Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › 2 spurningar!
This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðmundur Jónsson 18 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
24.10.2006 at 23:50 #198800
Jæja…
1. Er eitthvað í þessum blessuðu reglugerðum okkar hér í þessu skrifræðisríki sem BANNAR það að framdekkin nái lengra en stuðarinn?
2. Hvaða spindilhalli hefur reynst mönnum vel á 38″. Gunni Egils mælti með 9° en mér þykir það svona svolítið í hærri kanntinum, þess vegna væri gott að heyra reynslu manna á þessu. Þetta er Dana 44 hásing sem á að fara undir Wrangler.
kv. Kristinn
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
25.10.2006 at 00:27 #565108
Ég hef ekki einhverja nákvæma tölu en ég átti cherokke þar sem spindilhallinn var mikið meiri en orginal. Orginal var hann held ég 3-4° en hann var settur í a.m.k.10°, sennilega meira og bíllinn var hrikalega góður í akstri, rásaði ekkert og svínlá "eins og tyggjóklessa".
.
Breytti öðrum cherokee sjálfur og gerði ekkert til að auka spindilhallann, hann minnkaði meira að segja örlítið við breytinguna ef eitthvað var og sá bíll var ekki nærri eins ljúfur.Freyr
25.10.2006 at 00:34 #565110Þú segir nokkuð, pabbi er nefnilega á Econoline og er með að mig minnir 12° spindilhalla og á 41" sumardekkjunum þá er hann leiðinlega mikill. Er samt skárri á 46 tommunni.
Þannig að ég vil helst ekki setja of mikinn spindilhalla, hvað finnst mönnum vera passlegt?
kv. Kristinn
25.10.2006 at 09:40 #565112Sæll.
Ég er með 7° halla hjá mér á D44 undir Wrangler og kemur vel út. svínliggur á 35" uppí 44" og þjáist ekki af jeppaveiki.Veit ekki þetta með framdekkin og framstuðaran, ég lengdi grindina örlítið til að koma stírismaskínunni betur fyrir, þá voru 38" og stuðarinn í flútti, held að 44" standi aðeins framfyrir en hann hefur ekki farið í skoðun á þeim.
willyskveðjur
PS. á ekkert að setja inn myndir af willys-bílskúrs verkefnum út um allan bæ.
25.10.2006 at 11:14 #565114Það skiptir máli hvernig hásingin er sem þú ert með og fleira
Lestu þig aðeins til um þetta [url=http://www.mmedia.is/gjjarn/sjeppar/styrigr/styriindex.htm:2miplqz5][b:2miplqz5] hér[/b:2miplqz5][/url:2miplqz5]
25.10.2006 at 12:35 #565116Af því að það er verið að minnast á spindilhalla þá langar mig að spyrja; Oft er sagt og eflaust rétt, að spindilhalli ráði miklu um "jeppaveikina". Til þess að bæta úr því, hvort er þá spindilhalli aukinn eða minnkaður? Eykst etv. jeppaveikin við breytingu í hvora áttina sem er ef farið er of langt? Mér leikur forvitni á að vita þetta, geti einhver svarað þessu.
Það væri einnig gaman að fá rökstuðning, ekki bara já eða nei.Spyr sá sem ekki veit.
Kveðja:
Erlingur Harðarson
25.10.2006 at 15:12 #565118Ég er með Dana 44 undan Wagoneer ’79.
Gætirðu ef til vill útskýrt fyrir mér hvers vegna það skiptir máli?
Þú talar um að það sé mikilvægt að átta sig á samhengi caster, kingpinhorns og steering offset en svo er ekkert talað nánar um það á síðunni. Hvernig þá?kv. Kristinn
ps. myndir eru á [url=http://obbobobb.vefalbum.is/breytingar:27q7akov]http://obbobobb.vefalbum.is/breytingar[/url:27q7akov]!
25.10.2006 at 15:16 #565120Gummi J. ef ég er ekki þeim mun ryðgaðri í hornafræðinni þá eru forsendurnar sem þú gefur þér á síðunni hjá þér þannig að spindilhallinn er alltaf tæplega 5° (4.57°) sama hversu dekkið er stórt. Þú miðar við þvermálið á dekkinu og deilir í það með 25 til að fá neðri partinn af þríhyrningnum. Þar sem þetta hlutfall ( 1/12.5) er alltaf það sama þá er hornið alltaf það sama. Ég er ekki með betri lausn til að reikna hallann út en þætti fróðlegt að vita hvort það sé til formúla til þess.
–
Bjarni G.
25.10.2006 at 15:35 #565122Mikið rosalega lýst mér vel á þessar breytingar hjá þér Kristinn! verður gaman að sjá Wranglerinn þegar hann kemur út úr skúrnum.
Kv.
Óskar Andri
25.10.2006 at 15:37 #565124Stóra spurningin er bara hvenær það gerist… ég hlakka til að sjá lætin 😉
25.10.2006 at 17:52 #565126Erlingur:
Lítill spindilhalli=jeppaveiki
Mikill spindilhalli=lyggur vel, engin jeppaveiki
25.10.2006 at 22:18 #565128Þetta er spennandi verkefni hjá þér Kristinn vonandi sést hann bara á götunni sem fyrst.
Ef steering-offfsetið verður mikið í uppsetningunni hjá þér er líklegt að mikill caster verði vandamál ( yfir 5° )Því álagið á millibilsstöngina verður mjög mikið. Bogin millibilsstöng og jafnvel slitnir stýrisendar, eftir smá hvarf er þá vandamál og bíllin lemur stýrið í holum.. Þessi wagoneer hásing er sennilega ekki með miklu kingpin-horni (án þess að ég viti það)og því verður öruggleg eitthvað steering-offsett í bílnum sem þíðir að þú mát eiginlega ekki fara yfir 5° caster. Ef steering-offsetið verður núll þolir þetta mikinn caster alt að 10-12° en þá má heldur ekki breyta felgubreiddinni mikið því við það breytist steering-offfsetið.
Svara Bjarna: þessi þumalputtaregla ( D dekk/25 <= 4 cm) á bara við um bíla með caster ofssett (t.d Suzuki Vitara) og er hugsuð til að hægt sé að staðfæra reynslugild ú caster-offsett lausum bílum yfir á bíla með caster-offsett. Jeppi með 6 cm caster-offsett getur verið með 12°caster og samt verið undir þessum 4 cm. Þetta kemur svona hásingadóti ekkert við því þær eru undantekninga laust án caster-offsetts.
guðmundur
25.10.2006 at 22:37 #565130Hversu mikið kingpin horn er mikið? Það er 11° á hásingunni eins og hún er núna með orginal 4° spindilhallann (sem er reyndar 12° þar sem hásingin hallaði um 8° í Wagoneernum orginal)
.
Já ég segi það með ykkur að ég vona að hann komist á götuna sem fyrst. En ég ætla samt sem áður ekkert að flýta mér og gera þetta eins vel og ég get!
.
Magnús, hvað er þinn langur á milli hjóla? Eins og ég er búinn að stilla þessu upp með framdekkið í flútti við framstuðarann á orginal stað þá er ég með 261 cm…
.
kv. Kristinn
25.10.2006 at 22:51 #56513211° gráður er þó nokkuð Settu felguna í þerri breidd sem þú ætlar að nota á nafið, settu hásinguna í þá hæð frá gólfi sem hún verður, (48 cm fyrir 38" dekk) framlengdu spindilínunni 11° niður í gólf og mældu steering-offsettið ef það er minna en 4 cm er þér óhætt að far þó nokkuð hátt með casterinn en ef þú velur seinna að fá þér breiðari felgur gæti það orði vandamál.
[url=http://www.mmedia.is/gjjarn/sjeppar/styrigr/camber4.jpg:2c5v3xi4][b:2c5v3xi4]Mynd til glöggvunar[/b:2c5v3xi4][/url:2c5v3xi4]
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.