This topic contains 1 reply, has 1 voice, and was last updated by Árni Bergsson 17 years, 7 months ago.
-
Topic
-
Ég fór í opið hús í gærkveldi og mættu þar allmargir og
var varla þverfótað fyrir mannskap og allskonar sögur sagðar
um jeppamennsku og hvað má gera og hvað má ekki gera.
Fór ég þaðan mun fróðari um hluti frá mönnum sem hafa
tekið þátt í hinum ýmsu ferðum.
NEI það voru frekar fáir sem mættu í gær. Maður gæti
haldið að jeppamennska sé eingöngu á veturnar og þegar
kemur fram á vorið leggst jeppamennska af, allavega hvað
varðar að láta sjá sig í opnu húsi. það væri kannski fyrir eldri
og reyndari jeppamenn að láta sjá sig og fræða smælingjana
sem eru að byrja í þessu sporti, ekki að vera að rekast á
fortíðardrauga sem eru í húsinu og eru illsjáanlegir. Ég veit
ekki betur en á síðasta aðalfundi var talað um að efla starfið
og nýta húsið betur. Hvernig væri að reyndari menn gæfu
svolítið af visku sinni þó ekki væri nema það að skiptast á
að koma. Ef starfsemin á bara að vera yfir vetrartímann
þá er best að auglýsa það þannig, svefntími félagsins er
öfugt við birnina sofa á sumrin, vaka á veturna.
Með virðingu fyrir stjórninni, hún gerir sitt besta en það
þurfa líka félagsmenn að mæta til þess að láta þetta virka.
Virðingarfyllst,
MHN…
You must be logged in to reply to this topic.