Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › 4-link pælingar
This topic contains 18 replies, has 1 voice, and was last updated by Haukur Ingi Pétursson 17 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
17.11.2007 at 00:41 #201196
Sko. Til að gera langa sögu stutta þá datt mér í hug að losa mig við þverstífuna að aftan til að koma fyrir stærri bensíntank. Og hafa þá efri stífurnar í V, svipuð pæling og með A-stífu. Það er hins vegar aðeins að hrjá mig að ég hef áhyggjur af því að það sé of mikil hreyfing í benz fóðringunum til þess að halda hásingunni þokkalega kjurri undir bílnum. Eins og ég er búinn að tylla þessu upp þá væri hornið á milli efri stífanna 40 gráður. Það væri gaman að heyra álit fróðra manna og þeirra sem hafa prófað þetta… ef enginn þeirra nær að stoppa mig af í þessum pælingum þá er bara ein leið til að finna út hvort þetta virki…
kv. Kiddi
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
17.11.2007 at 00:53 #603734
Áttu teikningar af þessu, ef ekki þá get ég sent þér link um þetta
kv,,, MHN
17.11.2007 at 03:15 #603736Ég hef hugsað um þetta í blazernum hjá mér. Hann er með A-stífu og þ.a.l. var hægt að smíða tank sem nær alveg að hásingu. En það þykir mér kjánaleg hönnun, sérstaklega í svona stubbum eins og við erum á (wrangler og S-10). Ef ég ætlaði að leggja vinnu í að betrumbæta breytinguna á mínum þá væri mitt fyrsta verk að færa hásinguna svo aftarlega að kantarnir myndu sameinast stuðaranum. Síðan myndi ég henda A-stífunni og setja þverstífu og hafa annaðhvort 2 eða 4 skástífur, með því móti losaði ég pláss f. tanka beggja megin við drifskaptið. Þetta myndi bæta jeppann, lengja hjólabilið og færa bensínið framfyrir hásingu = betri þyngdardreifing og fjöðrun.
.
Freyr
17.11.2007 at 12:50 #603738gæturðu ekki notað stýrisenda úr vörubíl ælli hann hreifist ekki nóg hann er allavega nógu sterkur.
17.11.2007 at 13:00 #603740Mín hásing kemst bara ekki aftar með góðu móti…
Ég hafði alltaf hugsað mér að koma einhverju eldsneyti líka fram fyrir hásingu en þar sem ég er ekki hrifinn af því að hafa 4-link stífur lóðrétt fyrir ofan hvor aðra þá verða það bara einhverjir smátittir þegar þar að kemur. Gæti samt alveg náð 80-100 lítrum þangað held ég ef ég set tank sem nær við hliðina á skiptingunni og ef ég næ að sleppa þverstífunni gæti ég sjálfsagt náð svipuðu magni fyrir aftan hásinguna. Pælingin hjá mér er núna að komast upp með að nota orginal plasttankinn í bili, hann er einhverjir 75-80 lítrar en kemst ekki fyrir ef ég ætla að hafa þverstífu fyrir aftan hásingu.
.
En ef enginn er tilbúinn að segja mér að þessi stífuuppsetning dugi ekki til að halda hásingunni temmilega réttri undir bílnum þá ætla ég bara að prófa að punkta þessu upp og sjá hvað gerist! í versta falli þá þarf ég bara að gera þetta aftur hehehehkv. Kiddi
17.11.2007 at 15:57 #603742
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég held að þú ættir að láta fjöðrunarkerfið ganga fyrir varðandi pláss, en taka samt tillit til hluta eins og bensíntanks eða tanka. Þetta eru frekar stuttir bílar og því viljugir að beygja. Þannig að t.d. í vinstri beygju fjaðrar hann saman hægra megin og ef fjöðrunina er ekki vel upp sett getur afturhásingin beygt og aukið við vinstri beygjuna, sem er ekki gott.
Þetta er erfiðara að eiga við með A stífu að ofan heldur en hefðbundið four-link með Panhard rod og ef illa tekst til getur jeppinn orðið mjög leiðinlegur í akstri. Þetta skiptir meira máli þegar maður er í "stubba" flokknum eins og Freyr nefnir.
Þú ert væntanlega að færa hásinguna aftar svo hún stígi léttar niður (í snjóinn) og spurning hvað þú þarft að færa hana mikið framar aftur til að skástífan komist fyrir og tankurinn líka. Ef þú er með smá body lift og færir tankinn upp með því ætti það einnig að hjálpa, allavega er þetta alltaf málamiðlun.
Fínt myndaalbúm hjá þér (Sagan endalausa), ég er að fara út í svipaða sögu, en vonast þó til að hún verði ekki mjög langdregin eftir að hún hefst fyrir alvöru 😉
ÓE
17.11.2007 at 17:06 #603744Með því að hafa neðri stífurnar algjörlega lágréttar þá næ ég að sleppa við það að hásingin "beygi" við misfjöðrun sem hann gerði svolítið áður. Varðandi boddýhækkun þá er þetta vesen aðallega tilkomið vegna þess að ég er að losa mig við það helvíti
Ég held að stýrisendi gæti verið alveg ágætis lausn á þessu, vitið þið eitthvað hvaða stýrisendar hafa hentað vel í svona föndur? Ég var að skoða eina svona uppsetningu með Sprinter spindilkúlu en var ekki alveg nógu hrifinn af því…
kv. Kiddi
18.11.2007 at 00:42 #603746er verra að hafa stífurnar í beinni línu eða semsagt beint fyrir ofan hvora aðra en ef svo er hver er þá ókosturinn en ég er að byrja smíða undir hjá mér þannig það er ágætt að vita það áður hehe
kv. Kristján
18.11.2007 at 00:51 #603748Svoleiðis fjöðrun er bara svo mikið meira þvinguð heldur en þegar efri stífurnar eru hafðar innar. Ég held að ég geti fullyrt að ísleningar séu þeir einu í heiminum sem smíða 4-link með stífurnar í lóðréttri línu… ef litið er undir bíla sem koma orginal með 4-link þá eru þeir alltaf með efri stífurnar innar þá er ég að tala um Land Cruiser, Patrol, Cherokee og svo framvegis. Eða í það minnsta hef ég ekki séð svoleiðis uppsetningu á óbreyttum bíl… endilega leiðréttið mig ef ég er að fara rangt með.
.
En varðandi mína fjöðrun þá er ég búinn að ákveða að nota bara Benz fóðringarnar og hafa 2 aðskildar efri stífur sem koma að hásingunni með ca. 45° horni. Mér skilst að þetta hafi verið gert svipað á 2 Cruiser 60 og komið bara nokkuð vel út. Ég er hálfnaður með festingasmíðina þannig að þetta lítur bara vel út
.
kv. Kiddi
.
PS. Svo fyrst ég er farinn að blaðra svona um stífur þá finnst mér alltaf svolítið sjokkerandi að líta undir bíla sem koma út af verkstæðinu hjá ákveðnu verkstæði uppá höfða… það liggur við að stífurnar halli meira en hjá blessuðum kanakjánunum! og þetta eiga að kallast fagmenn? ég þori að veðja að þessir jeppar eru ekki skemmtilegir í kömbunum… en jæja ég er hættur að tuða.
18.11.2007 at 10:33 #603750Ég er með svona A link system hjá mér að aftan og lenti í ágætis vandræðum með aksturseiginleika, en þau stöfuðu útaf vitlausum halla á bæði neðri og efri stífum.
Neðri stífurnar hjá mér hölluðu örlítið og þá beygði bíllinn eins og anskotinn hjá mé þegar ég rétt snerti stýrið, stórhættulegur, ég veit til þess að einn cruiser ´var í sömu vandræðum eftir að hafa smíðað svona system hjá sér. Lausnin er að hafa neðri stífurnar alveg láréttar líkt og óskar nefnir og þú, það sama gildir með efri stífuna.
Ég notaði A link stífu undan Grand Cherokee og skar hana í tætlur og sauð síðan rör á milli til að lengja stífuna, en ég notaðist við bæði sérhönnuðu gúmmíin sem fylgdu henni og einnig kúluliðinn sem er á endanum í A linkinu. Það skiptir miklu máli að hafa þetta nógu stíft fyrir hliðarátök en helst engin fyrir lóðrétta hreyfingu.
Þessi breyting lætur bílinn hjá mér vera mjög svagan að aftan þó svo að ég notist við frekar stífa Bilstein gasdempara, draumasetupið væri að vera með balance stöng sem hægt væri að aftengja.
Í dag er ég ánægður með þetta, bíllinn höndlar fínt eftir að ég breytti stífuhallanum. Ef ég væri að smíða þetta aftur í dag myndi ég líklegast halda mig við 5 link, en það er örugglega útaf því að ég var í vandræðum með aksturseiginleika sem útskírðust seint….
Ég veit ekki gráðu hállan á stífunum, en þær festast sirka 70 cm frá miðju hásingu í grindina. Festipunkturinn er sirka 7 cm frá grind báðum megin. Semsagt ef maður mælir beint frá miðju rörsins og fram um 70 cm, þar er festipunkturinn báðum meginn sem liggur síðan til miðju hásingar.
ég á ekki myndir en gæti tekið ef þú vilt.
k kv
GunnarJæja óskar ég sá konuna þína í gær á "óbreyttum TJ"… á ekkert að fara að skera og græja
18.11.2007 at 13:31 #603752Ég er nú ekki sammála þér að efri stífurnar eigi að vera lágréttar líka… Gunni Egils sagði mér um árið að með því að hafa þær neðri lágréttar og láta frekar efri stífuna halla þá myndi hásingin ekki beygja neitt. Þetta er þveröfugt við það sem flestir gera með því að láta efri stífuna vera lágrétta og svo neðri halla en það er líklega útaf því að ef neðri stífan á að vera lágrétt þá gæti þurft að hafa svolítið síðan stífuvasa sem væri þá til leiðinda.
.
Ég er búinn að fikta mikið með 4-link reiknivél sem einhver kaninn bjó til í Excel og ein breytan í henni er einmitt hversu mikið hásingin beygir við fjöðrun (hann kallar það Roll Axis Angle) og það skiptir engu máli hvað ég geri með efri stífuna, það koma alltaf 0° svo lengi sem neðri stífan er lágrétt.
Það er svolítið fróðlegt að fikta með þetta apparat, þarna getur maður séð hvernig fjöðrunin á að virka við inngjöf (0% antisquat = fjöðrunin fer saman við inngjöf, 100% = fjöðrunin fer hvorki sundur né saman, 200% = fjöðrunin fer sundur eins og með einfaldar stífur)
Það er hægt að ná í þessa reiknivél hérna:
http://www.pirate4x4.com/forum/showthread.php?t=204893
.
Það er gaman að þessu!
kv. Kiddi
18.11.2007 at 13:54 #603754Vegna þess að neðri stífurnar eru alltaf festar í hásinguna rétt við miðlinu hennar, en efri stífurnar töluvert frá miðlínunni (á turna), þá fylgir hásingin hreyfingu neðri stífanna nánast eingöngu. Því er það hallinn á neðri stífunum sem skiptir máli, en ekki hallinn á efri stífunum hvað þetta varðar. Hallamismunurinn á efri og neðri stífunum stýrir þessum anti-squat og anti-dive parametrum. Ég myndi ætla að á stuttum bíl séu þessir parametrar mikilvægari en á löngum, upp á aksturseiginleikana að gera.
Ef stífurnar eru hafðar beint fyrir ofan hvor aðra eins og almennt er gert hér á frónni (enda nýtir það plássið inn í grind best), þá er takmarkað hvað hægt er að láta þær halla mikið mismunandi án þess að fara að hefta misfjöðrun. Hversu mikið fer eftir fóðringum sem notaðar eru.Hvað þverstífuna varðar, er þá ekki hægt að láta hana bara beygja upp yfir drifkúluna, svona eins og er gert að framan í flestum JEEP bílum? Og hafa hana þá nær hásingunni en venjulega. Þýðir þó að stífan þarf að vera vel sterk.
22.11.2007 at 00:36 #603756Jæja þetta er svona nokkurn veginn smollið saman og mér sýnist þetta bara vera að svínvirka, allavega gat ég ekki séð hliðarhreyfingu á hásingunni sama hvað ég djöflaðist á henni!
Hornið á milli stífanna eru einhverjar 45 gráður.
[img:1467fv9s]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/5230/46084.jpg[/img:1467fv9s]kv. Kiddi
22.11.2007 at 01:18 #603758Gaman að því Kristinn hvað þú veltir hlutunum mikið fyrir þér- ekki bara smíðað einhvernveginn eða smíðað svona "því ég sá þetta svona undir öðrum jeppa". Ég er viss um að allar stundirnar sem hafa farið í þessar vangaveltur munu skila sér í mjög skemmtilegu tæki. Nú er bara að taka góða rispu til að gera hann kláran fyrir allan snjóinn sem er á leiðinni 😉
.
Freyr
22.11.2007 at 14:14 #603760Með því að láta stífurnar enda í sama punkti við grind ertu þá ekki að fá sömu hegðun við inngjöf og þú værir með t.d. Range Rover framstífur að aftan? Kannski ágætt ef þú ert með tvöfaldan lið við millikassa.
Ertu ekki hræddur við að sjóða á kúluna? Kaninn smíðar alltaf "brú" yfir hana því hann treystir ekki suðunni við froðustálið sem er í drifkúlunum.
–
Bjarni G.
22.11.2007 at 15:15 #603762Stífurnar enda ekki í sama punkt, mig minnir að það séu einhverjir 5-6 cm lóðrétt milli þeirra. Ef bilið á hásingu væri það sama og í grind þá myndi fjöðrunin pressast saman og bíllinn fara á rassgatið en svona ætti hann að fara svona nokkurn veginn milliveginn milli þess og að pressa fjöðrunini í sundur sem Rover stífurnar myndu gera.
.
Veistu.. ég var að bíða eftir þessari spurningu með að sjóða í kúluna Nei ég er ekkert smeykur við þetta. Ég prófaði þó fyrst að sjóða 6mm plötu upp á rönd á aðra Musso hásingu sem ég á. Sauð bara ca 1 cm í einu til þess að þetta hitnaði ekki mikið, bæði vegna þess að þá myndu suðurnar fara að springa vegna þess að platan og kúlan kólna mishratt og líka vegna þess að ég vil ekki vinda upp á kúluna með hita (hef heyrt af einni hásingu sem fór svoleiðis og var aldrei til friðs á legum). Ég sauð þetta bara með 170 ampera MIG vélinni í botni með drottni. Svo réðst ég á þetta með sleggjunni þangað til ég var búinn að misþyrma plötubútnum í döðlur en það sá ekki á suðunni… þá ákvað ég að þetta hlyti nú bara að vera fjandi nógu gott til að festa stífur í. Eftir að ég smíðaði stífufestingarnar (líka úr 6 mm) þá réðst ég á þetta með sleggjunni, að vísu ekki með alveg sama djöfulgangnum og fyrr og ég varð ekki var við að þetta væri eitthvað á leiðinni að losna.
Mér finnst satt að segja þetta með að það megi aldrei sjóða á kúlurnar vera óttalegar kellingabækur þó það eigi sjálfsagt við í sumum tilfellum.
Þegar ég spurðist fyrir um þetta hérna heima þá könnuðust menn ekkert við þetta. Sjóða bara stutt í einu svo það hitni ekki…
Þannig að ég held þetta sé bara orðið að einhverri þjóðsögu þarna fyrir vestan… það er nú bara þannig að þegar margir misgáfaðir geta tjáð sig á netinu þá verður alls kyns vitleysa til!
.
kv. Kiddi
.
PS… Freyr, ég þakka hrósið… ég vona að þessar pælingar og allt vesinið skili sér í einhverju sem virkar
22.11.2007 at 16:16 #603764Verður gaman að heyra hvernig aksturseiginleikarnir koma út eftir þetta.
Hvað festingarnar á kúluna varðar þá muna að tog-og-ýta átökin á festingarnar eru ekki minni (sennilega meiri) en hliðarátökin. Mikil átök þarna þegar gefið harkalega í og bremsað fast.
kv
Rúnar (sem eftir miklar pælingar fór bara út í búð og keypti tilskorið kit í sinn burra).
22.11.2007 at 16:51 #603766Tók einu sinni þátt í að sjóða saman drifkúlu sem var brotin og sprungin. Þá var keyptur sérstakur vír, kúlan forhituð vel fyrir suðuna, suðan hömruð heit- og að lokum smá eftirhitun og svo pakkað inn í vinnugalla til að hægja á kælingunni (efast reyndar um að það hafi gert nokkuð gagn- áttum bara ekki steinull). Þetta hefur haldið hingað til.
Freyr
22.11.2007 at 21:23 #603768það hentar mjög vel að noto rústfríjan vír (pinna) í svona pottblöndu,öxla og fleira:)
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.