Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › 39,5″
This topic contains 19 replies, has 1 voice, and was last updated by Benedikt Sigurgeirsson 20 years ago.
-
CreatorTopic
-
21.01.2005 at 17:49 #195307
Sælt veri fólkið!
Ég er þessa dagana að plana breytingar á forláta 60 cruiser sem stendur til að gera að ferðabíl þegar líður á árið.
Allur þessi snjór kallar samt á skjótar aðgerðir í dekkjamálum þar sem hann er bara á 35″ dekkjum (greyið). Það ku fulllítið fyrir 2.340 kg bíl.
Ég er búinn að máta 38″ undir hann og það passar fínt, en lítið pláss afgangs.
Samt er ég að spá hvort maður eigi kannski bara að fara í 39,5″, svona til að fá aðeins meira flot… varla veitir af…
Hvaða dekk fær maður í þessari stærð og hvernig eru þau að virka? Kosta þau eitthvað mikið meira en 38″?
Einhver sagði mér að Trexusinn væri slæmur í hlilðarhalla, er það rétt?
kv.
Einar Elí -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
21.01.2005 at 19:07 #514202
Sæll.
Ekki spurning, farðu í 39,5 Irok.
Þau eru altaf að virka betur og betur!
Kv.
Benni
21.01.2005 at 19:21 #514204Ég er bara að heyra að þessi dekk séu ekki að gera sig. Þau leka upp á felgurnar í 10 til 15 pundum og menn eru búnir að vera í tómum affelgunarvandræðum. Þá segja menn að það þurfi að hleypa niður í 1 pund til að drífa eitthvað í þungu færi, og þá affelga menn út í eitt.
Benni er nú ekki góðu vanur, var á 39,5 Trexus í fyrra og þótti þau góð !!!!
Vertu bara á 38" radial (GH eða Mudder) eða klára dæmið og fara í 44"DC.
Patrolkveðja
21.01.2005 at 20:03 #514206Núna í vikunni stóðu 3 jeppar í felguvandræðum inn á GVS það væri gaman að heyra hvað þeir hefðu að segja, þetta voru m.a Villi á Hveravallar keisari og Gulli Mulhan æðsti klerkur Rottugengisins og einhver Jonny sem ég kann ekki frekari deili á. En Mulhan smelti sér á 39,5 tommuna þegar hann fékk þvílíkt snöggt minnimáttar kast núna í vikunni sem leið. Og fórum við upp í Illugaver til þess að prófa. Gulli sagði að dekkin hefðu svínvirkað, nema hvað þau afelguðust eftir 800 metra og eftir það var hann að gerast Fararmaður. Og varð hann að vera í 3 Pundum sem hentaði ekki í þessum snjóalögum. Fluga á vegg sagði mér líka að Benni sprautaði um allt eins og um sumarfæri væri að ræða og er sú saga sögð af Reykvíking svo hún er byggð á áræðanlegum heimildum. Reyndar hefur þessi sami heimildarmaður þurft áfallahjálp síðan hann fór í ferð með norðanmönnum. Og er orðin einsog Gulli spáir og spekulerar í breytingum hægri vinstri svo menn leggjast á flótta þegar hann nálgast. Góðar stundir Jón Ofsi
21.01.2005 at 20:03 #514208Hmmm… ekki er gott að heyra Hlynur, ekki vil ég kaupa ný dekk, bara til að affelga.
Benedikt, hvað getur þú sagt okkur um þessar myndir:
http://kjolur.f4x4.is/photoalbum/view.p … ionid=2519Kv.
Einar Elí
21.01.2005 at 20:25 #514210Einar!
Sláðu bara á til mín og ég skal segja þér allt um þessi dekk m.a. hvernig þú kemst hjá því að affelga o.s.f.v.
Kv.
Benni
461 4075
896 6001PS.
Hlynur hefur ekkert vit á dekkjum
21.01.2005 at 20:36 #514212sælir piltar alltaf jafn gaman hvað þið eruð jákvæðir (ofsi-hlynur) ef allir gerðu einsog þið segið þá væru allir enþá að drekka íslenskt brennivín og hefðu ekki þorað að prófa neitt annað, ég kannast vel við þessi vandamál sem komu upp hjá þessum mönnum.Þetta vandamál er líklega úr sögunni með soðnum kannti.Við hjá Gúmmívinnustofunni setja allar tegundir af dekkjum á felgur og þessi dekk eru ekki síðri en önnur dekk.Ég hef verið að skoða ykkar glæsilegu myndir úr ferðum ársins og þar sínist mér vera alveg nóg af affelgunarvandamálum á GH og Mudder.
ps:mér skilst að John hafi farið í aðra ferð eftir að hann fék kantana á sínar 14" breiðu felgur og gengið mjög vel.
kveðja Ási:)
21.01.2005 at 20:41 #514214Takk fyrir innleggið GVS (og aðrir).
Hvert er opinbert verð á þessum dekkjum í dag?
Kv.
Einar Elí
21.01.2005 at 20:45 #514216það 37712kr ef ég man það rétt allavegana ca 37000kr
kveðja Ási
21.01.2005 at 21:22 #514218Þá vitum við það, að þessi dekk eru laus á felgunum. Það er svosem ekki nýtt vandamál, margir búnir að blóta 44"DC í sand og ösku eftir að MT fór að framleiða þau, þar á meðal ég. Það er ekki nóg að sjóða kanta ef dekkin eru laus, því við mikil átök snúast þau á felgunum og hætta að halda lofti nema við frekar mikin þrýsting. Ástæðan fyrir því AT dekkið er ekki komið í sölu er nákvæmlega þetta vandamál, að dekkið er laust á felguni og Toyotamenn vilja ekki bjóða þau til sölu með þetta vandamál. GH og Mödder hafa sem betur fer, verið laus við þetta snúast inní vandamál þótt menn séu að affelga þau af og til. Gott að þú veist af þessu vandamáli, en það hefur víst ekki hvarlað að þér að segja frá því á vefnum þegar þú ert að mæra þessi dekk á spjallinu.
Hlynur
21.01.2005 at 21:54 #514220ég hef reynt að vera sanngjarn í minni umfjöllun um öll dekk og einsog þú veist þá vil ég bara að menn tali saman um þau dekk sem eru á markaðinum svo að þið séuð á bestu dekkjunum það þýðir ekkert að tala einsog þíð bridsfelagar talið hér á netinu.það væri gaman að fá að vita hvaða dekkjategundir þið hafið prófað.
svo er það að þessi dekk snúist það gerðist hjá Villa og það er eina dæmið sem ég veit um, en þau hafa átt það til í nokkrum tilfellum að affelgast ef felgurnar eru ekki með ásoðnum kanti.
ég er ekkert feimin að ræða kosti og galla allra dekkja þið vitið af þeim á undan mér og ég hef verið að reyna að fá ykkur til þess að ræða þessi mál á sanngjarnan veg ef þið viljið ekki segja þetta hér á netinu þá er tölvupóstfangið hjá mér asi@gvs.is og að sjálfsögðu eru þið velkomnir uppí Gúmmívinnustofu.
ps :það er flöskudagur svo að nóttin er ung ?
22.01.2005 at 01:28 #514222Sælir félagar.
Mér langar að forvitnast um það hvernig felgum þið eruð á?
Eru dekkin alltaf að spóla inni í felgunum, eða er það bara þegar þið eruð að beita bílunum í lóló?Ég er nefnilega að græja mér aftur Landcruser felgur fyrir 44" Þær eru með krómuðum kanti, sem ég pússaði niður og grunnaði með sinkgrunni og lét líka sjóða kant. Þetta var alltaf til friðs á gömlu dekkjunum en ég er að fá ný 44"
Er þetta vonlaust nema að bolta þau á, eða hefur þið trú að límið dugi, ég er ekki með lóló enn……
kveðja, Guðni
22.01.2005 at 18:10 #514224Ég er búinn að ræða við Benedikt og tel mig eftir það vita þónokkuð um kosti og galla Irok dekkjanna. Trexusinn er útúr myndinni og því er bara ein lokaspurning: Eru til fleiri dekk í þessari stærð, eitthvað sem ég hef ekki heyrt af ennþá?
Kv.
Einar Elí
22.01.2005 at 18:30 #514226Sælir
Ég fór með Benna upp á Vaðlaheiði núna fyrir stuttu. Færið var ömurlegt og maður dreif ekki neitt. Snjórinn var eins og púður nema hann þjappaðist þegar bíllinn settist en samt ekkert grip (Benni þú átt án efa til fræðilegri orð til að lýsa þessu færi).
Ég er því miður bara á 35" en hleypti strax niður í 2,5 pund að framan og rétt tæplega 2 að aftan en komst samt mjög takmarkað.Benni var í 7 pundum og dreif hvert sem var þarna þrátt fyrir brattar brekkur.
Hlýtur að segja eitthvað til um þessi dekk…Kveðja
Izeman
23.01.2005 at 11:32 #514228heldur þú að ef þú hefðir dekk sem væru 35×14,5r15 að það mundi skipta máli.
kv Ási
23.01.2005 at 12:04 #514230
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Já Já,Benni sprautar um allt á þessum dekkjum þau eru að svín virka hjá honum.Það er hinsvegar af Reykvíkingnum að frétta að eg dreif ekki neitt og var útnemdur A G D sem útlegst ALGER DRIF LEISINGI.og er enn í áfalla hjálp hjá Ofsanum búin að kaupa nyja vél og dekk og ráða mér bílstjóra.Norðan mönnum þakka ég svo spottan þið og samveruna þið eruð vel keirandi .kv Dansimann
23.01.2005 at 18:29 #514232Sæll GVS
Aukin breidd er alltaf af hinu góða og ég myndi vafalítið fara á þessi dekk sem þú ert að tala um, nema auðvitað að ég myndi finna enn breiðari dekk 😉
Það hefði án efa gert mikinn mun í umræddu færi, sem og öðrum.
En ég er vonandi á leiðinni á 36" dekk næst…Kveðja
Izeman
23.01.2005 at 21:08 #514234
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Aukin breidd er sko alls ekki alltaf að hinu góða!!
Kv,
JT í írlandi og range rover á 36" með 16,5" breið dekk…
23.01.2005 at 21:15 #514236Sæll Straksi
Ég nenni ekki að ræsa neinar heilasellur svona á sunnudagskvöldi, þannig að þú mátt gjarnan útskýra mál þitt nánar.
Kveðja
Izeman
23.01.2005 at 21:24 #514238Aukin breidd = aukin fyrirstaða.
Þó að þú sért með mjög breið dekk færðu kanski meira flot en það er ekki þarmeð sakt að þú drífir meira.
Sporlengd skiptir meira máli en breid svona heilt yfir.
Kv.
Benni
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.