FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

38″ Mudder

by Valur Sveinbjörnsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Ferðir › 38″ Mudder

This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Hjörtur Sævar Steinason Hjörtur Sævar Steinason 22 years, 1 month ago.

  • Creator
    Topic
  • 13.03.2003 at 14:04 #192347
    Profile photo of Valur Sveinbjörnsson
    Valur Sveinbjörnsson
    Participant

    Ég er að fara að setja loftkut í bílinn hjá mér sem tengdur verður við loftdælu. Undir bílnum er Mudder 38″.

    Það sem mig vantar að vita til að getað reiknað út stærð á loftkút sem hentar, þarf ég að vita hversu margir lítrar af lofti eru í einu dekki, þá á ég ekki við þrýsting heldur rúmmál.

    Ég vil getað skotið þrýstingnum í dekkjunum úr tveimur pundum í ca. 10 pund án þess að dælan sé að puða.

    Með því að mæla dekkið með tommustokk fær maður cirka-bát-eitthvað. Ef það er einhver sem veit með vissu loftmagnið vinsamlegast látið í ykkur heyra.

    Es. Ég er búinn að hringja á tvö dekkjaverkstæði en ég heyra þá hrista höfuðið í gegnum símann, þeir hafa ekki hugmynd um þetta.

    Kv. vals

  • Creator
    Topic
Viewing 9 replies - 1 through 9 (of 9 total)
  • Author
    Replies
  • 13.03.2003 at 15:06 #470740
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    Hringdu í félaga Óskar í síma 453 6474 – ég veit að hann veit þetta og hefur auk þess reynslu af þessu úr sínum bílum, bæði 38" og 44"
    kv.





    13.03.2003 at 22:49 #470742
    Profile photo of Atli Eggertsson
    Atli Eggertsson
    Participant
    • Umræður: 220
    • Svör: 1627

    Minn kúttur er nægilega stór fyrir þetta loftmagn í paranelli sem eru heldur stærri.

    Hann er úr MAN vörubíl og passar akkurat þversum inn í grind á hilux og því mjög fyrirferðarlítill. En ég veit ekki með pajero.

    Málinn eru ca. 90 cm á lengd og ca. 25-30 í þvermál.

    Get mælt nánar ef þú vilt.

    Kv. Atli E





    14.03.2003 at 02:01 #470744
    Profile photo of Ólafur Eiríksson
    Ólafur Eiríksson
    Participant
    • Umræður: 19
    • Svör: 540

    Ég ætla ekki að fullyrða hvað 38" dekk tekur marga lítra af lofti, en kannski skiptir það ekki alveg öllu í dæminu.

    Með því að nálga dekkið með "Torus" (kleinuhring) sem stendur 32cm í stóra radíus "R" og 15cm í litla radíus "r" þá fæst stærðargráðan á dekkinu ~ 142lítrar (þetta gefur kleinuhring sem er tæpar 38" í ysta þvermál og með "slönguna" um 12" í þvermál")

    http://www.geom.umn.edu/docs/reference/ … ode60.html

    Kjörgasjafnan gefur með smá snúningum að Vd x ((p2-p1)/(p4-p3))= Vk
    þar sem:

    Vd er rúmmál dekks (þau eru sennilega 4 undir bílnum)
    Vk er rúmmál kúts
    P2 er þrýstingur í dekki eftir pumpun (10 psi)
    P1 er þrýstingur í dekki fyrir pumpun (2 psi)
    P4 er þrýstingur í kút fyrir pumpun (110 psi)
    P3 er þrýstingur í kút eftir pumpun (30 psi)

    Ég nota c.a 8 bar~ 110 psi sem max hleðsluþrýsting í kútnum sem er algengt í loftkerfum, og vel að fara með þrýstinginn niður í c.a 2 bar eða um 30 psi þrátt fyrir að það verði trúlega lengi að síga í síðasta dekkið þegar þrýstingurinn í kútnum er kominn niður undir 30 psi.

    Niðurstaðan er 142L x (8psi/80psi) ~ 14L fyrir eitt dekk
    Fyrir fjögur er það þá væntanlega ~ 56L eða bara 60 lítra kútur! (ekki fjarri lagi m.v það sem Atli E segir)

    Vonandi gefur þetta þér hugmynd um málið, dekkin taka þó sennilega meira en 142 lítra per stk.

    Það vill svo skemmtilega til að ég á kút handa þér sem er náttúrulega akkúrat 60 lítrar og á góðu verði :) (bull)

    PS hvað fékkstu út að dekkið tæki mikið með tommustokknum annars ??

    Fjallakveðja
    Óli





    24.03.2003 at 13:52 #470746
    Profile photo of Valur Sveinbjörnsson
    Valur Sveinbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 1530

    Sælir strákar, þakka ykkur fyrir góð ráð. Ég reyndi að ná í þessa kappa en það tókst ekki í fyrstu svo ég gerði mínar athuganir sjálfur.

    Óli, með tommustokk og kleinuhringjaaðferð fékk ég 136 lítra svo að við vorum nokkuð nálægt hvor öðrum en þar sem ónákvæmnin er mikil gerði ég nokkrar tilraunir með því að dæla lofti í dekkið og taka tímann. Ég er með 30L/mín dælu og eftir endurteknar tilraunir og sömu útkomu, sem var fjarri 136lítrum, fékk ég félaga minn?DITTO? til að gera tilraun með Fini (172L/mín) dælunni sinni á Ground Howk 38? dekkjum. Við komumst að því að kleinuhringjaaðferð dugir ekki þar sem þverskurður af dekkinu er elippsulaga, þ.e. að dekkið er ca. 42cm. ábreidd => radíus á þvervegin er því ca. 20 cm. Ég veit að þetta er ekki radíus en þetta er aðferð til að nálgast viðfangsefnið.

    Útreikningur með betrumbættri kleinuhringjaaðferð:

    R = 32cm
    r = (r1 + r2) / 2 = (15 + 20)/2 = 17,5cm
    Rúmmál = 193 lítrar

    Útúr dælutilrauninni fékk ég ca. 200lítra, ég ákvað því að nota við áframhaldandi útreikning 195 lítra rúmmál í hverju dekki =>780 L/4dekk.

    Útkoma er graf sem ég setti í myndaalmbúmið mitt, það er hægt að teikna upp gröf með mörgum mismunandi forsendum, en þessar forsendur henta mér.

    Ef það er eitthvað rangt við þessa útreikninga eða ef einhver vill fá frekari útskýringu þá er bara að láta það koma.

    Kv. Vals





    24.03.2003 at 19:00 #470748
    Profile photo of Þröstur Unnar Guðlaugsson
    Þröstur Unnar Guðlaugsson
    Member
    • Umræður: 11
    • Svör: 84

    Sælir
    Langar að spyrja, með hvaða loftþrýsting akið þið á Mudder, fullpumpað á malbiki?
    Ég hef 24 pund í dekkjunum, hef þá trú að þau slitni minna eftir því sem loftið er meira í þeim.
    Mætti það kanski vera meira?
    kv Þröstur.





    24.03.2003 at 19:04 #470750
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    ég er með 18 pund í mínum.





    24.03.2003 at 19:26 #470752
    Profile photo of Ólafur Eiríksson
    Ólafur Eiríksson
    Participant
    • Umræður: 19
    • Svör: 540

    Vals, alltaf gaman að sjá að menn taka hlutina sjálfir og tékka almennilega á þeim. Ég kvitta undir þetta hjá þér, virkar trúlega þessi niðurstaða að 38" sé af stærðargráðunni 190 lítar.

    Hvað reiknar þú með að þrýstingurinn í kútnum fari niður í þegar þú ert búinn að pumpa á grafinu góða?

    loftkveðja
    Óli





    24.03.2003 at 20:01 #470754
    Profile photo of Valur Sveinbjörnsson
    Valur Sveinbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 1530

    Sælir, fyrsta: þrýstingurinn þarf að vera í samræmi við þyngd bílsins þ.e. ef þrýstingur er of mikill slitna dekkin meira í miðjunni, of lítill þrýstingur slitna þau í könntunum, Ég er með um 20psi. í öllum dekkjum, en þarf sennilega að vera með aðeins meira í afturdekkjum þar sem þyndin er mismunandi á fram- og afturhjól. Með fullann tank (90L) og fimmtíu metra af spotta í kassanum, hvílir 1.090kg. á framhjólunum en á afturhjólunum 1.220 kg.
    Ég hef ekki gert vísindalega könnun á hvernig dekkin leggjast, en hef horft á þau á bílskúrsgólfinu og fundist þessi þrýstingur passa.

    Óli, ég reiknaði með að ná þrýstingnum niður í 25 psi. Þetta er alltaf spurningin um forsendur. Ég reiknaði með að dælan fengi 12 mín. til að hjálpa við pumpunina en það er sennilega of langur tími en eins og ég segji þetta er spurning um forsendur.

    Kv. Vals





    24.03.2003 at 22:56 #470756
    Profile photo of Hjörtur Sævar Steinason
    Hjörtur Sævar Steinason
    Participant
    • Umræður: 89
    • Svör: 1242

    Sælir Strákar,
    ég var með 10 lítra kút hjá mér og York dælu var með loftþrisinginn í 8 börum á 44" dekkjum og pumpaði í dekkin látlaust hvert á fætur öðru á um það bil 12 mínótum.
    Eitt skiftið man ég eftir að kunningi minn á 44" dekkjum fór inn á lögnina hjá mér þannig það var pumpað í tvo ganga í einu alveg áreinslulaust á að mig minnir svipuðum tíma.
    Ég keyrði á þessum dekkjum í ca 18 pundum.
    Kveðja Hjörtur og jakinn.





  • Author
    Replies
Viewing 9 replies - 1 through 9 (of 9 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.