Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › 3″ púst í Musso ??
This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
06.10.2003 at 08:34 #192954
Sælt veri fólkið
Veit einhver til þess að menn séu að setja opið 3″ púst í Musso, hver sé þá að smíða svoleiðis og þá hvort slíkt sé eitthvað að virka yfir höfuð ?
Kveðja
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
06.10.2003 at 09:49 #477418
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Veit nú ekki hvort einhverjir séu að setja þetta í fínu musso-jeppana sína..en það sem ég veit er að vélin andar léttar s.s. aflaukning um 3-5%-meiri hávaði-skemmtilegra hljóð..fyrir suma…:-)
06.10.2003 at 10:29 #477420
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Pústið fæst í Hafnarfirðinum hjá BJB í Flatahrauni. Rétt hjá Kremlverjanum, að vinnslan eykst.
06.10.2003 at 11:08 #477422
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll…
Þú þarft ekki 3" púst í Mússóinn…..ég er með einn slíkan..ég lét taka alla kútana undan honum og er með einn opinn 3" kút sem dregur aðeins úr hlóði og það ger breytti bílnum…
Þú finnur kannski ekkert svo rosalegan kraftmun…..heldur áttu að sjá að túrbínan kemur fyrr inn en hún gerði fyrir þessa breytingu sem gerir það að verkum að þá ertu að ná betra togi útúr vélinni.
Það er það sem þú átt að vera að sækjast eftir.
Málið er að sem dæmi minn bíll er með 2.5" púst original þannig að það kostaði mig 12.000.- (með vaski) að láta kippa kútunum úr og setja rör í staðinn og einn opinn 3" kút. Þetta er ódýrasta kraftaukning sem þú getur fengið.
Svo er líka hægt að fikta aðeins í olíuverkinu sem gerir að hann skilar sér betur. Túrbínan er að koma inn hjá mér í ca: 1100 snúníngum á mínútu. ætla að reyna að ná honum undir 1000. Þá er ég mjög sáttur.
Kveðja
(músar) Rindill
06.10.2003 at 11:40 #477424
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Rindill þú ert með 38" breyttan Musso, ekki satt?
Veist þú hversu mikið mál er að breyta Mussonum úr 35" breytingunni þannig að hægt sé að koma 38" undir? Er nauðsynlegt að færa hásingu og ef svo er, hversu mikið mál það sé?
Dugi 35" kantanrir eða þurfi maður að skipta?Hvar maður fái það sem til þarf, s.s. kanta og annað á sem lægtsu verði…?
Takk, takk!
Torx
06.10.2003 at 11:52 #477426Sæll..
Ég verð að taka undir með rindlinum um að þú ættir að ná ágætis árangri með að taka kútana undan ef þú ert með 2,5" púst fyrir. Ég er með músso með 2,5" púst og var ég að láta taka undan kútana og opnaði allveg út. Og var stein hissa á því hvað gott getur batnað, því vélin er að vinna miklu betur á lægri snúning. Nú hljóðið í bílnum er mun skárra.
06.10.2003 at 12:29 #477428
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Mbk/Torx
p.s. endurtek spurningar mínar hér fyrir ofan 😉
06.10.2003 at 12:43 #477430
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll….
Það er erfitt að svara þessum spurningum þínum nema að sjá bílinn. Það ætti ekki að vera stórmál að breyta honum úr 35" í 38" dekk. Það fer eftir því hversu vel 35" breyttur hann er fyrir.
Það væri gaman að sjá bílinn til að geta gert sér grein fyrir þessu. Svo þetta með kantana er ég ekki viss um. Það getur verið að það þurfi ekki að skipta um kanta. Ég man ekki alveg hvernig það er en mig minnir að 35" og 38" kantarnir séu nánast eins.
Það er hægt að skoða þetta miðað við hvernig bíllinn hjá mér er.
Ef þú vilt skoða það er bara að hafa samband við mig. Er ekki með minn á götunni eins og er enn verður hann kominn á götuna í næstu viku ef allt gengur að óskum.
Kveðja
Rindill!
06.10.2003 at 23:02 #477432Farið varlega í að bæta við oliuna,
ef olian er sett of mikil miðað við loft inn á
vélina verður pústhitinn altof hár og þú lendir fljótlega í
vondum málum.
ótt viðmið að vélin reiki mjög lítið undir álagi.
Kveðja.
06.10.2003 at 23:46 #477434
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég ætlaði að setja 3" púst á minn Musso og talaði við nokkra aðila og kynnti mér þetta einnig á netinu.
Niðurstaðan var eftirfarandi: Ef þú ert á 6cyl bíl þá er í lagi að setja 3" púst, en ef þú ert á 4cyl þá alls ekki láta 3" púst. Stærðin á pústinu ræðst af vélarstærðinni og of stórt púst getur þýtt aflmissi vegna þess að vélin nær ekki að fylla pústkerfið og þá færðu bakslag sem gerir vélinni erfiðara fyrir.
Þannig að þetta ræðst af vélarstærðinni. Einnig passaðu að fá þér KN síu svo flæðið sé líka gott inní vélina.
07.10.2003 at 00:43 #477436Það er töluverð breyting frá 35" í 38" á Musso.
Meiri úrklippa, stærri kantar, færsla á afturhásingu og ýmislegt fleira, t.d. væri undirvagnssíkkun æskileg.
Talaðu við Breytingaverkstæði Bílabúðar Benna til að fá betri hugmynd um muninn. Það kostar ekkert að spyrja.Kveðja Steinmar
08.10.2003 at 15:45 #477438
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir..
ég átti Musso ´99 og setti 3" púst í hann og bíllinn stórbatnaði í krafti , ég held að það sé betra að setja 3" púst fyrst þú ert að breyta þessu á annað borð , td eru flestir Patrol komnir með 3" púst með 4 cyl. vélinni.
Að breyta Musso af 35" og yfir á 38" er talsverð breyting , Steinmar lýsti þessu vel enda vann hann við að breyta þessum bílum.
Kannski getur SNAKE ( núna Rindill ) breytt honum fyrir þig enda telur hann það ekki mikið mál , það er vafalaust lítið mál að gera það í huganum .
Það er lítið af 35" breytinguni sem að nýtist ef þú ætlar á 38" og síðan er nauðsynlegt að undirvagnshækka bílinn ,
það er svart og hvítt með tilliti til drifgetu . ( búinn að prófa það )mbk Pési
08.10.2003 at 17:32 #477440
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég er með 38" breyttan bíl, sem ég hef á 35" á sumrin. Fór á Eyjafjallajökul ásamt fleirum á 35". Fylgdi auðveldlega í slóð 38" Cruisera, þannig að ekki ætti að vera stórnauðsynlegt að ráðast í að breyta úr 35 í 38".
Vigfús
10.10.2003 at 12:30 #477442
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Góðan dag…
Ég þarf að leiðrétta það sem ég sagði um breytingu úr 35" í 38". Bíllin sem ég hafði sem viðmiðun er 35" breyttur en er aftur á móti með hásinga færsluna og 38" kanta, loftlæsingar að framan og aftan, það eina sem átti eftir að gera við þann bíl til að setja hann á 38" dekk var að hækka hann jafn mikið og 38" bíllinn er. Biðst ég velvirðingar á þessum misskilningi mínum.
Ég var að skoða annan 35" breyttan bíl sem er EKKI eins breytt og þessum 35" bíl sem ég var með í huga. Sá bíll þarf hásingafærslu og nýja kanta. Veit ekki hvaða hlutföll sá bíll var á, en í hann vantaði einnig læsingar.
Þannig að ég fór með rangt mál þar sem að sá bíll sem ég var með til viðmiðunar virðist hafa verið einsdæmi.
En ef þú ert að spá í þetta af einhverri alvöru þá myndi ég tala við Tóta á breytingar verkstæðinu hjá Benna….Hann kann þetta allt og er mjög liðlegur og fínn að tala við.
Kveðja Siggi
10.10.2003 at 15:11 #477444
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Geri það. Takk fyrir upplýsingarnar.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.