This topic contains 18 replies, has 1 voice, and was last updated by Bergur Kristinn Guðnason 19 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Jæja. Nú þarf ég hjálp einhverra sem kunna meira á rafmagn en ég.
Vona að það sé einhver slatti af fólki
Ég er á 24V bíl og var að setja í hann útvarp í kvöld. Það er í bílnum spennustillir (sem hét spennubreytir í minni sveit en þetta er nú það sem stendur á græjunni) yfir í 12V og eftir að hafa skipt um nokkur sprungin öryggi fékk ég hann til að virka.
Vandamálið er að ég er með svona nýmóðins útvarp (þar að auki splunkunýtt og með mörgum tökkum… voða fínt) sem þarf sístraum til að halda stillingaminninu við (yfirleitt gulur vír á útvörpum).
Skiljanlega er spennustillirinn á svissstraum og því vantar mig alveg 12V sístraum.
Prófaði að tengja þann gula og rauða (aðalstrauminn fyrir tækið) báða á svissstrauminn, en það virkar ekki – öll minni og stillingar detta út ef ég svissa af bílnum.
Ég reikna með að spennustillirinn sé of orkufrekur til að tengja hann framhjá sviss.
Spurning # 1: Get ég útbúið eitthvað (eða látið útbúa) til að setja á vír frá geymunum sem gírar sístrauminn niður í 12V?
Spurning # 2: Er mér óhætt að taka sístrauminn af öðrum geyminum (það eru tveir raðtengdir 12V geymar í honum)?
Spurning # #: Hvað mælir á móti því að tengja aukabúnað inn á annan geyminn? Ég á 300W áriðil (12 í 230V) og treysti ekki spennustillinum til að anna honum, útvarpinu og öllum fjarskiptatækjunum sem eiga eftir að koma í bílinn. Má ég t.d. setja hann á annan geyminn?
Með von um góð svör,
Einar Elí.
You must be logged in to reply to this topic.