This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 22 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar!!
Loksins er ég kominn með verð í dekk. Það verð sem ég get boðið er sem hér segir.
38″ Dick Cepek F-C Kevlar:
1 stk = 39,900:- án vsk
4 stk = 159,600:- án vskVerð með virðisaukaskatti:
1 stk = 49,676:-
4 stk = 198,702:-Þessi verð miðast við að 20 gangar verði pantaðir.
Þannig að þið sem hafið áhuga á þessu endilega látið alla sem vantar dekk vita þannig að hægt sé að ganga frá þessu sem fyrst svo að sem flestir geti notið góðs af þessu.
Til að hægt sé að gera þessa pöntun þarf að staðfesta pöntun með því að borga inná 50% af verði, og leysa dekkin út um leið og þau koma til landsins. Ég reikna með að geta boðið að greiða með VISA en við það gæti komið einhver aukakostnaður sem ég veit ekki hver verður.
Við staðfestingu á pöntun mun kaupandi og ég undirrita samning um hvernig þessum málum verður háttað, þannig að menn séu með það á hreinu að allt sé eins og það eigi að vera.
Ef þið viljið panta nú þegar þá sendið mér e-póst eða hafið samband við mig í síma.
Kveðja
Sigurður Friðriksson
siggi@pmi.is
Vinnusími: 555 7200
Gsm sími: 847 1033PS…ef ykkur vantar einhverjar frekari upplýsingar endilega hafið samband.
You must be logged in to reply to this topic.