This topic contains 58 replies, has 1 voice, and was last updated by Ásgrímur Stefán Reisenhus 20 years ago.
-
Topic
-
Sælir félagar.
Ef til vill eru komin á markaðinn dekk sem leysa í flestum tilfellum 44″ dekkin af hendi ef bíllinn er undir ca: 2800 kg að heildarþyngd. Þarna á ég við 39,5 x 13,5 x 15″ Super Swamper Irok radialdekk. Við Benni (Benedikt) á LC 120 fórum upp á Vaðlaheiði í gærkvöldi í fínan snjó og prófuðum þessi dekk SS 39,5 R og virkuðu þau mjög vel. Í 2 psi flöttuðust þau svipað og Mudder eða Ground Hawg við 4 psi. Sporlengdin á þessum dekkjum var greinilega að gefa gott flot og virkuðu þau mjög vel.
Eitt er svolítið undarlegt við uppgefnar tölur frá framleiðendum.
38″ Mudder 15,5″ er á breidd ca: 28 cm.
39,5″ Irok 13,5″ er á breidd ca: 29 cm.Mæli með að menn skoði þetta og gefi okkur álit á þessu.
Bestu kveðjur
Elli A830
You must be logged in to reply to this topic.