Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › 39,5″
This topic contains 20 replies, has 1 voice, and was last updated by Benedikt Sigurgeirsson 18 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
01.05.2006 at 23:14 #197887
Hvaða 39,5″ dekk fást á Íslandi og hvaða kosti og galla hafið þið verið að rekast á í ykkar 39,5″ dekkjum?
.
Maður er nebblega alltaf að spá og spekúlera sko…
.
(Og nei, ég fer ekki beint á 44″… ekki núna… kannski seinna…)
Kv.
Einar Elí -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
01.05.2006 at 23:48 #551664
ég er búin að vera að skoða þessa stærð í nokkurn tíma.
Og spjalla við nokkuð marga sem eru á 39,5 og virðast flestir vera sammála um að Irokinn sé góður mjúkur
og fínn í snjónum ásamt því að vera góður á keyrslu.
Reyndar hefði ég viljað hafa hann breiðari en hann er.
02.05.2006 at 16:58 #551666hverjir er að selja þessi dekk? og hvað kosta þau?
er þetta sniðugt undir Jeep Cherokee? (afsakið "offtopicið")
02.05.2006 at 17:14 #551668MMC – mér skilst að Irokinn sé 2" grennri en Ground Hawk 38". Lætur það nærri lagi? Hvernig er hann þá að fletjast út í samanburði við 38" dekk – fæst meira flot í hann?
Kv.
EE.
02.05.2006 at 17:15 #55167046" og málið er steeeeeindautt
02.05.2006 at 17:27 #551672Munstrið er kannski mjórra en á GH en þetta var mælt einhverntíma hérna og kom þá í ljós að irokinn er með breiðari belg og flattist meyra út í 2 pundum þ.e. breiddin og hann hefur líka lengra flot . Það er verið að setja þessi dekk á 14" breiðar felgur og kemur þetta mjög vel út.
02.05.2006 at 17:30 #551674Vildi líka benda þér á að IROK er líka til í 42" og eru 14" breið að mig minnir, GVS er að selja þessi dekk.
02.05.2006 at 19:21 #551676Þetta eru snilldar dekk, allavega á sumrin. Ég hef ekki prófað þau á veturna enda er ég á 44" þá. Þetta eru náttúrulega radial dekk sem 42" er ekki (var allavega ekki). Mæli með þeim undir a.m.k. Patrol og þyngri bíla.
Kveðja:
Erlingur harðar
02.05.2006 at 19:21 #551678Hefur einhver hérna verið að keyra á Trxus 39.5×15? þetta er reyndar ekki radial dekk en ég er bara að spá í hvort þetta sé ekki ókeyrandi, langar dáldið að prófa þetta munstur, bæði til sumaraksturs, er með LC62, vigtar 2.5-2.8 í ferðum.
Draumadekkið væri náttúrulega Gumbo monster mudder 39.5×16.5 radial
02.05.2006 at 22:07 #551680þau eru með nánast sömu breidd á munstri og GH og mudder svo eru á leiðinni 47" dekk í mjög svipuðu munstri og irok þessi dekk fást að sjálfsögðu í GVS og ekki má gleyma 41" Radialdekkjunum en þau eru fyrir 16-17-18-og 20 " felgur .
kv Ási
02.05.2006 at 22:45 #551682ÁSi hvað er verðið á stk af 39,5 Irok miðað við í dag.
02.05.2006 at 23:59 #55168439000 kr
kv ÁSI
03.05.2006 at 00:27 #551686Hvað varðar þessi dekk þá eru þau sterk og endast sæmilega, fínt flot í snjó en alveg skelfilegt að aka á þeim á malbiki, var að fara fram í sveit einu sinni og með mér var Halli Gulli í KT og ég hef aldrei séð hann jafn fölan og eftir þann bíltúr.
42" Irok er mjög gott til að aka um á, merkilega rásföst af dioganal dekkjum að vera.
03.05.2006 at 00:41 #551688Þakka góð svör – og hin 😉
Svo ég komi nú út úr skápnum með það af hverju þessi stærð er í sigtinu hjá mér undir hinn ofurlétta 60 krúser sem tæmir veski mitt þessa dagana, er ástæðan þessi: Bíllinn er með leyfilega heildarþyngd upp á 2630 kg en vigtaði í síðustu breytingaskoðun (áður en ég eignaðist hann) rúm 2300 kg. Hver farþegi er reiknaður 68 kíló (veit nú ekki alveg hvaðan sú tala er, en gott og vel…) og því má bíllinn faktíst aðeins vera 4 manna en er þó skráður 5 manna á 36" dekkjum. Síðan þá hafa bæst við nokkur kíló af t.d. dekkjagúmmíi, krossviði, trefjaplasti o.s.frv. þannig að hann nær aldrei að standast vigtun (nema mig langi að eiga eins manns bíl) í breytingaskoðun (maður á náttúrulega ekki að vera að auglýsa þetta…). Þar sem reglur kveða á um leyfilegt 10% frávik í dekkjastærð (endilega leiðréttið mig ef mig misminnir) þá rétt sleppur 39,5" undir á löglegan hátt. Að vera með ólöglega dekkjastærð er ekki valkostur, frekar en að aka fullur eða án bílbeltis, svo þetta eru stærstu dekkin sem eru í boði fyrir þennan bíl eins og staðan er í dag.
Er reyndar aðeins búinn að láta reyna á hann á 38" dekkjum og er alls ekkert ósáttur – passa mig bara á að vera í samfloti með svipað þungum bílum á jafnstórum dekkjum
Sjáum til hvað verður – en takk fyrir góð svör.kv.
Einar Elí
03.05.2006 at 02:45 #551690Veit um 2 mjög lítið notaða ganga af svona dekkjum, Dagur hjá Bæjardekk í Mosó á einn og kostar stikkið af dekkinu ca. 25.000.- og svo á Steinar (sonur Ægis rennismiðs) einn gang, veit ekki verðið hjá honum.
03.05.2006 at 20:06 #551692Benni, hvernig geturðu sagt þetta? Þú hvattir mig til að kaupa þessi dekk síðastliðið sumar! Ég keypti þau vegna þess að þú sagðir að þetta væru frábær dekk til keyrslu. Ég sé sannarlega ekki eftir því að hafa farið eftir þínum ráðum í þetta skiptið. Ég veit ekki betur en Elli Þorsteins hafi verið ánægður með sinn gang.
En hvað um það, ég er að keyra á mínum eðal Patrol 2001 2,7 tonn á þessum dekkjum og það er alger snilld. Bíllinn rásar EKKERT og hreint frábært að keyra á þeim.Svo í lokin; Benni, þakka þér kærlega fyrir að hafa bent mér á þessi dekk. Ég er MJÖG ánægður með þau!
Ég skora á þá sem eru að hugsa um að kaupa þessi dekk að gleyma ummælum Benna vinar míns, hann er eitthvað lasinn!!! (Svo er hann á Toyotu)
IROK Kveðjur:
Erlingur Harðar
03.05.2006 at 20:58 #551694Benni talaði eins og leiðarinn sagði um Trexus ekki Irok sem ég keypti einnig eftir hans orði og eins og þú segir er algjör snild að keyra á þessu.
kv tryggvi
03.05.2006 at 21:16 #551696Ekkert að þakka ljúfurinn.
03.05.2006 at 22:26 #551698OK ég misskildi þetta enda fannst mér þetta afar undarlegt. Skyndilega missti ég alla trú og traust á hann Benna minn en það er komið aftur.
Afsakið þennan misskilning minn.
Afsökunarkveðjur:
Erlingur Harðar
04.05.2006 at 16:29 #551700Benni er eitthvað að misskilja því hann var ekki á radial dekkjum þegar ég settist í farþegasætið hjá honum. Iroc radial er mjög gott keyrsludekk og hefur alla kosti nema það er töluvert veghljóð frá honum. Þessi dekk eru fín að ég tel undir 2,2 tonn + þunga bíla en undir 2 tonn og léttara virðist hann ekki virka eins vel. Léttir bílar……Þá erum við að tala um Mudder. Amen.
Benni ekki tala í síma þegar þú ekur yfir einbreiða brú með hjólförum, á diagonial dekkjum, þá líður öllum betur.kv
HG
04.05.2006 at 20:52 #551702Hvað er þetta með Erling og þig, þarf að fara að kenna ykkur báðum að lesa? Hver sagði að ég hefði verið á Irok? ég sé ekki betur en að ég hafi verið að tala um 39.5" Trexus.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.