Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › 4 – link
This topic contains 32 replies, has 1 voice, and was last updated by Kristófer Helgi Sigurðsson 18 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
30.03.2006 at 16:58 #197652
Sælir enn og aftur… nú vantar mig svlítið að vita hvort að stífur undan range rover séu heppilega (þar að segja nógu langar) til að nota í 4 – link að aftan í hilux 1992…
með von um góð svör
Kveðja Stóri -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
30.03.2006 at 17:51 #547948
ef þú getur fengið stífur undan range rover þá mæli ég með að taka Astífuna líka og setja range rover fjöðrunina undir luxinn eins og hún kemur úr kúnni. margfallt liðugri og skemtilegri fjöðrunarbúnaður en 4 link.
30.03.2006 at 18:04 #547950hvaða stífa er Astífan…
30.03.2006 at 18:27 #547952það mun væntanlega vera stífan sem gengur i A þ,a,s að mig minnit þá festist hun á tvem stöðum í boddý og einum stað á hásingu
nema ég sé að fara með vitlaust mál þá verð ég bara leiðréttur
Kv:Dabbi Snjóræningi R-2856
30.03.2006 at 18:56 #547954er stífan sem kemur ofaná hásinguna og festist á einum punkti með kúlulið á miðja hásingu og gengur uppí grind á tveimur stöðum. með þessum búnaði losnar þú við að setja þverstífu sem tregðar aðeins teigju eginleika bílsinns því hún leitast við að toga hásinguna til hliðar við langa niðurfjöðrun.
sem sagt miklu betri búnaður og miklu liðugri bill með range rover fjöðrunarbúnaði ef þú átt kost á slíku.
30.03.2006 at 18:59 #547956þá kanski geri ég það bara frekar ef ég fæ allt draslið, takk kærlega piltar
30.03.2006 at 20:25 #547958Svona Range Rover stífur eru undir Crusernum mínum og kemur mjög vel út. Fest á hásinguna með spindilkúlu úr dana 50 hásingu (kallaður dana 50 bolti) sem er hægt að smyrja og endist vel + það að ahnn er ódýr þegar það þarf að skipta um hann.
Kv Beggi
30.03.2006 at 20:31 #547960A stífan kemur eins og menn segja ofaná hásinguna, þverstífurnar eru hinsvegar yfirleitt neðar. Báðar stífurnar stjórna svokölluðum veltipunkti fjöðrunarinnar og verður sá punktur hærri með A-stífunni en með hefðbundni þverstífu. Hár veltipunktur þýðir minni vilji til að halla í beygjum EN meira kast og tregða við hraða misfjöðrun (eins og þegar maður keyrir eftir ósléttum slóða). Eða svo segir allavega teórían.
Þegar kemur að fjöðrunaruppsetningu er ekkert best, allt hefur kosti og galla. Engin leið er réttust, þó sumar séu nú kannski réttari en aðrar…..
kv
Rúnar.
30.03.2006 at 21:45 #547962en ætli maður verði ekki bara að prufa og sja hvað manni finnst, þá getur maður farið að tjá sig meira um þessi mál… þið fáið allaveganna að heira í mér þegar að þetta kemur undir það er klárt mál
30.03.2006 at 23:12 #547964Eini gallinn sem ég sé við A- stífuna er að hún tekur dýrmætt tankapláss! Með samsíða 4-link þá er hægt að hafa tanka á milli stífanna og drifskaftsins.
kv. Kristinn
31.03.2006 at 00:26 #547966Við getum rætt þetta í alla nótt og endað á sömu niðurstöðu. Þetta er hreinlega einfaldlega eins og með dekkin , þú villt Dick Cepek meðan hann vill Mudder og báðir hafiði sterk rök fyrir því hvort er betra en þegar á botninum er hvolft þá er allt eins í þessu sporti á einn veg það hefur nákvæmlega allt Kosti og Galla meira að segja sætisáklæðið og loftnetið þitt og guð má vita hvað
Kv Dabbi Snjóræningi R-2856
mudder og gh trúarmaður og keyri um á toyotu með orginal gormakerfi (eins og er!!!!!!)
31.03.2006 at 01:52 #547968ég pældi svoldið í þessu á sínum tíma og komst svo að því að til að geta komið A stífunni fyrir undir bílnum og leift henni að hreifa sig eðlilega. Þyrfti ég að fórna tanka plássinu. Nema að hafa bílinn fáránlega háann. Þetta er annað mál í landcruiser þar sem er allt plássið í heiminum
Útkoman varð 3-link.
s.s ein stífa ofaná kúluna og ein við hvort hjól. og svo auðvitað þverstífa. Útkoman er góð.Ef þú ferð í þessa A stífu hafðu hana þá með annaðhvort original range dótinu eða þá þessu dana systemi sem einhver nefndi hérna fyrir ofan.
31.03.2006 at 01:56 #547970range rover [img:10zupof4]http://www.gemlingarnir.com/modules/coppermine/albums/bazzi/b%EDllinn/normal_def4.jpg[/img:10zupof4]
3-link [img:10zupof4]http://www.gemlingarnir.com/modules/coppermine/albums/bazzi/breitingar/114.jpg[/img:10zupof4]
31.03.2006 at 11:45 #547972A stífu og trailingarma fjöðrunin er líklegast einhver liprasta og besta afturfjöðrun sem hægt er að hugsa sér. Ef þú kemur henni við ertu í góðum málum. Ekki er hún einungis sterk og laus við þvingun. Heldur býður uppá óvenju slaglanga misfjöðrun. Þá er hún algerlega laus við hvimlett "Bump steer" sem hrjáir flesta bíla með "Panhard rod" eða þver/ská stífu eins og menn hafa kallað það fyrirbæri hér. Gallinn hinsvegar við A stífuna og helsta ástæða þess að engin notar hana nema Land Rover (í Defender) er plássið sem hún tekur. Menn geta þó losnað við "Bump steer" með annari aðferð, en það er "Watts linkage". A stífunni var einmitt skift út fyrir radíusarma og "Watts Linkage" í Discoverinum. Sem gaf bílnum meiri fólksbílaeiginleika í akstri á kostnað jeppaeiginleika. Vegna aukinnar tregðu sem er innbyggð í nýja fyrirkomulagið. Allt þetta má auðveldlega smíða frá grunni t.d. A stýfu fjöðrunina með öllu tilh. Skipta menn þá gjarnan út kúluliðnum í A stífunni fyrir stóran "Rod enda" Sem reyndar fæst núorðið stillanlegur til að mæta sliti (þ.e. kúluliðurinn).
Ef ykkur vantar nýjar fóðringar í Roverdótið, þá er óhætt að hafa samband en við í Tomcat á Íslandi eigum alltaf fóðringar á lager á góðu verði. Þá er rétt að benda á grein í aprílhefti Land Rover Monthly, bls 110 en þar er lýst Max Traction Extreme breytingu á Range Rover Classic. Í sama blaði ræðir sami greinahöfundur við John Cockburn en hann vinnur með Paul Williamson hjá Tomcat UK. Hann hefur reyndar verið hjá okkur með anna fótinn á milli þess sem við heimsækjum hann. Saman erum við í þróunarsamstarfi með allt sem við kemur Tomcat og LR tengdum vörum. Eitt af því sem þessir snillingar gera er að smíða veltibúr í allar tegundir jeppa og keppnistækja. Ítreka ég hér með boð mitt um að fá tilboð í einhvern tiltekinn fjölda búra í einhvern ákveðin fjölda mismunandi tegunda bíla. Það skal vera hagkvæmara að gera þetta í hóp. Svo væri etv athugandi að fá þá til að mæta með sýnishorn ef áhugi er fyrir hendi og taka pantanir, þeir verða hvort eð er töluvert á ferðinni hér í sumar vegna rallýþátttöku Tomcat.Með bestu kveðjum
Steini
Þorsteinn Svavar McKinstry
698 9931
mckinstry@tomcat.is
31.03.2006 at 13:08 #547974Ég get ekki alveg séð hvernig hægt er að tengja bumpsteer, s.s. þegar bíll vill beygja við fjöðrun, við afturfjöðrunina!
Stýrið er auðvitað ekkert þar nema Land Rover sé kominn með fjórhjólastýri?
.
En verður ekki alltaf að vera skástífa að framan upp á stýrið? Eða er hægt að setja þetta Watts apparat?
A stífan kemst auðvitað ekki fyrir útaf vélinni…
.
[img:304sfufx]http://www.tsmmfg.com/WATTSREDUCED.jpg[/img:304sfufx]
.
En getur einhver útskýrt fyrir mér þessa þvingun sem menn tala um með 4-link fjöðrun. Hvernig lýsir hún sér? Er kannski málið að gera þetta rétt, og þá er engin þvingun? Ég er með 4-link (reyndar 5-link með skástífunni) að aftan í mínum Jeppa og hef aldrei verið var við einhverja þvingun þar. Spyr sá sem ekki veit!kv. Kristinn
31.03.2006 at 13:38 #547976Þetta er væntanlega það að stutt þverstífa, eða mikið hallandi þverstífa veldur því að hásinginn (og bíllinn) gengur aðeins til hliðar við mikla fjöðrun (út af boganum sem þverstífan ferðast eftir). Fær mann til að finnast bílinn beygja pínu. Löng og flöt þverstíma lámarkar þetta. A-armurinn hefur ekki þessa leiðinda hegðun, enda mikið notaður þar sem mjög slaglöng fjöðrun er.
Hvað þessa þvingun varðar þá skil ég það ekki heldur. Allavega var engin þvingun í 4-link uppsetningunni að aftan hjá mér. Gat velt hásingunni með einni hendi eins mikið og pláss var fyrir (áður en demparar og gormar voru settir í). Engin þvingun fyrr en hásingin rakst í grindina annarsvegar og í gólfið hinsvegar (þá varð töluverð þvingun)….
Annars geta stífurnar haft meira hlutverk en bara að halda hásingunni á sínum stað. Kannski maður skrifi smá grein um það í kvöld ef tími vinnst til.
kv
Rúnar.
31.03.2006 at 13:43 #547978Bump steer kemur fyrir bæði vegna Panhard rod að aftan sem framan. Hefur í raun ekkert með stýrisganginn að gera, heldur hliðar færslu á hásingu við fjöðrun. Mishæð á Panhard og tog eða millistöngum í stýrisgangi getur valdið einskonar bump steer, svipuð upplifun fyrir ökumannin.
Þvingunina sem talað um verða menn ekki varir við með handaflinu einu nema um miklar skekkjur sé að ræða í smíði á stífum og staðsetningu festinga. Áhrif þvinguninnar eyðist oft í fóðringum sem fyrir bragðið endast skemur. þvingunin er ekki alltaf til vandræða og getur hreinlega verið hluti af virkni fjöðrunarkerfisins. Gerir bílinn stöðugri í hraðakstri minkar "body roll" og flytur þyngdarkrafta á milli horna sem eykur "traction". En flest af þessu verða menn lítið varir við í daglegri notkunn. Það er ekki fyrr en reynir á öfgarnar, það er ýtrustu getu fjöðrunarbúnaðarins að menn upplifa muninn. Hvort sem það er á kappakstursbraut, sérleið eða torfærum slóða.Kveðja
Steini
31.03.2006 at 14:25 #547980þú átt væntanlega við þá þvingun sem verður þegar bíllinn misfjaðrar, því þá þarf í raun að snúast upp á stífurnar í 4 linkinu. En fóðringarnar taka þetta á sig.
Ég veit ekki hvort það er bara tilfinning hjá mér, eða leggjast bílar með A-stýfum meira út úr beygjum heldur en vel upp sett 4-link?En ég er allavega sáttur með 4linkinn í bílnum mínum, fjörðunarlengdin verður ekki meiri nema ég skeri restina af aftur brettunum í burtu, svo ég skil ekki hvað menn eru að eltast við meiri misfjörðun. Nú eða þá að dúndra hásingunni niður, en þá væri bíllinn orðinn of hár að mínu mati.
en Rúnar; skrifaðu endilega grein.
31.03.2006 at 23:25 #547982hvað mynduð þið svo halda að væri sanngjarnt verð fyrir þessa fjöðrun undan ranganum complett ? ef hún er í þokkalegu standi
01.04.2006 at 10:05 #547984enga hugmynd um það ?
01.04.2006 at 11:11 #547986Sæll Stóri
Við hjá Tomcat á Íslandi eigum örugglega A stífu og trailingarma (neðri stífurnar) handa þér fyrir lítið. ca: kr. 10.000,-. Eigum meira að segja DEFLEX fóðringar í allt saman. Hef ekki nákvæma tölu við hendina en reikna með að stífurnar ásamt öllum fóðringum með tilh. leggi sig á kr. 20-25.000,- (sennilega nær lægri tölunni)
En ef þér er alvara með þessa breytingu og þú ferð út í hana ættirðu e.t.v. að líta á stífurnar frá EQUIPE. Þú finnur þá eflaust á netinu. Hef séð vörurnar þeirra á 4×4 sýningum úti og var hrifinn af lausnunum og vinnubrögðunum. Mig minnir reyndar að þetta hafi verið í dýrari kantinum, en mjög flott.Steini
mckinstry@tomcat.is
GSM 698 9931
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.