This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Örn Gunnarsson 18 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
28.12.2005 at 13:57 #196942
Norskur hópur er að koma til landsins í mars og vildi kanna hvort einhver möguleiki sé á að fá lánaða jeppa í 5 daga ferð.
Ég var beðinn um að kanna hvort einhver möguleiki væri á þessu.
Endilega hafa samband ef svo er…
Þrándur
thrandur (at) 4x4OffRoads.com
821 3919 -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
28.12.2005 at 14:13 #537322
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Bílaleigan ALP er með einn Landrover Defender á 38" (Ground Hawg minnir mig).
Leigði hann í apríl með hóp af bretum – virkar fínt. 20 þús. kall dagurinn. ATH. Engin loftdæla í bílnum. Gat ekki fundið neinar læsingar (leitaði ekki lengi), en þær gætu nú alveg verið þarna e-staðar – spyrja um það.
28.12.2005 at 14:37 #537324Sælir Bílaleigan ALP er með 2 " Landrover Defender á 38"Ground Hawg.
Og ég held að einn enn sé í breytingu.
Kveðja Örn.G
28.12.2005 at 21:24 #537326Sælir félagar.. mér finnst glapræði að leigja eða lána reynslulausum útlendingum jeppa á 38 tommu dekkjum. þetta er ávísun á utanvegaakstur og þyrlubjörgun nema námskeið fylgi þessum leigum (nú eða bílstjóri, sem væri best).
Hvað finnst hinum almenna 4×4 manni um þetta? Það er nú einusinni staðreynd að margar veltur verða á litlu smájeppunum frá bílaleigunum á ári hverju vegna reynsluleysis þessara annars ágætu útlendinga þegar þeir sjá kindur í fyrsta sinn á fæti (en ekki í kjötborðinu í búðinni)
Námskeið fyrir útlendinga sem ætla að leigja breytta jeppa segi ég og hananú!!
lallinn
28.12.2005 at 22:32 #537328Að mínu mati ætti einstaklingur sem vill eiga bílinn sinn
aldrei að lána útlendingum bílinn sinn.
varðandi að fá einhv félaga til að rúlla með liðið þá …samkv lögum máttu ekki keyra "túrsita" og taka greiðslu fyrir
akstur nema hafa tilskilin leyfi. En Who cares ..
kv
bc
28.12.2005 at 22:37 #537330Það má alveg keyra með túrista bara ekki gegn greiðslu, þeir væru þá bara farþegar.
En ég veit ekki um nokkurn mann sem lánar bílinn sinn til ókunnugra án þess að keyra sjálfur, það væri madness
BjarniM
28.12.2005 at 23:15 #537332Bestu þakkir fyrir þetta
Það er mjög gott að það sé hægt að fá 38 tommu bíl á bílaleigu. Yfirleitt hafa þetta verið bílar á viftureimum eða minni dekkjum.
Ég get vel skilið að menn séu hræddir við að lána öðrum bílinn sinn og sérstaklega útlendingum með litla reynslu. Það verður samt alltaf á endanum eigandinn sem tekur ákvörðun um hvort það se skynsamlegt.
Almennt held ég að það sé hægt að kenna hverjum sem er að umgangast náttúruna af virðingu – líka erlendum ferðamönnum. Sama á við um eigur annarra.
Þrándur
29.12.2005 at 00:18 #537334Hafðu samband við ALP /AVIS og talaðu við Þorstein Þorgeirsson. Hann veit allt um þessa bíla. Þú segir honum hvað þú þarft og hann græjar það. Ég veit ekki hvað þeir eru með marga svona bíla en veit þó að þeir eru að ljúka breytingu á einum 38" Land Rover í viðbót við það sem þeir eiga. Síminn hjá Steina er 660 0601.
Kveðja
Þórhallur
R-2992
29.12.2005 at 01:39 #537336
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sammála þeima áhyggjum sem hér hafa komið fram.
Í mínu tilfelli leigði ég þennan bíl í púkki með nokkrum breskum félögum sem eru í sama snjósporti og ég. Þó við hefðum borgað bílinn saman tók ég hvergi í mál að annar en ég sæti undir stýri.
Þetta er ekki auðleyst mál þar sem réttilega má ekki aka túristum nema með tilskilin leyfi.
29.12.2005 at 10:10 #537338Er nú ekki allvega að fatta þessar áhyggju yfirlísingar hérna. Eg leigurnar vilju leigja þessa bíla út til túrista þá er það auðvitað bara þeirra mál. Svo eru þessir menn að borga helling fyrir að tryggja þessa bíla fyrir allskonar óhöppum, fyndist lýklegt að þeir séu með einhverskonar peninga tryggingu fyrir leit líka. Þeir væru varla að breita enn einum jeppanum ef þetta væri sífelt á toppnum og hjálparsveitirnar að leita af þessu. Svo eru líka margir útlendingar sem vita sínu viti og kunna einfaldlega að umgangast náttúru. En svona persónulega mundi ég hreinlega aldrei lána jeppann minn, jú nema væri kannski ef pabbi gamli vildi fá hann, en ekki annars. Nog af rausi, er ekki búinn að fá kaffið mitt = ekki vaknaður
29.12.2005 at 10:13 #537340Ég held að það gildi í raun sama um óbreytta og breytta jeppa, þegar bílaleigur leigja út þessa bíla þarf að gera leigutaka grein fyrir ýmsum atriðum, s.s. reglum um utanvegaakstur, hættum sem fylgja akstri á malarvegum og ef bílarnir eru breyttir þá hvaða áhrif það hefur á akstureiginleika. Utanvegaakstur er alltaf slæmur og ekkert verri á breyttum bíl en óbreyttum (nema síður sé, skurðarskífur valda meiri skaða en úrhleypt 38“). Ég myndi hins vegar ekki leiga neinum minn bíl og á yfir höfuð erfitt með að hleypa nokkrum manni undir stýri á honum, en það er bara tilfinningalegs eðlis. Ég held að það sé ágætt að breyttir bílar séu fáanlegir á bílaleigum, en eins og ég segi þá þarf bílaleigan að uppfræða leigutakann áður en honum er hleypt af stað. Um hávetur myndi ég líka segja að túristar og raunar allir óvanir þurfi að hafa leiðsögn.
Kv – Skúli
29.12.2005 at 13:48 #537342Sælir.
Ég held að það sé ekkért mál að leigja út 38" jeppa.
Það þarf bara að fræða þá vel sem fá þessa bíla lánaða. Mín reynsla af útlendingum á bílaleigubílum er sú að sumir koma sér vandræði alveg sama á hvernig bílum þeir eru á.
Það mætti stundum halda þegar þeir (útlendingar) eru komnir á bíl sem stendur á 4×4 þá halda að þeir komist allt!
Þorstein Þorgeirsson hjá ALP /AVIS er vanur feðamaður og hefur starfað í nokkur ár í þessum brasa og hjá öðrum bílalegum . Hann ætti að vita allt hvaða vandræði menn geta komið sér í.
Vonadi fræða þeir á leiguni leigutakana um getu tækjana og hættur á hálendinu.
Mér finnst það vera gott mál að þessi bílaleiga sé að bjóða 38" jeppa, ég viss um að það geti komið sér vel fyrir marga að geta leigt svona bíla.
Kveðja Örn.G
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.