FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

4 Jeppar á leið á suðurpólinn

by Vilhjálmur Freyr Jónsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Ferðir › 4 Jeppar á leið á suðurpólinn

This topic contains 49 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Guðmundur Guðmundsson Guðmundur Guðmundsson 16 years, 3 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 26.12.2008 at 15:01 #203411
    Profile photo of Vilhjálmur Freyr Jónsson
    Vilhjálmur Freyr Jónsson
    Participant

    Nú eru 2 af okkar félögum á leið á Suðurpólinn, lengstu leið sem hægt er að fara, um 2500km.
    það eru þeir Hjalti í Arctic og Gísli, litli bróðir minn.
    Ég heirði í Gísla áðan, það gengur hægt á hásléttunni, bílarnir mjög hlaðnir eldsneyti og búnaði. hann heldur um 15km hraða á nánast óhlöðnum bílnum til að ryðja för og hinir tutla á eftir með byrðarnar, þeir eiga nú 750km eftir í startpunkt Amundsenkeppninnar. þaðan eru um 750km á pólinn
    Dagbókin þeirra verður uppfærð reglulega á síðu Arctictrucks.is
    kv, Freyr

    http://www.arctictrucks.is/Pages/3641
    http://http://www.arctictrucks.is/Pages/3641

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 49 total)
1 2 3 →
  • Author
    Replies
  • 26.12.2008 at 17:48 #635418
    Profile photo of Ólafur Eiríksson
    Ólafur Eiríksson
    Participant
    • Umræður: 19
    • Svör: 540

    Ein smá spurning, af hverju eru þessir bílar ekki á loftpúðum að aftan?





    26.12.2008 at 18:08 #635420
    Profile photo of Gunnar Ingi Arnarson
    Gunnar Ingi Arnarson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 1378

    það eru alltof margir hlutir sem geta bilað í loftpúðafjöðrun á móti blaðfjöðrum… því einfaldara = því öruggara.





    26.12.2008 at 18:20 #635422
    Profile photo of Ari Þráinsson
    Ari Þráinsson
    Participant
    • Umræður: 3
    • Svör: 338

    Gunnar hvernig færðu það út að meira geti bilað í loftpúða fjöðrun v/ fjaðrir ??





    26.12.2008 at 18:48 #635424
    Profile photo of Þorvaldur Sigurðsson
    Þorvaldur Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 691

    Í blaðfjöðrun er eitt sem getur bilað. Um það er fljótlegt og auðvelt að skipta. Í loftpúðum getur bilað: a púðinn, b dælan, c ventlar, d stýringar, e rofar, f loftslöngur, g stífur, og örugglega eitthvað fleira.
    Annars vegar er afar einfaldur búnaður og hins vegar flókinn. Og í flóknum búnaði er fleira sem getur bilað.





    26.12.2008 at 19:25 #635426
    Profile photo of Ólafur Eiríksson
    Ólafur Eiríksson
    Participant
    • Umræður: 19
    • Svör: 540

    Það er alveg öruggt mál að þeir hjá Artic Trucks hafa pælt þetta út í gegn og hafa sínar forsendur. Ég var bara að forvitnast um þær.
    [HTML_END_DOCUMENT]
    Blaðfjaðrir eru jú ágætur búnaður og einfaldur, en þeim lætur margt betur en að taka við snúningsvægi frá stórum hjólum. Frostið hjálpar ekki heldur. Loftpúði er síðan ólíkt meðfærilegri varahlutur en blaðfjöður.





    26.12.2008 at 19:51 #635428
    Profile photo of Stefán Dal
    Stefán Dal
    Member
    • Umræður: 21
    • Svör: 425

    Þeir bættu einmitt við stífum meðfram fjöðrunum til þess að hjálpa til við snúningsvægi stóru hjólana. Þetta er hrikalega einföld og örugg fjöðrun sem að virkar vel í það sem hún á að gera.





    26.12.2008 at 19:59 #635430
    Profile photo of Ólafur Eiríksson
    Ólafur Eiríksson
    Participant
    • Umræður: 19
    • Svör: 540

    Ok, það hlaut að vera. Ég var að skyggnast eftir stífum á myndunum en sá þær ekki. Ég sé líka að bílarnir eru seldir þarna suðurfrá, það skýrir líka málið.





    27.12.2008 at 14:20 #635432
    Profile photo of is
    is
    Participant
    • Umræður: 71
    • Svör: 994

    Hér er [url=http://www.arctictrucks.is/Pages/3641:3tfbux75][b:3tfbux75]Slóðin[/b:3tfbux75][/url:3tfbux75] á síðuna.

    kv. Kalli





    27.12.2008 at 19:27 #635434
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Það er spurning hvort Freysi fari ekki að koma með frekari fréttir af ferðalaginu. Samkvæmt seinustu færslu á http://www.antarcticachallenge.com voru þeir ekki að drífa rassgat og voru að nota göndul á milli bíla til að drífa eitthvað. Eins er bílarnir alveg rosalega lestaðir hjá þeim. Þeir eru þó að halda snjóbílahraða.

    Góðar stundir





    28.12.2008 at 16:09 #635436
    Profile photo of Vilhjálmur Freyr Jónsson
    Vilhjálmur Freyr Jónsson
    Participant
    • Umræður: 8
    • Svör: 446

    ég talaði við kappann í gærkveldi. þá áttu þeir um 680km í punktinn og höfðu því komist um 70 km á sólahringnum, það virðist örlítið betra færi á nóttunni þó að ekki muni miklu, annars var bara nokkuð gott í þeim hljóðið.
    kv, Freyr





    29.12.2008 at 00:51 #635438
    Profile photo of Hjálmar Sigurjón Gunnarsson
    Hjálmar Sigurjón Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 143
    • Svör: 526

    Alltaf gaman að lesa svona. En ég sé ekki betur en þeir hafi fjarlægt stífuna til þess að ná betri fjöðrun.

    hilsen Hjalli





    29.12.2008 at 09:35 #635440
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    Hvernig er það, eru þeir að fara sömu leið og Gunni Egils fór eða er þetta eitthvað annað ?

    Benni





    29.12.2008 at 12:45 #635442
    Profile photo of is
    is
    Participant
    • Umræður: 71
    • Svör: 994

    Hér er [url=http://www.arctictrucks.is/Pages/3640:xdiq4dyd][b:xdiq4dyd]slóðin[/b:xdiq4dyd][/url:xdiq4dyd]

    kv: Kalli





    29.12.2008 at 15:17 #635444
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Mér sýnst að farið sé um annað svæði í þessu leiðangri. Gunni Egils fór frá Patriot Hills á pólinn, en báðir leiðangrarnir virðast þó stefna í suður :). Myndin fyrir neðan er tekin af [url=http://www.amundsenomega3southpolerace.com/index.php?ID=19:fkgsnzas][b:fkgsnzas]Amundsen race[/b:fkgsnzas][/url:fkgsnzas] síðunni. Ég bætti inn leiðinni sem Gunni Egils fór.

    ÓE

    [img:fkgsnzas]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/4003/55153.jpg[/img:fkgsnzas]





    29.12.2008 at 17:37 #635446
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    Takk fyrir kortið Óskar,

    Ég fór og las aðeins um þetta og mér sýnist að leiðin sem verið er að fara núna á pólin sé um 2500 km en leiðin sem að Gunni Egils fór var tæpir 1100 km.

    Gunni var tæpa 70 tíma að keyra þetta og 45 tíma til baka…. en hann var líka á Ford :-)

    Benni





    01.01.2009 at 11:14 #635448
    Profile photo of Vilhjálmur Freyr Jónsson
    Vilhjálmur Freyr Jónsson
    Participant
    • Umræður: 8
    • Svör: 446

    Gísli og Kenny komu á start point í gærkvöldi eftir 40 tíma akstur í beit. nú tekur við flutningur á eldsneyti á stað 70 km frá þar sem flugvél getur lent, vel af sér vikið hjá þeim
    Gleðilegt ár
    Freyr





    01.01.2009 at 12:50 #635450
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Glæsilegt hjá Gísla og Kenny, líklega fegnir að fá smá hvíld.
    Er ekki leiðangurinn að öðru leyti að bíða af sér storminn?
    Ég tók eftir að búið er að setja [b:38tdcp4t][url=http://www.antarcticachallenge.com/pages/3639/cat/410:38tdcp4t]Google Earth myndir[/url:38tdcp4t][/b:38tdcp4t] á vefinn sem sýnir framvindu ferðalagsins.
    ÓE





    01.01.2009 at 17:22 #635452
    Profile photo of Vilhjálmur Freyr Jónsson
    Vilhjálmur Freyr Jónsson
    Participant
    • Umræður: 8
    • Svör: 446

    Var að heyra í Gísla. þeir óku yfir 500 km í einni lotu á 40 tímum. nú eru þeir að tutla að nýrri startlínu 70 km frá, á tómum bílumum til að búa til för. þar eiga þeir að finna lendingarstað fyrir flugvél og fara svo að selflytja eldsneyti þangað, eldsneytinu sem var droppað niður á fyrirhugaðri startlínu. bílarnir hafa eytt heldur meira en gert var ráð fyrir en það er nóg af eldsneyti á start línunni
    Gísli og Kenny eru á áætlun en Hjalti og Tony hafa tafist og eiga eftir að koma sér inn á start line. vonandi verða förin eftir gísla góð og skyggnið þannig að hægt sé að fylgja þeim.
    kv, Freyr





    01.01.2009 at 22:12 #635454
    Profile photo of Freyr Þórsson
    Freyr Þórsson
    Participant
    • Umræður: 117
    • Svör: 1683

    "Hraðinn er kominn niður í 15-20 km á klukkustund og vélarnar í bílunum eru verulega máttlausar vegna kuldans". Hvað með þynnra loft? Þegar þetta var skrifað voru þeir í um 3000 m hæð og einnig kemur fram í blogginu að loftþrýstingur þarna sé lægri en víðast hvar. Fyrst loftið er það þunnt (súrefnissnautt) að menn finna til hæðarveiki, er þá ekki eðlilegt að áætla að vélarnar vinni illa sökum súrefnisskorts? Lausnin væri því að láta túrbínuna blása meira……. Svo er hinsvegar annað mál hversu gott það er á þessum vélum, er nóg að eiga við framhjáhlaypsventilinn eða kallar það bara á önnur vandamál (tölvuvesen)???
    .
    Freyr





    02.01.2009 at 01:21 #635456
    Profile photo of Agnar Benónýsson
    Agnar Benónýsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 3080

    ef þú lest bloggið áfram þá fundu þeir það út að þeir höfðu sett eitthvað sull á bílana úr gömlum olíutanki, þetta lagaðist við næstu áfyllingu … en góð pæling samt :-)
    kv
    Agnar





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 49 total)
1 2 3 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.