This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðmundur Jónsson 17 years, 6 months ago.
-
Topic
-
3 banaslys á árinu Jeppi er í aðalhlutverki í öllum slysunum.
Aðeins hefur borið á að umferðastofa og lögregla hafa verið að hreykja sér af vel heppnuðu átaki um hraðaáróður og að aukið eftirlit sé að skila sér.
Raunveruleikinn er sá að alvarlegum slysum og dauðsföllum fjölgaði stórlega.á fyrstu fimm mánuðum 2007 saman borið við fyrstu fimm mánuði 2006. Alvarleg slys og banaslys voru 46 árið 2006 en voru orðin 69 í lok maí 2007. Það er mjög fín lína á milli þess hvort maður lifir eða ekki í alvarlegum slysum. Sökum þess hve úrtakið er lítið þá gefur dánartíðni mill ára litla vísbendingu um hvor umferðin sé öruggari eða ekki.. Jafnvél þó hraðinn hafi ekkert minkað og slysatíðnin hafi hækkað þá hefur dánartíðni minkað. Mér sýnist að nær væri að þakka þetta betri öryggisbúnaði í bílum, loftpúðum og slíku sem hefur stóraukist í umferðinni sökum góðærisins. Alla veganna er ljóst að þvaðrið í fjölmiðlum um að það sé hættulegt að aka hratt hefur ekki skilað neinu mælanlegu enda er ekki hættulegt að aka hratt nema fyrir þá sem geta það ekki og þeir eru jú margir eins og sést af lestri annarra þráð hér.
Jeppar breyttir eða óbreyttir eru hinsvegar enn sem fyrri í aðalhlutverki þegar kemur að alvarlegum slysum og eftir mínu vit er mun hættulegar að aka á 90 km / kl á 2.5 tonna jeppa en að vera á 140 km /kl á venjulegum 1200 kg fólksbíl.
Heimildir Umferðarstofa
Akið varlega
You must be logged in to reply to this topic.