Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › 38″ Nissan Navara 2005->
This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Aron Frank Leópoldsson 16 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
21.05.2009 at 16:11 #204421
Hvernig hafa þessir bílar verið að koma út á 38″, þeir eru nú orðnir nokkrir og væri gaman að vita hvernig þeir hafa verið að reynast. Bæði gott og vont.
Væri gaman að vita hvernig eyðslan er og hvaða punktar eru veikir. Hvaða hlutföll er verið að setja í þetta, 4.88?? Hvernig er sjálfskiptingin að koma út?
Kv, Kristján
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
22.05.2009 at 02:43 #648002
Ertu þá að tala um D40 bílinn 2005 og yngri eða eins og minn D22? Það var til síða yfir þessa bíla en nú er búið að breyta henni í forum með öðrum link. Áður http://Nissan.Navara.net, svo er til síða yfir alla 4×4 Nissan og þar er haugur af hlutum sjá http://4x4parts.com og síðan er bara að Googla þessa bíla. Er verið að spá eða ertu búinn að versla. Vinnufélagi minn keypti 2006 D40 bílinn og Arctic Trucks breyttu honum fyrir 35". Þeir skiptu um efri klafann og sögðu að orginal bæri ekki stærra en 33". Það er Dana 44 drif í þessu og 4.63 hlutfall, 174 hestar í húddinu og er það sama vélin og er í mínum og Pathfinder.
Kv. Magnús G.
22.05.2009 at 10:21 #648004er að tala um d40 bílin. Hvað er afturdrifið stórt. Er 4.63 orginal?
22.05.2009 at 11:32 #648006Ég held að það sé D44 að aftan í bílnum, annars eru upplýsingar hjá Arctic trucks um bílana.
http://www.arctictrucks.is/Pages/1599Kv.
Heiðar
23.05.2009 at 15:11 #648008Það er D44 að aftan í þessum bílum. Framdrifið er frekar veikt í þessum bílum og er skipt um það þegar bílarnir eru settir á 38". Snillingarnir á Ljónstöðum hafa verið að smíða D44 köggul í orginal köggulinn að framan í þessa bíla. Það er hvorki til læsing né lægri hlutföll í framdrifið á þessum bílum.
Ég er sjálfur með svona bíl 2007 árgerð á 36" dekkjum. Kemur vel út, skemmtilegur mótor og ekkert klikkað. Er sjálfur með orginal framdrifið og er það ekkert mál hingað til, fékk mér að vísu tölvukubb í hann og varð hann skemmtilegri eftir hann. Hann er að eyða innanbæjar hjá mér sirka 14-15 lítrum en ég keyri aldrei í einhverjum sparakstri. Bílinn fór niður í 10 lítra á hundraði þegar ég skrapp til Akureyrar um daginn
23.05.2009 at 17:28 #648010Aron, skoðaðu síðurnar sem ég setti linkinn á. Þar fræðist þú mikið. Á " http://4x4parts.com " segjast þeir vera að koma með 5.14 hlutfall í H233B og C200 afturhásingarnar og framdrifið núna í maí. Það er til 5:42 í D40 bílinn með dana 44 einnig í framdrifið.
–
Ég er með D22 bílinn, C200 afturhásingu, rafmagnslæsingu í framdrifi, 4.63 orginal og YD25DDTi vélina, en hún var sett í þessa bíla 2003.
–
Samkvæmt Nissan Navara spjallinu, lenti Nissan í Bretlandi í því að þurfa að borga hellings pening og endurnýja vélar af gerðinni YD25DDTi vegna framleiðslugalla við smurkerfið. Þeir höfðu breytt því einhvernveginn þannig að fremsta stangarlegan fékk litla smurningu, með þeim afleiðingum að stimplarnir komu út úr blokkinni, í kringum 80.000 mílur. Þeir eru eflaust búnir að laga það núna.Kv. Magnús G.
Ps. Gæti vel hugsað mér D40 bílinn sem næsta bíl.
23.05.2009 at 18:32 #648012http://www.nissan-navara.net/forum/inde … 143cfd46f0
Bolli Valgarðs á eða átti svona bíl og væri gaman að fá reynslusögur frá honum. Flottar myndir hjá honum af fyrsta D40 Navörunni sem Arctic Trucks breytti fyrir 38", Komu fram í google leit.
Kv. Magnús G.
23.05.2009 at 21:32 #648014[url=http://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid=21&cid=181443&sid=75064&schid=724f462c-18f6-4f2e-a8ed-6f698c319f9d&schpage=4:1ddxj6w7][b:1ddxj6w7]Þessi[/b:1ddxj6w7][/url:1ddxj6w7] er búinn að vera lengi á sölu.
24.05.2009 at 01:20 #648016Bíllinn sem Einar linkar á er bíllinn sem Magnús er að tala um, en Bolli átti hann ekki, Skúli hjá Artic var með hann.
Samkvæmt heimasíðuni hjá Artic eru þeir að setja dana 44 í að framan með loftlás eins og þið talið um og er d44 að aftan og eru þeir að setja 4.56 hlutföll í þá. Magnús, þetta er nú varla nákvæmlega sama vél þó næstum sé kannski, vélin hjá þér er ekki nema 134 hestar en sú nýja 174 hestar?!? og yfir 100nm munur. sem er slatta munur 😉
En Aron, hvar fékkstu þennan kubb, frá hverjum og manstu hvað hann kostaði. Og hvað á hann að vera að gefa í hestum og togi.
Kv, Kristján
24.05.2009 at 19:50 #648018Ég vissi þetta svosem, en var bara að koma með upplýsingar. Ertu búinn að versla þér einn?
Kv. Magnús
25.05.2009 at 09:27 #648020Straumur skoðaðu þessa síðu http://www.dimsport.com/ þetta er fyrirtækið sem framleiðir kubbinn minn. Pantaði hann á netinu.
Þeir gáfu upp sirka 30 hestöfl og 18% aukningu í tog. Satt að segja kom kubburinn mér á óvart, bílinn eyðir minna og er mun skemmtilegri í akstri.
Kubburinn kostaði mig sirka 50 þús.
25.05.2009 at 19:08 #648022Ég er bara að djöflast í þér Magnús, hélt kannski að þú hefðir verið búinn að fá þér einn eða fleirri. 😉
Og nei er ekki kominn á einn.
Takk fyrir þetta Aron, veistu til þess að fleirri séu komnir með svona kubb?
Kv, Kristján
26.05.2009 at 08:35 #648024Ekki svo ég viti nei.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
