This topic contains 27 replies, has 1 voice, and was last updated by Stefán Dal 15 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
24.08.2008 at 15:48 #202825
Nú er fyrirhuguð benzín væðing í pjattrollu.
Eru einhverjir sem hafa púslað saman 350chevy í pattana sína og eru til í að blæða visku sinni?
Eina v8 væðingin sem ég hef rekist á hér á síðunni í patrol er einn sem er með Ford Cobru vélina og kassa úr 4.2 patta.Með von um góð svör: Hjörtur
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
24.08.2008 at 18:13 #628174
Ástralarnir gera [u:rpydaaij][b:rpydaaij][url=http://www.marks4wd.com/products/engine-trans-conversions/nissan/npatrol.html:rpydaaij]eitthvað[/url:rpydaaij][/b:rpydaaij][/u:rpydaaij] af þessu, ýmist með því að nota nissan gírkassa (ekki 2.8 og millikassa. En trúlegast er ódýrast að nota ameríska kassa líka.
-haffi
24.08.2008 at 21:19 #628176Selfoss er handan við hornið !
[url=http://www.bilasolur.is/Main.asp?show=CAR&BILASALA=4&BILAR_ID=160419&FRAMLEIDANDI=NISSAN&GERD=PATROL%20Y60A%20GAMLA%20LAGIÐ%2044“%20350CC&ARGERD_FRA=1992&ARGERD_TIL=1994&VERD_FRA=750&VERD_TIL=1350&EXCLUDE_BILAR_ID=160419][b:29u4dewf]Xtreme Patrol[/b:29u4dewf][/url]
24.08.2008 at 22:51 #628178ég hef smá reynslu af þessu og þá notaði ég 350 og 700 skiptingu aftaná og svo smíðuðu ljónsstaðabræður millistykki svo ég gæti notað millikassan úr patrol og held þar með handbremsuni áfram
26.08.2008 at 00:10 #628180Þetta er góð hugmynd . Hvernig 350 rellu ertu með ? bein innssp. eða blöndung ? hvaða árgerð .
Þú getur notað 4,2 Patrol gírkassan og látið smíða milliplötu milli kassa og vélar .
Best er að nota Lettann alveg aftur úr ef hægt er .
Það er ekkert mál með handbremsuna . Settu bara framhjóladælur úr 1800 Subaru í staðinn , þær passa nánast á Pattann , eftir smá mix ertu með
handbremsu á báðum afturhjólum .
700 Letta skiptingin er með lægsta fyrsta gírnum auk þess að vera með 4 gír yfirgír .
Verður að fá mjög góða kælingu .
NP 208 millikassinn eða NP 241 eru góðir .
Það eru millikassar og skiptingar úr nýrri bílunum sem eru með rafmagnsskiptingar og er ekki sniðugt í svona mix .
26.08.2008 at 11:07 #628182Er ekki hætta á því að bíllinn eyði of miklu !!
Er þetta einhver skynsemi að setja V8 í breyttan jeppa.
Mæli með því að tjúna frekar 2,8 patrol vélina.
Hef heyrt að hún sé feiknalega öflug, mikið tog og afl. Hef nokkrum sinnum setið í Patrol með 2,8 og var með hálsríg í nokkra daga á eftir, slík var orkan.Kveðja, Theodor.
26.08.2008 at 12:54 #628184Hálsríg eftir 2,8 Patrol – hmmm…Það er ótrúlegt…hélt einmitt að Patrolinn væri góður í að þjálfa upp þolinmóða bílstjóra sem eru yfirleitt ekkert að flýta sér
En þetta er góð hugmynd að troða svona vél í húddið þó ég sé reyndar bara mjög sáttur við minn Patt – 3.0. Maður er þá ekki að missa´n í spól í óþarfa !
26.08.2008 at 22:07 #628186Takk fyrir gott svar valgeir.
Ég er ekki kominn með vél er að leita. Vil helst með innspýtingu. Er svo bara að spá í með hvernig ég á útbúa kassa.
26.08.2008 at 22:13 #628188Thedór ég mæli með Málbandi! ég held að u ættir að kaupa þér hálskraga og ganga með hann. Neinei ég er að grínast það er alveg hægt að kreista úr 2.8 vélunum en það er bara ekki nóg fyrir mig. En takk fyrir góða hugleiðingu.
Plús það að þær eyða alveg eins og andskotinn og ferðafélagarnir hverfa í reyk. V8 eyðir ekki minna en gæti eytt svipað í venjulegum akstri og með lægni. Og þar sem maður fer ekki eins og oft og maður gerði áður fyrr að þá væri miklu skemmtilegra að hafa fleiri hross og hafa meira gaman.
27.08.2008 at 00:30 #628190Gaman að sjá að menn vilji að þetta japanska dót hreyfist eitthvað áfram, annars má ég til með að setja spurningamerki við það sem Theódór er að segja. Er þetta ekki sami Theódór sem er að setja 540 ci Chevy í gamlan Land cruiser og var að spyrja okkur á kvartmíluspjallinu hvort að GM 4L80 skiftingin myndi halda. Ég gat ekki sleppt því að skjóta aðeins á kallinn.
Kv, Stefán Þ.
27.08.2008 at 11:57 #628192það er sennilega núna eins og oft áður.
Grín eða kaldhæðni skilar sér illa í gegnum netið.
en fáránlegt að þið sjáið ekki húmorinn hjá honum.
27.08.2008 at 12:06 #628194er, að mínu mati, stórlega vanmetin maskína. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
Mikið sem ég varð hissa er ég eignaðist Landcruiser 4.0L TDI og uppgötvaði að gamli Patrolinn var mun sprækari og skemmtilegri bíll. Miklu betri snjóbíll, skemtilegri fjöðrun, minni eyðsla og bilaði minna, að minnsta kosti ekki meira en þetta ofmetna Toyotu brak. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
En ef menn vilja endilega skipta út ágætri 2.8L vél, þá þeir um það. Ef ég sjálfur vaknaði einn morgunin með slíkar glapræðis hugmyndir í kollinum ætli ég færi þá ekki aftur í 6.5L . . . minni hætta á hálsríg og öðrum leiðindafylgikvillum sem oft fylgja víst bílum með ofurvélum.
27.08.2008 at 12:28 #628196toyotan ??? var hún ekki bara úrbrædd???
en annars fynnst mér frábært að þú skulir vera að bera saman 90 og eithvað árgerð af patrol við 80 og eithvað árgerð af landcruiser.
ég ætla allavegana að pattinn hafi bilað örlítið minna heldur en crúserinn,
gleði stundir…
Bæring
27.08.2008 at 12:34 #628198hér er slóð á ágætis kitt en með þessu notaru toy millikassa.
[url=http://cgi.ebay.com/ebaymotors/ws/eBayISAPI.dll?ViewItem&item=230285068552&ssPageName=ADME:L:LCA:MT:31:1dfnszhn][b:1dfnszhn]ebay[/b:1dfnszhn][/url:1dfnszhn]
27.08.2008 at 12:35 #628200já samanburður er vandmeðfarið fyrirbæri. En svona til áréttingar – Þessir gullmolar sem ég var að vísa til í fyrri pósti voru 88 árg. af Toyotu og 90 árg. af Patrol . . . man nú ekki nákvæmlega kílómetrastöðuna en hún var svipuð, nema hvað Patrolinn var aðeins meira ekinn sem kannski skýrir málið. Allir vita að því meira sem Patrol er keyrður því minna . . . ja hvernig á að orða það . . . er eftir til að laga . . . ekkert ósvipað og FORD . . . . en ehmm það er nú annað mál sem ekki verður farið nánar út í hér.
27.08.2008 at 13:49 #628202Stórsnjallt að setja lettan í húddið. Vélin fæst á litla peninga og er bara þræl skemmtileg.
Það er eitt sem þú þarft að passa og það er að setja hana þannig upp að hún sé að vinna á lágum snúning með öðrum orðum ekki hafa of heitan ás. Þó svo að þú hafir afl í 350 þá er það togið sem kemur manni mest áfram. Þegar vélin er að vinna þannig að þú þarf alltaf að skifta niður þá færðu allt í einu of mikið afl út í hjólin og spólar þig niður. Að sjálfsögðu er ég eingöngu að tala um akstur í snjó.
Mundu bara að vanda allan frágang strax ekki nota gamlar slöngur, hosur og þess háttar. Þetta skilar sér strax í bíl sem er nokkuð stabíll. Ég get nú ekki mælt með 700 skiftingunni þar sem mitt álit á henni er minna en ekki neitt. Hún hefur þó þann kost að hún er með overdrive og kostar ekki mikla peninga. Ekki hafa bílinn beinskiftan það er hundleiðinlegt að keyra slíkt farartæki með allt harðlæst í djúpum snjó. Sjálfskifting með góðan kæli er málið.Kveðja, Theodor.
27.08.2008 at 14:56 #628204Hvað varð annars um þessar geggjuðu myndir af þessum geggjaða landcruiser sem ég er búinn að eyða heilu dögunum í að leita að
15.09.2008 at 22:34 #628206Jæja er ennþá að leita að vél.
En er ennþá að spá í hvað ég á að setja aftan á hana??
Var að spá í til dæmis 350skiftingu, en hvaða millikassa á ég að smella aftan á hana? Einhverjar hugmyndir?
Eða á ég að fá mér einhvern gm kassa? hvaða kassa get ég sett á?? Einhverntíman heyrði ég talað um einhvern 5gíra gm álkassa?Sá einhvern 8cyl patta um daginn sem mér var sagt að væri með 350 í húddinu, með sílsapúst, var sagt að hann væri frá selfossi?
Veit einhver um þennan bíl? og hvað er þá púslað saman í hann? Ef einhver veit eitthvað um hann endilega deilið upplísingum. Fínt að fá einhverja hugmynd um hvað væri hægt að púsla saman í bílinn.Og ef einhver á 350mótor endilega bjallið í mig. 8682884
15.09.2008 at 22:49 #628208Þú spyrð um extreme patrolinn þe. þennan með sílsapustið. Hann er víst með patrol 4.2 gírkassa held ég örugglega. Ég veit ekki hvaða verðhugmynd þú hefur í kollinum en ég mundi mæla með dýrari vél frekar en ódýrari. Eftir að hafa prufað að eiga GM mótor sem er ekki með gömlu hefðbundnu kveikjunni, heldur alveg elekrónísk og með innspýtingu þá falla eldri gerðir í skuggann. Ég mundi mæla með Vortec 6.0L, heita LQ4 og LQ9 og koma í GM jeppum mörgum og einnig Hummer H2, yfirleitt með 4L65E skiptingu sem er svipuð gömlu 700r4 nema rafstýrð, ekki það sterkasta en sama innvols og í 350 skiptingu. Ég mundi amk. mæla með kassa með overdrive, vegna eyðslu. gírkassarnir sem þú spyrð um eru new process/new venture NV3500 og NV4500
Kv. Ásgeir
P.s skemmtilegur þráður, gaman þegar menn eru að spá í svona hlutum
15.09.2008 at 23:12 #628210xtream pattinn er þannig að þar er 350 í húddinu að ég held 383 í dag svo 5 gíra gm gíkassi úr 19 og eitthvað pickup svo er 208 sem logear og patrol kassi aftaná öllu heila klabbinu þetta virkar alveg snildar vel. get kannski frætt þig eitthvað meira mátt hafa samband við mig í síma 8490511
17.09.2008 at 16:14 #628212hvað má maður blása mikið inná 2.8tdi
1992
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.