This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 9 months ago.
-
Topic
-
4 Ferða Ferð 2003 á Langjökul.
Leggja átti af stað frá Esso kl 9 að laugardagsmorgni þann 29 mars. Um átta byrjuðu jepparnir að streyma á Esso og voru um 25 bílar klárir á jökul rúmlega 9, en þá var fararstjórinn horfinn, fréttum við síðar að hann hefði farið heim að sækja sólgleraugun. Fyrir hvarfið hafði hann dubbað Kalla Bjórmalla (Gjaldkera Rottugengisins) upp í aðstoðar fararstjóra og var það jú ávísun á algjöran glundroða, sem kom þegar í ljós við brottför. Byrjuðu jepparnir að tínast af stað í átt að Húsafelli, og hófust þá þegar meldingar á VHeffinu, hvar er Óli P, fór Reynir upp á Kjalarnes, er Bjarni kominn upp að Ferstiklu, er Kjartan enn að leita að sólgleraugunum, þegar hér var komið sögu var ákveðið að safnast saman við Hvalfjarðargöngin. Smölunin gekk ágætlega og söfnuðust 22 eða 25 eða 27 bílar þarna það er spurning hvort Bjarni reiknaðist með eða ekki, en hann var kominn í Ferstiklu. Fararstjórinn hafði sagt okkur að aka Hvalfjörðinn og síðan Dragann, en þar sem hann var enn að leita að sólgleraugunum var ákveðið að óhlýðnast og fara göngin. Fórum við síðan að tínast inn á bensínstöðina að Húsafelli þar sem átti að safna samann hópnum , gekk treglega að safna samann hópnum því einhverjir höfðu tafist á eftir amerísku djásnunum í hópnum sem náðu að handa niðri meðalhraðanum. Var því þeygandi samkomulag að óhlýðnast á ný og brenna upp á jökul ( Kalli átt örugglega hugmyndina).
Á leið frá Húsafelli sagði ég frúnni í trúnaði að nú myndi snjórinn á jöklinum örugglega henta haugslitnu Mödderunum okkar og við myndum taka hina í rassgatið.
Þegar við komum upp að Jaka var jökulinn alþakinn svörtum dílum, það voru bílar um allt og allir að reyna að klóra sig upp á hábunguna. Renndi ég mér því inn í næstu för og brenndi af stað upp eftir jöklinum.( Á þessum tímapunkti vor allir búnir að gleyma því að safnast átti saman við jaka) Gekk nú vel hjá okkur í förunum og var á okkur glott því sumar druslur voru farnar að vandræðast í hjólförunum. Þar sem við geystumst áfram í förunum að okkur fannst heyrðum við flaut, varð mér þá litið í spegilinn og sá þá mér til skelfingar að við vorum búinn að safna bílalest, ekki hjálpaði til að þeir voru farnir að flauta. Var því snarlega stigið bensínið í botn, en ekki gerðust nein undur þrátt fyrir það og var ég kominn í basl með að komast áfram í hjólförum og ekki bættu háðglósur ferðafélaganna í stöðinni ástandið, varð ég skelfingu lostinn , og ruglaðist í gírum og gerði allt rangt. Kalli stakk upp á því að frúin tæki við akstrinum, varð það til þess að ég fékk byr undir báða vængi um stund og trukkurinn bókstaflega geystist áfram nokkur hundruð metra, Við þetta fékk ég þvílíkt bjartsýnis kast og hugrekki að ég ákvað í barnaskap mínum að yfirgefa hjólförin og riðja leið, gekk það helvíti vel hálfa bílengd þar til ég náði að kolfesta trukkinn og þurfti Bjarni að marg rykkja í mig til þess að bjarga mér úr þessum vandræðum.Vorum við nú komnir upp á bunguna ofan við Jaka og skyggni ekkert og þung færð, Ákvað fararstjórinn því að blása af frekari jöklarannsóknir og halda til baka að Jaka. Við Jaka var reynt að telja bílana að nýju og fékkst ný tala á ný sem ég man ekki hver var, en allavega var ákveðið að halda heim um Kaldadal. Var því lagt af stað. Það var nokkuð þungt færi á köflum og tafði mann kerti okkur sem kallaður er Jói Hnífsdælingu ekur hann um á 33? Gallhopper , ekki er þetta í fyrst skipti sem hann er til vandræða, grunar mig að hann hafi komist inn í ferðina með undirlægjuhætti og öðrum slæg heitum jafnvel borið á menn eðal vín til þess að komast með. Komumst við að lokum til byggða en samkvæmt talningu að öllum líkindum láng flest. Þetta var eina af þessum örfáu ferðum, að þegar heim er komið er ákveðið að selja helvítis drusluna eða kaupa skriðgír eða allavega fá sér 44?.
Jón Snæland Rottufélagi.
You must be logged in to reply to this topic.