FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

31. grein Náttúruverndardraganna. Akstur utanvega.

by Sveinbjörn Halldórsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Hagsmuna- og Baráttumál › 31. grein Náttúruverndardraganna. Akstur utanvega.

This topic contains 4 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Elías Þorsteinsson Elías Þorsteinsson 12 years, 7 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 12.10.2012 at 21:06 #224636
    Profile photo of Sveinbjörn Halldórsson
    Sveinbjörn Halldórsson
    Keymaster

    Þetta er greinin sjálf. Skoðið vel svartletraða textann.

    Bannað er að aka vélknúnum ökutækjum utan vega. Þó er heimilt að aka slíkum tækjum á jöklum og snævi þakinni jörð utan vega utan þéttbýlis svo fremi jörð sé frosin og augljóst að ekki sé hætta á náttúruspjöllum.

    Heimilt er að stöðva og leggja vélknúnum ökutækjum þétt við vegkant ef það veldur ekki náttúruspjöllum eða slysahættu.
    Þrátt fyrir ákvæði 1. málsl. 1. mgr. er heimilt, ef nauðsyn krefur, að aka vélknúnum
    ökutækjum utan vega vegna lögreglustarfa, sjúkraflutninga og björgunarstarfa. Ráðherra
    skal, að fengnum tillögum Umhverfisstofnunar, kveða í reglugerð á um undanþágur frá banni
    skv. 1. málsl. 1. mgr., m.a. vegna starfa manna við landbúnað, landgræðslu og heftingu
    landbrots, landmælingar, línu- og vegalagnir, lagningu veitukerfa og rannsóknir, sem og um
    heimild Umhverfisstofnunar til að veita undanþágu vegna annarra sérstakra aðstæðna. Í
    þeim tilvikum sem heimild er til aksturs utan vega er ökumanni skylt að gæta sérstakrar
    varkárni og forðast að valda náttúruspjöllum. Ráðherra getur í reglugerð, að fengnum
    tillögum Umhverfisstofnunar, takmarkað eða bannað akstur á jöklum og frosinni og snævi
    þakinni jörð þar sem hætta er á náttúruspjöllum eða óþægindum fyrir aðra sem þar eru á
    ferð.

    Ólögmætur akstur utan vega varðar refsingu, sbr. 91. gr.

    Sérreglur um takmörkun á akstri utan vega í auglýsingu um friðlýsingu svæðis eða í
    umsýsluáætlun fyrir svæðið ganga framar undanþágum frá banni við akstri utan vega
    samkvæmt 1. og 2. mgr.

  • Creator
    Topic
Viewing 4 replies - 1 through 4 (of 4 total)
  • Author
    Replies
  • 12.10.2012 at 21:12 #759005
    Profile photo of Sveinbjörn Halldórsson
    Sveinbjörn Halldórsson
    Keymaster
    • Umræður: 87
    • Svör: 859

    Hér kemur greinagerðin. Þar er margt sem þarf að skoða svartletrað.

    [b:2b7lr0bq]Samkvæmt 1. mgr. greinarinnar er akstur vélknúinna ökutækja utan vega bannaður. Þó er gert ráð fyrir að heimilt sé að aka slíkum tækjum á jöklum og á snævi þakinni jörð utan þéttbýlis svo fremi jörð sé frosin og augljóst að slíkt valdi ekki náttúruspjöllum.[/b:2b7lr0bq]

    [b:2b7lr0bq]Með orðalaginu „augljóst“ er sérstök áhersla á það lögð að um er að ræða þrönga undantekningu
    á meginreglunni um bann við akstri utan vega.[/b:2b7lr0bq]

    [size=110:2b7lr0bq][b:2b7lr0bq]Hér þarf þá að huga að því að enda þótt snjóþekja sé yfir kann jörð að vera ófrosin undir og við þær aðstæður getur akstur valdið náttúruspjöllum.[/b:2b7lr0bq][/size:2b7lr0bq]

    Um hugtakið náttúruspjöll vísast til athugasemda við 6. gr. Í lokamálslið 1. mgr. er tekið fram að heimilt sé að stöðva og leggja vélknúnum ökutækjum þétt við vegkantef það veldur ekki náttúruspjöllum eða slysahættu. Ákvæðið er nýmæli þótt talið hafi verið að þetta væri heimilt. Rétt er að geta þess að sérákvæði um akstur utan vega í þéttbýli er í 5. gr. a umferðarlaga, nr. 50/1987. Í 2. mgr. er fjallað um undanþágur frá meginreglunni um bann við akstri utan vega. Skýrt er kveðið á um heimild til aksturs utan vega vegna lögreglustarfa, sjúkraflutninga og björgunarstarfa ef nauðsyn krefur. Gert er ráð fyrir að ráðherra kveði í reglugerð á um aðrar undanþágur vegna ýmissa mikilvægra starfa út um landið og einnig um heimild Umhverfisstofnunar til að veita undanþágur vegna annarra sérstakra aðstæðna. Lögð er áhersla á að slíkar heimildir ber að túlka þröngt og beita af varúð. Nefna má sem dæmi að tiltekin framkvæmd sem leyfi hefur fengist fyrir getur kallað á að undanþága verði veitt, t.d. ef ekki liggja að framkvæmdastaðnum vegir eða vegslóðar sem heimilt er að aka á. Meta verður hverju sinni hvort aðstæður séu með þeim hætti að þær réttlæti undanþágu. Í greininni er kveðið á um sérstaka aðgæsluskyldu ökumanna sem heimild hafa til að aka utan vega.

    [size=110:2b7lr0bq][b:2b7lr0bq]Þá hefur greinin að geyma heimild fyrir ráðherra til að takmarka eða banna akstur á jöklum og á frosinni og snævi þakinni jörð þar sem hætta er á náttúruspjöllum eða óþægindum fyrir aðra sem þar eru á ferð.[/b:2b7lr0bq][/size:2b7lr0bq]

    Í 3. mgr. greinarinnar er áréttað að ólögmætur akstur utan vega varði refsingu, sbr. 91. gr. frumvarpsins.
    Í 4. mgr. er lagt til að sérstaklega verði tekið fram að sérreglur um takmörkun á akstri utan vega í auglýsingu um friðlýsingu svæðis eða í umsýsluáætlun fyrir svæðið gangi framar undanþágum frá banni við akstri utan vega skv. 1. og 2. mgr. Samkvæmt 4. mgr. 38. gr. frumvarpsins skal ráðherra kveða í auglýsingu um friðlýsingu nánar á um takmörkun umferðar sem leiðir af friðlýsingunni. <strong>Því er ljóst að slík ákvæði friðlýsinga geta takmarkað frekar rétt almennings til að fara um á vélknúnum ökutækjum.

    [b:2b7lr0bq]Í 2. mgr. 40. gr. er ráðherra.[/b:2b7lr0bq]
    Heimilað að fela Umhverfisstofnun að setja reglur m.a. um umferð manna í umsýsluáætlun fyrir friðlýst svæði, sbr. 81. gr. Gert er ráð fyrir að slíkar reglur gangi einnig framar undanþágum skv. 1. og 2. mgr. 31. gr.





    12.10.2012 at 21:16 #759007
    Profile photo of Sveinbjörn Halldórsson
    Sveinbjörn Halldórsson
    Keymaster
    • Umræður: 87
    • Svör: 859

    Hér er svar okkar við 31. greininni

    Það er mat Ferðaklúbbsins 4×4 að ráðherra og Umhverfisstofnun sé falið óhóflegt vald til að banna akstur á jöklum, frosinni og snævi þakinni jörð. Að heimila lokun þar sem hætta er á óþægindum fyrir aðra sem þar eru á ferð verður að telja afar opna og óskilgreinda heimild til þessara aðila.

    [b:3fdm1u2p][size=110:3fdm1u2p]Hver ætlar að meta hver veldur hverjum óþægindum?[/size:3fdm1u2p][/b:3fdm1u2p]

    [b:3fdm1u2p]Bent skal á að jörð getur verið ófrosin þó yfir henni sé þriggja metra snjólag og því engin hætta á náttúruspjöllum. Ekki er lengra síðan en í byrjun september að landsvæði fóru bókstaflega á kaf í snjó og ljóst að jörð undir var ófrosin.[/b:3fdm1u2p]

    Þau vélknúnu ökutæki sem notuð eru við akstur á snjó eru byggð til þess að fljóta ofan á snjó.
    Ljóst er að samkvæmt núgildandi náttúruverndarlögum og þeim drögum sem hér liggja fyrir er óheimilt að valda spjöllum á landi vegna aksturs utanvega.

    [b:3fdm1u2p][size=110:3fdm1u2p]Að heimila ráðherra í reglugerð að banna akstur á jöklum og snævi þakinni jörð þar sem hætta er á náttúruspjöllum er í raun hjákátleg heimild, ljóst má vera að snjóalög geta breyst á nokkrum klukkustundum og þar sem hætta er á náttúruspjöllum í dag getur verið hættulaust á morgun. Gera verður ráð fyrir að almenningur hafi enn til að bera skynsemi til að meta aðstæður.[/size:3fdm1u2p][/b:3fdm1u2p]





    13.10.2012 at 08:53 #759009
    Profile photo of Logi Már Einarsson
    Logi Már Einarsson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 1247

    Mér sýnist að með þessu sé verið að gefa ráðherra vald til að gera það sem honum sýnist þegar honum sýnist. Finnst alls ekki í lagi að það sé gert og getur leitt af sér ýmislegt miður skemmtilegt. Það má með þessu segja að ráðherra sé ekki lengur ráðherra heldur einræðisherra og öll vitum við hvenig það virkar. Sérstaklega ef hrokafullur einstaklingur velst í þetta ráðuneyti. L.





    16.10.2012 at 00:26 #759011
    Profile photo of Elías Þorsteinsson
    Elías Þorsteinsson
    Participant
    • Umræður: 53
    • Svör: 1158

    Þessari grein þarf að mótmæla kröftuglega eins við höfum einnig gert í Eyjafjarðardeild.
    Sammála Sveinbirni um þessar athugasemdir.
    Logi: það þurfa fleiri að vera sammála og að þeir láti sér heyra.

    Kv,Elli. A830.





  • Author
    Replies
Viewing 4 replies - 1 through 4 (of 4 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.