This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Ég er byrjandi í jeppaferðum og er að velta fyrir mér gagnsemi 38″ dekkja umfram 35-36″. Kostnaður er umtalsvert meiri.
Í dag keyri ég á 35″ dekkjum á Nissan King cab sem hefur verið breittur af fagverkstæði fyrir þessa stærð af dekkjum a.m.k.
Mínar vangaveltur og sem ég hef mikinn áhuga á að fá álit annara á, við hvaða aðstæður fer ég að „græða“ á 38″, hvað veitir þessi stærð mér sem 35″ getur ekki gert?
Munar það flatarmál sem kemur af 38″ tommum með 5 pundum í því að ég get komist meira á svona bíl en það sem flatarmál 35″ getur fleitt mér áfram.
Af einhverjum ástæðum segir skynsemin mér að svo sé ekki.
Er ekki meira vit að fá sér læsingar að aftan/framan og hafa þær til taks þegar þau atvik koma upp að maður festir sig.
Það væri gaman að fá svör frá mönnum sem hafa reynslu af hvoru tveggja.
Takk fyrir
Árni.
ps. mér þætti einnig vænt um að einhverjir með reynslu litu á myndina í albúminu mínu og segðu álit sitt á því hvort þeir teldu að viðkomandi bíll væri hæfur til að taka á móti 38″ dekkjum á breitinga á húsi. Bíllinn er núna hækkaður um 10 cm á húsi ásamt líklega fleiri breitingum sem voru gerðar fyrir þá stærð sem hann er á í dag. Takk
You must be logged in to reply to this topic.