Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › 38″ dekk
This topic contains 19 replies, has 1 voice, and was last updated by Björn Þorri Viktorsson 21 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
25.01.2003 at 21:46 #192053
Ég er að fara að kaupa dekk á Toyota D/C. Hvernig koma 38″ Parnelli Jones dekkin út í samanburði við Mudder og Dick Cepec ?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
26.01.2003 at 00:15 #466978
Gleymdu því!
Þau eru alltof stíf = ekkert flot.
Sparaðu aurinn á einhverri tilraunastarfsemi og farðu beint í Mudder þú endar þar hvort sem er.Benni
26.01.2003 at 01:46 #466980
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sammála mödderinn er lang bestur
26.01.2003 at 12:42 #466982
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég held að þetta sé spurning um það hvort þú ætlir að hoppa á mödder á fjöll eða keyra og fara allt á D.Cepek endast töluvert betur líka cepekinn.
26.01.2003 at 13:03 #466984
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég var á Cepek (gömlu gerðinni) og líkaði þau mjög vel, t.a.m. vegna þess hve hljóðlát þau eru. Við erum erum nokkur nokkur sem ferðumst mikið saman, tveir eru á Cepek og við hin á Mudder og í samanburði er Mudderinn alla jafna drifbetri. Það koma hins vegar upp aðstæður sem Cepekinn hentar betur. En hin skiptin eru fleiri. Ég er hins vegar ekki frá því, eins og hér var bent á, að Cepekkinn endist betur. Ég er kominn að dekkjaskiptum en hef ákveðið að hanga á núverandi dekkjum þar til ég fæ AT404. Það mun takast!
BV
26.01.2003 at 14:12 #466986Ég hef bara farið 3 ferðir á jeppanum mínun og ég er með 38" súper svamper, sem sagt hörð dekk. Mér hefur sýnst að ég þurfi að vera 2 til 3 pundum undir því sem bíll með 38" DC er með og þegar færið er orðið þungt er mælirinn bara hafður inní bíl því hann sýnir ekkert, ég nota bara augun.
En ég hef ekki mikla reynslu af ferðum þannig að ég get ekki fullyrt að þetta sé svona, en ég held að maður fái ekki sterkari dekk en súper svamper upp á grjót að gera.
26.01.2003 at 14:16 #466988Langar að benda þér á GROUND HAWK fást á fínu verði hjá Dekkjalagernum mjög góð í keyrslu(hoppu frí)allavega mín og drífa eins og hin mismunandi eftir færi.
26.01.2003 at 14:23 #466990Það má nú ekki gleyma því að hægt er að fá Ground Hawg á 39900kr og þótt ég sé mödder maður þá tími ég ekki að borga tíuþúsundkall auka fyrir að vera á mödder en ég hef notað báðar gerðir og fyrir mér eru þau áþekk við flestar aðstæður.
DC dekkin sem maður fær í dag eru ekki radial heldur kevlar og þau eru ekki að fletjast eins vel og radial svo maður er nú á því að GH séu bestu kaupin í dag.
Hlynur R2208
26.01.2003 at 18:47 #466992Ég sé að svör eru mismunandi eftir hvaða tegund menn nota. Ég held að ég skelli mér á mudderinn. Þakka góð svör :o)
Kveðja Jeppinn
26.01.2003 at 20:36 #466994
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég var með D/C sem var á nýlegum Mudder. Þeim var stolið undan og ég fékk lánuð Parnelli Jones-dekk. Þau komu helvíti vel út, mun betri keyrsludekk en Mudderinn, bíllinn steinhætti að vera svagur, hljóðlát og mér fannst ég hreinlega vera kominn á fólksbíl. Samt voru þessi dekk meira slitin en gömlu dekkin mín. Ég fann engan mun á flotinu og ef eitthvað var flaut hann betur (eða ég varð betri og reyndari bílstjóri :). Síðan hef ég verið á Parnelli Jones. Ég fullyrði það hiklaust að þetta eru sterkustu dekkin sem þú færð í dag, sterkari en Swamperinn sem ég hef líka reynslu af. Mudderinn er hins vegar lélegastur og snjóleysið undanfarin ár tryggir þér a.m.k. eitt rifið dekk á vertíð Í þínum sporum mundi ég leita mér upplýsinga hjá þeim sem reynslu hafa af Parnelli Jones því þeir sem enga reynslu hafa af þeim trúa ekki á þau sem er öfugt við þá sem reynsluna hafa.
26.01.2003 at 22:03 #466996Er einhver reynsla af þeim sem 38"?
Kveðja Fastur
ps. bara að spá fyrir næsta vetur
26.01.2003 at 23:00 #466998Ég er með parinelli og kann alveg rosalega vel við þau það er mjög gott að keyra á þeim mjúk og svo heyrist ekkert í þeim eins og í muddernum.
þau eru reyndar svoldið þyngri en mudderinn en á móti kemur að það er þykkara í þeim o.þ.a.l gatast þau ekki svo glatt.ps.ég er reyndar að selja mín á fáránlega lágu verði, ekki vegna þess að mér líki þau ekki heldur vegna þess að mig vantar aurinn. : ) því ég verð á 44" í vetur.
Kveðja,
Glanni.
27.01.2003 at 01:34 #467000Ég er með einn Rönner á PJ og var með Barbí líka á PJ þannig að ég hef góða reynslu af þessum dekkjum. PJ eru all svakalega sterk og gersamlega éta allt grjót/hraun.
Mudder er það sem þú átt að kaupa ef þú ert að spá í drifgetu. Að PJ virki undir Patrol er rétt, ég nefnilega á líka einn svoleiðis sem er reyndar á 44" meðan snjór er og það er bara allt annað dæmi. Þar er kominn talsvert þyngri bíll og PJ bælist betur og öðruvísi undir honum! Þetta með hoppið í mudder, það er rétt að þau eru nú ekkert alveg kringlót og þess vegna er gott að láta stilla felgu og dekk saman í "Hunter" þá eru meiri líkur á að þú losnir við þetta hopp.Jafnvel kannski að spá í GroundH, hef reyndar ekki prufað þau sjálfur. Þeir sem eru á svoleiðis dekkjum virðast vera nokkuð sáttir.
Kv.
Ég
27.01.2003 at 09:04 #467002
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir allir
Smá innlegg um Dick Cepec, mudder og fleira. Ég var í fyrra á DC-radial og líkaði vel, hljóðlát og lögðust vel þegar hleypt var úr en fannst oft sem þau mættu að ósekju vera grófari, bíllinn gróf sig ekki niður þó staðið væri eftir að hann stoppaði, hætti bara að fara áfram!! Þá fannst mér að grófari dekk hefðu skilað honum áfram.
Á tímabili var ég að hugsa um að fá mér kevlar dekk en er feginn að ég gerði það ekki. Ég var nefnilega samferða nýja Patról á Langjökli á svona dekkjum. Hann var kominn niður í 2,5-3 pund, en átti stundum í brasi með að komast áfram (Harðlæstur 44" skriðgírs bíll en á sumardekkjunum). Ég var að fylgjast með honum og horfa á dekkin vinna þegar þyngdi á hjá honum. Það er skemmst frá því að segja að mér fannst kevlarinn ekki leggjast eins og radial dekk heldur vöðlast eins og 44" (diagonal) dekkin. Það var tvennt ólíkt að horfa á útflattan mödderinn hjá mér og kevlarinn með brot og snúninga bæði fremst og aftast þar sem hann byrjaði að fletjast út. Ég var ekki í vafa, það voru dekkin sem voru að gera honum erfitt fyrir, ekki þyngdin á bílnum, þau bara lögðust ekki almennilega.
Hvað varðar mödderinn, líkar mér hann vel, sérstaklega í snjónum, gott flot og nú vantar ekki gripið, maður verður bara að passa sig að hætta að spóla um leið og bílinn hættir að fara áfram.
En hávaðinn á malbikinu!!!
Hef horft á GH vinna í snjónum og líst vel á, ekkert síðri en mödderinn. Aldrei haft tækifæri til að stúdera PJ í ferðum, bara ýtt ofan á þau felgulaus á gólfi, þar eru þau mun stífari en önnur dekk, DC gamli radial stendur varla undir sér sjálfur svo mjúkur er hann til samanburðar.Meiri snjó, meiri snjó…
Siggi_F
27.01.2003 at 10:59 #467004
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er margt komið fram enda margir með skoðun á þessu eins og við vara að búast.
Ég fékk tækifæri til að prófa Parnelli undir bílinn hjá mér sem er Runner með 2,4 bensínvél. Ég komst að vísu minna í snjó á þeim tíma heldur en ég hefði viljað en það litla sem ég prófaði að hleypa úr þeim fannst mér benda til þess að þetta léttur bíll ætti verulega í erfiðleikum með að bæla þau.
Hins vegar fann ég greinilega fyrir þyngdarmuninum á þeim og Mudder því bílinn var seinni upp og allur frekar þunglamalegur, auk þess sem eyðslan jókst um 1-2 lítra. Öflugri vélar finna kannski ekki fyrir þessu en fyrir litla 2,4 bensínbrennarann var þetta til trafala. Þarna kemur sjálfsagt bæði til mikill þyngdarmunur á dekkjunum og svo standa Parnelli dekkin hærra en Mudder (standa 38" málin sem Mudder gerir ekki).
Hef líka prófað GroundHawk í nokkrum ferðum og fannst þau ekkert síðri en Mudder.
Kv – Skúli
27.01.2003 at 22:54 #467006
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ég er búinn að keyra á sama ganginum PJ í tvö ár, fyrst eitt ár undir Patrol 2000 sem var cirka 2500kg, síðan tæpt ár undir Wagoneer 1987 sem er cirka 1800kg. Ég hef samanburð á patrolnum sem hafði verið eitt ár með GH undir bílnum og á þeim tíma tókst mér að eiðileggja 4 dekk Þannig að ég tók því fagnandi að fá stærri og sterkari dekk á markaðinn. patrolinn var ögn þyngri í akstri en hann flaut betur í snjó á PJ og þau stóðust álagið undir svona þungum bíl og lögðust vel. Núna eru þessi sömu dekk undir litlum Wagoneer og virka vel, leggjast fínt en ég hef ekki samanburð á öðrum dekkjum undir þeim bíl. Ég er búinn að microskera og skera í munstrið og mæli með því, útkoman var meira grip og þau lögðust betur. Og núna eftir 60.000km
er PJ í fínu lagi og ættu að endast amk eitt ár enn.
28.01.2003 at 07:47 #467008
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Benedikt, þú talar um að láta stilla saman felgu og dekk í "Hunter", geturðu skýrt nánar hvað þú meinar með því?
Er þetta dekkjaverkstæði sem heitir Hunter eða hvað… ?
28.01.2003 at 09:53 #467010
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir,
Ég var með Patrol á svona Parnelli-Jones dekkjum og líkaði þau ágætlega. Mér var reyndar sagt af þeim sem umgengist höfðu þennan bíl að það dekkin kostuðu þó nokkuð af orku m.v. dekk sem hann var á áður (fyrir mína tíð). En þar sem það var 6.5 Turbo Dísel í bílnum þá gat ég ekki kvartað yfir aflleysi og togið var gríðarlegt með þessum mótór.
En málið var að eitt dekkið rifnaði með kantinum hjá mér. Þeir hjá Gummívinnustofunni tóku reyndar mjög vel á þessu og létu mig hafa annað (svipað slitið) dekk möglunarlaust og sögðu að þetta hefði gerst í örfá skipti. Ég var reyndar búinn að heyra af þessu áður og hafði gert mér sérstaka ferð til GVS til þess að heyra hvort þeir hefðu einhvað út á felgurnar mínar að setja varðandi dekkinn (heyrði að þeir hefðu kent felgunum um áður), en þeir höfðu engar athugasemdir.
Ég sel svo bílinn (sniff, sniff – sakna hans mikið) og það fyrsta sem ég heyri frá nýjum eiganda er að dekk hefði rifnað hjá honum á ferð. Hann var svo óhress með þetta að hann lét fjarlægja þetta undan bílnum og fékk sér DC í staðinn.
Spurningin er – hafið þið heyrt fleiri svona sögur, eða er þetta einstök tilvik eins og GVS halda fram?
18.02.2003 at 06:04 #467012Sæll Frosti.
Fyrigefðu hvað svar við spurningu þinni kemur seint.
"Hunter" er í stuttu máli sagt veghermir…og eru öll 4 dekkin ásamt felgum látin rúlla í einhverskonar vél/tölvu og það sem þessi vél gerir er að hún velur saman dekk og felgu, felgur geta verið mis réttar nefnilega líka! allavega þá er útkoman venjulega sú að eftir þessa meðferð verður þú verulega minna var við hopp.
Það eru eflaust margir hér sem geta útskýrt þetta betur, ég hef ekkert sérstakt vit á þessu tæki frekar annað en ég veit að þetta virkar!
Kv.
Benni
18.02.2003 at 23:14 #467014Sælir félagar.
Bara af því að ég rakst á það í pistlinum hjá Hlyni, þá er rétt að ítreka að Bílabúð Benna er nú að bjóða "38 Mudderinn á 39.990 til félagsmanna. Þetta tilboð kynnti Benni á sl. mánudagsfundi (og ég held líka í Setrinu).
Ég er líka Mudder sinnaður! Við Hlynur erum þó allavegana sammála um dekk… ég átti nú síst von á því vegna þess hve lítið vit hann hefur á bílum…. ob ob ob…
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.