Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › 4.3 Chevy vandræði
This topic contains 22 replies, has 1 voice, and was last updated by Vilhelm Snær Sævarsson 13 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
31.05.2008 at 15:32 #202494
er með chevy 4.3 91 árg (ekki vortec) og þegar hún er farin að hitna þá kemur í hana ógangur og drepur á sér framhaldinu en er fín köld. allar ábendingar og hugmyndir vel þegnar
Kv Vilhelm
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
31.05.2008 at 15:52 #623758
ég mæli með að þú hringir í DekkjaKrissa hann er búinn að grúska ansi mikið í svona vélumhann er búinn að mixa svona vélar í allskyns jeppa og aldrei að vita nema hann viti hvað meinið er 8935777
31.05.2008 at 17:25 #623760Það getur verið svo margt td EGR ventill sem stendur opinn
það getur verið að það þurfi að skifta um vélarolíu
veit það hljómar fáránlega en ef olían er orðin bensínblönduð þá hagar vélin sér illa heit en er í lagi köld þegar vélin hitnar þá fer vélin að "anda"að sér bensíngufum úr sveifarhúsinu og það verður alltof rík blanda=ógangur og svartur reykur
bara smá hugmynd:)
Gísli
31.05.2008 at 18:26 #623762Hefur þú prufað láta mæla þrístingin á bensindælunni. Ég lenti í þessu með Cheeroky og bensíndælan var biluð, hann gat verið í lagi í töluverðan tíma þar til allt fór til fjandans, ekkert afl og vandamál að halda vélinni í gangi. Ég fór með bílinn til Bogga í Mótorstillingu í Garðabænum og hann mældi dæluna hún hélt þrýstingi í smá tíma en fór svo að slúðra.
Kveðja
Sveinbjörn R-043
01.06.2008 at 12:01 #623764þakka allar ábendingarnar. ég er farin að gruna dæluna . virkar fínt þangað til að ég slæ af og þegar ég ætla að gefa í aftur þá fer allt til fjandans, gengur illa og drepur svo á sér, svo ef ég drep á í smá stund þá er allt í góðu í svona 30 sek of fer svo allt á sama veg . þess má til gamans geta að þessi vél er ofan í bát
Kv Vilhelm
01.06.2008 at 20:29 #623766Getur verið of rík blanda. ertu búinn að skoða kertin?
01.06.2008 at 21:07 #623768ég setti ný kerti þegar vélin fór ofan í bátin en er reyndar ekki búin að skoða kertin síðan . athuga þau á morgun. en svo er annað, ég hef tekið eftir því að á spjöldunum undir innspíti spíssunum (TBI) myndast ís, ég trúði þessu ekki fyrr en ég náði mér í skrúfjárn og fiskaði þetta upp en þá bráðnaði þetta undir eins á puttanum á mér
kv Villi
01.06.2008 at 21:57 #623770Það eru góðar líkur á því að háspennukeflið sé að angra þig, þegar það klikkar gerist það oft með þessum hætti – í lagi með kalda vél en vonlaust með hana heita.
Freyr
02.06.2008 at 10:00 #623772ef myndast ís við spíssa vantar forhitun eða heitt loft sem tekið er frá pústgrein sver állitaður barki var notaður í þetta í denn. þetta var mjög algengt gangtruflunar vanda mál hér áður fyrr
kveðja agnar
06.06.2008 at 13:50 #623774Búin að skifta um bensíndælu , hamar , kveikjulok og kertaþræði en ennþá er ógangur í mótornum
Kv Villi
06.06.2008 at 15:06 #623776hvernig litu kertin út. hrein, sótug, hvít ?
og athugaðu með forhitunarbarkann hvort hann eigi að vera til staðar
06.06.2008 at 16:05 #623778Háspennukefli eða Ignition control module, sem er inní kveikjunni. Undir kveikjulokinu.
Síðan líka að tímastilla hann, það verður að taka þráðin fyrir tölvuna úr sambandi, man ekki alveg hvar hann er, áður en kveikjustillt er ..
07.06.2008 at 00:29 #623780seinasti ræðumaður smell hitti naglan,,, þetta er alveg lýsandi dæmi fyrir háspennukefli.
KV, Gunni.
08.06.2008 at 11:31 #623782litu vel út en háspennukeflið fæ ég á eftir. þegar ég verð búin að skipta um það þá er búið að endurnýja allt nema Ignition control module
þakka hjálpina
kv Vilhelm
08.06.2008 at 14:55 #623784er fundin en ekki var það háspennukeflið. tók kveikjulokið af þar er svona þunnur járnhringur sem er eins og koparlitaður en þessi hringur er brotin og eru stykkin úr honum á fullri ferð inní kveikjunni og trufla væntanlega gangin í honum
Kv Vilhelm
06.08.2008 at 12:45 #623786þegar búið er að gera við eina bilun þá bara bilar eitthvað annað. Í þetta skiptið þá gerist það allt í einu að það bara dregur niður í vélinni og drepst á henni og eins ef ég gef snökkt inn í hlutlausum þá deyr mótorinn, ég er alveg uppiskroppa með hugmyndir þar sem að ég skipti um svo margt síðast : Ný kveikja ,hamar , lok, þræðir , háspennukefli, bensíndæla, skynjarar.
Kv Vilhelm
22.05.2011 at 00:09 #623788Daginn . Enn og aftur er svona 4.3 mótor að stríða mér, þó ekki sami og síðast. Nú dettur mótorinn í gang en eftir smá stund fer að bera á gangtruflunum. Ný kveikja, og kerti. Var að fylgjast með úðanum úr spíssunum og þeir virðast verða fyrir einhverjum truflunum, og svo sprengir hann upp í loftsíu. getur klikkuð bensíndæla orsakað þetta?
Kv Vilhelm
22.05.2011 at 00:59 #623790
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir.
Ég er með Astro 4,3. Hann tók upp á að drepa á sér þegar hann var orðin heitur. Það er tengibox undir kveikjunni sem ég man ekki hvað er kallað.
Þrír vírar tengjast í þetta box sem er flatt. Eitthver rafeindabúnaður er þar sem fer að þreitast með aldrinum. Ég er ekki búin að lesa þræðina hér á undan en datt þetta í hug.
Kv. SBS.
22.05.2011 at 01:03 #623792Sæll og takk fyrir þetta en ég setti nýja kveikju og hann er alveg eins eftir það
Kv Villi
22.05.2011 at 01:12 #623794
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég er að vísu ekki að tala um kveikjuna sjálfa heldur flatt box neðan við hana sem hefur með neistann að gera. Getur svo sem verið að þú sért búin að skipta um það líka.
Kv SBS.
22.05.2011 at 01:14 #623796Hentu mótornum og græjaðu þér 350 í þetta villi minn …eins og ég saði við þig þegar ég skoðaði bátinn
*grín*
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.