Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › 38 tomma og 10″ felgur
This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Páll Arnarsson 19 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
20.01.2005 at 08:37 #195292
Hvernig er það er það raunhæft að vera með 38″ mudder á 10″ breiðum felgum eða er þetta alveg vonlaust.
Vignir E-1816
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
20.01.2005 at 09:07 #513994
Það er með felgubreidd eins og dekk, þetta eru nánast trúarbrögð. Mér finnst best að vera með 14" breiðar felgur fyrir 38" dekkin. Margir eru með 12" felgur en Austfirðingar eru hrifnir af mjög breiðum felgum, 15 – 16" fyrir þetta.
Var einu sinni með Econoline vinnubíl með 10" felgur fyrir 38" dekkin. Hann fór að drífa þegar ég lét breikka í 13".
Kv – Kjartan
20.01.2005 at 09:47 #513996Ég held ég verði að segja að ef þú ætlar að nota bílinn eitthvað til vetrarferða þá er þetta alveg vonlaust. Mér hefur sýnst 14-16" koma skemmtilegast út því ef þú lendir í hliðarhalla á 12" felgum og hvað þá 10" kanski á 2 pundum, vilja dekkin leggjast útaf og bögglast undir felguna sem gerir bílinn mjög óstöðugan, á breiðari felgunum er þetta ekkert vandamál og dekkin standa mjög vel jafnvel í 1 pundi.
Svo fær maður mikið meira flot með breiðari felgunum, en svo kemur einstaka færi sem er eins og breiddin sé að þvælast fyrir manni en það er mjög sjaldan.
Kv. Smári
20.01.2005 at 10:06 #513998ég þakka svörin
20.01.2005 at 11:22 #514000Ég er að nota 10" breiðar felgur með 36" dekkjum, og virkar fínt. Mér skilst að þetta sé sú felgubreidd sem framleiðendur dekkjanna mæla með. Það hefur marga kosti að vera með frekar mjóar felgur:
[list:2p97qvy0]
[*:2p97qvy0]
Minni aflögun á dekki við kantinn þegar keyrt er á úrhleyptu, þarafleiðandi minni hætta á sprungum og leka meðfram kantinum.[/*:m:2p97qvy0]
[*:2p97qvy0]
Minna álag á legur og stýrisgang, betri aksturseginleikar.[/*:m:2p97qvy0]
[*:2p97qvy0]
Minni hætta á að hásing bogni þegar slær saman því farlægð frá samsláttar púða að miðju hjóls er minni.[/*:m:2p97qvy0][/list:u:2p97qvy0]
Kosturinn við breiðar felgur er aðeins meiri veghæð þegar mikið er hleypt úr. Ég ætlaði upphaflega að láta breikka felgurnar sem ég nota úr 10" í 12-13, en eftir að hafa prófað að ferðast í snjó á 10" felgunum hætti ég við að láta breikka þær.-Einar
20.01.2005 at 14:01 #514002
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir,
Ég hef notað 36" dekk bæði á 10" og 12" breiðum felgum og fann stóran mun á hvað bíllinn varð betri bæði í bæjarakstri og í snjó við að fara í 12".
Hann varð mikið stöðugri í bænum á 12" felgunum, mér fannst eins og þær pössuðu betur fyrir dekkin, þau virkuðu svög á 10".
10" felgunar voru venjulegar álfelgur (venjulegt backspace)en 12" felgurnar voru breikkaðar Musso felgur, þær eru innvíðar og mér mældist til bæði á felgunum tómum og eftir að þær voru komnar undir að miðjan á sólanum á dekkinu væri á nákvæmlega sama stað og á 10" felgunum (það var ástæðan fyrir því að ég keypti felgurnar, dekkin færðust ekki utar ekki þörf fyrir frekar úrklippur eða breytingar).Þ.a. mikið betri bíll að aka og sama álag á legur (fyrir utan þyngri felgur).
Ég setti svo 38" dekk á sömu 12" felgum undir sama bílnum og kom það líka vel út.Ég hef verið með 38" dekk á bæði 12" og 14" breiðum felgum og hvort tveggja virkað vel en bara á sitthvorum bílnum og mismunandi gerðir af dekkjum svo þar get ég ekki almennilega borið það saman.
Ég mundi mæla með innvíðum 12" felgum frekar en 10" með venjulegu backspace ef þú ert hræddur um að venjulegar 12" felgur auki álagið á legur og hásingar um of, mér fannst stór munur til hins betra að fara í 12" á 36" dekkjum og held að það gildi enn frekar um 38" þó svo ég hafi aldrei verið með þau á 10".
Kv.
Siggi_F
20.01.2005 at 14:31 #514004Þannig að málið er að setja 12" felgur undir en ekki 10" samkvæmt svörum flestra og sennilega geri ég það nú. En undir 74 Bronco eru þá einhver dekk sem ég á að forðast frekar en önnur þar sem ég er að leita að dekkjum undir kvikindið (er á slitnum mudder).
20.01.2005 at 17:07 #514006
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
það er alvag vonlaust. er með 12" og14" felgur á 38" hjá mér og finn mikin mun. Bílin er mun rás fastari á breiðu felgunum sérstaklega þegar er úrhleipt. einn kunningi minn skipti 12" út fyrir 16" og það var eins og svart og hvítt. Erum báðir á hilux og báðir að austan
20.01.2005 at 17:09 #514008
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég mæli með 14" þú sérð ekki eftir því
20.01.2005 at 21:50 #514010Mín skoðun er nú sú að 14" felgubreidd er nú passleg fyrir 36" dekki
en ég átti hilux og var á 12"breiðum og fór í 14" og það var verulegur munur á drifgetu.
ég tala nú ekki um þegar þú ert á þungum bíl þá er nú alveg
lámark 15,5" breiting á felgunum
kv HSB
21.01.2005 at 01:06 #514012Tek undir með síðustu ræðumönnum,Hef séð svona mjóar felgur notaðar á bensínstöðvum til að hringa loftslöngurnar uppá.
En að öllu gríni slepptu það er best að prufa sig áfram sjálfur hvað hentar þér og þínum bíl, ef þú ætlar að kaupa þér felgur byrjaðu frekar í breiðari gerðinni það er alltaf hægt að mjókka. Verra að breikka þegar kantarnir eru sniðnir fyrir mjóu felgurnar.
kv
Óli Hall
03.02.2005 at 19:08 #514014Sælir
Ég á Hilux á 12" felgum, – er núna á einhverjum 38" Super swamper dekkjum sem mér fynnst vera afskaplega mjó og ræfilsleg.
Er mikið að spá í að láta breikka fyrir mig felgurnar, en þá spyr ég bara eins og grænjaxl (er kanski bara grænjaxl), – hvað er ráðlagt að breikka mikið fyrir svona bíl?, – passa "venjuleg" 38" dekk á 14-16" breiðar felgur, og þarf maður eitthvað að hafa áhyggjur af því að hjólin rekist uppí að framan þegar maður er í beigju?
Er eitthvað verra að fá skoðun á bíl sem er með breiðar felgur, – er ekki málið að munstrið á dekkinu má ekki vera útfyrir, – það ætti nú ekki að breitast þó að felgan breikki er það?
Kveðja
Marteinn S. (
03.02.2005 at 23:18 #514016Hmmmm….
Það er mín reynsla að það sé betra að vera í breyðari kantinum frekar en hitt!!
Ég hef verið á 12" breiðum felgum með aðeins 33" tommur og það kom mun betur út en 10"
Ef hleypt er úr kemur fyrr brot á banan við felguna ef felgan er mjó, og þetta brot eykur áhættuna á affelgun, og það er staðreynd.
Einnig færðu meiri snertiflöt og því meira flot ef felgan er breiðari.
Þumalputtaregla er að hafa felguna ekki mikið mjórri en breiddin er á sólanum, td er 38" Mudder 15,5" og því segir þumalputtareglan að felgan ætti að vera 15-16"
…bara svona smá innlegg…
Felgukveðja
Austmann
03.02.2005 at 23:48 #514018framleiðendurnir mæla með 10-12" breiðum felgu á þessi dekk hversvegna skildi það nú vera?
kv Ási
04.02.2005 at 04:01 #514020Sælir.
Miðað við hvaða aðstæður og notkum miða þeir við…
36" 12"felgur
38" 14" felgur og málið dautt…Kv.
Benni
04.02.2005 at 09:05 #514022Ég er með 12" breiðar á 38" dekkjum hjá mér, dettur ekki í hug að láta breiðari. Hef reint það og það virkaði ekki, dekkin bældust minna og drifgetan varð minni. Ég var með 10" breiðar á 36" og það svín virkaði, þau eru núna undir willys, sem var með 38" dekk með 14" felgum og eigandanum finnst hann virkar hreinlega betur á minni dekkjunum. Ég held hreinlega að það sé ekkert hægt að fulyrða um svona, þetta eru trúarbrögð, og svo eru bílstjóra og bílar mjög misjafnir. Það sem hentar mér og mínum bíl þarf ekkert endilega að henta Benna eða Lúther, svona ef við nefnum einhver dæmi. Held að það sé best fyrir þig að hreinlega bara prófa þig áfram. En samt held ég að 38" dekk á 10" felgur sé ekki gott, of mikil aflögun á dekkinu sjálfu.
Hinn bensíndraugurinn
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.