This topic contains 62 replies, has 1 voice, and was last updated by Kristján Arnór Gretarsson 20 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Jæja góðan daginn gott fólk.
Undanfarið er ég búinn að vera lesa greinar og skrif félagsmanna, mér sýnist á öllu að margir séu þeirrar skoðunnar að allt undir 36″ sé bara fólksbíll á stórum dekkjum.Ég hef átt í mörgum samræðum við reynda menn og allir tala um fyrstu súkkuna sína, oftast Fox á 33ja.
Ekki alls fyrir löngu voru stærstu dekkin á markaðnum 35″ og menn fóru allt sem var farið í dag, kannski á lengri tíma, meira hjakki í bland við helmingi meiri reynslu. En margir hérna virðast þeirrar skoðunar að 38″ komist bara á skjaldbreið þegar í raunini var þar um daginn óbreytt Kia við hliðiná 44″ patrol lok lok og læs. (ath skjaldbreið tekinn sem dæmi, fleiri staðir í myndinni)
Það er eins og um leið og þú færð þér 38″ þá gleymist hvað hitt í rauninni getur, Ég á einn vin sem er kominn með 38″ sjúkdóminn á alvarlegu stigi og ég á ekki von á því að hann jafni sig og núna er ég í raun ekki gjaldgengur.Það sem fyllti mælinn var sennilega það að einn var hér að tala um ferð á ykkar vegum og sagði það meiga meira seigja fara 35″ bílar með í eina ferðina ef þeir eru ekki of þungir!!!
Hugsið back in the days þegar Súkkur, willys og bronco voru uppi um öll þau fjöll og fyrnindi sem heimilishjálparsveitarbílarnir fara í dag og vogast til að fullyrða að allt undir 36″ sé ekki gjaldgengt!!
ég veit að þessi grein á eftir að valda usla sem verður gaman að fylgjast með.
Með smokandi súkku kveðju Bennys4x4.com !!!!
Og hana nú!!
You must be logged in to reply to this topic.