Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › 38 dekk m.a. Nitto
This topic contains 16 replies, has 1 voice, and was last updated by Stefán Baldvinsson 16 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
06.03.2008 at 21:08 #202038
Ég er að leita að notuðum 38 dekkjum og rakst m.a. á mjög lítið notuð Nitto Mud Grappler hér á vefnum. Þetta eru áreiðanlega mjög góð akstursdekk en hefur einhver reynslu af svona dekkjum i snjó undir bíl að svipaðri þyngd og Defender þ.e. undir 2.5t tilbúnum á fjöll.
Kjartanb -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
06.03.2008 at 21:41 #616714
Í ferðum um síðustu helgi, bæði Kvennaferðinni og ferð Guinness félagins, sem og þingmannaferðinni, þá voru svona dekk til verulegra vandræða.
[img:1cgdjvro]http://vegir.klaki.net/k100/08feb29/nitto.jpg[/img:1cgdjvro]
Hér má hvernig vandinn var leystur á Grímsfjalli um helgina. Það er ekki furða þó dekkin fáist á góðu verði.
-Einar
06.03.2008 at 22:09 #616716Takk Einar, eru þau of stíf og affelgast of auðveldlega.
Kjartanb
06.03.2008 at 22:37 #616718Held að þessi dekk ættu ekki að vera undir sem er undir 2,5t, allavega undir musso sem er um 2,2-2,4 tonn tilbúin á fjöll eru þau of stíf, svo stíf að þú þarft ekki að hafa stórar áhyggjur yfir því að tína hettu og pílu á fjöllum í snjó því að það er ekki þörf á því
06.03.2008 at 22:43 #616720Þau spóla á felgunum, leka og affelgast. Held að þau séu stíf, Það kann að vera að þau séu nothæf í snjó ef þau eru sett á valsaðar felgur, en það er þó óvíst.
-Einar
07.03.2008 at 00:21 #616722Ástæðan fyrir því að margir eru að selja dekki virðist vera sú að þau hætta að halda lofti þegar komið er niðir í 2-4 pund vegna þess að þau eru búinn að spóla svo mikið á felgunni. Það er full ástæða til að vara menn við þessu sem eru að kaupa notuð dekk og skoða vel kantana, ef kantarnir sýna einhver merki þess að dekkið hafa spólað á felgunni er dekkið ónítt fyrir allar felgur jafnvel þó þær séu valsaðar eða með bedlock. Eins ætla ég líka að benda söluaðilum þessara dekkja á að segja kaupendum frá því að dekkin sem þeir eru að selja séu ónothæf nema með bedlok eða völsun Þið munduð gera ykkur sjálfum stóran greiða með því þegar til framtíðar er litið Takið það til ykkar sem eigið það. Mér finnst ekki einleikið hvílgt magn af ágætis dekkjum er búið að eyðileggja með þessu.
07.03.2008 at 00:35 #616724Sæll Einar .
Mér finst þú vera all fljótur að alhæfa, bara ónothæf,.
Það eru tvö tilvik sem menn hafa verið í vandræðun með þessi dekk sem vitað er um. Bæði tilvikin komin hér fram.
Það er rétt að undir léttum bílum henta þau ekki, það eru bæði þikkari hliðat og bani en í mödd. og G.H , munar einu í bana og tveimur í hliðum.
Ég er á svona dekkjum og er ekki í meiri vandræðum en hver annar og þau bælast vel undir pajero 2,8.
Þau eru mjög góð keirslu dekk, ekkert hopp.
Gott væri að menn kintu sér hvað margir aka á svona dekkjum áður en þau séu úrskurðuð ónothæf.
Það eru nefnilega ansi margir komnir á svona dekk og líkar mjög vel.
Kv. S.B.
15.03.2008 at 15:45 #616726Eftir 10 ára og 70 þús km akstur á 38" Mudder keypti ég mér ný Toyo Nittó dekk fyrir 14 mánuðum og og setti undir rauða Patrólinn sem sjá má hér á þessum þræði.
Á tíu ára Mudderferli mínum hafði ég gatað þau ca. 15 sinnum en aldrei affelgað. Hoppið í Mudder var orðið hluti af tilverunni og mýktin var alveg yndisleg, sérstaklega á grófum malarvegum að sumri og batnaði bara með árunum.Fyrsta ferðin á nýju Nitto dekkjunum var í Miðjuferð Ferðaklúbbsins í janúar í fyrra þar sem dekkin reyndust óaðfinnanlega. Afbragðsgrip enda baninn 5sm breiðari en á Mudder. Hleypti úr niður í 1-2 pund og dreif betur en margir aðrir í þeirri ferð. Mjög erfitt færi á köflum og spottinn mikið notaður og þá eingöngu til að kippa í ferðafélagana. Fór síðan algerlega áfallalaust í dagstúr á Grímsfjall um páska í fyrra.
Annað framdekkið affelgaðist þó hjá mér í við Strútsskála í nóvember sl. Þetta sama dekk var svo að stríða mér á Vatnajökli fyrir 2 vikum þar sem það hélt ekki lofti við lágan þrýsting. Ég komst þó á Grímsfjall þar sem dekkjasnillingar og Muddervinir komust að þvi að dekkið er skemmt og lak þess vegna með felgunni (skemmdin er trúlega vegna affelgunarinnar í nóvember og þess sem henni fylgdi). Eðlilega lenti það upp á toppgrind eins og myndin hans Einars sýnir.
Ólíkt því sem aðrir Nittóeigendur hafa sagt mér þá hafa dekkin mín verið of laus á felgunni og hafa snúist. Lausnin hefur verið að líma dekkin á felgurnar.
Eftir ca 5000 km akstur og fjórar langar og erfiðar ferðir í erfiðu færi á Nissan Patrol 1993 get ég annars sagt eftirfarandi um Nitto í samanburði við Mudder:
Mínusar:
– þyngri
– Heyrist meira í þeim á malbiki
– Breiðari bani og meiri austur upp á hliðar
– Breiðari bani og narta lítillega í brettakanta mína að aftan (einfalt mál að bæta úr þessu).
– Sum eintök virðast vera rúm á felgunni og þarf þá að valsa eða líma.Plúsar:
+ Stífari hliðar og minni hætta á að gata dekk
+ Munstur út á hliðar og þar með meira grip
+ Breiðari bani og miklu meira grip í snjó
+ Vel smíðuð; alveg kringlótt og þar með ekkert hopp.
+ Meira gúmmi á slitfleti og hugsanlega meiri ending.Fátt er skemmtilegra en fjörugar dekkjaumræður og e.t.v. bara til leiðinda að fjalla um dekk á þurran tæknilegan hátt. Sakna þess þó stundum að finna hvergi tæknilegan samanburð á dekkjum: þyngd, þykkt, mynsturdýpt, snertiflötur í sm2, gúmmítegund, mýkt/bæling/fjaðurstuðull (?), hæð, breidd etc. etc.
kveðja Arnþór
15.03.2008 at 17:19 #616728Það er auðvitað alveg rétt hjá Arnþóri að þurr og tæknileg umræða um dekk er náttúrulega ekki eins skemmtileg og hressilegir sleggjudómar. Í samræmi við þá fullyrðingu ætla ég að fullyrða eftir að hafa ferðast með Úlfinum að fullyrðing hans um að hann sé ekki í meiri vandræðum en hver annar, sé ekki rétt eða allavega ekki dekkjunum að þakka. Ég er sannfærður um að reyndur ökumaður eins og Stebbi væri að gera mun betur á almennilegum dekkjum, enda sér maður alveg að hann hefur alveg tötsið í snjóakstrinum. Með réttum búnaði og rétta töstinu á það að vera undantekning að festast í snjó.
Kv – Skúli
15.03.2008 at 23:01 #616730Stefán, þú er að alhæfa, ekki ég. Ég nefni tvö tilfelli, þar sem Nitto dekk hafa verið til mjög mikilla vandræða. Ég tók það fram að það væri ekki hægt að draga þá ályktun af því að þau væru ónothæf undir öllum kringumstæðum, nefndi t.d. þann möguleika að nota þau á völsuðum felgum. Einnig mætti prófa þau með bedlock ( sem mér finnst reyndar afskaplega hallærislegt fyrirbrigði, en það er önnur saga).
Það er sannfæring mín að dekk með stífar hliðar henti ekki til snjóaksturs, hvort sem bíllinn er þungur eða léttur. Stífar hliðar valda mótstöðu, þar með hitamyndun. þessi hitamyndun getur orðið til þess að dekkin eyðileggjast, stundum þannig að þau hvellspringa á fullri ferð. Hitamyndunin er því meiri sem bíllinn er þyngri. Því segi ég að það eigi að forðast að setja dekk með stífar hliðar undir þunga bíla, ef ætlunin er að hleypa úr þeim til þess að fljóta á snjó.
Það eru ekki bara Nitto dekkin sem eru til vandræðia. Í bílskúrnum hjá mér eru nú 4 Toyo dekk, sem eru til sölu. Þessi dekk eru með það stífar hliðar að það er ekki hægt að fljóta almennilega á þeim, hvort sem bíllinn er þungur eða léttur.-Einar
15.03.2008 at 23:05 #616732—-
16.03.2008 at 11:07 #616734Ég smakkaði einu sinni besta vodka í heimi hjá Arnþóri, ég hef að vísu ekki smakkað allan vodka í heimi en er samt sannfærður um að vodkasnafsinn verði ekki betri . Þetta er minn stóri sleggjudómur.
En í dekkjamálum ætla ég að halda mér við hluti sem ég veit. Ég sakal ekki segja hvort þessi nitto dekk séu góð snjódekk enda hef ég ekki prufað þau. En ef þau eru léleg í snjó þá er það ekki vegna þess að þau leka, affelgast og spóla á felgunni, öll dekk virðast gera það á lélegum felgum. Ef einhver getur notað dekk í áratug á venjulegum felgum án þess að þau affelgist þá er það kannski meira vegna þess að hann er heppin, lagin að keyra, hleypir lítið úr, dekkin náðu að gróa við felguna og sitt hvað fleira sem skiptir máli. Allaveganna er það ekki vegna þess að dekkin sem hann er með límist með göldrum við felguna vegna þess þau heita X. Við skulum líka taka tillit til þess að nitto dekkin eru þó nokkuð stærri en mudderin sem þýðir að þau taka meira á felgukantinum og ráða við sem stærðinni nemur minna loft sem gerir það aftur að verkum að meiri hætta verður á affelgun. Vissulega eru dekk mis rúm á felgunum en það virðist geta átt við um öll dekk. Það er mikið langt því frá að hægt sá að setja muddera eða grondhawk dekk á hvaða felgur sem er og fara beint út að spóla á 1 pundi,. en það er kannski líklegra að maður sleppi með það á þeim en mörgum öðrum dekkjum. Þær felgur sem margir eru að nota fyrir þessi nýju dekk eru felgur sem mér dytti ekki í hug að reyna að nota, sama hvernig dekk ég væri með. Ef Arnþór er búinn að gata muddera 15 sinnum á 10 árum þá sýnist mér á tæru að það séu ekki heppileg dekk fyrir hann. og ekki skrítið að hann sé ánægður með nitto dekkin ef hann telur sig lausan við það vesen. Allavega væru það mistök að afskrifa þessi dekk vegna þess að þau affelgast eða spúla á felgunni því það getur át við um öll dekk og er ekki erfitt að leysa.
16.03.2008 at 23:03 #616736Skúli minn nitto dekkin eru ekki góð í púðursnjó og það er af sömu ástæðu og nýr md.er. Er mér sakt af þeim sem hafa prófað bæði. Hef ekki reinslu sem bílst. af md. Vil þau ekki vegna slæmrar reinslu af þeim í urð og grjóti.(hef ekki efni á dekkja rifrildi).
Einar ég nenni ekki að taka orða-sennu við þig, þú hefur hvort sem er alltaf rétt fyrir þér, PÚNTUR………..
En það væri gaman að heyra um dekkin í skúrnum hjá þér, stærð , munstur og verð.
En svo bara að endingu sýnist mér að þeir Arnþór og gummij. séu búnir að sega það sem sega þarf.
Kv.Úlfurinn
16.03.2008 at 23:17 #616738Hvaða dekk eru md? Mudder?
16.03.2008 at 23:56 #616740Og svona aðeins út fyrir efnið.. er kollurinn á mér útí móa eða hallar þverstífan á pattanum öðruvísi en togstöngin?
17.03.2008 at 01:04 #616742Már sýnist þetta vera stýrisdemparinn sem þú ert að taka feil á.
kv,
HG
17.03.2008 at 12:26 #616744Sæll Kristin.
Fyrirgefðu að ég skildi gleima u-inu= mud.=mudder.
Var það nokkuð fleira sem er óljóst ?
Kv. Úlfurinn.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.