FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

38″ breyting á Patrol 3.0

by

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › 38″ breyting á Patrol 3.0

This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Ólafur A. Hallgrímsson Ólafur A. Hallgrímsson 21 years, 6 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 03.01.2004 at 15:35 #193382
    Profile photo of
    Anonymous

    – Hvað kostar vönduð breyting á Patrol fyrir 38″ dekk?
    – Hver er c.a. efniskostnaðurinn fyrir utan felgur og dekk?
    – Er einhver með lista yfir hvað „vönduð“ breyting ætti að innihalda sem er gott að hafa þegar beðið er um tilboð í breytinguna?

  • Creator
    Topic
Viewing 8 replies - 1 through 8 (of 8 total)
  • Author
    Replies
  • 04.01.2004 at 00:05 #483212
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ég lét breyta mínum patrol hjá FÓ Beytingar, Friðrik Ólafsson og sá Atli um það. hann er snillingur að mín mati. Góð og ódýr þjónusta. Ég ákvað að gleyma því sem fyrst hvað það kostaði en þeir voru ódýrastir skv. tilboði. Ég get mælt með þeim.





    04.01.2004 at 00:38 #483214
    Profile photo of Lúther Gestsson
    Lúther Gestsson
    Member
    • Umræður: 101
    • Svör: 1860

    Ekki ætla ég að efast eitt augnablik að þeir hjá FÓ breytingum kunni ekki til verka, enn hvað léstu þá setja í bílinn? Hlutföll, læsingu, 2faldann lið í framskaft, stýrislengingu, aukatanka eða milligír aukarafkerfi???

    Sem sagt er bíllinn klár sem alvöru fjallabíll?
    Ég er að láta breyta mínum og ákvað að láta breytingaverkstæði sem sérhæfir sig í þessu sjá um þetta og tek allt nema milligírinn þetta er reyndar 95 árgerð og verður kostnaðurinn rétt um 500.000 mínus dekk og felgur.

    KV Lúther





    04.01.2004 at 00:50 #483216
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Fyrir hvaða áramót færðu Pattann Lúddi ???? Áttu nokkurn séns á því að komast á næsta þorrablót 4×4 á þessum eðal fák. Mér þætti verra að vita af þér á vélsleða, miðað við seinasta þorrablót :)





    04.01.2004 at 01:09 #483218
    Profile photo of Lúther Gestsson
    Lúther Gestsson
    Member
    • Umræður: 101
    • Svör: 1860

    Nei er þú vakandi svona seint.

    Það VERÐUR farinn jómfrúarferð á bílnum 10 Janúar 2004 já ég sagði 2004:)sem sagt allt að smella saman.

    Nei vonandi þarf ég ekki vélsleða enda ekki miklar líkur á að ég setjist á svoleiðis færiband aftur, reyndar bara heppinn að vera í lifandi manna tölu í dag.

    Enn það er satt að nú styttist í þorrablót í Setrinu og mun ég að öllum líkindum fá að etja kappi við Palla á 44" pæjunni, á leið uppúr með matinn, ekki að ég hafi stórar áhyggjur af því Rallýji, enn ef þú veist um sleða á lausu væri kannski vissara að þú byðir Palla hann.

    Kv.Lúther





    04.01.2004 at 01:18 #483220
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Ég og spúsa mín höfum hugsað okkur að reyna að fá miða á þetta fræga þorrablót. Það er vissara að teyma þig innúr svo maður fái nú eitthvað að borða.

    Annars átti þessi þráður að vera um Patrol breytingar og vil ég benda viðkomandi á að tala við sem flest breytingarverkstæði og fá tilboð með verklýsingu.

    Hlynur





    04.01.2004 at 02:03 #483222
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sælir!
    Ég mæli með Bigga í Breyti. Talaðu við hann. Hann er sanngjarn og hefur nú breytt þeim ófáum.

    Jónas

    Ps. Hlynur, er bílinn þinn bein- eða sjálfskiptur, ertu með milligír og hvaða hlutföll etru með í ofurpattanum.





    04.01.2004 at 14:38 #483224
    Profile photo of Ólafur A. Hallgrímsson
    Ólafur A. Hallgrímsson
    Participant
    • Umræður: 24
    • Svör: 385

    Það er ekki hægt að segja hvað VÖNDUÐ breyting eigi að kosta, fer alveg eftir kröfum um búnað.
    Fáðu upp verð á þeim hlutum sem þú ætlar að nota svo sem gormar, demparar drifhlutföll, læsingar, stýristjakkur og svo framvegis.
    Rest er svo kostnaður vegna vinnu. Gerðu verðsamanburð, fáðu tilboð frá fleiri en einum aðila.

    Ef þú ætlar ekki í stærri dekk en 38? er athugandi að sleppa drifhlutföllum og taka milligír með lægrahlutfallinu, svo má alltaf setja drifhlutföll síðar sérstaklega ef framlás er ekki tekinn með í startpakkanum.

    Varðandi FÓ Breytingar þarf að fylgjast sérstaklega með því að þeir stilli læsingar í afturdrifi eftir að sett hefur verið lægra hlutfall í hásinguna. Þeir eiga sök á allnokkrum brotnum drifum og læsingum vegna slælegra vinnubragða, með tilheyrandi kostnaði og óþægindum.
    Kveðja
    Óli Hall.





    04.01.2004 at 16:25 #483226
    Profile photo of Ólafur A. Hallgrímsson
    Ólafur A. Hallgrímsson
    Participant
    • Umræður: 24
    • Svör: 385

    Og annað varðandi milligírana ef tekinn er milligír frá Jeppasmiðjunni Ljónsstöðum settu STRAX orginal pakkdós í gírinn ,þéttir á milli gírkassa og milligírs, Jeppasmiðjumenn eru gjarnir á að nota ópasslegar dósir.

    Það hefur komið fyrir að þær hafi hreimlega dottið úr sætinu.
    Það kostar ca. 25.000 kr að skipta um 1.000kr pakkdós, eftir að sú ópasslega dettur úr.

    Kv.
    Óli Hall.





  • Author
    Replies
Viewing 8 replies - 1 through 8 (of 8 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.