Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › 39,5″ Super Swamper Irok Radial
This topic contains 58 replies, has 1 voice, and was last updated by Ásgrímur Stefán Reisenhus 19 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
20.10.2004 at 23:23 #194699
Sælir félagar.
Ef til vill eru komin á markaðinn dekk sem leysa í flestum tilfellum 44″ dekkin af hendi ef bíllinn er undir ca: 2800 kg að heildarþyngd. Þarna á ég við 39,5 x 13,5 x 15″ Super Swamper Irok radialdekk. Við Benni (Benedikt) á LC 120 fórum upp á Vaðlaheiði í gærkvöldi í fínan snjó og prófuðum þessi dekk SS 39,5 R og virkuðu þau mjög vel. Í 2 psi flöttuðust þau svipað og Mudder eða Ground Hawg við 4 psi. Sporlengdin á þessum dekkjum var greinilega að gefa gott flot og virkuðu þau mjög vel.
Eitt er svolítið undarlegt við uppgefnar tölur frá framleiðendum.
38″ Mudder 15,5″ er á breidd ca: 28 cm.
39,5″ Irok 13,5″ er á breidd ca: 29 cm.Mæli með að menn skoði þetta og gefi okkur álit á þessu.
Bestu kveðjur
Elli A830 -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
19.11.2004 at 02:01 #506548
Ohhohoho vittlaus þráður…….
07.12.2004 at 14:20 #506550Hvernig stendur a thvi ad Benni er ekki buinn ad senda inn pistil a thennan thrad og lysa thvi hvernig hann dreif langmest a nyjudekkjunum i Hveravallaferdinni, er thad kannski vegna thess ad thau eru ekki virka sem skildi, madur bara spyr sig.Thad vaeri gaman ad vita ef einhverjir adrir hafi profad thessi dekk (eda sed thau) a fjollum og hvernig thau eru ad koma ut. Sjalfur hef efasemdir um virkni theira vegna thess hve mjo thau eru, eg finn t.d mikinnnnn mun a 38" mudder ef eg nota 15" breidar felgur i stad 12". Ein rokin fyrir thessum dekkjum voru ad mig minnir ad thau hefdu lengri sporlengd, madur hefur ekkert ad gera med langa sporlengd ef dekkin skerasig ofani snjoinn. En gaman vaeri ad heyra af reynslu manna.
kv. Hilmar
07.12.2004 at 15:10 #506552Það væri gaman að fá fréttir frá ykkur sem eruð á þessum dekkjum. Eru menn enþá jafn sannfærðir um ágæti þeirra eða…. ?
Hvernig gekk á Hveravöllum Benni ? Og hvernig gekk Halla á 39,5" Trxus ?
Mig dauðlangar í þessa stærð undir Pajeróinn en mig vantar frekari upplýsingar áður en ég tek endanlega ákvörðun.
Skv. þessari mynd þá eru menn ekkert of ánægðir með þetta á 14" felgu :
http://kjolur.f4x4.is/photoalbum/view.p … 4&offset=0
Kveðja
BM
07.12.2004 at 15:54 #506554
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hvað segið þið um þessi dekk, reyklaus og vel með farin?
Til sölu patrol 33" breyttur argerð 93 ekinn 240.000km
ársgömul vél frá japönskum jeppum gylltur á litinn góð dekk eru undir bílnum ónelgd reyklaus og vel með farinn en þarfnast boddyviðgerða vegna ryðs.Ég varð nú bara að misskilja þessa auglýsingu og setja í dekkjaumræðuna!!!
Siggi_F
07.12.2004 at 21:35 #506556Sælir.
Verð að vera fljótur, er orðin of seinn á 4×4 fund!!!!
Irokin er að virka mjög vel hjá mér í alla staði!
Ekki er víst að hann virki eins vel undir léttari jeppum eins og t.d DC.
Annars þið sem voruð á Hveravöllum með mér um daginn, hvað fanst ykkur, hvernig leist ykkur á þessi dekk, voru þau að virka eitthvað hjá mér…Gundur tjáðu þig nú sem og þú tnt og bláfram.
Óþarfi að ég sé altaf að bulla eitthvað.
bæ í bili.
Benni
08.12.2004 at 08:46 #506558Nú er ég búinn að fara tvisvar með Benna í smá túra, fyrst var ég farþegi hjá honum þegar við fórum uppá Vaðlaheiði í smá spól og svo vorum við samferða í nýliðaferðina á Hveravelli. Til að gera langa sögu stutta þá verð ég bara að viðurkenna það að í báðum túrunum dreif Benni mest. Hvort það eru IROK dekkjunum að þakka er kannski ekki alveg ljóst, en þau virðast alla vega ekki skemma fyrir. Eins og við vitum þá er það samspil margra þátta sem ræður drifgetunni og í tilfelli Benna þá virðist 120 LC vera að gera það gríðarlega gott sem ræðst trúlega af góðri þyngdardreifingu, góðri fjöðrun, miklu vélarafli, frábærri sjálfskiftingu og auðvitað dekkjum sem virka. Ég sleppi hæfni ökumannsins því eins og við vitum kann Benni ekkert að aka!! En að öllu gamni slepptu þá lofa þessi dekk góðu, en auðvitað á eftir að reyna meira á þau. Frábært framtak hjá þeim Benna og Elli að prófa þessi dekk og taka ekki mark á öllum úrtöluvælinu, veitir ekki af því að fá nýjungar í þetta sport. Það má sjá myndir af bílnum og dekkjunum hjá Benna á myndasíðunni minni (http://www.pbase.com/skjoldur)
jsk
08.12.2004 at 16:24 #506560Sælir
Ég fór áðan og fékk svona dekk lánað til að máta undir Pajeró.
Mér líst vel á munstrið og hæðina á dekkinu en hefði vissulega vilja sjá það svolítið breiðara. Reyndar er munstrið svipað breitt og á 38" Ground Hawg – jafnvel aðeins breiðara, en belgurinn er mjórri.
Dekkið sem að ég var með er á 14" felgu og ég er alls ekki viss um að það henti vel – dekkið virkaði eins og það væri spennt út til hliðana og skv. því finnst mér að það gæti verið meiri affelgunarhætta og svo er væntanlega erfitt að koma þessu dekki aftur á 14" felgu ef maður affelgar á fjöllum – enda virðist það hafa verið reynslan hjá þeim sem fóru inn í Dómadal um síðustu helgi.
Svo er líka hugsanlegt að dekkið leggist ekki eins vel ef það er spennt út á svona breiða felgu – gæti lagst betur á 12 – 13" felgu. Mér fannst það alls ekki bælast nógu vel undir bílnum hjá mér. En að sama skapi er ég ekki viss um að það sé neitt að marka að hleypa úr einu alveg nýju dekki inni á verkstæði – það bælist örugglega betur þegar búið er að keyra svolítið á þessu.
En ég er mjög spenntur fyrir að prófa þetta, það þarf sáralítið að klippa til að ég komi þessu undir og ég fæ klárlega meiri hæð undir bílinn með þessu, og það veitir ekki af því – svo getur sjálfsagt ekkert annað en reynslan skorið úr um drifgetuna.
Svo skilst mér á þeim sem voru á Hveravöllum í nýliðaferð að nafni minn hafi skilið alla aðra eftir í snjókófi og meira að segja drifið meira en Pajeróinn sem var þarna – sem er með ólíkindum þar sem að hann er á Toyotu…..
Kveðja
Benni
08.12.2004 at 16:28 #506562Ég setti myndir af bílnum á þessu í albúmið mitt..
Benni
08.12.2004 at 16:52 #506564Ef mjótt dekk er sett á breiða felgu þá aflagast dekkið meira við felgukantinn sem þýðir að meiri orka fer í að aflaga og hita dekkið og minni orka er til að koma bílnum áfram, eyðslan eykst og hætta á að dekk hvellspringi eykst, sem og hætta á að það myndist sprungur meðfram kantinum. Allt þetta eykst líka eftir því hliðarnar eru efnismeiri (dekkið þyngra). Það er ekki tilviljun léttustu dekkin á markaðinum eru þau sem hafa reynst best í snjóakstri.
-Einar
08.12.2004 at 17:05 #506566Benni !!!
Núna er tækifærið að skella sér bara í 44" dæmið, og spæla þessa alla þessa kalla sem halda að þeir drífi eitthvað á þessum 39,5 túttum. Best að ganga bara alla leið og klára dæmið með stæl.
Góðar stundir
08.12.2004 at 18:17 #506568Heill og sæll Benni og takk fyrir síðast!!
Ég get vottað að dekkin voru að virka hjá BENNA – þar sem hann var kviðhærri en ég á mínum nýju 38" mudderum – þar sem ég settist á kviðinn 1x en hann ekki í sama krapapitti á Hveravöllum en kannski var það bara klaufaskapur – nei það viðurkenni ég never!!!
kveðja
tnt
08.12.2004 at 19:40 #506570Sæll Benni
Takk fyrir síðast, þetta var góður túr og Toyotan hjá þér var að koma fanta vel út.
Hvort við eigum að gefa dekkjunum allt kreditið það er mér til efs enn þau voru bara að virka fanta vel.Ég held þó að ef ég hefði ekki haft fullan bíl af fólki og farangri til 3 vikna, læsingun virka að aftan, með bensín á í stað disels……….. þá hefðir þú þurft að hafa meira fyrir hlutunum. Það er jú svo auðvelt að gera góða hluti ef samkeppnin er lítil.
ps. Benni hvað segir þú um að við mætumst næst á Langjökli við Þursaborgir, ég kem með grillið.kveðja gundur
08.12.2004 at 22:09 #506572Heyrðu, Gundur….
Ég er búinn að vera velta þessu talsvert fyrir mér og bara verð að spyrja þig svona að því að þú minnist á farangur, hvað var eiginlega í svörtu stóru ferðatöskunni í skottinu hjá þér???
Þetta með Irokin eins og áður hefur komið fram, þá er ég mjög ánægður með þessi dekk. Þau hafa virkað vel í alla staði hingað til! Rest kemur svo í ljós seinna í vetur, ekkert sem gefur til kynna nema gott.
Annað, Gundur, þó þú hafir verið með fullan bíl að fólki og farangri þá efast ég um að DC sé þyngri en LC120 hjá mér. Sama með læsingar, ég var þarna ólæstur líka og ekki fann ég fyrir því að ég þyrfti á þeim að halda þarna… og enn meira, ég hleypti mest niður í 4.5 pci!!! Til vitnis er AtliE sem getur vottað það en hann og Setursmenn komu í heimsókn og virkilega góður bíll sem AtliE er búinn að koma sér upp og alla vegana mígvirkaði þarna. Annars vissi ég ekki að við hefðum verið í keppni…í það minnsta komum við norðanmenn ekki á þeim forsemdum, ekki frekar enn sunnanmenn og-konur að ég hygg.
Nafni (hmm)! Pæjan hjá Halla (Ditto) var að virka mjög vel í alla staði, það háði honum aðeins þó að hugsanlega hafa dekkin hjá honum verið all verulega löðrandi í tjöru og þar að leiðandi mjög sleip. Sama með þig, Gundur, að hafa ekki læsingar munar gríðalega miklu, tala nú ekki um þegar þarf að fara upp langar erfiðar brekkur. Þannig að eftir á að hyggja fannst mér allir standa sig mjög vel og ekki síður minni bílarnir sem komust ótrúlega langt með okkur.
Hlynur! Af hverju að fara í 44" ef þetta kemur til með að virka hjá mér? Er ekki málið að vera á eins litlum dekkjum og maður kemst upp með!
Kv.
Benni
08.12.2004 at 23:23 #506574Sælir spekúlantar.
Það er engum blöðum um það að fletta að 39,5 er að gera sig talsvert betur en 38 Mud eða GH undir mínum bíl. Auðvitað stendur 44" sig alltaf fyrir sínu. Spurningin er sú hvernig þú ætlar að nota bílinn.
Við Benni erum búnir að eyða þó nokkrum tíma í að prófa 39,5" og erum bara nokkuð sáttir. LC120 á 12,5" breiðum felgum og Patrol á 14" breiðum felgum.
Nú er bara að sjá hvernig veturinn verður.
Kveðja,
Elli
10.12.2004 at 10:28 #506576Saelir felagar.
(afsakid stafina, er i Tyskalandi og tölvan sem eg er i getur ekki betur)
39,5" Irok er ad svinvirka hja Benna, tad er ekki spurning.
For med Benna upp a Vadlaheidi, eg a 39,5" TrXus, Benni a 39,5" Irok, 3 Pattar voru med i för. einn a 39,5" Irok, einn a 38" Micky Tomson, einn a 38" Mudder og er skemst fra tvi ad segja ad Pattarnir höfdu ekkert i okkur Benna ad gera. Var reyndar dalitid hissa a tvi hvad Benni var ad drifa mikid meira en Pattinn a Irok dekkjunum.
Tetta er svo erfidi kaflinn i tessum posti; Benni var ad fara meira en eg, (best ad segja satt og rett fra) en ef eg hefdi haft sludurgir eda logir og asnast til ad tjöruhreinsa dekkin (er buin ad vera ad tilkeyra dekkin i allt sumar ag aldrei sett tjoruhreinsi a dekkin) ta er eg nokkud viss um ad vid hefdum verid ad fara svipad.
39,5" TrXus eru ekki god a malbikinu tannig ad ef eg vaeri ad kaupa dekk i dag mundi eg spa alvarlega i 39,5" Irok.
Dekkin hja mer voru ekki ad virka fyrr en undir 2 psi tegar tau voru ny en i hveravallaferdinni (fyrsta ferd eftir tilkeyrslu) voru tau ad virka betur i 3 psi. en 2 psi. tannig ad eg a eftir ad laera mikid a tessi dekk.
Alltaf gaman ad spa og spekulera!Kvedja Halli.
11.01.2005 at 20:45 #506578hveravsk
Fjöldi pósta: 3
39,5"Radial
Sent inn 11.1.2005 14:14:41——————————————————————————–
Sæl og gleðilegan ferðavetur,vegna fyrirspurna ætla ég að deila með ykkur reynslu minni af 39,5" Irok sem ég setti nýlega undir hjá mér,enn sem komið er er reynslan einungis einn góður túr sem við fórum á nýársdagsmorgni og gistum í Jökulheimum,fórum norður fyrir Þórisvatn (Þórisós)og keyrðum gegnum hraunið og komum inn á Jökulheimaleið við Þröskuld færið var þungt í gegnum hraunið en lagaðist heldur þegar komið var inn á slétturnar undir Ljósufjöllum.Með í för voru 90 LC á 38" Mödderum og 60 LC á 44"DC. 38"bíllinn gat ekki keyrt í ótroðnum snjó og förinn eftir okkur voru það djúp að honum gekk ekki vel í förum,náði einfaldlega ekki niður settist á klafana.44" bílnum gekk ágætlega og held ég að ekki sé á neinn hallað að segja að okkur hafi gengið svipað,fyrst hleypti ég niður í 1 psi en fanst sporið sem kom eftir bílinn vera allt of laust í sér svipað og kemur eftir 44" svo ég pumpaði í 2 psi og virtist það ekki muna í floti en farið varð betra slétt og hart eins og á að vera eftir radialdekk,vissulega eru hliðarnar stífari í þessum heldur en í MÖDD eða Grhw en hvort að það sé galli er ég ekki viss um því alls ekki má gleyma að þessi dekk eru stærri standa 39,5" undir bílnum því ætti flotið að aukast á lengdina,sporið í ótroðnum snjó virtist vera heldur breiðara en Mödd (ekki mjög nákvæm mæling)Auðvitað er þetta bara fyrsta ferð en engu síður lofa þau góðu.
Á þjóðvegi eru þau góð heyrist lítið í þeim mun minna en í Mödder.
Jeppinn hjá mér er 2190kg galtómur.
Með kveðju og von um að kominn sé nýr valkostur í snjódekkjum,
Vilhjálmur.
11.01.2005 at 22:04 #506580Gaman væri að vita.
Hvernig bíl ertu á Gvs, og hversu breiðum felgum ertu?
12.01.2005 at 08:28 #506582ég er ekki á bíl en Vilhjálmur sem skrifaði þessa grein er á Toyota Landcruiser BJ 42 árg 1985.
3,4L Turbó dísel intercooler.
Milligír.
Loftlæstur aft/fra.
488:1drifhlutföll.
Gormar fra,Loftp aft
Koni demparar.
Úrhleypibúnaður fyrir dekk inn í bíl.
9000 Punda glussaspil.
Öll almenn fjarskiptatæki og staðsetningartæki.
Bretti,húdd og fl sérsmíðað úr trefjaplastikv Ási
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.