Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › 3″púst.
This topic contains 18 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
04.01.2003 at 19:30 #191944
AnonymousEr með Crusier 90 og ætla að fá mér 3″púst. Hvar er best og ódýrast að láta setja það undir?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
04.01.2003 at 20:44 #465978
Pústþjónusta B J B hf. Flatahrauni 7. 220 Hafnarfjörður 565-1090.
Þeir eru líka sanngjarnir í verðum. Minnir að þetta hafi ekki kostað nema 45.000. þegar þeir settu þetta undir hjá mér.
Kveðja. MogM.
05.01.2003 at 14:44 #465980Einar Smiðjuvegi 50, Kópavogi s. 564 0950 smíðaði púst fyrir mig, það hefur reynst vel og var ódýrt. Pústið var reyndar ekki 3".
kv. jonash
http://www.mmedia.is/~unimog/setur1/
05.01.2003 at 20:41 #465982
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Einar (áttavillti)á Smiðjuveginum í Kópavogi er mjög lipur og verðin alveg þrælfín. Keypti hjá honum 2,5" púst í haust
14.01.2003 at 14:46 #465984Setti 2,5" undir Pajero 99 hjá Einari á Smiðjuveginum flott gert hjá honum fyrir 28000kr
Kv Jóhann
14.01.2003 at 19:00 #465986
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ekki nema algerir aldingarðs hálfvitar kaupa 2,5 tommu púst vegna þess að það er pínulítið ódýrara en þriggja tommu. Látið ekki þann áttavillta plata ykkur bara vegna þess að hann ræður ekki við 3"!
14.01.2003 at 20:08 #465988
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
einar áttaviti og krossfari er mjög góður og lipur
mæli með honum " pústverkstæðið hjá Einari"
14.01.2003 at 21:12 #465990Þetta er reyndar satt sem penis segir með rörin, að hann ræður ekki við 3" rör og að mínu mati er ekki neitt vit í að fá sér 2.5 tommu fyrir vél sem er 3.0 eða stærri.
Hlynur
14.01.2003 at 22:05 #465992Hvaða bull er þetta stákar, hver segir að 2,5? púst sé ekki nógu svert. Það sem mestu máli skiptir er opnir kútar og sverara rör en er standard í bílnum, það er heldur ekki ráðlegt að svera pústið rétt við túrbínuna, gott er að halda 10 cm af gamla rörinu við túrbínuna og svera þar fyrir aftan. Ef rör er sverað úr 2? í 2,5? þá eykst flutningsgetan um 56% sem er örugglega nóg, ef farið er í 3? þá eykst flutningsgetan um 125%.
Flatarmál 2? hrings er 20,1cm2 en 3? 45,3cm2.
Best er ef menn komast upp með að vera bara með einn kút og það er ekkert að því að hafa hann 3? þó svo að rörin sjálf séu 2,5?, það sem er stundum pirrandi við þessi opnu sveru púst er bölvaður hávaðinn og prumpið í því, þá er gott að setja eina 3? stutta túbu aftast. Mjög gott er að setja svo beygju þannig að þegar bakkað er í harðan snjó þá stíflast ekki pústið, verulega óhollt fyrir diesel fáka.mbk. mundi
14.01.2003 at 22:37 #465994Allir tjúnn og púst sérfræðingar sem ég hef talað við eru allir sammála um það að aðalatriðið sé að stækka rörið strax við túrbínu og púst sem er bara stækkað frá miðju sé ekki að gera neitt gagn að viti nema búa til hávaða.
Menn sem hafa prufað 2.5 tommu og annarsvegar 3" í gamla Patrol (2.8) tala um verulegan mun á togi á lágsnúning og að aflmunur sé verulegur.
Hlynur R2208
15.01.2003 at 01:59 #465996Láttu gera þetta einu sinni og alminnilega
og í BJB Hafnfj
15.01.2003 at 08:41 #465998
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Elsku elsku Mumumumundur minn.
Í fyrsta lagi eykst flutningsgetan ekki um 56% út 2" í 2,5" heldur talsvert meira. Ég ráðlegg þér að lesa þig til í eðlisfræðinni. 125% í 3" er líka bull. Þú ert að tala um prósentuaukningu þvermáls sem er jú tengd meiri flæðigetu en allt annarri formúlu en hrá aukning þvermáls gefur tilefni til að ætla.
Þá gætirðu hróðugur sagt: Ég hef þá enn meira rétt fyrir mér! En því miður kallinn minn. Hvað mælir á móti? REYNSLA allra þeirra sem hafa farið alla leið og ekki sparað smáaura fyrir misskilning. Reyndar hafa eigandur amerískra "jeppa" nóg að gera við aurinn í allskyns viðgerðir (fyrir utan það að sitja uppi með framtíðarfjárfestingu sem ekki er hægt að selja) þannig að þeim ráðleggjum við bara það ódýrasta. Takið það sem hentar bílnum.
En hinum sem hugsa rökrétt og vilja það besta: 3" púst á japanann.
15.01.2003 at 09:42 #466000Ég get nú ekki orða bundist. Hér kemur maður sem "ætlar" að fá sér 3" púst. Ekki 2" eða 2 1/2" heldur 3". Hann spyr hvar þetta sé gert og hvað það kosti. Hvað segir það okkur? Er ekki allt í lagi með fólk hérna? Ég bara spyr.
15.01.2003 at 10:20 #466002Hjá BJB í Hafnafirði.
Þeir settu pústið undir hjá mér og það fínnt og vinnubrögðin virðast hafa verið ágæt, verðið ágætt.
Kveðja Fastur
15.01.2003 at 10:50 #466004Ég er nú að verða þreyttur á þessu bulli um endalausann viðgerðarkostnað amerískra. Það má ekki ræða nokkurn hlut svo einhver fari ekki að rugla um það.
Hér eru menn að ræða um púststærð og hvern andskotann kemur amerískt vs. japanskt vs hvaðsemer því við?
Ef ég nota sálfræðina þá skýrir hún þetta með minnimáttarkennd sem líklegast má rekja til áfalla í bernsku (og Freud myndi eflaust halda að þetta væri eitthvað kynferðislegt ;).
Ég á tvo ameríska, m.a. einn trukk (ef þú vilt ekki kalla annað en JEEP jeppa, annars er þetta jeppi án gæsalappa) og þeir hafa reynst mjög vel. Trukkurinn er orðinn 22 ára og hefur gert lítið að því að bila þau ár sem ég hef átt hann, samt hefur honum ekki verið hlíft. Það sem hefur bilað var startari og mótor fyrir rafmagnsrúður en ég hef svo að sjálfsögðu skipt um þetta kerti, þræði, lok, púst, legur ofl. Það var fyrst í sumar sem ég tók ventlalok af vélinni (350) en það var til að komast að númeri heddana.
Hvað kostnað varðar verða allir bílamenn (ekki bara jeppamenn) að gera sér grein fyrir því að kostnaður við breytingar/bætingar kemur aldrei til baka í endursöluverði bílsins.
Er ekki rétt að menn haldi sig við umræðuefnið (sem er 3" púst) en fari ekki um víðann völl. Mitt innlegg í umræðuna er að BJB hefur reynst mér mjög vel og ég mæli með þeim.
JHG
P.s. minn er með töföldu 3" með opnum kútum og H-pípu og að sjálfsögðu með flækjur, kannski overkill en virkar vel.
15.01.2003 at 12:24 #466006
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ágætt að þér eruð ánægðir með trukkinn yðar. Það að hann skuli vera 22 ára segir einungis að þér eruð þar með þá nýjustu hönnun sem Bandaríkjamenn bjóða uppá.
En 3" skal það vera, pústið.
15.01.2003 at 17:32 #466008Ja hérna "Limur" ég vissi ekki að svona klárir kallar væru hér á þessu ágæta spjalli, ég var að reyna að hafa þetta einfalt svo litlu strákarnir skildu hvað flatarmál hrings eykst mikið við það að auka þvermálið. Stundum mætti ætla að þeir sem hér tjá sig séu strákar sem eiga sterkasta pabba í heimi sem kann allt best. Ég er sammála að reynslan er best en það þýðir ekki að aflið og togið aukist alltaf vil hverja tommu sem bætt er við, væri þá ekki best að hafa ekkert púst. Það er merkilegt hvað einsleitir "flatlendingar" á eins hrísgrjónabúðingum geta pirrað sig á því að amerískir bílar séu að þvælast upp um fjöll þegar þeir eiga að vera bilaðir heima í skúr. Ég er nokkuð viss um að ég þarf að hafa minni áhyggjur af peningum en þú, það er frekar einskær væntumþykja fyrir peningunum mínum að ég eyði þeim ekki í einhvern hégóma sem engu skilar. Ég verð alltaf jafn hissa hvað smá innlegg getur spunnið langan þráð, fyrst ég er búin að láta draga mig inn á þetta spjall sérfræðingana þá er best að halda áfram.
Hvernig er það þarna á stór Hafnarfjarðarsvæðinu, hafið þið ekki svona leyniverkstæði fyrir Toyotur sem þurfa aðhlinningu og eru skveraðar fyrir fjallatúra. Hér fyrir norðan höfum við slíkt og þangað fara þessir sem "aldrei" bila, það er nefnilega þannig að ef þú ekur um á Toyotu þá bila þær bara ekki, ef svo ólíklega vill til eitthvað er að "leikfanginu" þá talar maður bara um þetta Ameríska drasl. Ef það dugar ekki og einhver spyr hálvitalegra spurningu út í "leikfangið" þá má alltaf bregða á það ráð að tala um hvað það sé miklu betra að hafa diesel heldur en þessa bensín brennara, gengur undir nafninu "seðlatætari" hér fyrir norðan.
Svo í lokin vegna þessarar fræðilegu skrifa um púst þá má hefja nýjan þráð um hvað 3" pústið sé miklu þyngra en 2,5", Flatlendingur (sérfræðingur" nokkur sagði það væri svo þungt að menn yrðu að bæta burðarblaði í fjaðrirnar o………………….. eða þannig. Ég get svarið að þetta er satt, hann pabbi minn sagði það.Það er meiri snjór hjá mér en ykkur, hihi,
Það er meiri snjór hjá mér en ykkur, hihi.mbk. Mundi
Ritari ungra vegfarenda,
:sjá fundragerðir undir 101 Reykjavík.
http://eva.ismennt.is/~ey4x4/discus/
15.01.2003 at 17:40 #466010
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég þakka fyrir góð viðbrögð við spurningu minni um 3" púst, gott að vita að ekki stendur á viðbrögðunum hjá félögum 4×4 þegar er leitað þarf upplýsinga. Kveða Þórður.
16.01.2003 at 09:11 #466012
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Æi elsku kallinn minn Mumumundur.
Leitt er að heyra hve nærri þér þú tókst grein mína. Það skýrist þó að stæstum hluta þegar litið er til búsetu þinnar.Sbr.
Til Akureyrar ekki vil
einskis þar ég sakna
jú, þar er fagurt þangað til
ÞORPSbúarnir vakna!Vertu ávallt velkominn í Fuglafjörð.
Hér er ekki flatlent þannig að varla færðu kvíðakast þessvegna. Pabbar okkar eru reyndar jafnsterkir, en þinn var í fyrndinni gestkomandi í Fuglafirði. Sæll elsku bróðir minn! Ég heyri líka að þú hefur áhyggjur af peningum. Er ekki sósíalurinn góður í Akurþorpi?
Jæja komdu bara heim til okkar mömmu og hættu þessu svekkelsi.
P.S. Amerískir bílar eru bannaðir í Færeyjum vegna sóðaskapar sem frá þeim stafar, en þú getur fengið traktorinn hennar mömmu lánaðan.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.