Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › 39,5″ Super Swamper Irok Radial
This topic contains 58 replies, has 1 voice, and was last updated by Ásgrímur Stefán Reisenhus 20 years ago.
-
CreatorTopic
-
20.10.2004 at 23:23 #194699
Sælir félagar.
Ef til vill eru komin á markaðinn dekk sem leysa í flestum tilfellum 44″ dekkin af hendi ef bíllinn er undir ca: 2800 kg að heildarþyngd. Þarna á ég við 39,5 x 13,5 x 15″ Super Swamper Irok radialdekk. Við Benni (Benedikt) á LC 120 fórum upp á Vaðlaheiði í gærkvöldi í fínan snjó og prófuðum þessi dekk SS 39,5 R og virkuðu þau mjög vel. Í 2 psi flöttuðust þau svipað og Mudder eða Ground Hawg við 4 psi. Sporlengdin á þessum dekkjum var greinilega að gefa gott flot og virkuðu þau mjög vel.
Eitt er svolítið undarlegt við uppgefnar tölur frá framleiðendum.
38″ Mudder 15,5″ er á breidd ca: 28 cm.
39,5″ Irok 13,5″ er á breidd ca: 29 cm.Mæli með að menn skoði þetta og gefi okkur álit á þessu.
Bestu kveðjur
Elli A830 -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
21.10.2004 at 00:29 #506468
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
eru þessi dekk komin á markað hér og hvað kostar svona gángur
21.10.2004 at 00:38 #506470Þessi dekk komu nú í haust og er GV að selja þau. Verðið er ca: kr.39.900.-
Bestu kveðjur
Elli A830
21.10.2004 at 01:57 #506472Sælir,
Mér líst ekkert á þessi dekk. Ég fór að skoða þessi dekk á bjórkvöldinu og mér fannst þau bara vera ALLTOF mjó. 13,5" á breiddd. Þetta virkaði eins og skurðarskífur þegar maður sá þetta á standinum en ekki undir bíl. Mig langaði að kaupa einn gang og prófa undir Scoutinn en ég hugsa að hann nái engu floti á svona mjóum dekkjum.
kv, Ásgeir
R-3010
21.10.2004 at 11:05 #506474
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir allir,
Nú langar mig að forvitnast meira um þessa tilraun hjá norðanmönnum.
Þið segið að þessi 39.5×13.5 dekk séu að fletjast álíka mikið við 2 psi og Mudder við 4 psi.
Hvað eruð þið að tala um?
Að þau virki álíka mikið bæld?
Eða að það líti út fyrir að þau hafi álíka stóran snertiflöt við 2 psi og mudder við 4 psi?Ef það er það fyrra, þá myndi ég álykta að þau væru miklu stífari en mudder, án þess að geta sagt út frá því hvort þau gefi meira flot.
Ef það er seinna tilfellið, þá er skv. minni reynslu mudderinn ekki farinn að gefa fullt flot fyrr en í 2,5-3 psi (ég kannski með þetta léttari bíl).
Þess vegna langar mig að spyrja þá norðanmenn um leið og ég þakka þeim fyrir þessa þörfu tilraun hvort þeir gætu skýrt þetta nánar.
Hvað voruð þið með breiðar felgur?
Finnist ykkur dekkin líta út fyrir að geta gefið meira flot en 38" mudder (aðalmálið er það ekki??)?
Og því nýr möguleiki fyrir þá sem finnst þeir ekki fá nóg flot með 38" dekkjunum en hrís hugur við 44" breytingu?Eða bara nýr kostur í staðin fyrir 38", svipað flot en lengra og hentugra spor og þannig aukin drifgeta?
Einn áhugasamur um þessi dekk
Sigg_F
21.10.2004 at 11:28 #506476Flatarmál snertiflatar dekks við jörð (snjó) er enfaldlega þyngdar krafturinn sem hvílir á viðkomandi hjóli, deilt með þrýstingi. Ef krafturinn er í Newtonum og þrýstingur í pascal, þá verður stærð snertiflatar í fermetrum.
Þetta er háð því að dekkið sé nægilega stórt til að geta gefið nægilega stóran snertiflöt til að loftiþrýstingurinn geti haldið bílnum uppi. Ef hliðarnar eru það stífar að þær hafi marktæk áhrif á þetta, þá eru viðkomandi dekk ekki nothæf til aksturs á snjó. Á slíkum dekkjum fer mikil orka í að aflaga hliðarnar, sem veldur að dekkin hitna, bíllinn kemst lítið áfram (virkar kraftlaus) og eldsneytiseyðsla rýkur upp úr öllu valdi.
Við gefinn þunga og loftþrýsing, þá verður bæling á litlu dekki miklu meira áberandi en á stóru, flotið er það sama en hæð undur bílinn verður að sjálfsögðu meiri með stærra dekkinu.
Einföld aðferð til að bera saman mismunandi dekk, er að hleypa öllu lofti úr dekkinu, og mæla síðan þann þrýsting sem þarf til að bíllinn lyftist um t.d. 5 sm. Ef þessum þrýstingi er deilt í þungann, þá er komin góð mæling á mesta snertifleti sem dekk (og felga) geta gefið.
-Einar
21.10.2004 at 12:16 #506478Sælir
Hvernig er það, eru þessi dekk einu radial dekkin sem eru stærri en 38" ? Eða er eitthvað annað til ? Eru trxus dekkin ekki diagonal ?
Benni – Hvernig er að keyra Cruiserinn á þessu á malbikinu ?
Kveðja
BM
21.10.2004 at 13:08 #506480þetta eru einu radial dekkin sem eru stærri en 38".
trxus dekk eru ekki radial en þau eru breiðari 39,5×15-15
21.10.2004 at 13:08 #506482Sælir strákar.
Ég skal reyna koma með einhvern pistil í kvöld verðandi Irok og uppl. um hvernig hann virkar en svona smá hint að þá er þetta dekk mjög spennandi og er það að virka betur en Mudder þá er svarið já, mjög líklega.
Kv.
Benni
21.10.2004 at 13:53 #506484Michelin framleiðir 40" radial (325/85R16), þung og sterk dekk, oft notuð sem sumardekk undir Forda.
Svo var Goodyear kominn með 40" radial ef ég man rétt.
Þannig að þetta eru ekki einu stóru radíaldekkin, en öll eiga þau það sameiginlegt að vera frekar mjó.
kv
Rúnar.
21.10.2004 at 15:05 #506486325/80r16 þau dekk mælast 37"
325/85r16 samkvæmt okkar útreikning eru 38"
kveðja Ási GVS
22.10.2004 at 00:44 #50648815,5<13,5 does not compute. vinsamlega útskýrið fyrir mér ólærðum.
Með kveðju,
22.10.2004 at 02:09 #506490Jæja.
Smá innskot fyrst við pistilinn hans Ella er varðar breidd á Mödder vs. Irok.
Væntanlega er miðað við belgbreidd þ.e. þar sem hann er breiðastur.
Hins vegar ef munstur er mælt þá er Irok breiðari ca. 1-2 cm.
Mudder er að bælast aðeins betur út en það segir ekki nema hálfa söguna,
þá vegna þess að Irok er talsvert stærri og bætir það upp með lengri
sporlengd sem er betra þ.e. þú drífur meira á sporlöngu dekki en sporbreiðu dekki, mín skoðun.Irok er mun belghærri sem segir okkur það líka að þau geti bælst jafn vel og jafnvel meira
heldur en Mudder er fram líða stundir (mýkist)?Einnig ber að geta þess að dekkin sem ég er á eru glæný og hefur ekki verið ekið á þeim
nema ca 500-600km og þá megnið af þeim akstri með talsverðu af lofti í og eins og
vænta má eru dekk almennt frekar stíf meðan þau eru ný, sérstaklega svona dekk sem eru efnismikil.Það er einnig mín skoðun að það þurfi að aka talsvert meira á þessum dekkjum heldur en
Mudder áður en þau fara að gefa sitt besta og eins og ég hef sagt við marga er hafa
komið að máli við mig er varðar þessi dekk þá verði þau mjög góð næsta vetur, þ.e. ekki núna
heldur næsta eða í stuttu máli sama og með 39,5" TrXus hjá mér, þau virkuðu ekkert að viti
fyrr en eftir ca 20.000 km.Víkjum nú að ferð okkar Ella í fjallið í gær.
Snjórinn var þurr, svolítið þéttur og flot ekkert, sem sagt leiðindasnjór eins og hann vill oft verða
nýfallinn. Irok dekkin komu mjög vel út, komu okkur báðum verulega á óvart og voru að mígvirka
og ég er sannfærður um að hefði ég verið á Mudder eða GH hefði ég þurft að hafa meira fyrir hlutunum.Felgubreidd hjá mér núna er 12,5" og þurfa þessi dekk breiðari felgur klárlega vegna hversu belghá þau eru
það kom margsinnis fyrir að þau voru að velta innundir sig í hliðarhalla (miklu meir en gengur og gerist) sem er mjög slæmt og ávísun á affelgun og frekari leiðindi. Ég myndi veðja á 14-15" felgur eða jafnvel 16". GV-Ási þú mátt taka þátt í þessu með okkur og henda dekki á 16" og senda okkur myndir, það getur sagt okkur ýmislegt bara að sjá myndir, við erum nefnilega orðnir svolítið klárir í þessum dekkjapælingum skal ég segja þér :o)Það ber að hafa það í huga að þessi prufutúr okkar segir í raun mjög lítið, gefur einungis smá vísbendingu. Við vorum sem dæmi bara 2 þarna á flakki og hefði í það fyrsta þurft að vera sambærilegur bíll með í för (þ.e. bíll sem er ca 2300 kg eins og minn vigtar ca) á Mudder eða GH. Nú veit ég ekki hvað Elli var þungur þarna en hans bíll er Patrol Highroof 96 módel á 38?GH. Ég var ekkert á spá í hvor bíllinn væri að drífa betur þar sem ég var svo upptekinn við að spá í nýju, fínu dekkin mín.
Annað sem kom mér svolítið á óvart var að þegar ég pumpaði úr 2 psi í ca 4-5 voru þau að virka að mér fannst ekkert ósvipað.
Ég mun halda áfram að prufa og kem með fleiri upplýsingar síðar.
Kv.
Benni
22.10.2004 at 02:19 #506492PS.
Nafni!Þetta eru frábær dekk á malbiki í alla staði mun betri en bæði Mudder og GH, í grjóti og "grófum vegum" eru þau að mér finnst svolítið stíf ennþá jafnvel þó ég hafi farið niður í 7 psi en það á eftir að batna, þ.e. þau eiga eftir að mýkjast eitthvað.
Kv.
Benni
22.10.2004 at 09:02 #506494325/85R16 XML eru gefin upp af Michelin sem 38,7", hvað sem öllum útreikningum varðar.
Á hefðbundnu amerísku dekkjamáli myndi það væntanlega kallast 39 tommur …38" dekkin eru jú flest ekki nema rétt rúmlega 37". Og ef ég man rétt þá nær 44" DC ekki 43 tommum raunverulega.
Svona til gamans (uppgefið á http://www.intercotire.com):
38×15.5R15 Super Swamper TSL = 37.1"
38×15.5R15 Super Swamper SSR = 38.2"Sel það ekki dýrara en ég las það (hef reyndar verulegar efasemdir með uppgefnu TSL stærðina þarna, eftir að hafa átt svoleiðis dekk).
GVS, hafið þið verið að selja þessi Michelin dekk?
nördakveðja
Rúnar.
22.10.2004 at 09:04 #506496Semsagt, dekkin eru efnismikil og stíf, lítið skárri en Trexus dekkin sem virkuðu ekkert fyrstu 20 þúsund kílómetrana? Hvað varð annars um Texus dekkin sem þú varst að [url=http://www.f4x4.is/vefspjall/tradur.asp?t=2703:1esnw1wv]lofsyngja[/url:1esnw1wv] hér í fyrra?
-Einar
22.10.2004 at 10:12 #506498"Ég var ekkert að spá í hvor bílinn væri að drífa betur"
Semsagt þú dreifst ekki rassgat og horfðir á eftir Ella hverfa bak við næsta hól á sínum GH dekkjum…
Góðar stundir
22.10.2004 at 12:17 #506500Eik!
Lestu nú aftur yfir póstinn og þar má m.a. sjá "ég er sannfærður um að hefði ég verið á Mudder eða GH hefði ég þurft að hafa meira fyrir hlutunum" nú ef þú átt erfitt með að lesa úr þessu þá skal ég reyna að skýra það frekar fyrir þér. Þarna er ég klárlega að gefa til kynna að þau virki betur en bæði Mudder og GH í það minnsta í þessu færi sem við vorum þarna.
Hlynur, hefur einhver sagt þér að þú sért bilaður, hehe… að Patti hafi drifið meira? Svar: Nei, þótt hann hafi milligír og góðan ökumann, Irokin var að fljóta mun betur og kom það fyrir í tvígang fyrir er hann (patti) var að hjakkast í lolo að ég lullaði upp að hliðinni á honum og hafði akkúrat ekkert fyrir því og þess ber að geta að Elli er búinn að panta þessu dekk sjálfur og er það ekki að ástæðulausu að hann er spenntur fyrir þeim. Ég stóð við hliðina á Ella þegar hann var að hleypa úr og fór hann í 3 psi ekki 4 eins og má skilja á póstinum hans og notaði hann meira að segja mælinn minn.
Kv.
Benni
22.10.2004 at 12:42 #506502Við vitum jú öll að ástæðan fyrir því að þú dreifst betur hefur ekkert með dekkin að gera, heldur það að þú varst á Toyotu, en Elli á Dasún.
Og það er bara ekkert óvenjulegt eða nýtt við þaðkv
Rúnar.
22.10.2004 at 12:53 #506504
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
"og ég er sannfærður um að hefði ég verið á Mudder eða GH hefði ég þurft að hafa meira fyrir hlutunum"
"Ég var ekkert á spá í hvor bíllinn væri að drífa betur þar sem ég var svo upptekinn við að spá í nýju, fínu dekkin mín."
Sorgleg röksemdafærla Benni, sorgleg…
22.10.2004 at 15:24 #506506Huhuhuu…
Ekki svona sár DPower!
Vantar þig vasaklút ?
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.