Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › 38″ breyting á Toy. X-Cap
This topic contains 22 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðbrandur Þorkell Guðbra 21 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
10.02.2003 at 17:55 #192157
Halló
Ég er að fara að brayta 35″ breyttum X-Cap fyrir 38″ og vantar upplýsingar um hvernig er best að fara að.
Bíllinn er þegar hækkaður um 2″ á boddíi, hvað er æskilegt að hækka hann mikið (ætla að klippa vel úr), hvernig er best að hækka hann (klafabíll)og hvað þarf að gera samhliða hækkuninni.
Hvað þarf ég að gera í viðbót?Ath! ég hef ekkert vit á því hvað ég er að fara út í, en ég ætla að gera þetta þannig að ég þarf allar þær upplýsingar sem í boði eru!!!!!
Kv. Davíð
PS. Ætla að setja smekklegt rör undir stuðarann, hvernig hljómar 4″ rör fagur-,og sérfræðilega séð? Er það ekki kannski aðeins of mykið:)
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
10.02.2003 at 18:32 #468214
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þegar ég fór út í þessa sálma þá var mér bent á eitt sem var sennilega langbesta ráð sem gefið er.
Það eru til fullt af þessum bílum bæði á sölum og í notkun, kíktu undir þá.
Þú lærir mest á því að kíkja undir sambærilega bíla og sjá hverju hefur verið breytt. Síðan leggurðu það á minnið sem þú sérð og reynir að átta þig á því sem er fengið með því sem hefur verið breytt. Þú skalt kíkja undir alla bíla sem þú kemst nálægt og skoða mismuninn á breytingunum og meta það síðan hvað hentar þér.
Síðan er óbrigðult ráð að fara með háþrýstitæki og þrífa undirvagninn og hreinlaga skoða það sem þú ert með í höndunum.
Pikkalóar eru þannig byggðir flestir allavega að þeir eru háir undir kviðinn og því þarf litlar áhyggjur að því. Sjálfkrafa verður þá þyngdin ofar í bílnum sem er frekar áhyggjuefni.
Hinasvegar má ekki gleyma sér í því að vilja ekki hækka bílinn upp af því að það er ákveðinn kostur að jeppinn geti fjaðrað mikið og best er að það gerist bæði að framan og aftan.
Svo er möguleiki fyrir þig að prufa 36" dekk. Þau eru til jafnbreið og 38" og bíllinn er það léttur að hann myndi sennilega afkasta ólíkt meira á þeim heldur en 35" og það mætti reyna að smella þeim undir eins og bíllinn stendur. Málið er nefninlega það að ef þú stækkar ummál dekkjanna þa´ertu líka farinn að missa aflið og þarft á hlutföllum o.s.frv. og það er dýrt. Í viðbót gætir þú þurft að breyta hraðamælinum aftur og það kostar helling líka.
Ég er ekki að letja þig í þessum hugleiðingum en þú ættir að athuga alla möguleika og alla galla breytinganna. Þú ættir að komast að því hvort brettakantarnir þoli stærri dekk, hversu mikla stækkun drifin þoli og hvernig vélin tekur breytingunni. Það er það allra leiðinlegasta við svona frankvæmdir þegar eitthvað kemur á óvart.
Kv Isan
P.s. Hilux eru ekki pjattbílar svo að 4" rör er prýðis hugmynd, það er svo leiðinlegt þegar stuðarinn kengbogna við litla ísskör sem er örlítið of há. Þá kemur svona rör í góðum notum, ég myndi jafnvel skoða ryðfrítt það er miklu flottara.
10.02.2003 at 20:44 #468216Sælir.
Ef þú ert að hugsa um að fá sem mesta drifgetu út úr Ex Cap, þá mæli ég hiklaust með "38. Þú ert álíka vonlaus á óbreyttum hlutföllum á "36 hvort sem er og þú þarft einnig að breyta hraðamæli fyrir þau hjól.
Þetta með "4 rör framaná stuðarann er að mínu viti ekki snjallt. Hafðu í huga umræðuna um öryggismál breyttra bíla, tengt kastara- og stuðaragrindum. Bendi á nýtt íslenskt hugvit hjá Arctic Trucks, þar sem þeir hanna grindina þannig að hún gefi eftir við árekstur.
Ferðakveðja,
BÞV
10.02.2003 at 22:51 #468218Ég er með 5:71 hlutföll í bílnum og er að fá kannta ætlaða fyrir 38" dekk. En eru þessi hlutföll ekki ætluð fyrir 38" dekk?
10.02.2003 at 23:18 #468220Sæll félagi ég breytti dc bílnum mínum sem var 33" breyttur í 38" þá þurfti ég að boddí hækka í 4" því að næst fremsti boddí bitin er fyrir og þarf að skera hann í burtu og hækka hann um 4" til þess að geta beygt.Ég er með 14"musso felgur sem er eiginlega of breytt út af þessum bita .Einnig þarf að klippa úr brettum og hvalbak en passaðu þig á því að aksturs tölvan er þar og það er betra að taka hana úr áður en þú byrjar. Svo þarftu að kaupa lengingu fyrir stýrið hún fæst í toyota er mjög ódýr. Svo ef þú ferð útí að boddí hækka þá þarft þú að breyta gírstöngum háa og láa. En EKKI skrúfa bílinn upp á fleksatoronum að framan ég gerði þau hræðilegu mistök bíllinn verður ókeyrandi og fjaðrar illa. Man ekki eftir meiru í bili
Kveðja Eyþór.
11.02.2003 at 09:47 #468222
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er rétt hjá þér að 5,71 hlutföllin henta best fyrir 38". Það er í lagi að nota 36" við þau, en bílinn verður frekar lágt gíraður þannig, þarft óþarflega mikinn snúning í langkeyrslu.
Kv – Skúli
11.02.2003 at 12:35 #468224Í öllum guðs bænum skaltu ekki fá þér 5.71 hlutföll!!!
Fyrst þú ert á breytingarstiginu skaltu fjárfesta í 5.29 hlutföllum, betra fyrir pyngjuna til lengri tíma litið því 5.71 eru býsna brothætt.
11.02.2003 at 14:18 #468226
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta lág hlutföll eru auðvitað viðkvæmari heldur en þau sem hærri eru, þetta er ekki nema kannski rétt rúmlega ein tönn á pinjon í einu á kambinum. Auðvitað er hægt að stúta því ef óvarlega er farið, en þetta þolir alla venjulega notkun. Persónulega kýs ég allavega að hafa lægri hlutföll og böðlast minna og er því vel sáttur við 5,71. Bíllinn er bara að virka betur í snjó þannig búinn.
11.02.2003 at 16:13 #468228
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Er einhver önnur leið til að lækka hlutföll heldur en að skipta út drifhlutfalli????
s.s. að breyta gírum fá nýjan pinion eða eitthvað????
Ég þarf að fara í 5,71 hlutfall á mínum bíl þegar ég set 38" undir en hef heyrt að það sé ekki nógu sterkt þar sem að of fáar tennur taki álagið.
Kveðja
Hjalti
11.02.2003 at 16:36 #468230Hlutfallið er milli kambs og pinjóns. Það eru líka til [url]tannhjól í millikassa[/url].
11.02.2003 at 16:37 #468232Hlutfallið er milli kambs og pinjóns. Það eru líka til [url=http://www.marlincrawler.com/gearsets.html:a76kyitz]tannhjól í millikassa[/url:a76kyitz].
11.02.2003 at 22:22 #468234Þetta snýst ekki bara um niðurgírun í lága drifinu, líka í háa á venjulegum götuakstri. Hlutfallið þarf að vera þannig að bíllinn sé ekki of þungur af stað og kraftlaus í venjulegum akstri. Eins og eik bendir á þá er orðið hægt að fá niðurgírun meiri í millikassann, það er líka hægt að setja aukamilligír sem hefur tölvert verið sett í Hilux týpurnar, þetta hjálpar hins vegar ekki upp á í háadrifinu. Það hafa verið settir Rocky millikassar í einhverja, hann er með niðurgírun í háa þannig að hægt er að vera með hærra hlutfall í drifi, ef ég man rétt þá hefur t.d. verið notað 4,30. Orginal millikasinn er þá notaður í milligír til að ná góðri niðurgírun í lága, en Rocky kassinn er ekki með neitt sérstakt í lága. Hins vegar held ég að það sé ekki sérstök ástæða til að vera hræddur við 5,71 hlutfallið miðað við þann fjölda sen notar það, þetta snýst líka um afl, ef það er mikið þá er það líklega ekki skinsamlegt, en org Toy vélarnar eru held ég ekki vandamál hvað það varðar. Það væri best fyrir þig að komast í að prófa eða fá að heyra frá einhverju sem er með sambærilegan bíl á 5,29 hvernig það kemur út.
Kv. Helgi
12.02.2003 at 00:22 #468236Ég er með 5:71 í bílnum nú þegar þannig að það er eiginlega ekki spurning um hvaða hlutföll verða í bílnum. Er nokkur ástæða til að fara að hugsa út í að gíra bílinn niður svona þegar maður er rétt að byrja í þessum bransa?
Þegar kemur að styrkleika 5:71 drifhlutfallsins þá er ég búinn að eiga bílinn í 2 ár og ég er búinn að stúta, og þá meina ég stúta, framdrifinu einu sinni.
Kannski smá þjösnaskapur í mér en maður tapar sér jú stundum í gleðinni
12.02.2003 at 10:03 #468238
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Úr því þú ert með 5.71 í bílnum er þetta engin spurning um að halda sig við þau. Drifið getur brotnað af ýmsum ástæðum og örugglega nokkuð um að þau séu að brotna vegna þess að þau séu ekki nógu vel stillt inn, það er nákvæmisverk sem aðeins nokkrum snillingum er treystandi fyrir. Ég veit allavega dæmi þess að hærri hlutföll en 5.71 hafa verið að brotna af því þetta hefur ekki verið gert nógu vel, þrátt fyrir að fagmenn hafi verið látnir um verkið. Hlutföllin sem eru í bílnum hjá mér minnir mig að séu búin að vera þar í einhver 6 ár og það held ég sé bara ágætis ending því bílinn er keyrður mikið.
Það er rétt sem bent er á hérna að þetta snýst um fleira en lægstu niðurgírun. Menn hafa lent í því að eyðslan rýkur upp úr öllu valdi ef hlutföllin eru of há og bílinn verður allur leiðinlegri í akstri. Sérstaklega á þetta við ef þú ert með bensínvélina, dieselinn vinnur líklega betur með 5.29 hlutföllunum.
Kv – Skúli
12.02.2003 at 10:43 #468240Sammála Skúla.
Ég ók sjálfur á 1:5,71 hlutföllum í nokkur ár og þau entust vel þrátt fyrir talsverða notkun. Hins vegar er þetta aldrei í lagi hjá sumum og ég held að innstillingin (ásamt auðvitað meðferð) skipti miklu meira máli en margir halda.
Það er einungis á færi nokkurra manna að stilla inn hlutföll svo vel sé.
Ferðakveðja,
BÞV
12.02.2003 at 14:13 #468242Ég er nokkuð viss um að drifið sé rétt styllt inn, en með hverjum mælið þið annars, þetta er jú eitthvað sem maður vill vera handviss um að sé í lagi.
Ég fór í fyrstu ferðina á nýju framdrifi síðustu helgi og alltaf þegar ég var að hjakka (fara úr fyrsta gír í bakk) kom högg, frekar hátt, sem ég taldi koma úr drifinu. Gæti það orsakast af illa stylltu drifi eða eitthverju öðru?
12.02.2003 at 14:13 #468244Ég stillti inn hlutfall hjá mér að aftan fyrir nokkru, það er nokkuð vandaverk og borgar sig að fá einhvern sem kann vel til verka ef maður treystir sér ekki til þess sjálfur.
Einnig vil ég benda á að því fylgir oft ákveðin serimónía að "tilkeyra" hlutföllin, þ.e. fyrstu kílómetrana (nokkur hundruð), er kambur og pinjón að slípa sig saman og herðast. Svo þarf að skipta um olíu innan ákveðins tíma (ca 500km minnir mig). Leiðbeiningar um þetta er að finna með hlutföllunum ef grannt er skoðað.
Hvað stýrisganginn á þessum bílum varðar, þá borgar sig ekki að skrúfa bílinn upp á klöfunum eins og áður hefur komið fram, bíllinn verður grjóthastur og rásandi í stýrinu þrátt fyrir styrkingu á upphengju sem er samt nauðsynleg. Ástæðan er að stýrisendarnir á millibilsstönginni eru ekki í beinni línu og hún vindur upp á sig fram og til baka ef normalstaðan er of hátt.
kv.
Grizz
12.02.2003 at 14:16 #468246Ef höggið er bara þegar þú setur í bakk, gæti verið að aftasta festingin á drifinu sé eitthvað slöpp, kannski farinn púði eða eitthvað, ég lenti í að þessi festing brotnaði eitthvað og það orsakaði heilmikinn gauragang.
kv.
Grizz
18.02.2003 at 21:46 #468248Vitið þið hvernig maður ber sig að þegar maður klippir úr fyrir 38". Hvað þarf að klippa mikið o.s.frv.
18.02.2003 at 22:29 #468250Sæll David.
Ég missti þráðinn þarna um daginn og sá ekki spurninguna þína. Ég hef látið Aron Árnason hjá Jeppaþjónustunni Smiðjuvegi 32 Kópavogi (587-2930) stilla inn mín hlutföll. Þau hafa komið vel út. Sjálfsagt eru til aðrir góðir menn í þessu líka en ég get mælt með Jeppaþjónustunni.
Til gamans: Ég ók Ca. 110 þ.km. á 5,71 og braut aðeins einu sinni afturhlutfall þrátt fyrir óvægna notkun oft á tíðum (dregið, hjakkað, tosað og rykkt, m.a. í erfiðum krapatúrum). Er einnig búinn að keyra 105 þ.km. á "7,5 Barbí framdrifi (tveir bílar 32/73 þ.km) án þess að brjóta drif, jafnvel þótt sumir haldi því fram að þau séu svo léleg að ekki sé óhætt að fara einbíla til Hafnarfjarðar…
Ferðakveðja,
BÞV
20.02.2003 at 00:15 #468252Ég vil þakka fyrir þær upplýsingar. Ég var að spekulera í því hvort að maður þarf að ráðast mikið á innra brettið á bílnum við breytinguna. Ef svo er hvað þarf maður að gera?
Annars þakka ég enn og aftur fyrir upplýsingarnar.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.