FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

25 ára

by

Forsíða › Forums › Spjallið › Klúbburinn › 25 ára

This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Kristján K. Kolbeinsson Kristján K. Kolbeinsson 17 years, 2 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 02.03.2008 at 09:11 #201998
    Profile photo of
    Anonymous

    Ég velti fyrir mér svona vegna afmælisársins, hverju hefur klúbburinn komið til leiðar á þessum 25 árum. Og jeppamenn sem eru órjúfanlega tengdir klúbbnum.
    Fyrir utan ýmsa sigra í hagsmunabarátunni, þá er t,d margt spennandi sem hefur gerst.
    T,d hverjir hafa orðið fyrstir upp á ýmis fjöll, stórferðir og erlend útrás er eiginleg ótrúleg saga.

    Muni þið t,d eftir því hverjir óku fyrstir yfir Langjökul, eða fóru fyrst á jeppum á Vatnajökul. Hverjir óku fyrstir á jeppum yfir Sóleyjarhöfða.
    Eða hver fór fyrstur á 38 tommu.

  • Creator
    Topic
Viewing 5 replies - 1 through 5 (of 5 total)
  • Author
    Replies
  • 02.03.2008 at 10:02 #615824
    Profile photo of Kristján K. Kolbeinsson
    Kristján K. Kolbeinsson
    Participant
    • Umræður: 15
    • Svör: 170

    Ég skal reyna að ryfja upp eitthvað sem ég man. Kolbeinn Pálsson var fyrstur til að fara á 38". Svo Halldór "Tuddi" Jóhannesson búin að afreka ýmislegt fyrstur manna, mig minnir að hann hafi verið fyrstur manna til að keyra uppá Hofsjökul að vetrarlagi um páskana ´86, hann var einnig fyrstur til að keyra uppá Snæbreið á jeppa og fyrstur til að reyna við Hvannadalshjúk um Páskana ´84 svo var hann einnig fyrstur uppá Bárðarbungu ásamt Sigurði Baldursyni á Akureyri, svo er einhver önnur afrek sem hann hefur gert fyrstur manna. Svo voru þeir fóstbræður í Fúlagenginu fyrstir inní Grímsvötn að vetrarlagi, í janúar ´85. Mig minnir að það hafi í fyrsta skipti verið keyrt uppá Skjaldbreið að vetrarlagi ´85 á Willys. Fyrstir til að keyra yfir alla stóru jöklana þrjá í einni ferð voru þeir Valdi Rakari, Eiríkur Kolbeins, Arngrímur Hermansson og fleiri garpar og voru þeir allir á Hi-Luxum og sá sem var á stærstu dekkjunum var á 35". Það er örugglega einhverjar fleiri hetjusögur sem ryfjast upp fyrir mér seinna en þessar upplýsingar eru sumar hverjar ekkert frekar áreiðanlegar þetta eru sögur sem maður hefur heyrt í gegnum tíðina

    Kv. Kristján Kolbeinsson ICEJEEP.com





    02.03.2008 at 10:59 #615826
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Já þetta var fróðlegt Kristján, reyndra er oft erfitt að vita nákvæmlega hver var fyrstur að fara þetta eða hitt. En fyrir sumu er allavega áræðanlega hugmyndir. Stundum verðum við að segja talið er að þessir hafi farið fyrstir osfv. Hvað varðar Skjaldbreið, þá fóru þeir félagar í Minnsta ferðafélaginu, Guðmundur jónasson frá Völlum og félagar á Skjaldbreið og Ok fyrstu helgina í mars 1952. Minnst ferðafélagið á kannski heiðurinn af flestum sigrunum í gegnum tíðina. Og má nefna að þeir óku um Vonarskarð 1950. Og fóru um Syðra-fjallabak á svipuðum tíma. Man þó ekki hvaða ár það var. En þeir fóru í sömu ferð um Emstrur og yfir Fremri-Emstru ánna og niður brekkuna frægu.





    02.03.2008 at 11:26 #615828
    Profile photo of Björn Þorri Viktorsson
    Björn Þorri Viktorsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 1380

    Eiríksjökull var "sigraður" um árið af þeim Hafþóri Hveravallaskreppi Ferdinandssyni, Páli Halldóri Halldórssyni, Benedikt Ólafssyni og fleiri góðum mönnum (líklega árið 1994 eða þar um bil). Þá var farið á Pajeró með lógír. Mikil ævintýraför sem endaði raunar með því að bíllinn var spilaður með "handafli í plús" upp brattasta jökulinn. Menn urðu frá að hverfa og skilja bílinn eftir hangandi í spotta – hann fauk hundruð metra í óveðri og var allur í stöppu þegar að var komið að nýju. Hann var laminn í mál á staðnum og keyrður fyrir eigin vélarafli á toppinn. Það er að vísu teygjanlegt hvor sigraði hvern, jeppinn eða jökullinn, því jeppinn var held ég ekki settur á götuna síðar. Páll leiðréttir mig ef minnið svíkur mig í einhverju þessu. Mig grunar að þeir Hafþór og Páll hafi einnig verið þeir fyrstu (e.t.v. með Úlla olíulausa og þeim bræðrum) til að aka um flest fjöll á Vestfjörðum og á Hornströndum á árunum 1985-1988. Ferðakveðja, BÞV.





    02.03.2008 at 11:55 #615830
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Takk fyrir Bjössi, þetta er skemmtilegt. Eiríksjökull var sigraður 13 apríl 1994. Ég fór og tæmdi minnis kubbinn í Palla. Ég held að hann muni ekkert lengur svo hart var að honum gengið ( þetta var eiginlega hálf sóðalegt ).
    Árið 2002 gerðist hinsvegar sá atburður að Sóðagengið tapaði 101 Rallý Reykjarvík, fyrir norðanmönnum. Þrátt fyrir að geta státað af íslandsmeisturum í rallý, og dyggri aðstoð utankomandi aðila. Hneisan var svo mikil að Palli fór víst beint heim í bæli og grét í koddann. Bjössi og Eddi voru gerðir út, á fund sigurvegaranna með vasanna fulla af tilvitnunum úr afsökunarbókinni.





    02.03.2008 at 12:22 #615832
    Profile photo of Kristján K. Kolbeinsson
    Kristján K. Kolbeinsson
    Participant
    • Umræður: 15
    • Svör: 170

    Einhver tíman þegar Biggi aka. Fjalli, fékk ennþá að ferðasr með okkur ferðafélögunum þá kom upp sú hugmynd að fara frá Vík í Mýrdal og beint í norður og enda á Siglufirði. Ég held að sú leið hafi aldrei verið farin allavega ekki svo ég muni. Svo er örugglega einhverjar aðrar leiðir sem á eftir að fara og fjöll til að klífa.

    Kv. Kristján K ICEJEEP.com





  • Author
    Replies
Viewing 5 replies - 1 through 5 (of 5 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.