Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › 38″ álit á dekkjum
This topic contains 46 replies, has 1 voice, and was last updated by Freyr Þórsson 15 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
15.11.2006 at 19:14 #198967
fyrir bíl sem er ca 2,3 tonn á þyngd hvað eru bestu dekkin
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
18.11.2006 at 01:40 #568174
Þú ætlar greinilega ekki að svara spurningunum sem ég lagði fyrir þig hér að ofan. Það segir sína sögu.
-Einar
18.11.2006 at 02:44 #56817642" dekkin eru radial en 44" ekki.
það er aðalmálið, fjóta betur hefði maður haldið.
18.11.2006 at 11:40 #568178Hvernig er með mikkann eru menn ekkert að mæla með þeim, ég hef ferðast með bílum á þessum dekkjum og hafa þau verið að gera betri hluti í snjó en graundinn og mudderinn.
Síðan eru þau að mínu mati mun betri keyrsludekk, þau eru steipt í mót og eru því alveg hringlótt og eru mun hljóðlátari.
hef reynslu af því þar sem pabbi átti 100 cruiser á 38"GH og var að fá sér nýjann á MT og það er allt annar bíll að keyra
18.11.2006 at 15:22 #568180það er ekkert mál að svara þessu hjá þér þar sem ég hef ekkert að fela.Fyrir ca 3-4 árum síðan vorum við að flytja inn dekk sem hétu Parnelli og Trxus þau hentuðu ekki hér og það voru eingöngu í stærðinni 38×15,5 R15.
hvernig bílar þetta voru þá voru þetta allar gerðir bíla .En mér þykir merkilegast þetta sem þú sagðir.Má kannske ekki segja sannleikann, ef hann stangast á við viðskiptahagsmuni? Það er vert að minna á að hlutverk 4×4 er að gæta hagsmuna jeppamanna, ekki fyrirtækja sem selja þeim vörur eða þjónustu.
En þá getur þú væntanlega upplýst þína félaga hvað það eru margar tegundir í 37" dekkjum og stærri sem hafa komið vandamála laust í gegnum Íslenka jeppamennsku í gegnum árinn .Og svo getur sagt mönnum og að sjáfsögðu konum líka hvað það var sem var að þessum dekkjum og hvaða tegundir það eru.En líklega er Super swamper dekkin ein bestu dekk á landinu annars líta MT dekkin vel út
kv ÁSI
18.11.2006 at 16:28 #568182Alltaf gaman þegar einhver tekur sig til og skellir fram spurningunni hvaða dekk séu best. Þá fer alltaf að stað eitthvað skemmtilegt því allir vita svarið við þessari spurningu þó svörin séu mörg.
Eins og með allt snýst þetta alltaf um til hvers þú ætlar að nota dekkin og hvaða eiginleikar skipta mestu máli. Dekk sem ekki stendur til að nota til vetrarferða velur maður öðruvísi en dekk undir jeppa sem notaður er í slíkt. En með þetta síðarnefnda þá er oft verið að horfa talsvert á flotið í snjó og þá eru þessi atriði með mýkt í hliðum og hvernig þau bælast, þá að hliðar séu ekki of þykkar og stífar og hvort þau yfir höfuð þoli úrhleypingu. Ég held að í þessu sé rétt sem margir segja að þarna sé toppurinn Mudder, GH, DickCepek og svo núna örugglega AT dekkin komin í þann hóp. Hins vegar allavega á síðustu árum er annað sem ég held að sé vert að spá í og það er hvernig þau virka í krapa og þessháttar veseni. Ég hallast að þeirri kenningu að þar hjálpi að munstrið sé gróft, gróf dekk krafli sig betur áfram en fíngerð. Þá vil ég meina að DickCepek detti út af topplistanum. Nú þekki ég ekki Mickey Thomson en ég gæti vel trúað að þau geri ágæta hluti í þessu. En spurning hvað þau gera í floti sem auðvitað skiptir líka hellings máli.
Á hinn bóginn fyrir malbikið eru gróf dekk oft leiðinleg og hávaðasöm, en eiginleikar á malbiki skipta mig nákvæmlega engu máli, jafnvel þó ég noti jeppan dags daglega.
Kv – Skúli
18.11.2006 at 17:52 #568184fyrir Snjóakstur er Mudder, Ground hawk og AT405 sem virðast virka best vegna þess að þau eru með þunnar hliðar og föst á felgunni, Ég verð að viðurkenna að AT 405 hefur ekki mikla reynslu á bak við sig, ég er búinn að vera á svona dekkjum í 4 ár en fyrsta framleiðsla kom fyrir einu ári.
Það eru komin Ný 38" DC sem eru með stífari hliðar en þau gömlu en virðast samt leggjast þokkalega, sama má segja um MT dekkin, Bæði þessi dekk er útilokað að nota í snjóakstur án Beadlock. því þau eru mjög laus á felgunni. en bæði eru úrvals malbiksdekk.
18.11.2006 at 18:31 #568186hvering er gúmmíið í þessum nýju DC? slitna þau jafn hratt og önnur DC dekk? Ég verð nú að segja að ég kann vel við að keyra á DC, sérstaklega á malbiki, og þau eru fín í þurrum snjó. Reyndar aldrei verið almennilega sáttur við þau í blautum snjó og krapa. En samt hef valdi ég nú að kaupa mudder, einfaldlega vegna þess að mér finnst DC slitna alltof hratt. Og en mér finnst það eiga við 31-32", 38" og 44", hef ekki reynslu af millistærðunum.
En hver er annars munur á stífleika á þessum nýju super swamper dekkjum og þeim eldri? Félagi minn á eins bíl (hilux) var nefnilega á super swamper af eldri gerðinni og náði engu floti útúr þeim þó svo allt loftið væri farið. Eru þessi nýrri eitthvað mýkri?
18.11.2006 at 20:12 #568188
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Mudder er það dekk sem er jafn best í alla staði, bara eins með það og aðrar tegundir er prísinn. AT er líka að koma vel út en svo er þetta með flegu breidd sem er hinn endinn á trúarbragðar línunni og þar mæli ég með 13,75"breidd.
Mudder,GH,subersvamer,dc hef ég notað undir 2,5-3,3tonna bíla og stendur mudder upp úr sem alhliðar dekk á 13,75" felgum OG dekkinn skána með aldrinum. (upp að vissu marki) svo ef þú kemst yfir mudder þá ert þú í góðum málum
Siggi g
18.11.2006 at 20:18 #568190
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Baldur ég er á nýjum dc og það sem kemur mér á óvart er einmitt slitið það er nánast ekkert og er búið að snúað þeim alveg helling og það á malbiki.
En ég er sammála þau eru ekki nothæf við úrhleypingu nema með beddlok eða stórum kannti og helling af lími.
En gripið er nokkuð gott í snjó þ.e. þjóðvega snjó.
Kv siggi g
18.11.2006 at 20:38 #568192Jæja þetta er orðin góð umræða um 38" dekk hér en erum við ekki að tala um alltof lítil dekk fyrir þennan bíl. Menn hafa oft sagt að 38" dugi fyrir bíla allt að 2 tonnum og þar yfir þurfi menn að stækka þ.e.a.s. ef menn ætla að fara í þungar jeppaferðir. Án þess að fara út í 44" breytingu þá myndi ég mæla með Irok 39.5 á 13" breiðum felgum. Þessi dekk eru að vísu mjög stíf original en það má laga með öflugum skurði. Faðir minn ekur um á þessum dekkjum á Grand cherokee sem vigtar nálægt 2 tonnum og líkar vel við. Þau drífa mjög vel í snjó, frábær í hálku og hoppa ekki neitt. Ég tek það fram að dekkin eru á breikkuðum felgum með völsuðum kanti til að koma í veg fyrir affelgun sem hrjáð hefur þessi dekk. Sú vinna var unnin af Guðmundi í G.J. Járnsmíði. Þessi dekk eru ekki balansseruð, semsagt alveg kringlótt og vel smíðuð dekk og greinilega felgurnar líka. Hér í tenglinum má sjá hvers konar skurður var gerður til að koma í veg fyrir sprungumyndun líkt og talað hefur verið um áður hér á vefnum. En aðallega eru þessir skurðir til að mýkja dekkin fyrir snjóakstur. Þessi dekk myndu skila þér mestri drifgetu án þess þó að fara í miklar 44" breytingar.
kv Gunnar Ingihttp://www.mmedia.is/gjjarn/sjeppar/dek … aindex.htm
18.11.2006 at 20:45 #568194Sælir,
ef að dekkin eru að snúast á felgunum er bara eitt að gera sem vit er í ….stækka felgurnar, valsa þær út svo amk 30 til 40 psi þurfi til að koma gúmmíinu á stálið……Frost kveðja…
19.11.2006 at 18:40 #568196
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir, er mér ekki óhætt að nota 12tommu felgur fyrir 38 tommu dc? þykist vita að 10tommu sé of mjótt. Ég get hugsanlega fengið dekkin gefins og langar að prufa að máta þau undir hjá mér. Annars er bíllinn ekki nema ca. 1500kg þannig að 36an sem er undir dugar kannski bara. (en hvar er nú stuðið í því?)
19.11.2006 at 19:45 #568198
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
12" tommur er alltílæ enn það munar um að fara í 14" í floti…. það er min reynsla ekki það að eg var sjalfur með 38"dc á 10" álfelgum fyrsta jeppaveturinn minn og gekk agætlega fór td um allan vatnajökul á hilux svona skóuðum…. bara spurning um að prufa na ser i reynslu og sja hvað maður gerir seinna meir
kv Mikki.
19.11.2006 at 20:00 #568200Get bara ekki orða bundist því eitt er alveg klárt að eftir að nýju MT dekkin komu til sögunnar fór allt í einu að vera hægt að drífa á 38" Patról.
Þessi dekk eru bylting og líkist munurinn á þeim og eldri gerðum 38" radial dekkja helst því þegar menn fóru af 38" nælon dekkjum yfir á 38" radial.
Ég hef prófað þessi dekki undir bæði LC120 og Patrol og útkoman var frábær undir báðum bílum. Ferðafélagar samskonar bílum en á örðum dekkjum áttu ekki möguleika í mjög svo þungu færi þar sem bæði reyndi á flot og grip.
Þrjár gerðir eru til í munstri: ATZ sem eru fín munstruð og mikið fín skornin, MTZ sem eru með svipuðu munstri og mudder nema með fínum skurði að auki og Baja Claw sem eru mjög gróf munstruð. Þannig að allir ættu að finna munstur við sitt hæfi.
Kv.
Steinar
19.11.2006 at 23:25 #568202Djö. sem ég er þreyttur á þessu dekkjakjaftæði.
hef ekki áhuga á að láta dekkjasala eða aðra drulla yfir mig ef ég segi í hreinskilni frá dekkjum sem fóru í tætlur af minnsta tilefni eftir nokkurhundruð km akstur, eða sem rifnuðu á hliðum eftir 30 km snjóakstur, eða sem hvellsprungu á leiðinni í mosfellsbæ, eða sem voru svo þung að 15 lítra bíll fór að eyða 25l/100km.
Ef menn eru að spá í dekk sem drífa og þola þá meðferð sem þau þurfa að gera þá eru AÐ MÍNU MATI bara 2 teg. sem koma til greina.
Auðv. er margt sem spilar inn í en númer 1 er hvernig bíl þú ekur á (þ.e. þyngd bílsins)
"gamli" Patrol (að 97) = 38" Mudder
"nýi" Patrol (eftir 98) = 44" DCVangaveltur:
Þegar menn tala um Patrol er gott að hafa í huga að Patrol til 97 og patrol eftir 97 er ekki sami bíllinn, a.m.k ekki hvað drifgetu varðar.
20.11.2006 at 09:41 #568204Gleymdir þú nokkuð að taka pillurnar þínar? Það er nú einhvernvegin þannig að ég held að það sé ekki hægt að alhæfa svona um dekk. Sitt sýnist hverjum og það hafa allir eitthvað til síns máls. Mér finnst eiga ágætlega við að láta fylga hér eina vísu.
Sá sem veit að rangt er rangt,
og ávalt rétt hið rétta,
hann á að vissu leyti langt
í land að skilja þetta.Góðar stundir (fyrirgefðu Hlynur)
Klemmi.
20.11.2006 at 10:40 #568206Sælir félagar.
Þessi nýju M/T – MTZ 38" dekk hafa reynst mér vel. Setti þau undir í fyrra vetur og er ég mjög ánægður með þau það sem komið er. Þessi dekk eru laus við allt hopp og eru mun hljóðlátari en bæði Mudd og GH dekkin sem voru áður undir. Mudderinn reyndist me´r vel áður eins og flestum en ef menn vilja aðeins meira þá er þetta málið. Það er líka mikill munur á floti á þessum dekkjum samanborið við hinar tvær gerðirnar. Þau eru hinsvegar að taka mun meira afl til sýn og eyðslan eykst eitthvað smá. Mæli hiklaust með þessum dekkjum.
mbk,
Jói R-78
20.11.2006 at 13:20 #568208já Klemmi minn, ég var eitthvað pirraður í gær. Dreif ekkert á nýja bílnum og allt í volli. . . . . .
Sammála ofangreindu, mjög fínt að keyra á MTZ og AT, sú litla reynsla sem ég hef af þeim í snjó er viðunandi.
Nota Bene: mjög jákvætt ef dekkjasalar tjá sig hér á vefnum. Einn öðrum fremur hefur enda lagt sig verulega fram um að leysa þau mál sem upp hafa komið.
20.11.2006 at 14:15 #568210Þetta er ansi skemmtileg og fróðleg lesning hérna…. Ef maður ætti svo að draga einhverja ályktun frá þessu þá er hún……… ehmm kannski ekki.
En eitt finnst mér vanta hér og það eru Toyo dekkin frá bílabúð Benna. Stebbi í Trúðunum er með þessi dekk undir Pajeró hjá sér og ég sé ekki betur en að hann sé að gera mjög fína hluti á þessum hjólum og kallinn er rosalega sáttur við dekkin. Ég hef ekki keyrt á þessu sjálfur en þau líta vel út.
Benni
20.11.2006 at 18:34 #568212ég er á 38"mt baja clow undir núna. á líka 38"dc og ég fer mikið lengra á mt reyndar eru mt microskorinn er að tala um snjó akstur
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.