This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Elí Magnússon 19 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Sælt veri fólkið. Hefur einhver farið í gegnum það að setja 3ja punkta belti í bíl sem var ekki með svoleiðis fyrir?
Ég er að fara að setja 3ju sætaröðina í 60-cruiser (til að hafa pláss fyrir umhverfisráðherra þegar hún kemur með mér á fjöll til að mæla snjódýptina) og mig langar að hafa 3ja punkta belti aftur í.
Það er í raun ekkert mál að festa tvo lægri punktana (gat í gegnum gólfið og flatjárn þar undir) en ég er ekki viss með þriðja punktinn. Er helst á því að koma ca. 35-40 cm flatjárni inn í póstinn fyrir aftan hliðarrúðurnar (aftasti pósturinn), bolta það með 3-4 boltum og setja bolta svo beltið í mitt járnið.
Hefur einhver reynslu af einhverju svipuðu? Stærstu áhyggjurnar hjá mér eru hvað er öruggt… og hvað er LÖGLEGT???
Kv.
Einar Elí
You must be logged in to reply to this topic.