Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › 3.0 EFI í Hilux
This topic contains 18 replies, has 1 voice, and was last updated by Smári Sigurbjörnsson 18 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
26.02.2006 at 21:20 #197420
Sælir félagar
Ég er með Hilux doublecap með 22RE vél. Er mikið mál að setja í hann V6 3.0 EFI (3VZE) úr t.d. 4runner eða Xtracap?
Passa vélarpúðarnir, er notaður sami gírkassi og með 22RE vélinni eða þarf vél með gírkassa… er rafkerfið sem er í bílnum nýtanlegt fyrir V6 vélina eða þarf að færa allt á milli?
Þetta eru bara svona pælingarVeit einhver til þess að þetta hafi verið gert?
Kv.
Óskar Andri -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
26.02.2006 at 23:30 #544872
Ég hélt að engum myndi detta þetta í hug þar sem v6 vélin er ekkert svaka heillandi kostur.
Hins vegar þá gat ég notað gírkassa úr 4 cyl bensín bíl í bílinn minn sem er með dísel vélinni, það eina sem þurfti að gera var að skrúfa kúplings húsið af kassanum og nota það hús sem passar á vélina.
Veit ekki með mótorpúðana en líklega eru þeir alveg einsKv. BjarniM
26.02.2006 at 23:47 #544874Óskar, þú setur bara AMERÍSKA 4.3 Vortec ofan í þetta og sjálfskiptingu og málið er steindautt!
kv. Kristinn
26.02.2006 at 23:58 #544876Ég veit ekki til að þetta hafi verið gert, enda kannski ekki mikill ávinningur, en hvað gerir maður ekki fyrir breytingar, breytingana vegna
Mótor púðarnir passa ekki, það þarf að breyta þeim, en alls ekki mikið mál. (best að skera þá í heilu lagi úr V6 bíl og sjóða svo aftur fast í þinn)
Það borgar sig að setja allt úr V6 bílnum yfir í þinn, enda hægt að fá víða gírkassa/ssk. + vél fyrir lítið.
Persónu lega mundi ég fá mér sjálfskiftingu ef ég væri í þessu veseni. Muna bara að fá bitan fyrir kassan/ssk. með dótinu.Svo er bara að klippa heilan úr þínum bíl (bara vírana sem eru tendir bílnum/boddýinu, ekkert svo margir) og lóða V6 heilan í staðinn, þetta eru nánast allt vírar sem eru eins á litin í báðum heilum.
Víra flækjan sem fer í vélina úr heila notar þú áfram complet úr V6.
Þetta er alls ekkert svo mikið mál að gera þetta, sennilega miklu minna en þú heldur
Ef þú ert að spá í þessu í alvöru, mátt þú hringja í mig og ég skal útskýra þetta fyrir þér nákvæmar.
Það gæti meira að segja verið að ég ætti svona vél og tilheyrandi handa þér.
Kv. Atli E.
27.02.2006 at 00:02 #544878Væri ekki nær að fara í 3.0L 4cyl TDI Landcrúser vél?
Já eða 4.3 Vortec V6.
27.02.2006 at 00:08 #544880er t.d til sölu ein 4,3 með rafkerfi, líst betur á það en 3,0 runner. Fyrst þú ætlar að fara að eyða meira bensíni, þá er nú alveg eins hægtg að gera það með stærri mótor.
https://old.f4x4.is/new/ads/?file=varahlutir/5262
27.02.2006 at 00:11 #544882Það borgar sig nú sennilega seint að fara að setja dísel vél í þennan fák.
Hann getur líklega fengið 30-40 stk. V6 vélar fyrir eina 3.0 TD vél sem eyðir næstum jafn mikið.
4.3 vortec er spennandi, en er til breytiplata milli 4.3 vortec og toyota (asins) sjálfskifingar?
27.02.2006 at 00:11 #544884Einhverjar af fyrstu vélunum sem komu í Hilux voru mun öflugri en þær sem koma uppúr ’90 og eru skráðar 143hö. Gömlu vélarnar komu upp sem 177hö í varahlutakatalogum og man ég eftir einum gömlum sem lék sér að því að kveikja í 38" dekkjum með no spin og sjálfskiptingu, hann var ’88 módel.
Varðandi gírkassa þá hugsa ég að þú þurfir að skipta út kassanum og millikassa. V6 og Turbo bílarnir voru með öðrum öxul á milli kassa. 23 rillu minnir mig.
27.02.2006 at 00:56 #544886hér eru til ýmis konar skemmtilegir hlutir til að koma stærri vélum í toyota:
http://www.downeyoff-road.com/
27.02.2006 at 09:47 #544888Sælir og takk fyrir svörin
Þetta er auðvitað bara pælingar enn sem komið er. Ég er búinn að pæla í Vortec æfingum en er það ekki doldið overkill fyrir drifin í þessum bíl ???
Vélin sem er í bílnum er alltilæ fyrir 35" en mér finnst hún heldur löt fyrir 38". Þessi vél er 114HP og Það er auðvitað hægt að kaupa eitthvað af aukahestöflum í þessa vél en mér finnst það fjandi dýrt…. flækjur 40.000 tölvukubbur 47.000…. heitur ás 15.000 (plús það að yfirleytt er skipt um undirlyftur í leiðinni) og út úr þessu fæ ég kanski 20-25 hp og þetta styttir líftíman á vélinni um?…. hvað ætli gangverð á 3.0 EFI með afturenda sé???Kv.
Óskar Andri
27.02.2006 at 10:12 #544890Sæll
ég er búinn að ganga í gegnum svona pælingar þ.e að fá meira afl í hilux lang auðveldast er að fynna vél úr celica supra annahvort 2.8 eða 3.0 24v Þessar vélar passa á mótor festingar og á gírkassann orginal 2.8 er um 170 hö og 3.0 er um 200 hö og 3.0 turbo er 230 hö þessar vélar eru ekki á hverju strái hér á landi en það er ekkert mál að fynna þær í stóru ameríku.
Það er ekki meira mál að teingja þessar vélar heldur enn V6 vélina.kv Sigurgeir
27.02.2006 at 10:32 #544892þú mátt fá vél ´hjá mér 3,0 v6 ef þú sækir hana ég á lika gírkassann og millikassann en ´´eg vil fá 10 fyrir það. ég veit nánast ekkert um ástandið á vélinni enn hún gekk þegar ég tók hana uppúr en lét eins og pústskinjarinn væri ónýtur. Það er sami skinjarinn í 2,4 og 3,0 held ég öruglega þannig að það ætti ekki að vera vandamál.
Kveðja Bæring
S: 8408055
27.02.2006 at 19:34 #544894Hvað er klafadrifið í Hilux stórt? Eru það ekki 7.5"?
Ég held að það sé alveg fjandi nógu sterkt fyrir Vortec…
Ég meina, 7.25" dugar fínt fyrir Cherokee og Wrangler að framan!
Mér finnst líka 3.0 sexan bara handónýt vél það er nákvæmlega engin vinnsla í þessu! Ef maður reynir að pína þetta drasl eitthvað þá drepur það bara á sér!kv. Kiddi kjáni
27.02.2006 at 20:44 #544896Ég er með 4.3 vortec í 4runner og 4 þrepa 700 skiftíngu þræl virkar.
Kveðja Gummi79
27.02.2006 at 21:18 #544898Þið eruð rosalegir…. ef það er eitthvað sem ég er smeykur við þá er það að sturta einhverju amerísku dóti ofaní drusluna… ég sé reyndar að downey á til allt til að láta þetta passa saman. Er hægt að gera þetta þannig að þetta verði viðhaldsfrítt og hver ætli kostnaðurinn sé við að koma þessu í fyrir utan vélina sjálfa… Þarf ekki að breyta drifsköftum og svona vésen eða er millikassin áfram á sama stað??
Kv.
Óskar AndriP.s.
Kiddi! hvernig er staðan á Wranglernum… er hann ferðafær?
27.02.2006 at 21:21 #544900Ég er aðeins að pæla í þyngdinni líka… það sem er skemmtilegt við Hilux fjósið eins og það er núna er að hann er mjög léttur eða um 1780 kg á 35" dekkjum. Er mikill þyngdarmunur á Toyota V6, Vortec 4,3 og 22RE vélinni?
Kv.
Óskar Andri
27.02.2006 at 21:49 #544902Wranglerinn er svosum bara ágæt…
en hann er ekki ferðafær! Ég reyndi nefnilega við heimsmetið í langstökki utanvega en lenti á fjalli með þeim afleiðingum að hestakerrufjöðrunin brotnaði. Þannig að það var ekkert annað í stöðunni en að rífa það undan… sem ég er búinn að gera, síðan fer ég vonandi að dúndra gormunum undir þetta fljótlega!
Ég verð bara að bíða með spólið þar til næsta vetur og taka það með stæl.En varðandi það að sturta amerísku dóti ofan í drusluna þá er það ekkert til að hræðast, því þetta verður nefnilega alls engin drusla heldur eðalvagn á eftir!
Ég leitaði á Google og 4.3 á að vera 190 kíló…
Kveðja Kiddi
27.02.2006 at 23:43 #544904já og 22RE er að vigta c.a. 150kg ef ég væri þú þá mundi ég ekki hugsa mig um þetta ef að ég ætlaði að losa mig við 22RE þá færi ég í 4,3 eða 350 alls ekki í 3.0 toyotu
28.02.2006 at 08:23 #544906Sæll Óskar.
Svona til að rugla þig aðeins meira finnst mér rétt að benda þér á 3.4 vélina úr yngri 4Runner bílunum. Hún er í grunninn sama vél og gamla 3.0 en bara mikið sprækari og eyðslugrennri.
Held það sé ekki vinnunnar virði að setja 3.0 vélina í, frekar að eyða nokkrum peningum í að hressa 22R vélina við því það er traust og góð vél.Kv. Smári
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.