Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › 39,5 irok felgur?
This topic contains 21 replies, has 1 voice, and was last updated by Benedikt Sigurgeirsson 17 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
04.05.2007 at 00:54 #200256
Sælir.
var að spá að fá mér 39,5 irok undir landcruiser 60, svona til málamyndana við 44″ sem ég bara nenni ekki að aka á dagsdaglega, og hef eiginlega ekki efni á 2 göngum.
allavega, hvaða felgurbreidd ætti maður að setja dekkin á? væri auðvitað með 15″ felgur, eru menn ekki að setja þetta á alveg 15-16″ breiðar felgur? og hvernig er það að koma út?
Og jú ég er búinn að leita á spjallinu en erfitt að finna skýr svör á flestum þráðum þar sem þetta er rætt.
Allar upplýsingar vel þegnar
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
04.05.2007 at 09:04 #590290
Ég er með mín á 15“ breiðum felgum og koma þau mjög vel út á þeim. Ég myndi ekki fara undir 14“ breiðar því þá verða dekki asnaleg, ég sá einn á 39,5“ irok á 10“ felgum og hélt ég að hann væri á reiðhjóladekkjum.
En þessi dekk eru mjög góð keyrsludekk, mun betri en Mudder eða GH, smá Fokker hljóð en ekkert sem gott útvarp reddar ekki. 15-16“ felgur hentar þessum dekkjum vel.
kv. vals.
04.05.2007 at 09:09 #590292Sælir…
Ég hef séð þessi dekk á 14" breiðum felgum en ekki breiðara en það. Þá koma þau ágætlega út.
Ekki nema að þú sért að tala um Diaganol dekkin, þau eru töluvert breiðari en radial dekkin. Samt eru aksturseiginleikarnir í þeim ekki skemmtilegir. Búinn að prufa bæði.
Faðir minn er með þau á 13" breiðum felgum, og þau belgjast ekki mikið út.
[img:gegq1cr9]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/5462/42865.jpg[/img:gegq1cr9]En 14" hefur virkað, og hver veit nema það sé hægt að koma þeim á 15".
Vona þetta hjálpi þér eitthvað.
kv
Gunnar
04.05.2007 at 11:48 #590294Vals, það skyldi þó ekki hafa verið bíllinn minn sem þú sást á 10" breiðum felgum??? Brúnn 60 krúser með stórt tengdamömmubox???
Ég var allavega með þau á 10" álfelgum síðasta sumar vegna felguhallæris, reyndar var mjög gott að keyra á því, þurfti ekki einu sinni að láta ballansera, þetta virðast vera mjög vel smíðuð dekk. En síðan setti ég dekkin á 14" felgur í haust, það var dáldið maus að koma þeim á en það tókst á endanum með sérstakri heimasmíðaðri græju.
Ási í GVS sagði að það borgaði sig ekki að setja þau á breiðari felgu, enda held ég að þetta virki mjög fínt. Sá einn um daginn á 12" felgum og þau voru strax mun reiðhjólalegri en þó mun skárri en með 10" felgum.
04.05.2007 at 11:56 #590296jú ég er að tala um radial dekkin
var akkúrat að spá í 15" felgur, er nefnilega með 44" kanta á bílnum sem gjörsamlega hylja 14" felgur, væri "flottara" að vera með örlítið breiðari felgur, en auðvitað ekki ef þetta er eitthvað vesen.
Eru þau alveg að haldast á felgunum og svona? ekkert vesen á þeim í þeirri deild? hef bara ekkert komið nálægt þessum blöðrum
04.05.2007 at 12:02 #590298Þú þarft að láta valsa felgurnar hjá þér til að dekkin tolli á felgunum. Það er eini gallinn við þessi dekk að þau affelgast mjög auðveldlega á óbreyttum felgum.
G.J. Járnsmíð Valsar felgur.
[url=http://www.mmedia.is/gjjarn/Vals.html:8wyfkxo1][b:8wyfkxo1]GJ Járnsmíði…[/b:8wyfkxo1][/url:8wyfkxo1]
Þau affelgast nátturulega ekkert ef þú ætlar þér ekkert að hleypa úr þeim… en allt fyrir neðan 7 pund er vonlaust að þau tolli á.
Bæði faðir minn og bróðir eru á 39.5 irok og eru báðir með valsaðar felgur og hafa aldrei affelgað hingað til. Oft hleypt úr niður í 0.5 psi.
kv
Gunni.já, ég er líka með valsaðar felgur hjá mér, fyrir DC 38… en þær eru ekki valsaðar eins mikið eins og þarf fyrir Irok. Ég hef aldrei affelgað. Þetta Vals dæmi er algjör snilld.
04.05.2007 at 12:10 #590300Ég sá þetta fyrirbæri í des. þannig að það var þá ekki þinn en mér fannst þetta alveg drep fyndið.
Eins og ég sagði þá er ég með mín dekk á 15“ breiðum felgum. Þegar ég fékk þau var lítið búið að mykja þau og þegar ég var kominn undir 2,5 pund datt baninn inn í felguna og þá sat allt fast. Eftir að ég er búinn að andskotast á þeim í vetur er það ekki að gerast heldur leggjast þau alveg ágætlega.kv. vals.
Es. var að lesa seinni póstana.
Ég er með álfelgur sem búið er að sjóða kannt á, það þurfti 40 Pund til að koma dekkjunum á. Ég er búinn að fara nánast niðri 0 Pund til að athuga hvernig þau virka og hef ekki lent í neinum vandræðum, þau haggast ekki á felgunum.
04.05.2007 at 12:55 #590302Gunnar Ingi hvernig er irokinn að leggjast undir svona léttum bíl þ.e. í 1-4pundum, færðu gott flot í þeim? hvað er hann að vigta hjá þér tilbúinn að fjöll? Eru þau ekkert stífari en t.d. mudder?
04.05.2007 at 13:54 #590304Sælir.
Trixið er að skera þau, síðan bara keyra nógu anskoti mikið á þeim innanbæjar á 10 – 15 psi.
Hérna er mynd af einu irok, dekki sem ég skar undir bíl föður bíns. Grand Cherokee.
Síðan er Bróðir minn að nota þetta undir YJ scrambler, 1550 kg bíll… svipuð skorin en fallegri til augnanna kannski 😉[img:3ifawiq5]http://www.mmedia.is/gjjarn/sjeppar/dekkgr/dekkimages/39,5Irok10.jpg[/img:3ifawiq5]
Mýkri dekki, léttari og minni hitamyndun. fæst með skurðinum. = útkoman er betri dekk til snjóaksturs.
kv
Gunnar
04.05.2007 at 14:46 #590306Já, þetta fæst mikið með skurðinum. Allavega sá ég fulla ástæðu til að skera Irocinn þónokkuð undir 60 krúsann, þó svo að hann teljist seint sem einhver léttavara!
Eru margir útíbækallar sem eiga svona dekkjahnífa?
04.05.2007 at 17:26 #590308Þetta er mikill skurður, þá spyr ég hvað kostar að skera 4 svona dekk eins og myndin sýnir og hverjir gera þetta?
04.05.2007 at 17:52 #590310Svona skurðarvél fæst hjá Ísdekk…. eða N1 enn ein búðin…. enn ein búðin… vá þetta nafn er strax orðið leiðinlegt.
Jæja svona tæki kostar um 40 þús. Ef 3 vinir taka sig saman að kaupa svona tæki þá margborgar það sig til lengdar…. 15 þús á kjaft.
Ég held að ekkert dekkjaverkstæði taki undir 20 þús fyrir að skera svona. Þetta tekur sirka 4 – 6 klst að skera þau svona mikið.
Semsagt það margborgar sig að kaupa svona græju, öll dekk batna við skurð, síðan verða þau öruggari þegar þau eru orðin slitin, að skera aðeins í þau.
Einn félagi minn hefur átt … eða þeir eru 4 saman sem eiga hana… núna í 10 ár held ég. Aldrei bilað. Og búið að skera fleiri tugi dekkjaganga með henni.
Þið sjáið hér ein dekk sem ég á, lítillega skorin, en við þetta urðu þau töluvert mýkri og síðan mun betri í slabbi og pollum. Síðan bara mikið flottari
[img:1djylo8h]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/5076/37985.jpg[/img:1djylo8h]
Jæja nóg af blaðri í mér. Já þau eru föl ef einhver hefur áhuga… mig langar að fá mér irok 41"…. en það er víst ennþá bara draumur.
kv
Gunnar
04.05.2007 at 21:36 #590312gleymdu nú 39,5 og farðu í 41" dekk annað er bull það er svona dekk á 17"breiðum felgum undir patrol hér fyrir austan og drengurinn segir að þetta séu mjög góð akstursdekk og ekki skemmir fyrir að þú kæmist töluvert í snjó,reyndar held ég að 16"breiðar felgur séu alveg nóg og mundi passa vel fyrir krúserinn þinn
kv HSB U-119
04.05.2007 at 22:35 #590314Já það er algjör drómur í dós að keira á þeim…
þau rása aldrei neitt, eg er mjög ánægður hvernig þau bælast á 17" felgum en 15-16 er alveg nó held ég fyrir sumardekk allt mjórra en það verður ljótt…
04.05.2007 at 22:42 #590316verður maður þá ekki að fara í 16" felgu?
Var að skoða heimasíðuna hjá interco, 39,5" er með 6 strigalög en 41" er með 8, fletjast þau þá ekki verr? meiri hiti?
http://www.intercotire.com/site25.php
04.05.2007 at 23:09 #590318Jú það segir sig hálfpartin sjálft því sleiri strigalög því stífari en mér fínst þau alls ekki stíf.. hugsuninn hjá mér með breiddinni á felgunni var að drepa kjeppinn sem mindast á hlið radial dekkja við úhleipingu og þá er minna brot á dekkinnu hitnar síður… það er mynd í albúmi með 3psi í dekkjunum og alveg ný…
05.05.2007 at 01:07 #590320Hvaða 39,5-41" bull er þetta í ykkur? af hverju farið þið ekki í 42", þau eru eflaust sterkari og svo eru þau belgmeiri og ættu að þola breiðari felgur, ok þau eru ekki radial en ég ók um á svona dekjum og voru þau mjög góð akstursdekk og alveg laus við að rása.
06.05.2007 at 10:02 #590322það er rétt, "enn einn" Jónas er með 17" felgur en ég hitti þann sem sá um að setja dekkin á felgurnar og hann hryllti við þegar ég spurði hann út í þetta.
Látið mig endilega vita ef þið finnið dekkjaverkstæði á hausborgarsvæðinu sem vill taka þetta að sér.
U128
06.05.2007 at 13:20 #590324sælir við hjá N1 á réttarhálsinum getum sett á svona breiðar felgur en við mælum ekki með því ,við höfum góðar græjur til þess.
kv ási
06.05.2007 at 13:23 #590326Það eru í það minnsta 2 möguleikar, fara til Ása í gvs og biðja hann að redda þessu nú eða senda draslið til austanmanna og láta þá kveikja í draslinu….
06.05.2007 at 14:20 #590328Tja.. Austmenn myndu efalaust skera upp felgurnar og skella þeim í 20" áður en þeir sprengdu.
Og svo samhryggist ég Ása fyrir að vera bara orðin enn einn dekkjakallinn og þurfa að vinna undir þessu hræðilega misheppnaða vörumerki.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.