Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › 3.0 Diesel í Hilux
This topic contains 16 replies, has 1 voice, and was last updated by Vilhjálmur Arnórson 15 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
03.03.2009 at 14:29 #203953
Ég er að ráðgera að reyna að koma 3.0ltr dieselvél úr 4runner ofan í hiluxinn hjá mér, renni reyndar dálítið blint í sjóinn með þetta. Veit ekki fyrir víst hvort þessi vél passar á mótorfestingarnar í bílnum o.s.fr.v, gírkassi, millikassi, alternator, vatnskassi og svo mætti lengi telja.
Hefur einhver hér farið út í svona aðgerð?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
03.03.2009 at 15:54 #642292
Sæll Villi.
Ég mæli með því að þú kíkjir inná http://www.toyotadieselmadness.com
Þar er allan fróðleik að finna um þessi skipti.Ég held alveg örugglega að þú þurfir að færa til mótorfestingarnar aðeins. Annars eru þær alveg eins útlitandi. Ég veit um eina svona vél til sölu (1KZT úr 90Cruiser en með mekanísku olíuverki).
Kv. Stefán semeralvegaðverabúinnaðskiptaumvélíhilux !
03.03.2009 at 15:59 #642294Gerði þetta fyrir 10 árum síðan þannig að minnið er farið að riðga aðeins, Setti svona vél í disel hilux árg 90.
mótorfestingar passa á milli, en það þarf að færa þær á grindinni.
Millikassafesting. Skar augun sem að festast á millikassan af gírkassapúðanun og færði 2,5 cm aftur, þá passaði vélin fínt ofan í húddið
Ég fékk vél með kössum, altenator og öllu utan á svo að ég þurfti ekki að spá í það, en held að ekkert úr hiluxnum passi.
Breytta þurfti vantskassa, Stúturinn að neðan þyrfti að fari yfir á hina hliðinna.
Þetta er ekkert stórmál ef að þú ert með disel hilux, en af þú ert með bensín hilux að þá er þetta mun meiri vinna, þarft að breyta öllu rafkefi til að koma glóðarkerta stýringu fyrir, kúplings braketið þarf að flytja yfir og fullt af svona smotteríis brasi.
Þetta er alveg vesenisins virði þvi að þetta eru mjög skemmtilegar vélar sem torka mjög vel á lágum snúning og eru áreiðanlegar, passa þarf þó upp á afgashitan á henni eins og öllum disel vélum nú til dags með ál hedd.
Veit reyndar ekki hvort að þessar upplýsingar gagnast eitthvað fyrir nýrri hiluxuinn, þ.e. eftir 1996. Hef ekki kynnt mér þá bíla neitt.
kv Hilmar
03.03.2009 at 16:05 #642296Ég er með 2000 módelið, diesel, passar hiluxmillikassinn ekki beint aftan á gírkassan úr runnernum?
Svo var ég að pæla í drifum og öxlum, eru sverari öxlar eða stærri drif í 4runner diesel heldur en í hilux?
03.03.2009 at 16:14 #642298Ekki viss með gírkassann en einhverjar smá líkur eru á að gírkassinn úr lúxanum passi aftaná kúplíngshúsið á kz vélinni. Millikassinn passar ekki, ekki nema með milliplötu frá t.d. Marlin (en þá passar hann fínt og er feiki nógu sterkur). Millikassi og gírkassi úr 3.0-v6 bensín runner (eða lúxa) ættu hinsvegar að passa ef ég skil þetta allt rétt.
Sennilega heldur ekkert sniðugt að vera að nota gírkassann úr lúxanum við big-block diesel mótorOBS, 2000 árgerð. Það er allt önnur ella og þá ellu þekki ég barasta ekki neitt. Gæti barasta vel verið að þetta passi allt saman… !
Hvað öxla og drif varðar þá er nokkurnvegin sami búnaðurinn í þessu öllu.
kv
Rúnar.
03.03.2009 at 16:25 #642300Atli gerði þetta fyrir nokkrum árum, sjá [url=http://www.uppsveitir.is/knarrarholt/3.0tdi.htm:1dng8udq]hér[/url:1dng8udq]
.
Þess má geta að það er ekki sami kassi í bílnum hjá þér og er aftan á 1KZ-T ef þú ert þá með þann mótor (eini díselinn sem hefur komið í ‘runner)
.
Þetta eru skemmtilegir mótorar og virka ágætlega. Ég er með eitt svona kríli, hann er allt í lagi en mætti vera meiri kraftur, en mig vantar líka winterfooler og lægri hlutföll.
.
Varðandi drif þá er örlítið sverari hliðarlegur að mig minnir í 6cyl drifunum en er í hilux, eða eitthvað í þá áttina, sama drif samt. Skiptir eiginlega engu máli held ég uppá styrk að gera held ég.
Gangi þér vel!
.
kkv, Úlfr.
E-1851
03.03.2009 at 16:42 #642302ertu með R150 gírkassa (eða R151 eða eitthvað svoleiðis) og keðjudrifna millikassann orginal í lúxanum. Það er sami búnaður og kemur með 3.0 vélinni. Líkur á að þetta passi
Rúnar.
03.03.2009 at 16:56 #642304Þetta gerir mann bjartsýnni og bjartsýnni
03.03.2009 at 18:03 #642306Keðjudrifnu kassarnir komu með bæði W56 og R151F.
W56 passar ekki aftan á kúplingshúsið fyrir 1KZ-T.
R151F myndi hinsvegar gera það.
.
Eftir að hafa skoðað lýðnetið aðeins, er ég sannfærður um að þessi vél sé 2KD-FTV og þar af leiðandi er ekki R151F kassi aftan á henni.
Er þetta ekki annars D4D mótor?
.
kkv, Úlfr
03.03.2009 at 18:44 #642308Þetta er bara gott mál. Langaði til að nefna hér að einhver reyndasti jeppamaður á Íslandi, hann Freysi okkar, Vilhjálmur Freyr Jónsson, sem núna starfar sem hönnuður hjá Össuri hf. það best ég veit, hann var held ég fyrstur til þess að setja þenna 3ja lítra 4runner mótor í HiLux, þ.e. hann SmáGrána, sem Freysi á enn. Ekki á ég von á að hann myndi taka því illa þótt bjallað væri í hann.
03.03.2009 at 19:05 #642310Held reyndar að þetta sé bara gamli góði 2L í þessum, bara með orginal túrbó. Ég er allavega með pústgrein úr svona bíl í mínum (1994 árg af 2L).
2KD mótorinn er 2.5 lítra, og kemur seinna.Spurning um að heimsækja Arctic Trucks. þeir ættu að vita þetta. Nú eða fá teikningar eða tvær í umboðinu.
Ekki ólíklegt að Freysi viti eitthvað um þetta, hann er með kz mótor með gírkassa úr v6 4runner, ef ég skyldi hann rétt hér um daginn.kv
Rúnar.
09.03.2009 at 09:22 #642312Vélin í Hiluxinum heitir 2L-T, en annars er líffæragjafinn kominn í hús og byrjað er að rífa hann, reyndar virðist gírkassinn vera orðinn ansi slitinn, spurning hvort það borgi sig ekki að skipta um burðarlegurnar í honum áður en maður setur þetta í.
Veit einhver hvað kostar ca að láta gera upp túrbínuna? Bíllinn er ekinn yfir 250þúsund en það er búið að endurbyggja vélina svo að segja frá grunni, en við höfum grun um að það borgi sig að láta taka bínuna upp, það væri fátt meira svekkjandi en ef hún brotnaði og dreyfðist inná vélina með tilheyrandi tjóni.
Kv. Villi
16.03.2009 at 16:00 #642314Jæja, vélin er komin uppúr en næsta mál á dagskrá er að senda túrbínuna í tékk og yfirhalningu, og að láta gera upp vatnskassann.
Hringdi í Toyota í morgun og þar var mér sagt að það væri enginn megin munur á styrkleuka gírkassanna þó svo að þeir séu ekki eins, millikassarnir virðast hinsvegar vera eins.
Annars eru allar upplýsingar og ráð vel þegin.
16.03.2009 at 20:00 #642316Mæli með því að skoða túrbínuna þótt það kosti eitthvað. Það er ávísun á stórtjón ef hún brotnar. Svo er þetta með túrbínuvélar, að muna eftir að láta túrbínuna kólna þegar stöðvað er eftir einhverja keyrslu að ráði. Bínan er að snúast upp í tíu sinnum hraðar en mótorinn og afgastúrbínur hitna gríðarlega mikið. Legurnar í þeim eru þrýstismurðar frá smurkerfi vélarinnar og þegar vélin stöðvar, fellur smurþrýstingur inn á legurnar umsvifalaust. Túrbúnan getur þá verið á hörku snúningi og hvítglóandi af hita, þannig að legurnar geta farið mjög illa á nokkrum sekúndum. Ef þess er að jafnaði gætt að láta mótirnn rölta hægagang í tvær til þrjár mínútur eftir að stöðvað er, þá er hættan orðin hverfandi.
16.03.2009 at 21:01 #642318Reyndar getur túrbínan á 1kzt snúist mikið hraðar en tíu sinnum vélin. Hún getur nefnilega farið í 120.000 sn/min!
16.03.2009 at 22:51 #642320ég hef nú jarðað nokkrar turbinur. ég er reyndar með intercooler. en jújú láttu kíkja á turbinuna ég mæli með framtaki blossa, þar var bínan mín löguð seinast og það hún er nú bara farin að endast alveg helling…. hmm hmm hvað segir það um aðra karla hmm….
ég er nú bara rafvirki en ég held að menn taki bínuna ekkert í sundur og skoði nema taka hana bara upp… en endilega heirðu í þeim sem eru að vinna við þetta.
.
.
.
en ég hef ekki miklar áhyggjur af því að turbinan drepist eða brotni… fyrsta skiftið fór aðskotahlutur inní bínuna, og hún keng bognaði og tættist skrúfan í sundur. síðan þá hefur bínan farið nokkrum sinnum.
aðalatriðið er. að ef bínan fer á eðlilegan hátt… s.s. legur eða þéttirngar fara heirist fyrst væl í henni. þá getur maður tekið á öxlinum í henni og þá ætti maður að finna slag það er alltaf pínu slag í þeim en á ekki að vera mikið….
en þegar bínan fer algjörlega dælir hún olíu inná loftintakið á þá erum við farin að brenna smurningunni af vélinni… ég hef aldrei prófað hvað maður getur látið vélina ganga lengi svoleiðis, en ég býst ekki við því að það sé vænlegt til árangurs…
.
..
villi hvar ertu að föndra þetta? ertu f. vestann?
Kv. Bæring
17.03.2009 at 12:41 #642322Já takk fyrir þetta. Ég hef reynt að hafa þá reglu í heiðri að drepa ekki strax á bílnum eftir átök, en ég hef lent í því að það fór hjá mér túrbína í 60 krúsernum sem ég átti og það var gríðarlegt smurolíuflóð. Ég er búinn að semja við þá hjá Framtaki Blossa um að yfirfara túrbínuna, þ.e. skipta um legur og þéttingar, ég átti svo sem alveg eins von á hærra verði fyrir aðgerðina, spurði þá reyndar útí hvort þeir væru með einhverjar aðrar túrbínur, t.d Garrett en svo er ekki, enda kosta þær sjálfsagt báða handleggina á þessum tímum.
Svo er það stóra spurningin hvort ég geti smellt Hiux kassanum aftan á kúplingshúsið af 4runner vélinni, en samkvæmt uppl. frá Toyota umb. er ekki meiningarmunur á styrkleika kassana. Vatnskassann ætla ég að senda til Grettis svo að þetta verði nú allt pottþétt.
Einu veitti ég athygli í 4runnernum og það er loftsían, ég held svei mér þá að hún sé minni heldur en í 2L-T, sennilega borgar sig að hafa stærri lofthreinsarann áfram í bílnum…
Já Bazzi, ég bý rétt vestan við Búðardal núna og er að brasa í þessu þarna í nágrenninu með strák sem er líka að "vestan" og hann er með tvo v6 runnera til viðbótar og er þessi útgerð konunum okkar til ómældrar ánægju, eins og gefur að skilja.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.