FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

4 Jeppar á leið á suðurpólinn

by Vilhjálmur Freyr Jónsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Ferðir › 4 Jeppar á leið á suðurpólinn

This topic contains 49 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Guðmundur Guðmundsson Guðmundur Guðmundsson 16 years, 3 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 26.12.2008 at 15:01 #203411
    Profile photo of Vilhjálmur Freyr Jónsson
    Vilhjálmur Freyr Jónsson
    Participant

    Nú eru 2 af okkar félögum á leið á Suðurpólinn, lengstu leið sem hægt er að fara, um 2500km.
    það eru þeir Hjalti í Arctic og Gísli, litli bróðir minn.
    Ég heirði í Gísla áðan, það gengur hægt á hásléttunni, bílarnir mjög hlaðnir eldsneyti og búnaði. hann heldur um 15km hraða á nánast óhlöðnum bílnum til að ryðja för og hinir tutla á eftir með byrðarnar, þeir eiga nú 750km eftir í startpunkt Amundsenkeppninnar. þaðan eru um 750km á pólinn
    Dagbókin þeirra verður uppfærð reglulega á síðu Arctictrucks.is
    kv, Freyr

    http://www.arctictrucks.is/Pages/3641
    http://http://www.arctictrucks.is/Pages/3641

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 21 through 40 (of 49 total)
← 1 2 3 →
  • Author
    Replies
  • 02.01.2009 at 15:57 #635458
    Profile photo of Rúnar Ingi Árdal
    Rúnar Ingi Árdal
    Participant
    • Umræður: 39
    • Svör: 421

    sá í dagbókinni að þeim gekk illa með talstöðvarsamband, ætli þeir séu bara með VHF og svo gerfihnattasíma?
    Það hefði nú verið snilld að vera með SSB stöðvar í í einum bíl í hvorum hóp til upp á samskipti þeirra á milli. Kannski bara vitleysa
    Takk og bæ kv dúddi





    03.01.2009 at 11:03 #635460
    Profile photo of Bæring J. Björgvinsson
    Bæring J. Björgvinsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 1919

    hvaða punktur er þessi ETL sem hjalti talaði um.
    sneri hann aftur í grunnbúðir?





    03.01.2009 at 15:04 #635462
    Profile photo of Agnar Benónýsson
    Agnar Benónýsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 3080

    Þetta sést ágætlega á þessari mynd, held örugglega að ETL sé þar sem ´Skiers training leg´ endar.
    .
    [img:3jvr3gmv]http://www.antarcticachallenge.com/library/5315/proc/41[/img:3jvr3gmv]





    03.01.2009 at 16:57 #635464
    Profile photo of Guðmundur Guðmundsson
    Guðmundur Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 90
    • Svör: 1091

    Sælir félagar

    Bassi þetta er rétt hjá Agnar Ben eins og alltaf:

    ETL = (End of training lack)

    Gaman að sjá Hiluxa á klöfum og 44 tommu sigra heiminn.

    Freysi við sendum góðar kveðjur til Gísla litla bróður og félaga.

    kv. gundur





    03.01.2009 at 20:01 #635466
    Profile photo of Bæring J. Björgvinsson
    Bæring J. Björgvinsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 1919

    klafi og klafi…..

    þetta sést á seinustu punktunum á skiers training leg…

    Já Freysi skilaðu baráttu hveðju frá okkur… Ég hefði ekkert á móti því að vera þarna í baráttunni með honum





    06.01.2009 at 17:06 #635468
    Profile photo of Vilhjálmur Freyr Jónsson
    Vilhjálmur Freyr Jónsson
    Participant
    • Umræður: 8
    • Svör: 446

    það verður víst eitthvað um leiðangurinn á Stöð 2 í kvöld, í fréttum eða ísland í dag
    það eru komnar fleiri fréttir í dagbókina á Arctictrucks.is
    kv. Freyr





    08.01.2009 at 11:11 #635470
    Profile photo of Vilhjálmur Freyr Jónsson
    Vilhjálmur Freyr Jónsson
    Participant
    • Umræður: 8
    • Svör: 446

    Heyrði í Gísla í gær og í fyrradag
    það er verið að snatta með olíu og fólk fram og tilbaka og hann buinn að aka 800km til að komast 200km. Hann sagði að ef hann væri ekki með allt þetta lið þá gæti hann verið búinn að fara á pólinn og tilbaka. Hjalti nálgast og það gengur þokkalega hjá honum, Gísli er búinn að vera að glíma við vandamál tengd alltof mikilli hleðslu á bílunum þar sem hann er á 2 bílum og með eina kerru og er með olíu, fólk og farangur sem átti að dreifast á 4 bíla og 4 kerrur
    kveðjur frá Suðurskauti
    Freyr, sem er á suðurskautinu í anda





    11.01.2009 at 23:21 #635472
    Profile photo of Gísli Örn Arnarson
    Gísli Örn Arnarson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 80

    gaman að lesa dagbókina hjá þeim , bíð í ofvæni eftir að vita gang mála síðasliðna daga [url=http://www.arctictrucks.is/Pages/3640:2e4t6tnr]http://www.arctictrucks.is/Pages/3640[/url:2e4t6tnr]





    11.01.2009 at 23:24 #635474
    Profile photo of Gísli Örn Arnarson
    Gísli Örn Arnarson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 80

    .





    14.01.2009 at 16:31 #635476
    Profile photo of Vilhjálmur Freyr Jónsson
    Vilhjálmur Freyr Jónsson
    Participant
    • Umræður: 8
    • Svör: 446

    Var að tala við Gísla .
    hann var í þessum checkpoint að bíða eftir síðustu keppendum. þó að það sé 370km eftir í beinni loftlínu þá þarf að aka 430 km til að komast þangað því amerikaninn er búinn að skilgreina sneiðar út frá pólnum þar sem enginn má koma og þess vegna þarf að krækja fyrir það. það var mjög gott í honum hljóðið, loksins náð að hvíla aðeins eftir mjög strembnar vikur. það er búið að vera 20 – 30 stiga frost og bílarnir fara alls ekki í gang nema að vebastóinn hiti í hálftíma fyrst, kuldi + þunnt loft er ekki gott til að starta
    kv, Freyr





    14.01.2009 at 21:46 #635478
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    Er litli bró alveg getting even with big brother?
    En við erum náttúrulega alveg sprengmontnir af strákunum hérna sófariddarar uppi á gamla skerinu!





    15.01.2009 at 13:57 #635480
    Profile photo of Vilhjálmur Freyr Jónsson
    Vilhjálmur Freyr Jónsson
    Participant
    • Umræður: 8
    • Svör: 446

    sá litli fetar algerlega í fótspor stóra bróður. sumir segja að hann sé jafnel endurbætt eintak af mér. pabbi og mamma hafa seð að það þyrfti að koma með annað eintak með endurbótum 12 árum síðar.
    Sem tæknifræðingur í vinnu við ransóknir og þróun þá snýst starfið algerlega um að betrumbæta gamlar vörur og búa til nýjar betri en þær gömlu þannig að ég ætti að skilja þetta.
    Kv, Freyr
    Gufunes: Gunnar-1110





    15.01.2009 at 20:35 #635482
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    Líklega fer maður að setja upp gömlu Gufunesstöðina fyrst menn eru farnir að hafa númerin skráð. Mitt var og er væntanlega enn bara 175 – eins og þú sjálfsagt manst. Grímur var svo með 575 ! Symmetri í því hjá okkur. Ég á mína stöð í góðu lagi og góðri geymslu hér niður í bílgeymslunni í kjallaranum, þú manst líklega hvernig þetta er hérna hjá okkur gamla settinu. Ætlarðu svo ekki að fara að kíkja í heimsókn? Það er yfirleitt til eitthvað af kökum hjá frúnni og oft lumar maður á skoskum rúgmjölssafa ef út í það er farið.
    kv. ólsarinn.





    18.01.2009 at 13:38 #635484
    Profile photo of Bæring J. Björgvinsson
    Bæring J. Björgvinsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 1919

    [url=http://www.antarcticachallenge.com/Pages/3632:mhzm4k1q][b:mhzm4k1q]update[/b:mhzm4k1q][/url:mhzm4k1q]





    18.01.2009 at 13:38 #635486
    Profile photo of Bæring J. Björgvinsson
    Bæring J. Björgvinsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 1919

    ég var einhvernveginn búinn að ákveða að þeir hefðu breitt afturhásingunum í fullfljótandi…

    en maður verður bara að krossa puttana uppá það að þetta gangi hjá þeim.
    .
    .
    .
    freysi veistu hvað hann gerði. sauð hann spindil á endann á hásingunni og notaði svo frammhjolabúnaðinn þannig. ?.
    .
    .
    .
    eða hvaða varahluti er hann með til að möndla úr?





    19.01.2009 at 14:35 #635488
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    http://www.arctictrucks.is/Pages/3640





    21.01.2009 at 08:38 #635490
    Profile photo of Gísli Örn Arnarson
    Gísli Örn Arnarson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 80

    það er einhver böggur hjá þeim. server error.





    21.01.2009 at 11:48 #635492
    Profile photo of Vilhjálmur Freyr Jónsson
    Vilhjálmur Freyr Jónsson
    Participant
    • Umræður: 8
    • Svör: 446

    það eru fréttir á Arctictrucks.is
    þeir ættu að fara að detta inn á pólinn bráðlega





    21.01.2009 at 14:52 #635494
    Profile photo of Vilhjálmur Freyr Jónsson
    Vilhjálmur Freyr Jónsson
    Participant
    • Umræður: 8
    • Svör: 446

    Gísli og félagar eru komnir á suðurpólinn
    Frábært afrek hjá þeim
    þetta er búið að vera streð með allt of mikinn farangur og búnað, þeir verða þarna þangað til á morgun og þá fara 2 bílar til baka á fuel droppið til að taka móti flugvélinni
    Hann sagði GPS inn virkar fínt en plotterinn flippar algerlega og kemur með fáranlegar bogalínur þegar settur er inn vegpunktur þannig að það verður að keira eftir tölunum

    Til hamingju, jeppamenn á íslandi, enn ein sönnun þess hvað þróun á jeppum á íslandi er stórkosleg
    kv, Freyr





    21.01.2009 at 14:56 #635496
    Profile photo of Gunnar Haraldsson
    Gunnar Haraldsson
    Participant
    • Umræður: 1
    • Svör: 6

    Vorum að heyra frá Gísla og munu þeir vera komnir á Pólinn Til hamingju með það.





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 21 through 40 (of 49 total)
← 1 2 3 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.