Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › 39,5 – 40 tommur
This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Bragi Þór Jónsson 18 years ago.
-
CreatorTopic
-
13.11.2006 at 11:34 #198950
Nú þarf að sóla jeppann fyrir veturinn og er ég með löngun í að fara í 39,5 eða 40 tommur. Þrjár tegundir eru inni í myndinni ennþá en það eru IROK, Goodyear eða TrXus.
Gaman væri að heyra hvort menn hafi verið að prófa önnur dekk og þá hvaða dekk og hvernig þau koma út. Ef það eru til reynslusögur látið þær flakka.kv. vals.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
13.11.2006 at 20:04 #567840
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég er með irok undir hja mer i þessari stærð, er a Ford f-250….. og kemst bara ekki yfir það hvað þau eru góð….. hafði ekki mikla trú a þeim fyrst enn þetta eru bestu keyrsludekk sem eg hef keyrt á, þau eru mikróskorin…… og hugsa ekki einu sinni um nagla gripið er slikt, hef ekki hleypt úr þeim i snjó enn hef klöngrast i krapadrullu og virkuðu fínt þar…. þetta er spurning undir hvernig bil þetta a að fara????
13.11.2006 at 20:10 #567842ég er með 39.5 irok aukagang sem ég nota ekki meir þar sem ég ek núna aðeins á 44"þessi gangur er aðeins ekin 2-3 þús km.á 14 "álfelgum þykkum.með ásoðnum kanti sem Maggi felga gerði þú getur fengið að máta ef það sé sama deiling ..ég ætla að selja þennan gang en eins og sagt var þá er snild að aka á þessu .
Kv Tryggvi
13.11.2006 at 20:38 #567844Einhverjir ætluðu að nota þetta sem lausn við að þurfa ekki að nota 44" dekk og svo ætluðu 38" mennirnir að stækka ógurlega og drífa helling meira.
Benni Akureyringur, Gulli Rotta, og einmitt kannski Tnt ætluðu allir að meika það, enn enduðu allir á 44"
Í þínu tilfelli Valur ertu betur settur á góðum 38" dekkjum. Þessi 39,5" þessi dekk eru kannski hærri en 38" enn þau eru mjórri og það einmitt gerir það að verkum að þau eru verri í snjóakstur enn 38"
Notu sumardekk á sumrin enn vetrardekk á veturna.
LG
13.11.2006 at 21:29 #567846spurðu vin þinn Benna ak hvort hann hafi ekki verið ánægpur með drifgetuna á 120 bílnum á þessum 39.5 irok .ég fór í nokkrar ferðir með honum á mínum 90 krúsa í denn og hafði hann talsverða yfirburði í drifgetu-en það er ekki málið ég var bara að bjóða Vali að prófa ef hann vill ég á þessi dakk á felgum ,og annað minn 80 bíll hefur alltaf verið á 44" á fjöllum hin voru bara til spari til að keyra á sumrin -en nú hef ég þann gamla bara tilbúin til fjallaferða þar bað segja 44"
bestu kveðjur
Tryggvi
13.11.2006 at 23:23 #567848
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Því var kanski logið að mer enn mer var sagt að irok se 2 tommum breiðari í 2 pundum enn 38" og þau se sporlengri……… þekki það ekki að eigin raun…. verð bara að prófa enn geri mer ekki miklar vonir að fordinn fljóti lant á þessum "túttum"
14.11.2006 at 08:33 #567850Eftir því sem ég best veit, þá eru tvö af þeim dekkjum sem hér fást núna, sem hafa reynst vel í snjóakstri, 38" radíal mudder og 44" Dick Cepec. AT 405 dekkin frá Artic Trucks lofa góðu, enda sér hönnuð fyrir okkar notkun, en það vantar upp á reynsluna þar sem þessi dekk hafa aðeins verið fáanleg í ár.
Menn hafa prófað fjölmargar aðrar dekkjagerðir, sumar með skeliflegum afleiðingum þar sem burðarvirkið í þeim hefur ekki þolað að ekið sé á þeim linum, með þeim afleiðingum að þau hafa átt það til að hvellspringa og jafnvel splundrast, þegar síst skyldi Þetta á t.d. við um nokkrar gerðir radial dekkja frá Interco.
Þau dekk sem best hafa reynst til úrhleypinga er gerð fyrir "load range C", stundum kallað ígildi 6 strigalaga. Dekk sem eru gerð fyrir meiri burð eru með stífari hliðar sem veita meiri mótstöðu og hitna þar af leiðandi meira, sem sóar orku og styttir líftíma þeirra.
Dekk eru misjöfn eftir því hversu gott viðnám þau hafa í miklu frosti, við val á gúmiblödum þurfa framleiðendur að velja milli endingar í hitum og sveigjanleika og grips í kulda. Dekk sem þola hita vel, henta okkur ekki.-Einar
14.11.2006 at 17:42 #567852Það væri fróðlegt að heyra af reynslu manna á Irok, SSR og Mickey Thompson. Sjálfur er ég mikið að pæla í 38"-41" og þá á 17" felgum.
14.11.2006 at 18:49 #567854Takk fyrir þetta drengir, ég var að vona að fleiri hefðu skoðun á málinu. Tækniupplýsingar einars koma að litlum notum þó góðar séu því tegund gúmmís og uppbygging dekkja liggja ekki á lausu, það er reynslan sem við byggjum á. Einnig Einar, Groundhawk eru ekkert síðri en mudderinn. Fullyrt er að eini sem hefur lent í vandræðum með IROK er Benni á Ak. ég skal ekki segja. TrXus-dekkin eru Diagonal og með breiðan bana sem valda miklu vaggi á bílnu og álagi á allann stýrsi- og fjöðrunarbúnað. Eini gangurinn sem ég hef séð af Goodyear dekkjum gekk kaupum og sölum, hvers vegna veit ég ekki. En svo eru sögur sem segja alt annað.
Það sem undrar mig er umræðuleysið um AT405 dekkin, þær sögur sem maður heyrir er að þau ná aldrei að slitna því belgurin er farin áður og þeim sé skipt út áður en nokkuð fréttist. Ég á voða erfitt með að kokgleypa það, því væri mjög mikils virði fyrir almennan félagsmann ef þeir sem hafa verið að hamast á þessu dekkjum láti í sér heyra og ég vona svo sannarlega að almannarómur sé ekki réttur.
Tryggvi ég hef samband fljótlega, þakka þér. Ég kvet aftur á móti AT405 eigendur að tjá sig því það er engum greiði gerður að liggja á þessum reynslusögum.kv. vals.
14.11.2006 at 18:59 #567856Sæll Valur og aðrir félagar.
Ég er einn þeirra sem ákvað að prófa þessi 39,5" Irok dekk, og það eftir að ég var búinn að heyra af hremmingum Benna. Að vísu hef ég ekki farið mikið síðan en það sem ég fór var ég nokkuð ánægður með þau. Með 10 psi og 5 í bílnum var ég að fara svipað og 38# hilux með 3 í og í svipuðu lofti, kannski minna. Það kom mér á óvart hvað þau eru í raun hljóðlát þrátt fyrir gróft munstur og nagla, en ég nota þessi dekk sem vetrardekk.
Allar nánari upplýsingar má fá hjá mér í síma sem má nálgast í prófínum.
Siggi tæknó
14.11.2006 at 20:39 #567858Ground Hawg dekkin eru næst algengust af radial dekkjum, sem notuð eru í snjóakstri. Þau eru á margan hátt lík mudder dekkjunum, hafa oft verið á góðu verði og hafa þann stóra kost (frá mínum bæjardyrum séð) að þau eru fáanleg í stærðinni 36×14.5R15. Þau hafa reynst þokkalega, en ástæðan fyrir því að set þau ekki undir minn bíl, er að ég hef séð þau missa grip, í samanburði við mun eldri og slitnari Mudder og Dick Cepec radíal dekk, í miklu frosti. Einnig eru vísbendingar um að þeim sé hættara við að hvellspringa, en Mudder.
Þrátt fyrir þetta er Ground Hawg líklega betri kostur en Super swamper dekkin (trexus, irok ofl.).-Einar
14.11.2006 at 20:49 #567860Ég get alveg tekið undir með Einari að Groundinn sé sleipur,í gær og gærkvöldi var bíllinn hjá mér eins og belja á svelli hér innanbæjar.
Taldi ég mér trú þegar ég keypti þessi dekk að keyra þau naglalaus,en í dag er ég sko á öðru máli.Ekki það að ég sé að sverta þessi dekk.
Að keyra þau innanbæjar er bara fyrir mér enginn munur og að keyra á malarvegum,hopp eftir hopp,kannski óheppinn með gang.
Ég er ekki að segja að það sé seljanda að kenna,enda hefur hann reynt að laga þetta vandamál að stakri kurteisi,og er ég honum þakklátur fyrir það.
Verð bara þreyttur og pirraður á þessum Rap skoppi innanbæjar.
Og já það er búið að Hunt stilla þau.
Fæ mér frekar Swamperinn eða Irok hjá Ása á GVS,en þar hef ég fengið fyrirmyndar þjónustu.Jóhannes
14.11.2006 at 21:31 #567862Já viti hvað ég er núna með gang nr 2 af GH undir bílnum og mér finnst hann hoppa talsvert mikið en hef s.s. ekki samanburð af öðrum tegundum til að geta tjáð mig um það. Samkv. mælingum sem Freysi vitnaði í þá er víst harka GH mjög misjöfn eftir dekkjum, sem gæti haft áhrif á t.d. grip í frosti. Ég keyrði haug á GH í sumar og fannst í raun merkilega lítið sjá á þeim eftir talsvert mörg þúsund kílómetra, bendir til meiri hörku svo þetta stemmir allt…
Ég er reyndar á negldum núna og þau hafa ekkert verið að svíkja mig þrátt fyrir mikið loft innanbæjar ennþá en kannski breytist það um helgina í Gemlingaferðinni 😉
14.11.2006 at 23:32 #567864
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hef nú ekki mikla þekkingu og reynslu af þessu en dreif allavega jafn vel eða betur en 38" bílar í slæmu færi síðasta vetur. (Örugglega ekki akstushæfileikar bílstjórans) Reyndar var þetta eftir að ég setti hann á maglock. Spólaði dálítið inni í þeim fyrst. Lítið hopp og engar athugasemdir við grip í hálku. Felgur jafn breiðar dekkjunum. Ánægður.
Var áður á 38" Swamper (sem allir sögðu mér að væri ekkert hægt að drífa á) og var stundum tæpur á þeim þannig að það er allavega munur þar á.
15.11.2006 at 10:05 #567866Sælir félagar,
Búinn að vera á þessum dekkjum síðan í jan 2005,vara áður á 38"Mödder ástæðan fyrir því að ég vildi prófa aðra gerð var aðalega mikill kostnaður á dekkjakaupum, þe eitt til tvö ný dekk þurfti að kaupa á kepnistímabilinu des-júni (þykir held ég ekki mikið í formúlunni) svo ég kynnti mér hvað var í boði og fannst þessi álitlegust.
Það sem kom strax í ljós var að þau voru að snúast á felgunum þegar lógírinn var notaður, í bjartsýni þá var prófað að bera á kantinn grunn með sandi í….. virkaði í smá tíma, næst voru felgurnar valsaðar töluvert út þe kanturinn(allt reynt til að sleppa við bedlockin ) og þarf um 40 psi til að koma dekki á felgu,bar reyndar einnig á einhverja grófa kæfu frá Kemi, og ég held að ekki sé hægt að ná gúmmíinu af nema með gummíeyði…..sem er aftur í fínu lagi því ekki hefur mér tekist enn að skemma dekk 7-9-13, svo nú er maður að græða svakalega
Dekkin hafa bara virkað fínt, eiga að sjálfsögðu sína vondu daga eins og önnur, þurfti að taka úr þeim nýja hrollinn eins og stundum virðist með ný dekk.
En það er alveg klárt að 39,5 IROK er með efnismeiri hliðum og menn ættu ekki að vera að bera þessi dekk saman við 38" eða 44" frekar en að menn séu að bera saman 38" við 44" þessar þrjár stærðir hafa hver um sig sína kosti og galla, og þegar öllu er á botninn hvolft þá hlýtur það að skipta mestu að allt sé í samhengi þe að jeppinn sé ekki:
1)
oftar en aðrir fastur.
2)
oftar en aðrir síðastur.
3)
oftar en aðrir að kvarta undan malbikinu…..
4)
oftar en aðrir með bilanir sem rekja má til rangrar dekkjastærðar.Eitt atriði sem menn hafa minnst á við mig (reyndar ekki fyrr en að þeir voru búnir að selja 39,5" ganginn sinn) töluvert meira afl þarf í þessi dekk í snjóakstri samanborið við 38", reyndar hefur einn maður sagt mér að honum hafi jafnvel fundist léttara að snúa 44". Að sjálfsögðu þekki ég þetta, aflið er bara svo hrikalegt………………….:-)
Bestu ferða kveðjur.
16.11.2006 at 12:54 #567868Mér finnst vanta fleiri samanburðarsögur, t.d. afhverju ætti ég að kaupa þetta eða afhverju ekki að ykkar mati ??
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.