Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › 24V í 12V, smá vesen!
This topic contains 25 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón Garðar Helgason 15 years ago.
-
CreatorTopic
-
28.10.2009 at 17:05 #207788
Sælir félagar, ég er staddur í þeim vandæðum að vera með 24V kerfi í bílnum mínum sem er LC60 Cruiser árg88. Er ekki einhver þarna úti sem hefur verið í þeim sömu sporum og ég að þurfa að koma 12V inn á rafmagnstæki sem í bílnum þarf að vera s.s. talstöð, kastarar/vinnuljós og allt þetta dót sem þarf 12V. Langar að komast hjá þvi að setja annan altanitor og auka rafgeymi í bílinn.
Hvernig hafiði farið að þessu sem hafa verið í sömu sporum og ég. Óska eftir athugasemdum við þessu.
Bestu kveðjur
Guðjón S -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
28.10.2009 at 17:12 #664022
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta er ósköp einfalt. Straumbreytir úr 24v. í 12volt fyrir útvarp og talstöð. (Jafnvel hleðsla fyrir síma) Vinnuljósin og kastara hefur þú 24 volt. Málið leyst. Kv. Steindór
28.10.2009 at 17:39 #664024Takk fyrir það, virðist einfalt, en ef ég ætla mér að hafa aukarafkerfi með boxi og öllu sem tilheyrir því, dugar þá bara straumbreytirinn fyrir öllu rafkerfinu?
28.10.2009 at 17:52 #664026Var með gamlan Patrol með 24V kerfi. Tók allan 12v straum af öðrum rafgeyminum (þeim fremri nær + inngangnum) þetta fer ekki vel með rafgeyminn ef notað er mikið rafmagn en er einfalt og dugar fyrir útvarp, talstöð og GPS. Annað var bara 24V
kv
Þröstur
28.10.2009 at 20:50 #664028[quote="Guðjón S":1pv4wq1l]Takk fyrir það, virðist einfalt, en ef ég ætla mér að hafa aukarafkerfi með boxi og öllu sem tilheyrir því, dugar þá bara straumbreytirinn fyrir öllu rafkerfinu?[/quote:1pv4wq1l]
Geturðu ekki haft aukarafkerfið 24v og 12v, útvarp og talstöð 12v annað s.s kastarar o.þ.h 24v
28.10.2009 at 22:51 #664030Sæll það gengur ekki að taka 12v út af öðrum geyminum þú endar með hann ónýtan um leið og annar geymirinn er fullhlaðinn hættir altenatorinn að hlaða og neyslugeymirinn tæmist lenti í þessu veseni á trillubát ætlaði að stela neyslu af startgeymum var með 2x 170 amp það er best að nota straumbreytir 24 í 12v ef þú notar mikið símann
nmt símann þarftu sér straumbreytir á hann hann tekur það mikinn straum í sendingu að hann truflar hin tækin.
ég á þetta fyrir þig á lítinn pening. kveðja Dóri.
29.10.2009 at 08:17 #664032Takk fyrir góð svör og ábendingar, ég skoða þetta með straumbreytinn Dóri, takk fyrir það.
29.10.2009 at 10:18 #664034ef þú ert með 2 eins 12v kastara geturu tengt plús á öðrum þeirra á geymi mínus á honum við plús á hinum og svo mínus þaðan á geymi.
29.10.2009 at 12:22 #664036Sælir
ef maður er með 12V kastara á 24V rafkerfi þá skiptir maður um perur og setur 24V í staðin, þá er kastarinn orðinn 24V.
Mörg Gps tæki þola spennu frá 6-24 og jafnvel 32V svo að það ætti ekki að verða vandamál.
Miðbæjarradíó selur þér spennubreyti 24-12V sem dugar fyrir útvarp, VHF, síma, Tetra og hverju sem er sem þú gætir þurft á að halda.
Þú ættir ekki að nota 12V á kastarana því að þá er bara meiri straumur í leiðurunum og meira spennufall og þ.a.l. minna ljós.
12V má alls ekki taka á milli geymana. Þá minnkar innri mótstaðan og þá aflþörfin í öðrum meira en í hinum og á smá tíma sýður hann og skemmist. Það finnst engum gaman að kaupa rafgeymi í dag eins og ástandið er.
Þú þarft að læra að njóta þess að hafa 24V raferfi, það er mun áreiðanlegra og áreynsluminna heldur en 12V fyrir þá notkun sem venjulegur jeppi þarf.
Kv Jónsi
29.10.2009 at 17:15 #664038Takk fyrir þetta Jónsi, ég nefnilega keypti mér 12v hliðarljós um daginn frá Hella, spurði svo sölumanninn að því hvort að ég mætti skipta um perur í 24V, hann sagði að það mætti ekki. Ég kem eflaust til með að nota 24V sem eru í bílnum, útbí bara aukarafkerfi með 24V.
29.10.2009 at 20:41 #664040
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sölumenn eru mismiklar mannvitsbrekkur.
Spurði einn um daginn sem var að selja smurfeiti hvort hann ætti feiti með molybdenum sulfide.
Neibb. Hann sagðist ekki eiga neitt svoleiðis. Bara moly-feiti.
Dæmalaust.
kkv
Grímur
30.10.2009 at 15:24 #664042það er í góðu lagi að taka þetta beint út af geymunum
taka bara út af þeim báðum og hliðtengja þá, þá helduru 12 voltunum og þá eru ekki að eyðileggja geymana
þetta er voða einfalt.Mbk.atli
p.s.hvernig í fjáranum setur maður mynd hér inn ég var búinn að teikna fína skýringarmynd
en get ekki sett hana hér inn.
30.10.2009 at 17:05 #664044[quote="Atttto":3gppymr6]það er í góðu lagi að taka þetta beint út af geymunum
taka bara út af þeim báðum og hliðtengja þá, þá helduru 12 voltunum og þá eru ekki að eyðileggja geymana
þetta er voða einfalt.
[/quote:3gppymr6]Hvernig í ósköpunum getur þú bæði hlið og raðtengt sama geymasettið án þess að allt fari til helvítis?
Spyr sá sem ekki veit
30.10.2009 at 21:06 #664046Já, það væri frekar fínt að setja inn skýringamynd af þessu, get þó ekki sagt hvernig þú eigir að gera það.
31.10.2009 at 02:40 #664048Gætir tekið út af báðum ef þú tekur í gegn um díóður
31.10.2009 at 23:26 #664050Sælir
Hættiði þessu bulli, það er engin töfralausn til menn verða bara að sætta sig við það. Til að ná 12V út af 24V rafkefi er notaður spennubreytir 12/24V DC. Það væri mögulega þorandi að taka fáein milliamper, einhvern stýrissstraum, á milli geymanna en ekkert annað. Með eða án díðóða. Væri reyndar gaman að sjá hvernig meiningin er að tengja díðóðuna til þess að ganga úr skugga um að geymarnir hlaðast og afhlaðast nákvæmlega samstíga á meðan það er mismunandi álag. Til að kóróna pakkann er bráðnausynlegt að nota eins geyma og hafa þá jafngamla og jafnmikið notaða. Mismikið innra viðnám geyma valda mishleðslu og sýður annanhvorn.
Kv Jónsi
01.11.2009 at 10:06 #664052Ég á 60 krúser og er búinn að prufa þetta allt saman. Eftir það á ég bara eitt ráð. EKKI TAKA NEITT ÚT AF 12V GEYMINUM. Ekki einusinni síma stýrisstraum eða neitt. Og ef þú ert búinn að prufa það láttu þá öll ljós loga á bílnum til að afhlaða báða geymana og fullhladdu þá svo hvorn í sínu lagi með hleðslutæki áður en þeir verða ónýtir. Fáðu þér svo spennubreyti í td. Íhlutum (kosta um 10 þús kall) og settu í bílinn. Ég er með þetta þannig og það er alltaf kveikt á honum en bíllinn er aldrei rafmagnslaus, annað en þegar ég var að hinum æfingunum með að taka af 12v geyminum.
Kv Beggi
01.11.2009 at 17:42 #664054Ok, ég held að ég haldi mig bara við 24V og nota spennubreyti fyrir það sem ég þarf. Mjög fínt að fá umræðu um þetta þar sem ég hef ekkert vit á svona rafmagnsstússi.
02.11.2009 at 12:09 #664056Þú getur notað 12V ljós með 24V kerfinu ef þú raðtengir alltaf tvö ljós. Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af spennufalli því það verður minna en í 12V rafkerfi. Ef þú raðtengir tvö 12V ljós verður sami straumur í þeim báðum, og hann verður jafn mikill og í hvoru ljósi í 12V kerfinu en þar er hann tvöfaldur þar sem lögnin er sameiginleg fyrir bæði ljósin.
Ef þú átt 12V ljós er klárlega málið að nota þau.
02.11.2009 at 22:03 #664058Sæll.
Það er hægt að gera ýmsar kúnstir og fá fram 12 volt frá 24 volta rafkerfi. EN….. það endar með ónýtum rafgeymum.
Eins og að framan greinir er eina leiðin að fá sér spennubreyti 24/12V og þar með eru öll vandamál úr sögunni.
kv.
Elli.
03.11.2009 at 00:21 #664060….
Ég er hættur að skilja sumt sem kemur hérna fram.
Þessvegna ætla ég að bæta mér í hóp mannvitsbrekkanna hérna og gefa þér litla ráðleggingu frá mínu hjarta. Ég geri mér grein fyrir að ég gæti orsakað fjörugar umræður…Ekki tengja þig neitt inná "12V kerfi geymana" raðtenging með töfradíóðum svo að báðir geymarnir "afhlaðist" rétt eða fleh, það virkar ekki nema til að skemma góða geyma.
Þeir sem bentu á að "best væri að afhlaða geymana ….": Ef þú afhleður sýrugeymir, þá er hætt við að það megi henda honum bara með það sama.Kauptu þér 24V perur í þessa kastar sem þú átt eða raðtengdu tvo og tvo saman. N.b. þá detta út BÁÐIR KASTARAR EF PERAN FER Í ÖÐRUM. Mæli frekar með 24V perum.
Öll ljós sem framleidd eru eftir evrópustöðlum þola upp að 32V spennu eða hærra. Svo að 24V er ekkert mál og ég mæli með því. Sparar þér grennri lagnir að þessu og svona flottheit.Fáðu þér spennubreyti annahvort hjá íhlutum, Miðbæjarradió, Múlaradió eða öðrum góðum stað sem selur góða spennubreyta. Passaðu samt að spennubreytarnir séu gerðir þanni að þeir hleypi ekki í gegnum sig eyðileggist þeir. Þá er fjandinn laus nefninlega.
Passaðu að lesa SWL töluna (ekki þessa sem er merkt "peak") og velja spennubreyti sem hentar því.
Eitt enn. Ódýrir spennubreytar þýða yfirleitt einn hlut. Skemmri ending og þegar þeir fara þá hleypa þeir 24V í gegnum sig og þú getur kvatt allar þessar 12V græjur þínar….Útvörp fást í 24V en það er mun minna úrval. Aftur er spennubreytir betra val.
Ég læt þessu lokið að sinni.
Gef skotleyfið til næsta viðmælanda. 😉kkv, Úlfr
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.