Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › 2.4 efi í 4runner 87
This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
27.06.2003 at 02:11 #192687
Anonymousnú hef ég ekkert vit á þessari vél, sumir segja hana handónýta og sturta niður bensíni eins og v8. aðrir kunna ágætlega við hana. hverjum á ég að trúa? hvernig reynast þessar vélar? bila þær mikið? eyða þær miklu? og hvernig haldiði að þær standi sig í 87 4runner á 35″ dekkjum. óbreytt hlutföll og sjálfskipting. ég þægi vel allar upplýsingar um þetta.
Arnþór Sverrir
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
27.06.2003 at 02:52 #474524
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er allt í lagi með þessa vél.
Hún gæti verið að eiða einhverju þar sem þú ert með sjálfskiptingu og sérstaklega þar sem þú ert ekki með rétt hlutföll.
Í þessum bíl ætti að vera 5.29:1 drifhlutfall til að vélin væri að vinna á réttum snúningi miðað við flestar aðstæður.
Þessar vélar hafa reynst mjög vel og er ending þeirra mikil.
Toyota hefðu ekki framleitt hana svona lengi ef þetta væri eitthvert drasl. Eyðsla á svona vél á að vera á bilinu 12-16 lítrar á hundraðið eftir aðstæðum.
Hún er aftur á móti ekkert svakalega aflmikil en það er hægt að laga með því að setja á hana flækjur, breikka pústið, setja anna knastás og fá sér K&N loftsíu.mbk
Halldór
27.06.2003 at 07:01 #474526Þeir sem hafa vit á bílvélum eru nánast á einu máli um þessa vél, þetta er afbragðsgóður mótor. Hann er búinn að vera á boðstólum í ýmsum útfærslum í bæði fólksbílum og pickup bílum á þriðja áratug a.m.k. og hefur reynst vel, bæði hérlendis og erlendis. Það fást allskonar aftermarket hlutir til að auka afl og virkni, en algengast er að setja við þá K&N filtera og flækjur og boosta þeir talsvert við það. Einn sem ég þekki er með Hi-Lux árg. 1992 á 33" og original drifum og sá bíll eyðir svona 12 lítrum pr. 100 km í langkeyrslu á þjóðvegi. En ég tek undir með síðasta ræðumanni að ætlir þú að aka á 35" þyrftir þú að vera með drif 1:4,90 eða helst 1:5,29 til að fá sem mest úr út honum. Annars er hætt við að þú "týnir 5. gírnum".
kv
27.06.2003 at 10:19 #474528
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég var með svona vél í Runner ’85 og kvarta ekkert. Sá var keyrður yfir 200.000 mílur sem gera um 320.000 km og engan bilbug á henni að finna. Mældi þjöppuna á henni og hún var raunar sú sama og er gefinn upp fyrir vélarnar nýjar. Að vísu var einu sinni á lífsleið hennar skipt um legur og hringi. Þannig að ég held að það sé ekkert hægt að klaga upp á endinguna.
Bílinn var að eyða hjá mér rúmum 15 lítrum og gat vel farið í 18 lítra sem mér finnst ekkert tiltökumál á 38" bíl (5,71 hlutföll). Krafturinn kannski engin ósköp og í þungu færi og brekkum saknaði maður stundum torksins, en hún skilaði samt alltaf bílnum þangað sem til stóð. Hrökk í gang á augabragði við hvaða aðstæður sem er, nánast bara við það að sjá lykilinn álengdar.
Kv – Skúli H.
27.06.2003 at 11:15 #474530
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ég þakka kærlega fyrir, þetta er einmitt það sem ég þurfti.
kveðja Arnþór
27.06.2003 at 11:31 #474532Sæll Skúli
Ég heyri að þú talar um gamla góða Runnerinn í þátíð, það
hlýtur að þýða að hann er loks kominn í aðrar hendur og þú væntanlega kominn á annan bíl eða hvað? Ertu á bensín eða díesel í dag?
27.06.2003 at 12:22 #474534
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Já Háfeti gamli er seldur og mun nú hverfa af götunum (eiginlega útaf götunum, þ.e. ryðgötunum). Palli félagi minn í Kára keypti hann ásamt öðrum og ætla þeir að nota hásingarnar undan honum og eitthvað fleira, en selja annað. Palli er á Hilux klafabíl sem hann hyggst breyta í fullgildan jeppa með því að nota framhásinguna og gormasystemið undan gamla.
Arftakinn er diesel og það Land Rover. Eins og ég segi saknaði ég stundum torksins í bensínvélinni en það fæ ég þarna. Auk þess er svo auðvelt að blekkja sig til að halda að dieselinn sé hagkvæmari þegar tankfyllingin kostar ekki nema helming af bensínfyllingunni og ekki nema þrisvar á ári sem maður er minntur á hvernig dæmið er í raun og veru. Dieslinn ferðahvetjandi og það er allavega gott.
Kv – Skúli
27.06.2003 at 15:49 #474536Hvernig Landi er þetta, sem þú ert kominn á, Skúli?
Er þetta Defender eða Discovery?
Hvernig er verð á þessum bílum í samanburði við japönsku týpurnar?
Ég átti einu sinni 1965 árgerðin af 90" Land-Rover með bensínvél. Hann var í sjálfu sér ágætur, nema ég var aldrei almennilega sáttur við staðsetninguna á pedulunum!
kv.
27.06.2003 at 16:20 #474538
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta er langur Defender með 4 cyl vélinni (2,5 l), árg. ’97. Verð á þeim er talsvert hagstæðara en á þeim skáeygðu, hægt að fá ágæt eintök af árg ’97-’99 á ca. 1700 þús til 2 millj. Sá reyndar einn ’99 bíl auglýstan á 2,9 millj en það var hjálparsveitarbíll, nánast ókeyrður en með öllum hugsanlegum búnaði (þ.m. NMT og VHF). Þeir eru auðvitað svolítið hráir og pedalarnir eru enn á sínum stað þó flestir aðrir gallar hafi verið lagfærðir. Núna með mjög góða fjöðrun, þessi vél er að koma mjög vel út, henta vel til breytinga, frekar léttir miðað við stærð og lengd og svo það sem ég var ekki síst að sækjast eftir, nóg pláss. Mér sýndist að ef ég hefði keypt sambærilegan japana (sambærilegan hvað varðar aldur, akstur, búnað og pláss) hefði það ekki verið undir 2,5 millj. og sennilega nærri 3. millj.
Svolítið sárt að vera ekki lengur "Toyota maður" en Breska heimsveldið stendur fyrir sínu.Kv – Skúli
27.06.2003 at 20:32 #474540Það var lóðið. Einn náungi sagði mér að þessi 4 cyl. kolavél frá tjallanum væri mun betri en 5 cyl. BMW, sem væri í þessum bílum núna. Veit satt að segja ekkert hvað er rétt, menn segja jú svo margt. Sami maður sagði mér að enn væru þessir bílar að kljást við veikbyggða öxla og veigalitlar hjólalegur. Það er svo sem ekki það versta að öxlarnir fari á undan öðru í bílum með fljótandi öxla. Verra með legurnar. Fékk nóg af hjólaleguvandamálum þegar ég átti Broncoinn. Var svolítið að spá í Defenderinn fyrir tveimur árum en guggnaði, m.a. vegna þess mér þótti þetta ekki nógu vandað body, t.d. hurðir jafn óþéttar og þær voru í den tid. En fjaðrabúnaðurinn virðist heppilegur í alvöru jeppa og drifbúnaður að öðru leyti ágætur. Vélin kannski í minnsta lagi þegar bíllinn er eitthvað lestaður. En það verður ekki af þeim skafið að þeir hafa þetta "tough military look" sem "male chauvinist pigs like myself" fá svo mikið "adrenaline kick" út úr! svo maður sletti nú eins og api!!!!!
kv.
30.06.2003 at 10:41 #474542
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta með öxlana er veikleiki sem hægt er að komast fyrir. Öxlarnir ganga inn í flans út við hjól og einhver gúmmíhlíf þar yfir. Þetta þarf að smyrja vel og reglulega og vill koma slag þarna (öxullinn étur sig lausan í flansinum). BSA flytur hins vegar inn öxla frá Ástralíu sem eru lausir við þessi vandræði og hafa allt annan og betri frágang.
Vélarnar eru svipaðar að rúmtaki, en sú 4 cyl talsvert slaglengri og gefur því meira tork. Hún hentar því okkur sem notum jeppa sem jeppa betur en 5 cyl vélin er sjálfsagt þíðgengari og skemmtilegri í malbiksakstri. Annars lítur togkúrfa hennar svosem ekkert illa út heldur. Báðar eru orginal með túrbínu og millikæli og hægt að bæta við talsvert af hestöflum með því að skrúfa upp olíuverkið (tölvukubbur á fimmunni) og opnu pústi og þá eru þetta orðnar nokkuð sprækar vélar.
Ég held að þeir séu bara nokkuð sniðugur kostur, einmitt ef menn hafa smekk fyrir þessu "tough military look" eins og þú kallar það (réttilega!) og eru ekki að sækjast sérstaklega eftir "smekklegum innréttingum" eins og sagt er í sumum bíladómum og flestir eru farnir að gera mikið útá. Eigum við ekki bara að segja "bílar fyrir karlmenn" >o)
Kv – Skúli
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.