This topic contains 4 replies, has 1 voice, and was last updated by Elías Þorsteinsson 12 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Þetta er greinin sjálf. Skoðið vel svartletraða textann.
Bannað er að aka vélknúnum ökutækjum utan vega. Þó er heimilt að aka slíkum tækjum á jöklum og snævi þakinni jörð utan vega utan þéttbýlis svo fremi jörð sé frosin og augljóst að ekki sé hætta á náttúruspjöllum.
Heimilt er að stöðva og leggja vélknúnum ökutækjum þétt við vegkant ef það veldur ekki náttúruspjöllum eða slysahættu.
Þrátt fyrir ákvæði 1. málsl. 1. mgr. er heimilt, ef nauðsyn krefur, að aka vélknúnum
ökutækjum utan vega vegna lögreglustarfa, sjúkraflutninga og björgunarstarfa. Ráðherra
skal, að fengnum tillögum Umhverfisstofnunar, kveða í reglugerð á um undanþágur frá banni
skv. 1. málsl. 1. mgr., m.a. vegna starfa manna við landbúnað, landgræðslu og heftingu
landbrots, landmælingar, línu- og vegalagnir, lagningu veitukerfa og rannsóknir, sem og um
heimild Umhverfisstofnunar til að veita undanþágu vegna annarra sérstakra aðstæðna. Í
þeim tilvikum sem heimild er til aksturs utan vega er ökumanni skylt að gæta sérstakrar
varkárni og forðast að valda náttúruspjöllum. Ráðherra getur í reglugerð, að fengnum
tillögum Umhverfisstofnunar, takmarkað eða bannað akstur á jöklum og frosinni og snævi
þakinni jörð þar sem hætta er á náttúruspjöllum eða óþægindum fyrir aðra sem þar eru á
ferð.Ólögmætur akstur utan vega varðar refsingu, sbr. 91. gr.
Sérreglur um takmörkun á akstri utan vega í auglýsingu um friðlýsingu svæðis eða í
umsýsluáætlun fyrir svæðið ganga framar undanþágum frá banni við akstri utan vega
samkvæmt 1. og 2. mgr.
You must be logged in to reply to this topic.