This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Samúel Þór Guðjónsson 14 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Nú er kominn sólahringur síðan síðasta drulluklessan spýttist út pennanum hjá Páli Ásgeiri. Því fer að byggjast upp spenna. Hverjar hraunar hann yfir á skýtugum gönguskónum að þessu sinni. Fá bændur það aftur óþvegið. Verða gangnamenn á Landmannaafrétt fórnarlömb eða lenda þeir undir delete takkanum aftur og nýbúnir. Frumherjarnir fá það kannski óþvegið og gömlu stjórnarmennirnir í Ferðafélagi Íslands sem ruddu leiðir, nei..nei það getur ekki verið.
Kannski Watts enda var hann að skottast með hesta út um allar trissur, fretandi metangasi og taði yfir mosagróna hryggi, og rífandi skörð í grasigróna árbakka. Held þó að hann sleppi. Fylgdarmaður hans, hann Páll jökull lætur hann njóta vafans. En það mætti taka mótorhjólapakkið í Slóðavinum fyrir aftur, nú eru þeir búnir að fá nóg andrími.
Það væri líka stíll á því að persónugera þetta aftur í kamarsdólgum eða segja frá því að meintur seðlabankastjóri héti Finnur Ingólfsson ( ps en ég ætla ekki að upplýsa neitt um það. Enda ef mér fjandans sama um brennivíns þamb Finns ). Þar sem ekki er lengur um auðugan garð að gresja lengur í óvinaherdeildum Páls. Búið að hrauna og drulla yfir bændur, fjórhjólamenn, jeppamenn, mótorhjólamenn, veiðimenn og auðvita hestamenn og kannski einhverja fleiri, man það ekki, þetta er að verða einsog Ódáðahraunsbreiðan hjá Páli náttúrpostula. Ekkert nema auðn og lík mótorsgengjanna liggja rotnandi einsog hráviði um allt. Ferðafrelsisfáninn hálf brunnin og blóði drifinn, liggjandi í kolólöglegur utanvegarhjólfari eftir gamlan 44 tommu hryðjuverka jeppa.En viti menn þá segir, PLING í heimskum jeppa hausnum á Ofsa , ofsa hugmynd fyrir Pál. Það á alveg eftir að skrattast í göngumönnum og skíðagöngu pakki. Sem æðir um viðkvæma náttúruna fretandi, skyrpandi og angandi af ógeðslegri svitalykt. Þrammandi á grófbotna gönguskóm nr 45, um viðkvæman mosagróður og yfir fallegar og stoltar blómabreiður.
Maður getur séð það fyrir sér þegar þungbotna ofurgönguskór merja og limlesta Sóleyjarblómafjölskyldur eða brjóta leggi fagurrar Eyrarrósar. Eftir að göngugarpurinn er nýbúinn að ganga örna sinna og skeina sér á saklausum Loðvíði og fögrum steinum. Ja-svei. Þarna eru nýir landvinningar fyrir Pál.
kær kveðja Ofsi
You must be logged in to reply to this topic.