This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 15 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Þetta hefur verið hausverkur gegnum tíðina. Ýmsar leiðir hafa verið farnar, allt frá því að breyta öllu rafkerfi bílsins úr 12 í 24V og yfir í að nota segulrofa til að kúpla geymunum upp í seríu í startinu t.d a-la LC-80. Hér er ein sem mér datt í hug – ný tækni og ódýr opnar nýjar dyr.
1) Rafkerfi bílsins óbreytt nota áfram 12V alternator.
2) Bæta við auka geymi og fasttengja mínusinn á honum yfir á plúsinn á þeim sem fyrir er. Rétt eins og í hefðbundnu 24 V kerfi og taka 24 volta notendur beint af plúspól aukageymisins.
3) Nota 12->220V spennubreyti til að keyra 220->12V hleðslutæki (venjulegt bíl-hleðslutæki) sem hleður aukageyminn. Alternatorinn í bílnum hleður hinn geyminn og skaffar afl fyrir allt draslið. Þannig eru geymarnir hlaðnir alveg óháð hvor öðrum. Þeir þurfa ekki einu sinni að vera jafn stórir.
< <<<
>>>> 250W spennubreytir ætti að geta keyrt hleðslutæki sem gefur út kringum 15A á 12V. Sem væri líklega yfirdrifið fyrir 24V jeppamótor í hefðbundnu brúki. Tækið þarf að hlaða upp á móti því sem eyðist í starti og mögulega hitun ef hún er 24V e.t.v 24 segulloki fyrir ádrepara. Þarf ekki mikið fyrir þetta.
Athugasemdir?
You must be logged in to reply to this topic.