FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

3" púst

by Kristján Jóhannesson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › 3" púst

This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Stefán Stefánsson Stefán Stefánsson 15 years, 5 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 12.12.2009 at 21:13 #209082
    Profile photo of Kristján Jóhannesson
    Kristján Jóhannesson
    Participant

    Sælt veri fólkið

    Mínar vangaveltur snúast í þetta sinn um 3 tommu púst………

    Er það að gera, það sem lofað er að það geri, þe, er það að auka torkið í bílnum, ég ræddi við mann um daginn sem fullyrti að svo væri ekki, og ég er að velta því fyrir mér, hvort að það hafi einhverntíma verið mælt, (fyrir og eftir)

    eða hvað………

    er einhver sem getur sagt mér með vissu að ég sé að kaupa mér meira tork með 3 tommu pústi?

    Kv Kristján

  • Creator
    Topic
Viewing 13 replies - 1 through 13 (of 13 total)
  • Author
    Replies
  • 12.12.2009 at 21:43 #671286
    Profile photo of Magnús Guðmundsson
    Magnús Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 141
    • Svör: 1565

    Sælir, það fer nú svolítið eftir því hversu stóra vél þú ert með? Pústverkstæðið Ás og Pústþjónusta Einars, telja bæði að í minn bíl sem er Nissan Navara dc 2003 með 2.5tdi vél sem alveg nóg að setja 2.5" púst og opna kúta. BJB selur mikið af 3" og opna kúta. Talaðu við þessa aðila og fáðu ráðleggingar hjá þeim. Það er mikill verðmunur hjá þessum aðilum svo það er um að gera að fara í rannsóknarvinnu.
    Það er t.d. ekki sett 3" púst í bensínvélar frá Kananum nema vélin sé komin yfir 4.o ltr.

    Vona að þetta hjálpi eitthvað,
    Kv. Magnús G.





    12.12.2009 at 21:56 #671288
    Profile photo of Kristján Jóhannesson
    Kristján Jóhannesson
    Participant
    • Umræður: 20
    • Svör: 74

    ég er með 2.8 Patrol vél

    ég er búinn að fara í þessa kalla, Einar og svo BJB, og báðir sögðu 3" alveg engin spurning, en er það til í dæminu að ég sé að tapa torki við það?





    12.12.2009 at 22:27 #671290
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Það hringdi í mig maður um daginn að leita ráða varðandi þetta atriði. Hann átti pantaðan tíma í púst-sverkun daginn eftir fyrir 2.8 Patrol.

    Ég bað hann um að fara út á þjóðveg og mæla hröðunina í Patrolnum með skeiðklukku. T.d í hæðsta gír frá 50 km hraða og upp í 100, eða eitthvað álíka. Bæði fyrir og eftir púst-ísetningu til að fá það á hreint hvernig þetta virkaði. Ég er ekki viss um að hann hafi þorað því.

    Ég er síðan ekki alveg sannfærður um að pústkverkstæðin séu bestu hlutlausu upplýsingaveitur um gagnsemi sverra pústkerfa. Sem þau selja sjálf í stórum stíl.





    12.12.2009 at 23:32 #671292
    Profile photo of Agnar Benónýsson
    Agnar Benónýsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 3080

    sælir
    ég skipti út orginal pústi fyrir 3" opið rör á 2.8 lítra patrol hér um árið og það jók torkið engin spurning. Eftir breytinguna gat ég farið upp Kambana í 4 í stað 3 (bíllinn var á orginal hlutföllum og á 38" dekkjum).





    13.12.2009 at 16:42 #671294
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ég er búin að mæla þetta fór með patrol i bekk og mældi með orginal pústinu og skifti um púst setti 3“ frá bjb og mældi aftur og niðurstaðan var sorgleg billinn skilaði sömu kw en togið minkaði um ca 20 nm þannig að ég á útprentunina úr bekknum ef menn vilja stúdera þetta eitthvað. kv Tommi





    13.12.2009 at 17:57 #671296
    Profile photo of Stefán Stefánsson
    Stefán Stefánsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 2647

    [quote="tommitota":3dbyanun]Ég er búin að mæla þetta fór með patrol i bekk og mældi með orginal pústinu og skifti um púst setti 3“ frá bjb og mældi aftur og niðurstaðan var sorgleg billinn skilaði sömu kw en togið minkaði um ca 20 nm þannig að ég á útprentunina úr bekknum ef menn vilja stúdera þetta eitthvað. kv Tommi[/quote:3dbyanun]

    Ég ætla ekki að efast um niðurstöðurnar úr þessu Dyno testi en hvernig er þá hægt að útskýra það að meirihluti þeirra sem svera upp pústið á stóru jeppunum með litlu díselvélarnar græða 1 gír í brekkum eins og Kömbunum og Skíðaskálabrekkuni?
    Ég er mikill efasemdamaður að uplagi á svona hókus pókus hestaflaaukningar en ég get staðfest svona dæmi í 2.5 Pajero, og þá vill ég meina að fremsti parturinn sé mikilvægastur afþví að orginal pústið var farið í sundur fyrir aftan millikassa og þar var ein opin sprengitúba, hann batnaði við að svera upp þann hluta. Fór í 2.5" með einni túbu aftast og fann strax tilfinnanlegan mun á frískleika og dugnaði í löngum brekkum. Og allar gírskiptingar úti á vegi minka eins og í framúrakstri.
    Ef ég myndi einhverju breyta hjá mér í dag þá færi ég í 3" downpipe og kanski aðeins lengra afturúr.





    13.12.2009 at 18:37 #671298
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    [quote="tommitota":zoyefuqv]Ég er búin að mæla þetta fór með patrol i bekk og mældi með orginal pústinu og skifti um púst setti 3“ frá bjb og mældi aftur og niðurstaðan var sorgleg billinn skilaði sömu kw en togið minkaði um ca 20 nm þannig að ég á útprentunina úr bekknum ef menn vilja stúdera þetta eitthvað. kv Tommi[/quote:zoyefuqv]
    Takk fyrir þetta, það væri fróðlegt að fá meiri upplýsingar.
    Hvaða árg af patrol og hvernig vél?
    Var búið að setja intercooler í bílinn?
    Var búið að bæta við olíuverkið?
    Var engu breytt milli dynotestanna öðru en pústinu?
    Var pústkerfið undir bílnum þokkalega heilt fyrir breytinguna?
    Hversu mikið var bíllinn ekinn?

    Síðast en ekki síst væri mjög gaman að sjá dynoútprentunina – getur þú tekið mynd af henni, eða skannað hana inn og sent inn hingað?





    13.12.2009 at 21:59 #671300
    Profile photo of Haukur Þór Smárason
    Haukur Þór Smárason
    Participant
    • Umræður: 52
    • Svör: 664

    Eru menn að kaupa sér tilbúnar beygjur sem eru 3" alla leið í gegn og sjóða þær á rörin eða eru menn að kremja rörin í beygjur? Það munar alveg helling um það að hafa góðar beygjur.

    Túrbínan snýst fyrr og nær fyrr upp boosti ef að það myndast ekki mótstaða í pústinu, það er það sem menn græða á að svera pústið. Því fyrr sem boostið kemur því fyrr kemur aflið.





    14.12.2009 at 00:43 #671302
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    hæ strákar þettað er patti 97 árg ek 260þ var settur kooler i hann þegar hann var ekin ca 7 þ á fyrsta ári og þettað var orginal pústið sem ég tók úr sæmilega heilt ég breitti engu öðru þegar ég skifti um pústið og eg tók nokkur rönn i bekknum bæði fyrir og eftir pústskiftin og niðurstaðan var alltaf sú sama sömu kw og kringum 20nm lægri með bjb pústinu.ég á i dag sambærilegan patta með opnu 2,5 pústi og hann er spækari og skemtilegri en samt kúlerslaus ennþá.





    14.12.2009 at 13:07 #671304
    Profile photo of Jón Garðar Helgason
    Jón Garðar Helgason
    Participant
    • Umræður: 42
    • Svör: 638

    Sælir

    Ég lét setja 3" púst í pattann minn og mér fannst bíllinn fyrst og fremst breytast þannig að túrbínan var heldur fyrr inn. Ekki nóg en munaði samt. Ég lagði upp með það að auka þrýstinginn á túrbínunni og hækka á olíuverkinu en ég held (þó að ég hafi hvorki mælingar né samanburð) að þær breytingar hafi skilað sér betur út af svera pústinu. S.s. aukaloftið sem ég bætti við skilaði sér a.m.k. á sama hraða út eða hraðar og ölli ekki meiri mótstöðu fyrir aftan túrbínuna heldur en var áður. Þegar túrbínan var komin í 14-15 pund og olían eins og ég þorði (var með afgashitamæli) var 2,8 mótorinn að þrælvirka. Millikælirinn komst ekki lengra en í bílsskúrinn.

    Ég vann þessar breytingar í skömmtum en eftir að þeim "lauk" gat ég notað bílinn í tæpt ár þegar mótorinn fór svo illa á stangarlegu að mér þótti ekki ástæða til að eyða meiri peningum í hana.

    Kv Jón Garðar





    14.12.2009 at 17:13 #671306
    Profile photo of Atli Már Agnarsson
    Atli Már Agnarsson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 50

    Ég er með ´95 árg af Patta 2,8ltr, setti 2,5" púst og kooler í á sama tíma og ég fann fyrir mikilli aukningu. Er með orginal hlutföllinn ennþá í bílnum, en ég fékk fimmta gírinn alveg til baka við þessa breytingu. Er að ferðast mikið með öðrum Patrol sem að var ekki búinn að gera þessa breytingu og enn og aftur þá var mikill munur á bílunnum. Bílarnir voru mjög svipað uppsettir og á sömu dekkja tegundum og stærðum. Mér var sagt á sínum tíma að það væri enginn munur á 2.5" og 3" pústum í Patrolnum, nema hvað að það væri aðeins meira "sound" í sverara pústinu.

    kv atli





    14.12.2009 at 19:18 #671308
    Profile photo of Kristján Arnór Gretarsson
    Kristján Arnór Gretarsson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 971

    [quote="stebbi":2yn586zg][quote="tommitota":2yn586zg]Ég er búin að mæla þetta fór með patrol i bekk og mældi með orginal pústinu og skifti um púst setti 3“ frá bjb og mældi aftur og niðurstaðan var sorgleg billinn skilaði sömu kw en togið minkaði um ca 20 nm þannig að ég á útprentunina úr bekknum ef menn vilja stúdera þetta eitthvað. kv Tommi[/quote:2yn586zg]

    Ég ætla ekki að efast um niðurstöðurnar úr þessu Dyno testi en hvernig er þá hægt að útskýra það að meirihluti þeirra sem svera upp pústið á stóru jeppunum með litlu díselvélarnar græða 1 gír í brekkum eins og Kömbunum og Skíðaskálabrekkuni?
    Ég er mikill efasemdamaður að uplagi á svona hókus pókus hestaflaaukningar en ég get staðfest svona dæmi í 2.5 Pajero, og þá vill ég meina að fremsti parturinn sé mikilvægastur afþví að orginal pústið var farið í sundur fyrir aftan millikassa og þar var ein opin sprengitúba, hann batnaði við að svera upp þann hluta. Fór í 2.5" með einni túbu aftast og fann strax tilfinnanlegan mun á frískleika og dugnaði í löngum brekkum. Og allar gírskiptingar úti á vegi minka eins og í framúrakstri.
    Ef ég myndi einhverju breyta hjá mér í dag þá færi ég í 3" downpipe og kanski aðeins lengra afturúr.[/quote:2yn586zg]

    Það er vendupunktur í sverleika á Downpipe, þar sem þú byrjar að tapa afli, og er ástæðan sú að útþenslan á loftinu í gegnum turbinuna truflast af loftinu í gegnum waste-gate ið. Idial lausin er að hafa wastegatið í sér lögn og ekki sameina eitthvað aftar í pústinu.
    [img:2yn586zg]http://www.elektro.com/~audi/stromung/img11t.jpg[/img:2yn586zg]





    14.12.2009 at 20:45 #671310
    Profile photo of Stefán Stefánsson
    Stefán Stefánsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 2647

    Eru ekki flestir af þessum jeppum sem við notum með internal wastegate, ég man ekki eftir því að hafa séð hilux, pajero eða patrol öðruvísi en með þessum hefðbunda 3gja bolta flangs og einu röri. Svo getur það verið vitleysa í mér.





  • Author
    Replies
Viewing 13 replies - 1 through 13 (of 13 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.