt að borga sig
IH Scout 2 – 1976
38″ Mudder
ARB framan og aftan -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
23.09.2007 at 10:35 #597626
Kalli legðu þig undir Pajoroinn þá sérðu þetta allt hvernig skal gera þetta:)rugl og bull þetta 4-link:)
23.09.2007 at 11:31 #597628ætlarðu ekki að sýna okkur græjuna þína?Henda inn myndum?:P
23.09.2007 at 12:01 #597630Það eru margir með Bronco stífur að aftan sem eru bara mestu mistök sem þú gerir í fjöðrunarsmíði, þ.e.a.s. ef þú ætlar að drífa eitthvað. Jú þetta er mjög þægileg og einföld lausn að setja þetta undir að aftan en bíllinn á eftir að hlamma sér alltaf á rassgatið þegar þú setur í rörið og færa þyngdina alla á afturhásinguna þegar þú ert að fara upp brekku og þarmeð ekki drífa upp brekkuna.
Að framan er þetta snilld, bíllinn reynir að ýta hásingunni niður þegar þú gefur í ,og þarmeð grípur bíllinn mun betur að framan en ella.
Enda sérðu að bílaframleiðendur setja þessa fjöðrun einungis að framan í jeppum, Jú að undanskildum einum jeppa Jimmy.
Með four link (venjulega notuð A stífa að ofan og síðan 2 að neðan). Þú ert örugglega að meina 5 link.. þar sem tvær stífur eru að neðan og tvær að ofan, síðan er ein hliðarstífa semsagt 5 stífur eða 5 link.
5 Link og 4 link kerfin eru oftast smíðuð stillanleg, það er mun mikilvægara að öll mál séu rétt í þeirri smíði, nema að hafa nokkur stilligöt til að geta stillt hvort að bíllinn eigi að pressa sig saman eða sundur þegar þú gefur í.
Passaðu þig ef þú ætlar að smíða 4 link með A-stífu að ofan, Þá verða neðri stífurnar að vera alveg láréttar þegar bíllinn stendur, og helst hafa þær soldið langar. Ástæðan fyrir þessu er að ef þær halla, þá mun bíllinn alltaf beygja þegar þú gefur í og bremsar…. mjög leiðinlegt vandamál.
Besta setupið , hef ég heyrt, að sé patrol stífur, range rover, eða lc stífur að framan og síðan 5 link eða 4 link að aftan. Og stilla afturfjöðrunina þannig að bíllinn pressi sig örlítið í sundur að aftan þegar gefið er í.
En þetta er nú bara það sem ég hef heyrt frá reyndum gæjum í gegnum tíðina.
Gangi þér vel.
kv
Gunnar
23.09.2007 at 12:03 #597632hehe hér er linkur á þessa elsku
————————————————
http://www.cardomain.com/ride/2851586
————————————————
Það sem er komið er :Loftlæsingar framan og aftan
4:88 drif
Allt nýlegt í bremsum , öll rör , nýlegar legur og pakkdósir í hásingum.
Glænýr stýristjakkur sem er á leiðinni í á næstu dögum
38" Nelgdur og microskorinn mödder
Mekanísk loftdæla og kútur með úttaki í grilli
Lancer sæti
CB – VHF og NMT – ný loftnet og kaplar fyrir allt
300w 12/220V inverter
7" snertiskjár fyrir fartölvuna
Gps mús á topp fyrir fartölvuna
318 Mopar
Torqer II ál millihedd
4 hólfa Edelbrock
Vökvastýriskælir
MSD Box
MSD High vibration offroad háspennukefli ( epoxy fyllt – ekki olíu)
MSD 8.5mm þræðir
727 sjálfskipting með nýrri álpönnu ( sjá mynd )
B&M Sjálfskiptikælir með thrermostati og rafmagnsviftu
Heildarmagn sem sjálfskiptingin tekur er 19 lítrar á móti c.a 8 original
Álvatnskassi – Viftuspaði farinn af og komin rafmagnsvifta í staðin
Komið eitthvað aðeins af græjum fyrir fílinginn á heiðinniÞetta er svona það sem ég man í fljótu
———————————————————-Og hér kemur svona það helsta úr pöntuninni af sömmit sem er væntanleg á mán eða þri.
Heavy duty olíudæla ( High Volume )
Drifskaft fyrir olíudælu ( Hert )
Ný olíupanna með pickup að aftan ( er að framan eins og er og er ekki gott ) og tekur 1 líter meira
140 Ampera krómaður powermaster alternator
Krómuð High rise ventlalok ( gera pláss fyrir rúllurockerarma )
Tilheyrandi breatherar og pakkningar fyrir ventlalok
2x 55w vinnuljós
4x 150w KC offroad Daylighers ( 385.000 kerti parið )
High torque lightweight mini startari
Húddskóp
Og svo fullt af allskyns smádrasli sem tekur ekki að telja uppÞetta er svona það helsta um elskuna mína og það er alltaf eitthvað að gerast þannig að maður kemur kanski með updeit á þessu við tækifæri
Kv. Kalli
23.09.2007 at 12:08 #597634Þakka þér Gunnar
Þetta fer í bankann
23.09.2007 at 12:26 #597636Radius armar heitir þetta eins og er að framan í RR, Bronco, Patrol, Cruiser ofl. Það eru fleiri en Jimny með þetta að aftan, t.d. litli cruiser og að ég held LR Discovery næst nýjasta týpa og eins og einhver benti held ég á Pajero áður en hann "þróaðist".
Ég held að þetta sé ekki sniðugt að aftan nema að skaptið sé svipað langt og halli svipað og armarnir og að það sé tvöfaldur liður uppi.
-haffi
23.09.2007 at 12:52 #597638Já. Maður þarf að skoða þetta og fá álit áður en það er byrjað að græja og gera
En menn eru almennt svona nokkuð sammála um að ágætis og praktísk lausn sé að setja 4link ( 5 link ) að aftan og svo stífur að framan.
En þá kemur líka spurningin með gorma og demparaval
ég er búinn að ákveða það að þar sem gormar eru ekki það sjúklega dýrir þá ætla ég að setja nýja gorma í staðin fyrir 20 ára gamla rangerover gorma.Spurning hvað væri sniðugt í demparamálum.
Og svo með skammtímalausn , þ.e.a.s val á dempurum með fjöðrunum sem ég gæti svo notað áfram með gormum.
Málið er að ég er að fá þetta svokallaða " pogostick effect" á fjöðrunum og hef lennt í því að í miklum ósléttum á svolítilli ferð að hann fari að hoppa … og hann hættir því ekkert fyrr en ég er nánast stoppaður , sem er nátturulega ekkert sérstaklega gott í snjó , og svo ekki sé á minnst hundleiðinlegt , óþægilegt , asnalegt og eykur líkur á að skemma eitthvað
23.09.2007 at 20:13 #597640já ég er hjartanlega sammála því að radíus armar eiga ekki heima í afturfjörðun. Ég myndi mæla með 4-link með panhard rod (en það kalla sumir 5-link). panhard rod er það sem er stundum kallað hliðarstýfa á íslensku. Hins vegar þarf að passa hallann á henni, hún þarf að vera sem næst lárétt þegar bíllinn stendur á sléttu plani. Annars kemur fram bumpsteer í bílnum.
Hins vegar eru sumir ánægðir með complete rover system að aftan. þ.e. radíus arma og A-stífu. Gefur frjálsari misfjörðun og vissulega hægt að stilla það þannig að bíllinn hafi það anti-squat sem maður heldur að sé best, líkt og með 4-link.
Ef maður veit hæð massamiðju bílsins er hægt að reikna út hver afstaða stífanna á að vera. En það er gert með jöfnunni;
e/d = A*(h/L)
Þar sem A er anti-squat hlutfallið. td. 0.5 fyrir 50%
h er hæð massamiðjubílsins
L er hjólabil
e og d má sjá á meðfylgjandi mynd. Það sýnir sem sagt staðsetingu sýndarsnúningspunkt stífanna.[img:2id7wuvp]http://www.skatinn.net/4link.jpg[/img:2id7wuvp]
Helsta vandamálið er að ákveða þetta anti-squat hlutfall. Ég hef satt að segja ekki enn getað fundið út hvað það á að vera til fyrir snjóakstur.
Heimild: Gillespie, Fundamentals of Vehicle Dynamics
nördakveðjur
Baldur
23.09.2007 at 22:55 #597642Nokkur atriðið í viðbót við það sem Baldur segir.
Þeim mun styttri sem vegalengdin d er, því meira "wheel-hop" á sér stað undir átaki (drifkraftarnir hafa meiri áhrif á fjöðrun). Wheel hop er þegar dekkið hoppar við harða inngjöf. Við þekkjum þetta hop mjög vel í snjóakstri (bíllinn hoppar þegar hann er farinn að krafla sig áfram). Þeim mun lengri sem vegalengdin d er þeim mun minni áhrif hafa drifkraftarnir á fjöðrunina. Séu stífurnar samhliða hafa drifkraftarnir engin áhrif.
Persónulega tel ég best að hafa d tiltölulega langt (minna hop hlýtur að þýða betra, jafnara grip í snjó). Anti squat og Anti dive eru hlutir sem skipta ekki svo miklu máli á trukk. Einna helst að það sé svolítið pirrandi við hemlun, að afturendinn skjótist mikið upp.Annað, og það er hæðin á hliðarstífunni. Hæðin á henni stýrir veltipunkti fjöðrunarinnar. Veltipuntkurinn er sá punktur sem hásingin veltur um þegar hún misfjaðrar. A Rover systemi þá er hásingarendinn á A-stífunni ("stýrisendinn") þessi punktur.
Þeim mun nær þyngdarmiðju bílsins sem þessi punktur er (þ.e.a.s. hærri), þeim mun minni tilhneigingu hefur bíllinn til að halla í beygjum (minna svagur).
Þeim mun neðar sem þessi punktur er, þeim mun minna kast er á yfirbyggingunni við (mis)fjöðrun (þú upplifir betri fjöðrun vegna minni hreyfingar á þér og svo er minni mótstaða við fjöðrunarhreifinguna þar sem minna þarf að hreyfa yfirbyggingu bílsins). Þeim mun neðar sem punkturinn er, þeim mun nær grindarbitunum fara dekkin við misfjöðrun. Þetta hindrar að hægt er að hafa þennan punkt neðarlega á mörgum bílum (t.d. hilux). Þessi punktur þarf ekki að vera jafn hár að framan og aftan.M.ö.o. hið fullkomna, eða hið eina rétta setup er ekki til, og best er að hafa þyngdarpunkt bílsins eins neðarlega og hægt er (lár þyngdarpunktur hefur jákvæð áhrif á allt ofangreint).
Og eitt enn, 4/5-link fjöðrun hegðar sér nákæmlega eins og 3-link (eða Bronco-stífur) sem hefur stífur sem eru jafn langar og vegalengdin d.
Einni mesti kosturinn við 3-link fjöðrun að framan er að stífurnar hindra bílinn í að taka dífu við harða hemlun (plús það að það er oft erfitt að koma fyrir 4-link kerfi án þess að hækka bílinn mikið).
kv
Rúnar.
ps. Heimildir úr sömu bók og Baldur vitnar í.
23.09.2007 at 23:21 #597644Eg þakka ykkur kærlega strákar
Þetta gefur manni amk eitthvað til að stúdera.
Kv. Kalli og skátinn
23.09.2007 at 23:56 #597646Ég er með Traveler, setti undir hann 5 link að aftann, staðsetning á efri stífum er stolin frá Cruiser 90. Á Cruisernum er þverbiti sem efri stífurnar lenda á, en þar sem Scoutinn hefur mun mjórri grind, þá er hægt að setja efri stífur beint í grind. Fékk progressive gorma hjá BSA og Koni dempara. Síðan var mér bent á að þverstifa að framan ætti að halla eins og þverstífa að aftan, annars myndi hann snúast við fjöðrun. Get sent þér teikningar af þessu ef þú vilt.
24.09.2007 at 00:25 #597648Eins og myndin hja Baldri sýnir, þá skiptir ekki hvort vægi frá hásingunni, kemur frá 4-link , eða radius arm (Range-rover).
Því endanlega myndar 4link krafta sem eru þeir sömu og í Radius arm (í sömu átt). Reikningarnir enda því allir í því, hvar skerlína 4link stífna eða stefna radius-arm stefnir (hæð). Hæð í þyngdarmiðju skiptir máli (mjög erfitt að ákveða í bíl, sem er alltaf með mismikla hleðslu) .
Hlutfallsleg hæð., þar sem stýfustefna sker þyngdarmiðju línu (lóðréttu) Er það hlutfall hversu mikil þyngd kemur niður í hásinguna. Þetta eru allt málamiðlanir því það sem er best við inngjöf er verst við bremsun, en algeng málamiðlun í götubisnessnum, þá sker stýfulínan 1/3 hæðar frá massamiðju.
Um þetta má svo deila, hvað sé best í snjó. ég man ekki nöfnin á þeim skruddum sem ég hef lesið. En ekkert er hin fullkomna lausn í þessum efnum.
24.09.2007 at 01:35 #597650Hahaha maður kemur greinilega ekki að tómum kofanum hjá ykkur ! Það er orðin sjóðheit í manni baunin eftir þessa lesningu !
En játakk Villi. Endilega senda mér teikningu !
Og svo væri nú gaman að fá myndir af Scoutinum meðKv. Kalli
kalliihofda@simnet.is
24.09.2007 at 08:16 #597652Smá innput í viðbót,
[url=http://www.mmedia.is/gjjarn/sjeppar/gormgr/gormindex.htm:2x3kywhz][b:2x3kywhz]Hérna geturðu lesið allt um fjöðrun og þvíeinlíkt… og fullt af öðru sem tengist smíði á fjallajeppa. [/b:2x3kywhz][/url:2x3kywhz]
Þetta er skrifað af honum Gumma í GJ Járnsmíði.
Hann er ansi fróður um svona hluti.kv
Gunnar
24.09.2007 at 10:26 #597654Þegar ég var að setja upp rallíbílana mína í gamla daga reyndi ég að notast við þessar upplýsingar sem Baldur er að benda á en komst fljótlega að því að þetta eru mjög vafasöm vísindi og ég held meira að seigja þetta sé kolrangt, líka með tilliti til hröðunar. Hvað ef stífurnar eru samsíða ,ef bilið lóðrétt er haft það sama í grindinni og á hásingunni, þá verður d óendanlega stórt og e ekki til. ? Það sannar eiginlega að þetta eru ekki vísindi heldur kerlingabækur. sem menn ættu að taka með fyrirvara. Þar fyrir utan þá miðast þetta við að bíllinn hafi hröðun. Jeppi sem er að keyra í snjó sem hann rétt drífur í, hefur eiginlega enga hröðun, þannig að jafnvel þó eitthvað vit væri í þessu þá gagnast það jeppaköllum lítið.
Það er mikill grundvallar munur á broncostífum og linkuðum fjöðrunarkerfum og það er oft ekki hægt að ná fram sambærilegum eiginleikum í þeim sama hvað maður stillir. þó er hægt að gera linkaða fjörun að broncostífu með því að hafa festingarnar í grindinni á sama stað lóðrétt.
24.09.2007 at 12:24 #597656… er því miður ekki til, ég er alveg sammála því. Þessir reikingar sem ég benti á eru með töluvert af einföldunum, og þar er líka bara verið að horfa á einn þátt. Vissulega er það margt annað sem kemur inní þetta heldur en þessi sýndarsnúningspunktur.
Það er rétt sem Kristján segir það skiptir ekki máli hvort það er 4-link, 3-link eða radíus armar, þessi litla jafna virkar á þetta allt. En ef ég ætlaði td. að ná sömu (eða svipuðum) eiginleikum og eru í bílnum mínum fram með radíusörmum, þá þyrftu þeir að vera ansi langir og festast í grindina frammi við gírkassa u.þ.b. Ég hugsa að engum manni myndi detta það í hug.
Ég viðurkenni það nú fúslega að ég veit það ekki fyrir víst hvort þessi fræði virka nákvæmlega eins og þeim er lýst í bókunum okkar. Gummi segir að svo sé ekki, en mér þætti þá gaman að fá einhver rök með því, og hvað þarf að gera örðuvísi. Þessi dæmi sem hann nefnir myndi ég nú líta á sem sértilvik af þessari litlu jöfnu, man nú reyndar ekki hvort það var tekið fyrir í bókinni (ég er ekki með hana við hendina). Það er nú þekkt í raunvísindum að það eru til sértilvik af nánast öllum jöfnum, þeir sem kunna eitthvað í stærðfræði þekkja td. hvað það er alltaf mikið vesen á núllinu
Hins vegar er bull að jepparnir okkar fái ekki hröðun. Maður keyrir nú reyndar oftast með jöfnum hraða í snjó, en vissulega tekur maður stundum af stað. Svo er það líka svolítið sem jeppasmiðir vilja oft gleyma, en það er dags dagleg not á jeppunum. Ég keyri jeppann minn sennilega 90% á auðum vegi og ég vil hafa hann góðan og öruggan þar. Ef þetta skiptir ekki máli í snjó, þá myndi ég halda að það væri best að reyna að setja þetta upp þannig að bíllinn sé sæmilegur á vegi, hvort sem þessi fræði virka eða eitthvað annað.
En þetta er skemmtileg umræða, og ég vona að Gummi segi okkur hvering hann fór að með rallýbílana fyrst þetta virkaði ekki.
24.09.2007 at 12:53 #597658Ég þakka enn og aftur , margt fróðlegt búið að koma fram og eins og ég sagði , maður hefur eitthvað til að hugsa um í þessu. Það er greinilega ekkert " sama " hvernig þetta er gert.
Einnig finnst mér fróðleg síðan hjá honum Gumma í GJ Járnsmíði og vil ég þakka Gunnari fyrir linkinn.
Helteygðar kveðjur frá Kalla og Skátinum
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.