This topic contains 21 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Þannig er nú mál með vexti að ég á eitt stykki Wrangler, sem mig langar svona frekar mjög mikið til að breyta. Var alltaf að hugsa um að setja hann bara á 36″ til að hann væri svona frekar þægilegur innanbæjar. En síðan er maður alltaf að lesa um menn sem fara fyrst í 36 og svo beint yfir í 38″. Þannig að mér datt svona í hug að fara þá bara beint í 38, þrátt fyrir að hafa verið bent á að gera það ekki, þar sem þetta er nú brúksbíllinn. En þá var mér nú hugsað til „fasts“, ég sé hann alveg annað veifið á götum borgarinnar og því hlýtur alveg a vera hægt að nota bílinn eitthvað.
Þá var ég að hugsa um að fara svipaða leið og hann, þ.e.a.s. að setja hásinguna undir fjaðrirnar (e. SOA). Allavega svona á meðan maður hefur ekki efni á gormafjöðrun. En þá er víst alltaf spurning: hvað er svona breyting að kosta? Því það er án efa fátt ömurlegra en að þurfa að hætta í miðju kafi vegna peningaleysis. og hvernig leysa menn þau mál sem koma upp varðandi það að klippa úr brettunum, þar sem ég sé nú ekki að maður geti klippt neitt sérlega mikið sjálfur, svona án vandkvæða.
Er kannski bara málið að hækka nógu fjandi mikið? Auðvitað vill maður fara varlega í það, en þessu dekk skulu undir helvítis bílinn! eitthvað rámar mig svo í það að fastur hafi verið að færa afturhásinguna aftur um nokkra sentimetra. Og þá vaknar enn önnur spurning: Hvernig er það eiginlega gert þegar maður er með fjaðrir undir bílnum?Kveðja Andri.
You must be logged in to reply to this topic.