This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Árni Bergsson 16 years, 11 months ago.
-
Topic
-
sæl öll
er með 3.0 Patrol sem tók upp á því í sumar að kveikja á ljósi í mælaborðinu sem handbókin segir að þýði að það sé vatn í hráolíusíunni (ljósið lítur út eins vél, er vinstra megin niðri). Prófaði að tappa undan síunni en það kom ekki dropi. Skipti því um síu en ekkert lagaðist þangað til ég fyllti tankinn aftur, þá hvarf þetta. Þessu fylgir líka doldið kraftleysi.
Svo gerðist þetta aftur núna í haust þegar ég dældi á milli tanka en þá skipti ég um loftsíu og olíusíu og þetta hvarf. Ég tók einnig aukatankinn undan og hreinsaði út úr honum með volgu vatni og þurrkaði. Ekkert sást í hráolíusínunni.
Nú var ég dæla á milli tanka í dag og þá kveiknar þetta helvítis ljós enn og aftur og enn fylgir smá krafleysi. Sían keyrð 3000 km.
Þetta lýsir sér eins og það sé einhver skítur í síunni en aldrei finnst neitt þar. Hver fjandinn getur þetta verið, bilun í einhverjum skynjara sem truflar innspýtingu inn á vélina ? Hefur einhver lent í þessu ?
kveðja
Agnar
p.s. blóm og kransar og sorglega lélegir Patrol brandarar afþakkaðir !
You must be logged in to reply to this topic.